Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 20

Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022 ✝ Anna Kristine Magnúsdóttir Mikulcáková fædd- ist í Reykjavík 7. mars 1953. Hún lést 6. janúar 2022. For- eldrar hennar voru Elín Kristjánsdóttir, fyrrv. deildarritari á Landakotsspítala, f. 30. desember 1931, d. 1. júní 2020, og Miroslav R. Mikul- cák sem eftir að hann fékk ís- lenskan ríkisborgararétt árið 1958 tók upp skv. lögum nafnið Magnús Rafn Magnússon, f. 10. september 1927, d. 23. febrúar 1998. Systur Önnu eru Ingunn Magn- úsdóttir, f. 23. september 1955, og Elísabet Magnúsdóttir, f. 28. des- ember 1958. Dóttir Önnu Kristine og Úlfs H. Bergmann, f. 1953, er Elísabet El- ín Úlfsdóttir (Lízella), f. 13. mars 1975. Anna Kristine ólst upp á inbera. Hún hóf störf hjá RÚV haustið 1991, í Dægurmálaútvarpi Rásar 2 til 1996. Frá árinu 1996 og til 1999 stjórnaði hún vinsæl- um þætti á sunnudagsmorgnum á Rás 2, Milli mjalta og messu. Það- an fluttist hún með sama þátt yfir á Bylgjuna og starfaði þar til 2003. Einnig starfaði hún í lausa- mennsku fyrir Fréttatímann, GayIceland, Lifðu núna og sér- blöð stéttarfélaga og annarra samtaka. Hún gegndi fjölmörgum öðrum störfum, s.s. læknaritari, var for- maður Kattavinafélagsins um tíma og var fararstjóri í Prag. Hún skrifaði fjórar bækur í flokki ævisagna; Litróf lífsins I og II, Milli mjalta og messu og Með létt skap og liðugan talanda: Ævisaga Margrétar í Dalsmynni. Útför Önnu Kristine fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. febrúar 2022, klukkan 15. Hlekkir á streymi: https://tinyurl.com/28zbmsw6 https://www.mbl.is/andlat Smáragötu í Reykja- vík, auk þess sem hún dvaldi flest sum- ur á æskuárunum við Straumfjarðará á Snæfellsnesi. Hún gekk í Ísaksskóla, Æfingadeild KÍ, Hagaskóla og lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Ís- lands vorið 1971. Hún starfaði hjá Eimskip á árunum 1969-1973 en hóf feril sinn í blaðamennsku árið 1977. Hún starfaði m.a. hjá Vik- unni, Frjálsu framtaki, Helg- arpóstinum, Pressunni, helg- arblaði DV og síðar hjá DV. Hún ritstýrði nokkrum tímaritum og eftir hana liggur óteljandi fjöldi viðtala og greina. Anna Kristine hlaut verðlaun Blaðamannafélags Íslands árið 2007 í flokki rann- sóknarblaðamennsku. Var hún þá hluti af teymi blaðamanna sem fjölluðu um illan aðbúnað og með- ferð barna á vistheimilum hins op- Elsku hjartans mamma mín. Þú varst lífið mitt, kletturinn minn og klappstýran sem huggaðir og sam- fagnaðir, studdir og styrktir. Eftir því sem ég eldist hef ég séð betur og betur hversu lánsöm ég var að fá þig fyrir móður og uppeldið og gildin sem þú innrættir mér. Þú varst allt sem ég vil vera; glæsileg, greind, fyndin, skemmtileg, hug- rökk, blíð, einstaklega ráðagóð og útsjónarsöm, sterk og viðkvæm og með stóran skammt af samkennd. Þér tókst að sameina alla þessa eig- inleika í einhverja skemmtilegustu manneskju sem fyrirfinnst. Ástin þín var skilyrðislaus og alger. Æskan sem þið amma gáfuð mér á Ránargötunni var eins og í lygasögu. Ástin og öryggið og skil- yrðislaust samþykkið og stuðning- urinn