Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þau óvæntu
tíðindi bár-
ust frá
Þýskalandi í fyrra-
dag, að stjórnvöld
þar hefðu ákveðið
að svipta rúss-
nesku ríkisstöðina Russia
Today útsendingarleyfi fyrir
þýskumælandi stöð sína, en
stöðin hefur þótt vera áberandi
áróðursmiðill fyrir Kremlverja
á síðustu árum.
Hin uppgefna ástæða var sú,
að stöðin hefði ekki sótt um gilt
útsendingarleyfi í Þýskalandi,
en útsendingar hennar innan
Evrópu munu hafa verið á
grundvelli leyfis sem gefið var
út í Serbíu. Rússnesk stjórn-
völd brugðust sem von var hart
við, og sökuðu Þjóðverja um að
hafa framið „árás á málfrelsið“.
Bönnuðu þau svo snarlega út-
sendingar þýsku rásarinnar
Deutsche Welle í Rússlandi.
Tíðindin af banni RT í Þýska-
landi voru ekki síst óvænt, þar
sem Þjóðverjar hafa hingað til
látið undir höfuð leggjast að
grípa til aðgerða af nokkru tagi
gegn Rússum, á sama tíma og
flestir bandamenn þeirra eru
að reyna að koma í veg fyrir að
þeir ráðist á Úkraínu. Hafa
Þjóðverjar því vandlega forðast
allt sem gæti orðið til þess að
húsbóndinn í Kreml ákvæði að
loka fyrir jarðgassendingar
sínar, sem Þjóðverjar eru nú
orðnir háðir eftir áralöng mis-
tök í orkumálum sem ekki sér
fyrir endann á.
Það er jafnvel rangt að tala
um aðgerðaleysi í þessum efn-
um, því þýsk stjórnvöld hafa
gengið svo langt að meina
bandamönnum sínum, sem
keypt hafa þýsk vopn, að selja
þau áfram til Úkraínumanna,
jafnvel þótt ljóst sé að þar sé
þörf á öllum þeim tækjum sem
geta fælt Rússa frá því að hefja
þar innrás.
Þessi skammarlega afstaða
Þjóðverja hefur ekki bara graf-
ið undan samstöðu vesturveld-
anna, einmitt þegar hennar var
mjög þörf, heldur hefur hún
einnig orðið til þess að sósíal-
demókratar, sem unnu sigur í
síðustu þingkosningum, eru
aftur orðnir minni en kristilegu
flokkarnir í þýskum skoðana-
könnunum. Þá hefur Olaf
Scholz, sem varla er búinn að
vera í kanslarastólnum í þrjá
mánuði, hrapað í vinsældum
heima fyrir, samhliða því sem
hann er nánast horfinn af sjón-
arsviðinu.
Vissulega mun það hrökkva
skammt að loka fyrir útsend-
ingar RT vegna „tæknilegs
galla“ ef svo má að orði komast,
en það er þó vonandi til marks
um að þýsk stjórnvöld átti sig á
því að ekki dugi lengur að
stinga höfðinu í sandinn og
vona að Úkraínudeilan hverfi.
En þá er stóra spurningin
hvort það sé nóg að
þýsk stjórnvöld
standi með vestur-
veldunum. Ýmis
teikn eru á lofti um
að Rússar séu lítt
hræddir við þær
refsiaðgerðir, sem vesturveldin
hóta nú að muni knésetja rúss-
neska bankakerfið, ákveði
Rússar að ráðast inn í Úkraínu.
Vasilí Nebenzya, sendiherra
Rússa hjá Sameinuðu þjóð-
unum, sagði fyrr í vikunni að
Rússar hefðu lært á undan-
förnum árum að lifa með við-
skiptaþvingunum, þar sem þeir
hefðu misst tölu á öllum þeim
aðgerðum sem gripið hefði ver-
ið til.
Þau ummæli geta eflaust
flokkast sem digurbarkalegt tal
af hálfu sendiherrans, en at-
hygli vekur þó, að Rússar telja
sig eiga hauk í horni, þar sem
Kínverjar eru. Til marks um þá
miklu samstöðu, sem nú ríkir á
milli Rússa og Kínverja, má
nefna, að í dag mun Pútín Rúss-
landsforseti heimsækja Xi
Jinping, forseta Kína, vegna
opnunarhátíðar Ólympíu-
leikanna, og hyggjast forset-
arnir senda frá sér sameigin-
lega yfirlýsingu um „stöðuna í
alþjóðamálum“.
Hið óopinbera bandalag Kín-
verja og Rússa sást einnig
skýrt þegar Kínverjar stóðu
einir með Rússum í því að
reyna að koma í veg fyrir að
Úkraínumálið endaði á dagskrá
öryggisráðsins, og heraflar
ríkjanna hafa á síðustu miss-
erum stóraukið samstarf sitt,
líkt og sást á sameiginlegri
flotaæfingu þeirra í lok janúar,
þar sem Íran var boðið að vera
með, sem er nú ekki beinlínis til
þess fallið að auka tiltrú um-
heimsins á félagsskapnum.
