Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 21

Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022 ✝ Kristrún Heið- arsdóttir fædd- ist á Reynisvatni í Mosfellssveit 24. júní 1923. Hún lést á Droplaugarstöðum 24. janúar 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Helga Sigurdís Björnsdóttir frá Grafarholti í Mos- fellssveit og Hreið- ar Gottskálksson frá Vatnshóli í Landeyjum, seinna bændur á Engi, Þormóðsdal, og svo á Hulduhólum í Mosfellssveit. Kristrún var elst fjögurra systkina, en hin eru Sigurbjörg, f. 1925, d. 2017, Gunnfríður, f. 1932, d. 2016, og Sigurður Hreið- ar, f. 1938. Kristrún giftist Magnúsi Páls- 1973, Brynhildur, f. 1973, og Ey- rún, f. 1979. 4) Páll Kristrúnar, f. 1.4. 1960, kvæntur Elfu Dröfn Ing- ólfsdóttur, f. 1962, þeirra börn eru Agnes, f. 1986, og Róbert Hreiðar, f, 1995. Afkomendur eru orðnir 51 talsins. Kristrún tók kennarapróf en vann mestan sinn starfsaldur sem húsmóðir og uppalandi. Hin síðari ár starfaði hún sem forstöðumaður í Furugerði 1, þjónustuíbúðum aldraðra hjá Reykjavíkurborg. Hún var mikil félagsvera og var ásamt manni sínum og fleirum stofnandi Grensássóknar og var í áraraðir í kirkjukór safnaðarins og fleiri kórum. Hún var í fjölmörg ár formaður kvenfélags Grensás- kirkju. Einnig var hún í fjölda- mörgum trúnaðarstörfum og nefndum og má þar nefna öldr- unarráð Reykjavíkurborgar og Bandalag kvenna. Hún var öflug í félagsstarfi fóstbræðrakvenna, þar sem Magnús var félagi í karla- kórnum Fóstbræðrum. Útförin fer fram frá Grensás- kirkju í dag, 4. febrúar 2022, klukkan 10. syni járn- smíðameistara 1.12. 1945 en hann lést 10.7. 1984. Börn þeirra eru: 1) Helga, f. 9. október 1946, d. 16. janúar 2016. Gift Svavari Gunnþórssyni, f. 1926, og þeirra börn eru Borgþór, f. 1966, Magnús Rún- ar, f. 1968, Kristján Hreiðar, f. 1970, og Jóhann Páll, f. 1978. 2) Guðfinna, f. 30.11. 1948, gift Guðmundi Jakobssyni, f. 1941. Börn hennar eru Ingunn, f. 1967, Rögnvaldur, f. 1972, Anna Helga, f. 1976, Karún Her- borg, f. 1985, og stjúpdóttir Borghildur, f. 1968. 3) Sigríður Vilborg, hennar dætur eru Krist- rún, f. 1968, d. 1997, Borgildur, f. Breytingar á mannlífi á Íslandi síðustu hundrað árin eru svo mikl- ar og róttækar að jaðrar við hið óskiljanlega. Það er líkast til ofsagt að mín kæra og elskulega Kristrún hafi skilið það allt – en hún upplifði það á eigin skinni. Hún átti langt líf og gott og margan afleggjarann. Þegar ég kom inn í fjölskylduna upp úr 1970 varð mér fljótt ljóst að þessi tengdamóðir mín var ekki hin dæmigerða húsmóðir, hvað þá að húsmóðurstörfin væru hennar ær og kýr eða sérstaklega kær, þau voru skylda en ekki það sem hug- urinn stóð til. Hennar heimur var víður og menningin var þar gildur hluthafi. Bækur og tónlist og fé- lagslíf var hennar hilla, og fátt veitti henni meiri ánægju en að syngja í kirkjunni sinni í Grensás. Það var góð upplifun á tímum minnkandi bóklesturs að bera þessum nær aldargamla lestrar- hesti bækur og fá spjall um fólkið hennar og mannlífið almennt að launum. Ég talaði um það við hana að fyrst hún væri orðin 98 væri ómögulegt annað en að stefna á 100, gott væri að eiga sér markmið. En þótt hún gleypti í sig hverja bókina af annarri og væri andlega hress var líkaminn ekki alveg í sama takti – og henni fannst fátt til um þetta aldursmarkmið, hún væri alveg tilbúin til að fara til síns ást- kæra Magnúsar sem hún missti allt of snemma. Um þá endurfundi efaðist hún ekki. Líf Lífið hefur tekið á sig aðra mynd og blasir nú við hinum eins og bjartur sumarmorgunn. Í þokunni greini ég bátinn við árbakkann. (Björn Sigurbjörnsson) Það var gott og gefandi að um- gangast hana og svoleiðis eftirmæl- um ættu allir að stefna að. Blessuð sé minning Kristrúnar. Guðmundur Guðmundsson. Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera samferða Kristrúnu tengda- móður minni síðastliðin 40 ár. Það var einn af mínum stærstu lottó- vinningum í lífinu að fá deila þess- um árum með syni Kristrúnar og þar með varð hún stór partur af lífi mínu. Þrátt fyrir að Kristrún hafi verið södd lífdaga, orðin 98 ára gömul, þá var svo mikið líf í henni og hjarta mitt er fullt af sorg og söknuði að hennar njóti ekki við lengur. Þessi kafli í lífinu kemur aldrei aftur, minningin lifir. Ég minnist hennar helst fyrir það að taka mér opnum örmum, samþykkja mig og treysta mér. Við gátum talað um svo margt án hindrana, t.d. um dauðann, því hún var alveg tilbúin og hræddist hann sko ekki. Hún hafði trúarsannfær- ingu sem óþarfi var að predika uppi á fjallstindum, enda lifði hún sína kristnu trú með verkum sínum. Falleg kona að innan og utan. Tón- elsk, vel lesin, natin og kærleiksrík við alla sína afkomendur. Hver af afkomendum man ekki eftir spilinu Fló? Undanfarna áratugi gat hún ferðast um allan heiminn og það án þess að komast hjálparlaust út úr húsi. Það gerði hún með því að lesa ferða- og fræðibækur, skoða gaml- ar ljósmyndir, horfa á Travel chan- nel og svo auðvitað rifjaði hún upp gamlar ferðir um Ísland eða útlönd með því að skoða landakort. Hún var líka dugleg að lesa gömlu dag- bækurnar sínar og gat þannig bæði rifjað upp og haft gaman af. Hún var alveg skýr í kollinum og það var eiginlega hennar hinsta ósk að tapa ekki toppstykkinu eins og hún sagði. Hún hafði mikinn áhuga á að fylgjast með öllum sínum afkom- endum og vildi vita hvar þeir væru, hvað þeir væru að gera og hvort þeim gengi vel í lífinu. Hún hafði alla afmælisdaga skrifaða hjá sér, svona ef ske kynni að hún gleymdi þeim. Ég er viss um að hennar að- alstarf síðustu ár hafi verið að biðja fyrir sínu fólki og megi sú bæn margfaldast um ókomin ár. Betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér fyrir börnin mín Agnesi og Róbert Hreiðar. Þegar þau voru lítil átti Kristrún það til að hringja og spyrja hvort foreldrarnir þyrftu ekki að fara í bíó eða í smá for- eldraorlof, alltaf boðin og búin að passa. Enda leit hún ekki á það sem slíkt, hún var einfaldlega að njóta að vera með þeim. Þvílík fyr- irmynd fyrir sína afkomendur og annað samferðafólk. Mig langar að þakka starfsfólki Droplaugarstaða fyrir umönnun undanfarin þrjú ár. Hún eignaðist þar marga vini og tók aðstæðum sínum af æðruleysi. Ég kveð Kristrúnu, mína ynd- islegu vinkonu, þakka í huganum fyrir allt sem hún var mér. Minn- ingin mun lifa með mér og þá sér- staklega síðustu jólin sem við átt- um saman í Björtuhlíðinni. Ást og söknuður. Elfa. Í dag fylgjum við elsku ömmu Kristrúnu til grafar og vitum að hún er komin í faðm afa eftir lang- an aðskilnað. Amma var einstök og varla hægt að hugsa sér betri ömmu. Þegar við systur vorum yngri vor- um við stundum í pössun hjá afa og ömmu og það var ýmislegt brallað í þeim