er eitthvað sem ég hélt að öll börn byggju við. Og eiga að búa við. Þegar ég kom heim úr skólanum með vini voru oft eggjasalatssam- lokur í ísskápnum „ef ég tæki ein- hvern með mér heim eftir skóla“. Vinir mínir sakna þín sem vinkonu, ekki bara sem mömmu vinkonu sinnar. Það lýsir þér vel. Það var mjög vinsælt að gista á Ránargötu 29 þegar við vorum litlar og þú sagðir okkur vinkonunum sögur af ykkur Öddu að svindla ykkur inn í Glaumbæ! Svo sagðirðu okkur gæsahúðarútgáfuna af því þegar Glaumbær brann. Þú vannst oft tvö eða þrjú störf en aldrei heyrði ég þig andvarpa eins og svo margir gera „ohh, það er bara svo brjálað að gera“. Þú talaðir aldrei um hvað þú ynnir mikið eða hvað það væri mikið að gera en þú talaðir hins vegar um hvað það væri gaman í vinnunni. Margir minnast helst þáttanna þinna „Milli mjalta og messu“ sem slógu í gegn, en færri vita að þú hélst að enginn myndi hlusta á þá. Vinnuheiti þáttanna var lengi vel „Ein ég vaki“ því þér datt ekki í hug að fólk vaknaði á sunnudags- morgnum til að hlusta á þig taka viðtöl. En það er einmitt það sem tugir þúsunda gerðu. Það var vegna einlægs áhuga þíns á sögu fólks, lífsreynslu þess, lærdómi og sjálfsbjargarviðleitni sem þáttur- inn náði þessum vinsældum. Þú skrifaðir líka fjórar bækur þar sem þetta eftirlætisáhugamál þitt – annað fólk og líf þess – var í aðal- hlutverki. En, eins stórkostleg fjöl- miðlamanneskja og þú varst, þá var það hvernig þú tókst á við móð- urhlutverkið og lífið sem ég er stoltust af. Hvað þú elskaðir mig og vini mína skilyrðislaust; okkar sorgir voru þínar og okkar sigrum samfagnaðir þú af öllu hjarta. Þú glímdir við erfiðan sjálfs- ónæmissjúkdóm frá unga aldri, sjúkdóm sem stundum tók þig al- veg úr leik. Sjúkdóm sem einungis var hægt að halda niðri með stórum steraskömmtum sem héldu þér vakandi dögum saman. En aldrei heyrði ég þig kvarta eða vor- kenna þér. Þú bara barðist áfram eins og ljón. Eftir að veikindin ágerðust mikið uppúr 2014 með endurteknum innlögnum á sjúkra- hús og þáðir heimaþjónustu og –hjúkrun frá borginni, léstu aldrei deigan síga. Ég sagði oft við þig að ég skildi ekki þolinmæðina, hug- rekkið og æðruleysið sem þú sýnd- ir. Þú varst oft í einangrun vikum saman og máttir ekki fá heimsókn- ir. En þú vingaðist við hjúkrunar- fólkið, naust þess að lesa bækur og fréttir og detta inn í plottið í sjón- varpsþáttum. Þú ræktaðir sam- bandið við þinn stóra og trygga vinahóp með símtölum, FB-mes- senger, tölvupóstum og sms-um. Við vorum orðin svo vön því að þú sigraðir dauðann að andlát þitt kom öllum í opna skjöldu. Sú hol- skefla fallegra orða, korta, símtala og skilaboða sem ég fékk frá fólki sem hreinlega trúði ekki að þú hefðir yfirgefið sviðið, sýndi mér að öllum öðrum fannst þú jafn stór og mikill sigurvegari og mér. Allir vissu að þú hefðir verið mikið veik lengi en enginn átti samt von á þessu. Sem segir mikið um hug- rekki þitt og seiglu. En það er helst fallega hjartalagið þitt sem ég mun geyma með mér og reyna að lifa eftir það sem eftir er. Þú innrættir mér mannkærleika, ást á dýrum, heiðarleika, sannsögli