Kínverjar gætu því hæglega
ákveðið að taka á sig að létta af
Rússum þeim þjáningum sem
refsiaðgerðir vesturveldanna
gætu fært þeim, sér í lagi í ljósi
þess að þeir sæta nú færis að
„endurheimta“ Taívan, með
hervaldi ef þörf er á. Allt sem
veikir samstöðu og baráttuþrek
vesturveldanna hjálpar Kín-
verjum að ná því markmiði.
Ambrose Evans-Pritchard,
viðskiptaritstjóri Daily Tele-
graph, bendir á í nýlegum pistli
að hótanir um viðskiptaþving-
anir hafi því lítinn fælingar-
mátt á Rússa. Það eina sem
dugi í þeim efnum sé að gera
yfirvofandi innrás eins kostn-
aðarsama og mögulegt er, og
skipti vopnasendingar til Úkra-
ínu þar höfuðmáli. Haldi þýsk
stjórnvöld vopnasölubanninu
áfram og framlag þeirra til
samstöðunnar verður það eitt
að svipta sjónvarpsstöð útsend-
ingarleyfi verður það að teljast
heldur lítilfjörlegt fyrir ríki
sem vill vera þungamiðjan í
Evrópu.
Hafa þýsk stjórnvöld
séð að sér eða ætla
þau að láta aðgerðir
gegn RT nægja?}
Það eina sem dugar?
F
rá því að hvalveiðar í atvinnuskyni
hófust á nýjan leik árið 2006 hafa
verið veiddar nokkur hundruð
langreyðar og talsverður fjöldi af
hrefnum. Þessar veiðar hafa verið
umdeildar þar sem að annars vegar sjónarmið
eru uppi um að þessar veiðar þjóni ekki þjóð-
hagslegum hagsmunum Íslands og hins vegar
sjónarmið um að það komi ekki öðrum við en
Íslendingum hvort við kjósum að leyfa veiðar á
stofnum sem eru ekki í útrýmingarhættu.
Það sem er óumdeilt er að þessar veiðar hafa
ekki haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir
þjóðarbúið á síðustu árum. Síðustu þrjú ár hafa
engin stórhveli verið veidd en ein hrefna var
veidd árið 2021. Fátt bendir til þess að það sé
efnahagslegur ávinningur að því að stunda
þessar veiðar, þar sem þau fyrirtæki sem hafa
til þess leyfi hafa getað veitt hval síðustu ár en hafa ekki
gert það. Ástæður þessa geta verið nokkrar en kannski
einfalda skýringin sú að viðvarandi tap af þessum veiðum
sé líklegust.
Rökstuðning þarf ef leyfa á hvalveiðar
Núverandi veiðiheimildir gilda út árið 2023. Að óbreyttu
verður því engin veiði heimil á hvölum frá árinu 2024. Sýna
þarf fram á að það sé efnahagslega réttlætanlegt að end-
urnýja veiðiheimildir. Í sögulegu samhengi hafa þessar
veiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins.
Orðsporsáhættan sem fylgir því að viðhalda þessum veið-
um áfram er talsverð þó að hún sé illmælanleg.
Sem dæmi má nefna varð truflun á sölu á fiski
og samningum sagt upp í aðdraganda þess að
hvalveiðum í atvinnuskyni var hætt árið 1989.
Þegar hvalveiðar hófust á nýjan leik árið 2006
voru viðbrögð hófstilltari en Bandaríkjamenn
mótmæltu auk þess sem Whole Foods-keðjan
hætti að markaðssetja íslenskar vörur í versl-
unum sínum um tíma.
Japanir veiða nú sjálfir sitt hvalkjöt
Þó að hvalveiðar við Íslandsstrendur séu
sjálfbærar í þeim skilningi að ekki sé verið að
ganga um of á stofnstærð þá er hæpið að halda
því fram að veiðarnar séu sjálfbærar í félags-
legum eða efnahagslegum skilningi. Japanir
hafa verið stærstu kaupendur á hvalkjöti en
neysla á því fer minnkandi ár frá ári. Því ætti
Ísland að taka þá áhættu að viðhalda veiðum sem hafa
ekki skilað efnahagslegum ábata til þess að selja vöru sem
lítil eftirspurn er eftir? Japanir gengu úr Alþjóðahvalveiði-
ráðinu í byrjun árs 2019 og veiða nú sjálfir hvali í sinni lög-
sögu, en áður höfðu þeir veitt hvali á alþjóðahafsvæðum í
nafni vísindarannsókna. Að óbreyttu er því fátt sem rök-
styður það að heimila hvalveiðar eftir árið 2024. Á þessu
ári verður unnið mat á mögulegum þjóðhagslegum og
samfélagslegum áhrifum slíkrar ákvörðunar.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Hvalveiðar
Höfundur er matvælaráðherra.
svandis.svavarsdottir@anr.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
M
ikil eftirspurn hefur
verið eftir frystum fiski
í Bretlandi síðustu
mánuði, sérstaklega
sjófrystum afurðum. Friðleifur
Friðleifsson, deildarstjóri hjá Ice-
land Seafood, hefur lengi starfað að
sölu á sjávarafurðum frá Íslandi og
segir að á sínum 28 ára ferli hafi
hann ekki kynnst annarri eins eft-
irspurn eftir sjófrystum afurðum og
undanfarið.
