Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022
_ Björgvin Páll Gústavsson, lands-
liðsmarkvörður í handknattleik, skýrði
frá því á samfélagsmiðlum í gær að
skorað hafi verið á sig að gefa kost á
sér sem borgarstjóraefni í Reykjavík
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Kveðst hann hafa fengið óvænt símtal
frá þjóðþekktum einstaklingi kvöldið
sem hann kom heim frá Evrópumótinu
í Búdapest.
„[E]r ég efni í næsta borgarstjóra í
Reykjavík? Ég hreinlega veit það ekki.
Ef ég tæki slaginn þá væri það einna
helst til þess að taka þátt í byltingu er
kemur að málefnum barna. Það að
merkja X við B, fyrir Björgvin og börn-
in er eitthvað sem hljómar allavega
vel,“ skrifaði hann meðal annars.
_ Franski knattspyrnumaðurinn Paul
Pogba snýr aftur í leikmannahóp Man.
Utd þegar liðið tekur á móti Middles-
brough í 4. umferð ensku bikarkeppn-
innar í kvöld eftir að hafa verið frá í
þrjá mánuði vegna meiðsla.
„Paul verður hluti af hópnum. Hann
gæti jafnvel verið í byrjunarliðinu,“
sagði Ralf Rangnick, stjóri United, á
blaðamannafundi í gær.
_ Forráðamenn knattspyrnuliðs
Vestra reyndu að fá Eið Smára Guð-
johnsen, Ólaf H. Kristjánsson eða
Heimi Hallgrímsson til að taka við lið-
inu eftir að Jón Þór Hauksson ákvað
að hætta og taka boði Skagamanna
um að þjálfa þá. Samúel Samúelsson,
formaður meistaraflokksráðs karla hjá
Vestra, staðfesti þetta við 433.is í gær.
„Ég vissi fyrir fram að þetta væri lang-
skot en ég vildi láta á það reyna. Metn-
aður okkar er mikill,“ sagði Samúel við
433.is. Þjálfararnir þrír eru allir án
starfs um þessar mundir en höfnuðu
allir boði Vestra.
_ Jóhann Berg Guðmundsson lands-
liðsmaður í knattspyrnu verður ekki
með Burnley gegn Watford í botnslag
liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem
fram fer annað
kvöld. Sean
Dyche knatt-
spyrnustjóri
Burnley skýrði
frá því í gær að
Jóhann hefði
fengið botn-
langabólgu fyrr í
vikunni og hann
þurfti að fara í
aðgerð á sjúkra-
húsi af þeim
sökum.
Eitt
ogannað
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
TM-hellirinn: ÍR – Þór Þ ..................... 18.15
Ljónagryfjan: Njarðvík – KR ............. 20.15
1. deild karla:
MVA-höllin: Höttur – Hrunamenn..... 19.15
Akranes: ÍA – Haukar.......................... 19.15
Ice Lagoon-höll: Sindri – Fjölnir ........ 19.15
1. deild kvenna:
Kennaraháskóli: Ármann – ÍR............ 19.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Ásvellir: Haukar U – Hörður ................... 20
Varmá: Afturelding U – Þór..................... 20
Víkin: Berserkir – Vængir Júpíters ........ 20
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Hertz-höllin: Grótta – ÍR..................... 19.30
Kaplakriki: FH – Valur U.................... 19.30
REYKJAVÍKURLEIKAR
Listskautar í Skautahöllinni í Laugardal kl.
15 til 20.
Pílukast í Bullseye kl. 19.45 til 21.
Í KVÖLD!
Egyptaland tryggði sér í gærkvöldi
sæti í úrslitaleik Afríkumótsins í
knattspyrnu með því að slá heima-
menn í Kamerún út eftir víta-
spyrnukeppni í undanúrslitunum.
Kamerúnar klúðruðu þremur af
fjórum vítaspyrnum sínum og þar
af varði Grabaski í marki Egypta
tvær þeirra. Egyptar skoruðu hins
vegar úr öllum þremur spyrnum
sínum og unnu 3:1. Egyptaland og
Senegal mætast í úrslitaleik móts-
ins á sunnudag þar sem Liverpool-
mennirnir Sadio Mané og Mohamed
Salah munu etja kappi.
Salah og Mané
báðir í úrslit
AFP
Vítabani Grabaski var hetja Egypta
þegar hann varði tvær vítaspyrnur.