og virðingu fyrir öðrum skoðunum og lífsferl- um. Það leið varla sá dagur á tæp- lega 47 ára ævi minni sem við hitt- umst ekki eða töluðum saman. Ég sakna þín svo hræðilega; símtal- anna, sms-anna, knúsanna og góðu lyktarinnar þinnar. Ég trúi ekki enn að þú sért farin, þarf að spyrja þig svo margs og bera margt undir þig. Þú varst stærsta sál, stærsti karakter og stærsta hjarta sem ég hef hitt. Og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að elska þig og vera elskuð af þér og fá að kalla þig mömmu. Guð gefi þér góða nótt, ég elska þig út af lífinu. Miluji te (ég elska þig á tékknesku). Lízella. Meira á www.mbl.is/andlat Elísabet Elín. „Elsku Bryndís mín. Gleðilegar nýársóskir til ykkar Jóns. Ég ætl- aði að hringja, en varð skyndilega raddlaus. Elska ykkur, knús og kossar.“ Þetta var síðasta kveðja Önnu Kristine til mín. Tveimur dögum síðar var hún gengin út af sviðinu – horfin mér að eilífu. Aldrei framar mundi hún senda mér uppörvandi kveðju – hugga mig í andstreymi, gefa mér von um betra líf – bjartsýn og örlát, vinur í raun. Ég var strax farin að sakna hennar. Við Anna höfðum þekkst lengi. Unnum saman um tíma fyrir mörgum árum, þegar ég bjó á Vesturgötunni og hún á Ránargöt- unni – bara spölkorn á milli. Við vorum að gefa út blað – kvennablað – og vorum stöðugt að leita að sölu- vænum, spennandi hugmyndum. Anna Kristine var óþrjótandi uppspretta, dó aldrei ráðalaus og var í sambandi nótt sem nýtan dag. Og þá þurfti maður að hlaupa í hvelli á milli húsa, jafnvel í nátt- kjólnum einum fata, til þess að fanga hugmyndirnar, áður en þær fjöruðu út á ný. Á þessum árum í Vesturbænum bundumst við Anna Kristine vinaböndum, sem aldrei hafa rofnað. Og hún hefur svo sannarlega reynst mér vinur í raun. Fyrir því sem næst þremur ár- um var gerð einhver svívirðilegasta atlaga sem um getur að mannorði okkar Jóns Baldvins, með þeim af- leiðingum að okkur var nánast út- skúfað úr íslensku samfélagi – og fór Háskóli Íslands þar fremstur í flokki. Þá fékkst ekki dulist, hverjir voru vinir í reynd. Anna Kristine var ein af þeim fáu sem aldrei ef- uðust um sakleysi okkar. Hún sá á svipstundu í gegnum lygavefinn sem við vorum flækt í. Þær mæðgur, Anna Kristine og móðir hennar, Elín, voru í sam- bandi við okkur daglega, báðar þá rúmliggjandi og fárveikar. Ég veit ekki núna, hvort ég þakkaði þeim nokkurn tíma nógsamlega fyrir þann kjark sem þær sýndu á ögur- stundu – og þann vinarhug, ástúð og nærgætni, sem satt að segja hélt í okkur lífinu, þar sem við stóð- um í eldinum og sáum fá úrræði til bjargar. Ég geri það núna, og bið Önnu mína fyrir kveðju til mömmu, sem bíður hennar handan landamær- anna. Bryndís Schram. Það er svo sannarlega erfitt að finna upphafsorðin; réttu orðin til að hefja máls á kveðjuorðum mín- um til þeirrar konu sem öðrum bet- ur kunni þá list. Það var alltaf hún sem hóf samtalið, ritaði hárrétta innganginn að viðtali eða kynnti viðmælanda til leiks á öldum ljós- vakans – einmitt með réttu orðun- um. Og alltaf þannig að þeir sem á hlýddu eða glugguðu í bók eða blað fundu gleðina og samhygðina, leiftrið