heimsóknum. Skemmtilegast af öllu var þó að fara í fataskápinn hennar ömmu og klæða sig í fínu fötin hennar og máta alla smellu- eyrnalokkana. Amma kunni ógrynni af sögum og ævintýrum og virtist hafa endalausan tíma til að segja litlum stelpuskottum sögu. Hún var mjög söngelsk og hafði gaman af því að kenna okkur systr- um ýmis lög og þulur. Á langri ævi upplifir maður margt og var í seinni tíð ósköp notalegt að eyða tíma á spjalli með ömmu og heyra sögur af lífinu í gamla daga. Við vorum einstaklega lánsamar að hafa ömmu svona lengi í lífi okkar því það gaf okkur færi á að skapa margar dýrmætar minningar sem gott er að eiga á degi sem þessum. Góða ferð hinsta spölinn elsku amma. Borghildur, Brynhildur og Eyrún. Nú er elskuleg amma mín, Kristrún Hreiðarsdóttir, fallin frá en hún var stór partur af mínu lífi, mismikið eftir tímabilum en hún var alltaf til staðar, tilbúin í spjall, sagði sögur og sýndi mér og mín- um mikinn áhuga. Amma var mér mikil fyrirmynd, hún var hæversk en hæfileikarík, spilaði á orgel, söng í kór, var ótrúlega fróð og las mikið. Í barnæsku var ég mikið hjá ömmu og afa, en seinna passaði amma nokkur af barnabörnum sín- um og náði þannig að mynda mjög sterk tengsl við mörg okkar. Hún hafði mikinn áhuga á velferð okkar og lagði sitt af mörkum til að hjálpa til og vera alltaf til staðar. Hún inn- rætti okkur umburðarlyndi og kærleika gagnvart náunganum. Ég á margar góðar minningar með afa og ömmu í ferðalögum, sunnudagsbíltúrum eða messum og við amma rifjuðum ósjaldan upp ferð með Ferðafélaginu norður á Strandir þegar ég var tólf ára. Í upphafi ferðalagsins var ég uppfull af unglingaveiki og hundfúl að þurfa að fara með þeim á staði sem ég hafði oft komið á áður. Auðvitað var gaman í ferðalaginu og þegar á leið var ég orðin hrókur alls fagn- aðar og gat frætt samferðafólkið um búskaparhætti, selveiðar, dún- tekju og fleira sem fólki fannst áhugavert. Minningarnar um sögustund í sófanum eru einnig dýrmætar. Amma lá í sófanum, við frænkurn- ar kúrðum í hnésbótunum og hún byrjaði á sögu. Þegar leið á söguna átti amma það til að dotta eða missa söguþráðinn, þá sagði ég: „Nú ert þú farin að rugla eitthvað amma mín,“ við það hrökk hún aft- ur í gírinn, kláraði söguna og tók síðan stuttan hádegisblund. Seinustu árin gekk amma í gegnum erfiða lífsreynslu eftir að hafa dottið nokkrum sinnum og slasast mjög alvarlega. Þá tókst henni með seiglu og yfirvegun að byggja sig aftur upp. Kollurinn var ætíð skýr en líkamlegt þrek var laskað. Nú hefur hún fengið hvíld- ina löngu en minning um góða og yndislega konu lifir áfram með hennar fólki. Ingunn Sveinsdóttir. Með sorg og gleði í hjarta minn- ist ég ástkærrar ömmu minnar sem var mér svo góð. Þolinmæði, umburðarlyndi og hógværð. Það eru orð sem lýsa ömmu best. Hún var svo sem ekki kona margra orða, en það sem hún sagði, sagði hún af hlýju og visku. Hún mælti aldrei illt um nokkurn mann, yggldi sig aldrei og setti alla aðra í fyrsta sætið. Heima hjá ömmu var mitt annað heimili. Sama hvað á bjátaði þá var hún alltaf tilbúin að hlusta og vera til staðar og þó að maður hefði rangt fyrir sér, þá sagði hún það aldrei, heldur hlust- aði bara og gaf yfirleitt góð ráð. Ég man þegar ég var lítil stelpa í Furugerðinu hjá ömmu, þar sem hún var forstöðukona og amma lagði mig inn í kompu til að sofa svo að ég yrði ekki vakin af