Karlalið Breiðabliks í knattspyrnu
mætti B-liði enska úrvalsdeildar-
félagsins Brentford á Atlantic-
æfingamótinu í gærkvöldi.
Damir Muminovic kom Blikum á
bragðið eftir hálftíma leik og Krist-
inn Steindórsson tvöfaldaði foryst-
una á 65. mínútu. Tristan Crama
minnkaði muninn fyrir Brentford B
á 77. mínútu en þar við sat og góður
2:1-sigur Breiðabliks staðreynd.
Næsti leikur Blika á mótinu er á
sunnudaginn gegn Elíasi Rafni
Ólafssyni og félögum í Midtjylland,
sem tapaði 0:1 fyrir Zenit í gær.
Blikar unnu
B-lið Brentford
Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason
Sterkur Damir Muminovic skoraði
annað marka Blika í gærkvöldi.
ÓL 2022
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Skíðagöngumaðurinn Snorri Ein-
arsson er líklegastur til afreka af ís-
lensku keppendunum fimm á Vetrar-
ólympíuleikunum 2022 sem verða
settir í Peking í dag.
Snorri, sem er 35 ára gamall, er
eini keppandinn frá Íslandi sem náði
svokölluðu A-lágmarki fyrir leikana í
ár en hinir fjórir keppendurnir; þau
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir,
Sturla Snær Snorrason, Kristrún
Guðnadóttir og Isak Stianson Ped-
ersen, náðu öll B-lágmörkum og
fengu keppnisrétt í gegnum kvóta-
sæti.
Snorri er á leið á sína aðra Ólymp-
íuleika og líklega þá síðustu á ferl-
inum en hann er fæddur og uppalinn
í Noregi. Hann á norska móður og ís-
lenskan föður en hann æfði lengi vel
með norska landsliðinu áður en hann
ákvað að keppa fyrir Íslands hönd
árið 2016.
Hans sterkustu greinar eru langar
göngur en Snorri keppir í 15 km
göngu með hefðbundinni aðferð, 30
km skiptigöngu, 50 km göngu með
frjálsri aðferð og í liðakeppni í
sprettgöngu ásamt Isak Stianson á
leikunum.
Snorri hafnaði í 56. sæti í 15 km
göngu með frjálsri aðferð á Vetrar-
ólympíuleikunum 2018, og í sama
sæti eða því 56. í 30 km skiptigöngu.
Honum tókst ekki að ljúka keppni í
sinni sterkustu grein, 50 km göngu
með hefðbundinni aðferð.
Snorri er sem stendur í 221. sæti
heimslistans í lengri vegalengdum og
í 505. sæti í sprettgöngu. Hann náði
sínum besta árangri á ferlinum og
jafnframt besta árangri sem Íslend-
ingur hefur náð í skíðagöngu á HM
2019 í febrúar í Seefeld í Austurríki
þegar hann hafnaði í 18. sæti í 50 km
göngu.
Þarf að hitta á góðan dag
Skíðamaðurinn Sturla Snær
Snorrason keppir í svigi og stórsvigi
á leikunum en hann er einnig á leið á
sína aðra Ólympíuleika líkt og
Snorri.
Sturla, sem er 27 ára gamall, hefur
verið fremsti alpagreinamaður
landsins undanfarinn áratug en hann
byrjaði að æfa skíði þegar hann var
fimm ára gamall.
Hann náði sínum besta árangri á
ferlinum á Asíubikarmóti í Yong-
Pyong og Bears Town í febrúar 2020
þegar hann hafnaði í 15. sæti af 75
keppendum í svigi sem er jafnframt
hans sterkasta grein.
Sturla keppti einnig í stórsvigi á
Vetrarólympíuleikunum í Peyon-
Chang árið 2018 þar sem hann náði
ekki að ljúka keppni. Hann þurfti svo
að hætta við keppni í svigi vegna
meiðsla en Sturla er í 183. sæti
heimslistans í svigi og til alls líklegur
í greininni þegar hann hittir á góðan
dag. Þá er hann í 1.470. sæti heims-
listans í stórsvigi.
Sterk í öllum alpagreinum
Skíðakonan Hólmfríður Dóra
Friðgeirsdóttir er á leið á sínu fyrstu
Ólympíuleika en hún hefur verið bú-
sett í Åre í Svíþjóð undanfarin ár þar
sem hún hefur æft og keppt.