sem fylgdi, því þessi kona hafði raunverulegan áhuga á við- mælanda eða viðfangsefni hverju sinni. Við fundum að þessi kona sagði satt, forðaðist aldrei það sem gæti verið umdeilt eða eldfimt og það sem mestu varðaði; hún léði öll- um rödd. Hiklaust, hvaðan úr sam- félaginu sem fólk kom og hvað í ósköpunum sem fólk stóð fyrir. Skildi öllum betur að allir eiga rödd og saga allra er einstök; einstök með gleði og sorg, án dóma og án upphafningar eða niðurlægingar. Sönn sagnakona sem geystist áfram með gunnfána réttlætis við hún. Þannig kynntumst við því að hún var ein fárra sem léðu okkur samkynhneigðum rödd þegar við vorum réttlaus, vart sýnileg og nið- urlægð í íslensku samfélagi. Rétt- indabarátta Samtakanna ’78 átti bæði tryggan vettvang og sam- herja því að hún gerði aldrei neitt með hálfum huga. Hið sama gerð- ist þegar hún opnaði umræðuna um illa meðferð ungmenna á vist- heimilum ríkisins. Hvílíkur sam- herji sem hún var alltaf og enda- laust í baráttunni fyrir réttlátari og betri heimi. Og þar að auki með bros á vör og blik í auga, alltaf stutt í hláturinn. Hún kunni líka að setja punkt- inn á réttum stað, hætta án minnstu væmni og kveðja hrein og bein. Það geri ég hér með því ann- að er ekki við hæfi. Um leið og ég kveð Önnu Kristine með hjartans þökkum fyrir einstakt og árang- ursríkt samstarf og vináttu færi ég elsku Lízellu og öllum ættingjum og vinum hlýjar samúðarkveðjur. Margrét Pála Ólafsdóttir. Elsku Anna, stóra systir mín. Þú varst rúmum tveimur árum eldri og varst alltaf að passa mig og til staðar fyrir mig. Síðustu ár sner- ust hlutverkin við og ég fékk að vera stóra systir þín þegar heilsu þinni fór að hraka svo mikið. Þá var komið að mér að vera til staðar, hjálpa og redda. Við Stebbi minn gerðum það með glöðu geði, allir bíltúrarnir í læknisheimsóknir urðu að ævintýraferðum með ykk- ur Stebba. Þið voruð svo svipuð, höfðuð þennan óslökkvandi áhuga á fólki, skoðunum þess og sögum. Ég var því orðin vön manneskja þegar við Stebbi fórum að ferðast og hann kynntist öllum leigubíl- stjórum, hótelstarfsfólki, þjónum og fleirum sem við hittum á ferða- lögum okkar. Enda hafði ég ferðast víða með þér og alls staðar eign- aðist þú vini til lífstíðar! Núna síð- ast í sumar hittum við Peter, Breta sem tók þátt í Reykjavíkurmara- þoni árið 1985 en hélt vináttu og tryggð við þig alla tíð síðan. Þegar við Stebbi fórum með ykkur Peter Gullna hringinn tók Stebbi einnig ástfóstri við hann og þeir félagarnir skelltu sér til Vestmannaeyja næsta dag! Við gátum hlegið enda- laust að því hvað þið Stebbi voruð lík enda urðuð þið bestu vinir á fyrstu mínútu. Það er svo skrítið og óraunverulegt að ímynda sér lífið án þín, hvað ætli séu mörg sms á milli okkar: „Ertu vakandi? Má ég hringja?