hávaðanum af flugeldunum um áramótin. Ann- ars var ég vön að sofa í ömmurúmi og toppurinn á tilverunni var að narta í radísur sem millimál. Þar var alltaf svo mikil ró, útvarpið yf- irleitt í gangi þar sem hljómaði klassísk tónlist, frásögn af hinum eða þessum merkismanni eða –konu og svo fréttir að sjálfsögðu. Amma var alltaf með annan fót- inn í Grensáskirkju og þangað fór- um við oft saman. Stundum spil- uðum við bingó fyrir páskana (þar sem amma vann yfirleitt eitthvert góðgæti) eða kórinn var að æfa á meðan ég fann alla felustaði sem hægt var að finna. Amma hafði gaman af því að ferðast, hún og systur hennar fóru árlega í ferð saman, innan- eða ut- anlands, og af því heyrði ég margar sögur. Amma átti það hins vegar til að slasa sig og fót- eða handleggs- brjóta. Einu sinni vorum við fjöl- skyldan í fríi í Hollandi. Daginn sem við komum byrjaði amma á því að detta og handleggsbrjóta sig á fleiri stöðum. Hún kveinkaði sér þó ekki, enda vildi hún ekki vera til ama. Fríið hjá ömmu varð nú ekki langt að þessu sinni þar sem hún flaug snemma heim eftir stutta dvöl á spítala í Hollandi. Guði sé lof þá á ég helling af öðrum góðum ferðaminningum um ömmu. Fyrir vestan hjá Guðfinnu frænku og í sumarbústað eða tjaldútilegu með fjölskyldunni. Amma var hafsjór af sögum sem hún annaðhvort kunni utanbókar eða las fyrir mann fyrir nóttina. Hún hafði endalausa þolinmæði til þess að syngja og hætti yfirleitt ekki fyrr en litla skottan, ég, gafst upp og sofnaði að lokum. Við sung- um mikið saman og oft lög eftir hana sjálfa. Þó er það lag sem ég alltaf syng innra með mér þegar ég hugsa um hana, lagið um Gleym- méreina. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: Gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa) Elsku amma mín. Þú ert blómið sem munt aldrei gleymast. Ég er svo þakklát og heppin að hafa haft lifandi engil fyrir ömmu. Þú hefur alltaf og munt alltaf eiga stóran hlut í mínum huga og hjarta og ég mun alltaf reyna að lifa eftir því sem þú kenndir okkur öllum. Agnes Pálsdóttir Aaröe. Ég verð eiginlega alltaf jafn hissa að ég skuli vakna á hverjum morgni, sagði hún systir mín fyrir ekki svo löngu. Hún hafði þá verið sjálfri sér ónóg um skeið, líkaminn vildi ekki að öllu leyti lúta vilja hennar og hún þurfti hjálp til flestra hluta. En hugurinn skýr sem fyrr og þegar litla bróður vant- aði einhvern fróðleik um liðna tíð mátti alltaf reiða sig á Kristrúnu. Hún var fyrsta barn foreldra okkar, fæddist þeim á Reynisvatni í Mosfellssveit þar sem þau hófu búskap sinn og undu sér vel þau tvö ár sem þau fengu á þessari leigujörð. Nokkru síðar bauðst þeim að reisa nýbýlið Engi á Tjar- nenginu sem þá var í eigu Graf- arholts, sem foreldrar mömmu áttu. Þar bjuggu þau að mestu þar til Reykjavíkurborg tók þriðjung Mosfellssveitar eignarnámi – þar fór Tjarnengið. Þá höfðu Kristrúnu bæst þrjú yngri systkini og þar var brúð- kaup hennar haldið 1. des. 1945. Þá var bróðirinn ekki nema sjö ára og man eiginlega ekki eftir Kristrúnu heima nema í fríum. Hún var í skólum í Reykjavík, vann þar sem vinna gafst og tók kennarapróf sem hún nýtti sér aldrei. En strax á þessum árum mátti ég vera hjá hjá henni ef ég þurfti að þreyja af í borginni stund og stund. Þegar hún var svo gift Magga sínum átti ég alltaf víst at- hvarf í Reykjavík, sem þá var svo langt frá Mosfellssveitinni. Meðan