Mikil verðhækkun
Friðleifur segir að mikil eftir-
spurn hafi haft
drjúgar hækk-
anir í för með sér.
Hann nefnir
dæmi um að verð
fyrir sjófrystan
þorsk í Bretlandi
hafi hækkað um
30% frá byrjun
síðasta árs og
mikil hækkun
hafi orðið síðustu
mánuði. Verð fyrir aðrar frystar af-
urðir hafi einnig hækkað.
Um ástæður þessa segir hann
að veiði Norðmanna og Rússa í Bar-
entshafi hafi dregist saman. Ekki
komi mikið af afurðum frá Kína um
þessar mundir, en þar er fiskur frá
Noregi og Rússlandi gjarnan þíddur
upp, fullunninn og frystur aftur áð-
ur en hann fer á markaði, m.a. í
Bretlandi. Í Kína séu margar fisk-
vinnslur lokaðar vegna kórónu-
faraldursins, erfiðleikar séu með
flutningsleiðir og verð fyrir flutn-
inga hafi hækkað gífurlega.
Trúir venjum og hefðum
„Í faraldrinum síðustu mánuði
hafa Bretar verið trúir venjum og
hefðum og borðað fisk og franskar
eins og enginn væri morgundag-
urinn,“ segir Friðleifur. „Í Bretlandi
eru um 11.000 staðir sem sérhæfa
sig í fish and chips. Þessir veitinga-
staðir eru inni í hverfunum, en aðra
skyndibitastaði er frekar að finna á
verslunarsvæðum, í verslunar-
miðstöðvum og við hraðbrautir.
Í faraldrinum hefur aðgengi að
stöðum með fisk og franskar verið
miklu betra en að hinum stöðunum.
Þá voru fiskistaðirnir fljótir að laga
sig að veirureglum og takmörkunum
og hægt var að sækja matinn á stað-
ina eða fá hann afgreiddan í gegnum
lúgu. Þannig tókst rekstraraðilum
staðanna að viðhalda sínum við-
skiptum og jafnvel auka þau og
sannarlega hefur verið nóg að gera í
sölu á fiski í Bretlandi síðustu sjö
mánuði eða svo,“ segir Friðleifur.
Minna til Bretlands en vægið
mikið í sjófrystum afurðum
Útflutningur á sjófrystum af-
urðum til Bretlands dróst verulega
saman í fyrra, eða sem nemur um
27% bæði í verðmætum og magni. Í
raun hefur útflutningur á sjófryst-
um afurðum til Bretlands ekki verið
minni á þessari öld sé horft til
magns á síðasta ári, samkvæmt upp-
lýsingum frá Samtökum fyrirtækja í
sjávarútvegi.
Alls voru fluttar út sjófrystar
afurðir til Bretlands fyrir tæpa 10
milljarða króna í fyrra samanborið
við 14 milljarða króna árið á undan.
Þennan samdrátt má að langstærst-
um hluta rekja til þriðjungs sam-
dráttar í útflutningsverðmætum
þorskafurða á milli ára, sem fóru úr
9,4 milljörðum króna í 6,3 milljarða.
Eins var samdráttur í ýsu sem nem-
ur tæpum 9%. Bæði verð á sjófryst-
um þorski og ýsu hækkaði hins veg-
ar mikið eftir mitt síðasta ár.
Á Radarnum, mælaborði
sjávarútvegsins, sem Samtök fyrir-
tækja í sjávarútvegi halda úti, má
sjá að sjófrystar afurðir vógu að
jafnaði um 14% af útflutnings-
verðmætum sjávarafurða á öðrum
áratug þessarar aldar. Langstærsti
hluti sjófrystra afurða eru botn- og
flatfiskafurðir, en þær vógu rúm
92% af útflutningsverðmæti sjó-
frystra afurða á tímabilinu. Þar veg-
ur þorskurinn þyngst, svo karfi og
grálúða. Hlutdeild uppsjávarafurða
var rúm 7% á tímabilinu, mest síld
og svo loðna. Vægi uppsjávarafurða
var mun minna undir lok tímabils-
ins, meðal annars vegna loðnu-
brests.
Þrátt fyrir ofangreindan sam-
drátt er Bretland langstærsta við-
skiptaland Íslendinga fyrir sjófryst-
ar afurðir. Vægi Bretlandsmarkaðar
í sjófrystum afurðum var um 33% á
síðasta ári, en Kína var í öðru sæti
með rúm 12%. Hlutdeild Bretlands-
markaðar í sjófrystum afurðum var
komin í 40% árin 2019 og 2020 en
hafði verið 22% fyrir áratug, sam-
kvæmt upplýsingum SFS.
Bretar sækja í fisk
og franskar í faraldri
AFP
Fiskur og franskar Um 11 þúsund veitingastaðir í Bretlandi bjóða upp á
þennan „þjóðarrétt“ Breta og nota gjarnan þorsk af Íslandsmiðum.Friðleifur
Friðleifsson