Hólmfríður, sem er 24 ára gömul,
keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi á
leikunum, og hún er sterk í öllum
greinum.
Hún er í 322. sæti í risasvigi á
heimslistanum, í 543. sæti í svigi og í
558. sæti í stórsvigi en hún náði sín-
um besta árangri í stórsvigi á ferl-
inum þegar hún hafnaði í 11. sæti í
Klövsjö í Svíþjóð í desember 2018. Þá
náði hún sínum besta árangri í svigi
þegar hún hafnaði í 3. sæti á móti í
Rogla í Slóveníu í mars 2021. Sínum
besta árangri í risasvigi náði hún svo
í Nakiska í Kanada þegar hún hafn-
aði í 19. sæti í desember 2019.
Reynslunni ríkari
Líkt og áður hefur komið fram
mun hinn norsk-íslenski Isak Stian-
son Pedersen keppa í liðakeppni í
sprettgöngu ásamt Snorra Einars-
syni og þá mun hann einnig keppa í
sprettgöngu á leikunum.
Isak, sem er 24 ára gamall, er
fæddur í Aalesund í Noregi en hann
á íslenska móður og norskan föður.
Isak er á leið á sína aðra Ólympíu-
leika en hann tók einnig þátt á leik-
unum í Suður-Kóreu árið 2018 þar
sem hann hafnaði í 55. sæti í sprett-
göngu og komst ekki áfram í úrslitin.
Hann hefur verið einn fremsti
sprettgöngumaður landsins undan-
farin ár og náði sínum besta árangri
á ferlinum á norska meistaramótinu í
Konnerud við Drammen í Noregi í
janúar 2020 þegar hann hafnði í 24.
sæti. Hann er sem stendur í 406.
sæti heimslistans í greininni.
Kristrún Guðnadóttir er á leið á
sína fyrstu Ólympíuleika en hún
keppir í sprettgöngu kvenna.
Kristrún, sem er 24 ára, náði sín-
um besta árangri á ferlinum á heims-
meistaramótinu í Seefeld í Aust-
urríki í febrúar 2019 þegar hún
hafnaði í 65. sæti í sprettgöngu.
Hún er margfaldur Íslandsmeist-
ari í sprettgöngu og er sem stendur í
376. sæti heimslistans í greininni.
Kristrún verður einmitt fánaberi
íslenska hópsins á setningarathöfn-
inni í dag ásamt Sturlu Snæ en líkt
og á Ólympíuleikunum í Tókýó í Jap-
an í sumar verða fánaberar hvers
lands tveir, ein kona og einn karl.
Íslenski hópurinn mun að öllum
líkindum ganga inn á leikana um
miðbik athafnarinnar þar sem inn-
gangan raðast eftir kínverska staf-
rófinu.
Þrír reynslunni ríkari eftir
leikana í Suður-Kóreu
- Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Kristrún Guðnadóttir taka þátt í fyrsta sinn
Ljósmynd/SKÍ
Alpagreinar Sturla Snær Snorrason.
6. feb.: Snorri Einarsson – 30 km ganga .................... 07.00
7. feb.: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – Stórsvig 02.15
8. feb.: Kristrún Guðnadóttir – Sprettganga............. 08.00
8. feb.: Isak Pedersen Stianson – Sprettganga ......... 08.00
9. feb.: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – Svig ....... 02.15
11. feb.: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – Risasvig 03.00
11. feb.: Snorri Einarsson – 15 km ganga .................... 07.00
13. feb.: Sturla Snær Snorrason – Stórsvig ................. 02.15
16. feb.: Sturla Snær Snorrason – Svig ........................ 02.15
16. feb.: Snorri og Isak – Sprettganga liðakeppni...... 09.00
19. feb.: Snorri Einarsson – 50 km ganga .................... 06.00
_ Íslenskar tímasetningar, tímamismunur er 8 tímar.
Dagskrá Íslendinganna
Ljósmynd/SKÍ
Alpagreinar Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir.
Ljósmynd/SKÍ
Skíðaganga Snorri Einarsson.
Ljósmynd/SKÍ
Skíðaganga Kristrún Guðnadóttir.
Ljósmynd/SKÍ
Skíðaganga Isak Stianson Pedersen.