dætur þeirra voru litlar var mér trúað fyrir að vera hjá þeim og koma þeim í ró þegar hjónin lang- aði að bregða sér af bæ svo sem eina kvöldstund – sonurinn kom það seint til sögu að ég held að hann hafi sloppið. Og hjá þeim var ég líka í fæði árið sem ég var pip- arsveinn í Reykjavík. Tengdaforeldrar Kristrúnar áttu Bergstaðastræti 4 og höfðu sitt fólk hjá sér í húsi eftir hent- ugleikum. Þegar Magga og Krist- rúnu vantaði húsnæði var bara byggt ofan á húsið. Þegar þau loks fluttu í sitt eigið inni í Stóragerði höfðu þau átt heima á öllum íbúð- arhæðum hússins. Lífið var ekki rósadans og aug- ljóslega stundum tómahljóð í pyngjunni. Ýmiskonar erfiðleikar á miðjum aldri urðu til þess að hún varð að leita fanga utan heimilis til að létta róðurinn. Þar á meðal var hún um hríð prófarkalesari hjá mér í gamla Hilmi hf. Ég held hún hafi notið þess. Ég gerði það. Músíkölsk var hún svo af bar. Lærði ung án verulegrar tilsagnar að spila á gamla orgelið heima og eignaðist seinna sjálf orgel sem amma hennar og nafna hafði átt megnið af sinni ævi. Það er nú í geymslu einhvers staðar hjá Ár- bæjarsafni. Hún lagði ýmsum kór- um lið og ég veit að það var henni áfall þegar hún fann sig ekki lengur geta sungið. Hún las mikið og mundi það sem hún las. Lestur var hennar helsta afþreying síðustu misserin, ásamt því að rýna í gaml- ar myndir. Nú get ég ekki lengur leitað til hennar fremur en hinna systranna. Allar farnar af foldu. En ég gleðst yfir því að hún þarf ekki lengur að þreyja lífið sem ég veit að henni fannst orðið nógu langt. Minningarnar á ég. Siggi Hreiðar – litli bróðir. Sigurður. Kristrún Hreiðarsdóttir - Fleiri minningargreinar um Kristrúnu Hreið- arsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar ástkæra eiginkona, móðir og amma, EDDA SVAVA KRISTJÁNSDÓTTIR, Grundarfirði, lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 29. janúar. Útförin fer fram frá Grundarfjarðar- kirkju laugardaginn 5. febrúar klukkan 13. Útförinni verður streymt: https://youtu.be/sa05Ic06tck Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat Runólfur Guðmundsson Vignir Már Runólfsson María Runólfsdóttir og barnabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, RÓSA KARLSDÓTTIR, lést á Hrafnistu Sléttuvegi mánudaginn 10. janúar. Útförin fór fram 27. janúar í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við sendum innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku mömmu okkar. Jón Karl Helgason Friðgerður Guðmundsdóttir Signý Helgadóttir Helgi Helgason Þórhalla Sigmarsdóttir barnabörn og langömmubörn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, EBBA JÚLÍANA LÁRUSDÓTTIR, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, áður Sævangi 31, Hafnarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 1. febrúar. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 8. febrúar klukkan 15. Ásgerður Þorgeirsdóttir Júlíus Valgeirsson Þorgeir Ibsen Þorgeirsson Denise Ibsen barnabörn og barnabarnabörn Útför elskulegs sonar okkar og bróður, STEINGRÍMS S. JÓNSSONAR rafmagnsverkfræðings, fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, föstudaginn 4. febrúar, klukkan 13. Athöfninni verður streymt á streyma.is Jón Hilmar Stefánsson Elísabet Bjarnadóttir Bjarni Hilmar Jónsson Stefán Hrafn Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.