“ og símtöl á öllum tímum sólarhrings. Þú elskaðir strákana mína, tengdadætur og barnabörn eins og þín eigin, og þau þig. Takk fyrir tryggðina, vináttuna, stuðn- inginn, húmorinn og umfram allt ástina sem þú gafst okkur. Síðustu mánuði hefurðu verið mér ómetan- legur klettur eftir að ég missti Stebba minn skyndilega og ég vona að þú hafir vitað hvað ég met það mikils og hvað það var gott að geta leitað til þín og gott að vita að þú gast leitað til mín líka. Þú varst ekki bara systir mín heldur ein besta vinkona líka. Guð gefi þér góða nótt. Þín litla systir, Ingunn (Inga). Elsku Anna Kristine frænka mín er látin. Ég hef þekkt Önnu alla hennar tíð, hún var ekki bara frænka, en Elín mamma hennar og Árni pabbi minn voru systkini, heldur líka náin vinkona. Í æsku eyddum við mörg- um stundum saman, ásamt systr- um okkar, á heimili hennar og afa okkar og ömmu, Kristjáns og Ing- unnar, á Smáragötu 3 og einnig í Dal við Straumfjarðará. Endalaus ævintýri og ýmislegt brallað. Margar dýrmætar minningar. Við Anna höfðum báðar gaman af því að setja saman vísur, en hún var mér þar langtum fremri. Hún samdi dásamleg ljóð og sálma sem hljóma víða. Anna frænka mín var einstök kona, falleg, hæfileikarík, dásam- lega skemmtileg, hjartahlý, vinur vina sinna og mikill dýravinur. Henni var úthlutað stórum verk- efnum í lífinu. Hún bjó yfir miklu baráttuþreki, þrautseigju, áræði, góðu hjartalagi, ósérhlífni, ríkri réttlætiskennd, stjórnsemi, góðum gáfum og húmor. Ef Anna hefði ekki glímt við heilsuleysi sem setti henni ýmsar skorður hefði hún haft heimili sitt opið fyrir öllum sem þurftu á stuðningi að halda og hleypt nokkrum kisum inn í leið- inni. Þannig var Anna. Hún litaði lífið sterkum litum, var skaprík, gat verið snögg upp og beinskeytt. Og ef henni fannst fólk ekki traustsins vert í orðum eða gjörðum fékk fólk að heyra það. Tvisvar stóð Anna fyrir stórum styrktartónleikum hérlendis fyrir landa sína í Tékklandi þegar flóð léku þjóðina grátt. Hún vann í gegnum tíðina á ýmsum miðlum, lengst af á RÚV og á Bylgjunni. Var blaðamaður, ritstýrði tímarit- um, gaf út samtalsbækur og stjórn- aði vinsælum viðtalsþáttum. Hún hlaut ásamt öðrum blaðamanna- verðlaun fyrir rannsóknarblaða- mennsku 2007 sem varð til þess að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd um sanngirnisbætur fyrir þá sem dvöldu á vistheimilum í æsku. Anna eignaðist gullmolann sinn hana Lízellu 1975. Þær voru klettar hvor í lífi annarrar. Skemmtileg- asta þríeyki sem ég hef kynnst voru þær Anna, Ella amma og Lí- zella, með sinn leiftrandi húmor, dillandi hlátur og frábæru frásagn- argáfu. Ógleymanlegar stundir, ógleymanlegt tríó! Mikið á ég eftir að sakna símtal- anna og stundanna með elsku Önnu minni. En sárastur er sökn- uður elsku Lízellu sem hefur nú misst á skömmum tíma tvo kletta í lífi sínu, mömmu sína og Ellu ömmu. Elsku Lízella mín, Inga, Beta og fjölskyldur. Við Óli, Kristín og Arn- ar sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, ljós og styrk á erfiðum tímum. Hvíl í friði, elsku Anna mín. Guðrún Árnadóttir. Erfitt er til þess að hugsa að Anna Kristine sé farin, heimurinn er svo miklu fátækari án hennar. Örlögin höguðu því þannig að mæður okkar, Elsa og Elín heitin, ólust upp sem systur, og voru afar nánar alla ævi. Anna var aðeins eldri en ég, svo við kynntumst ekki almennilega fyrr en ég var orðin fullorðin, en alltaf var hún traust og yndisleg frænka. Merkileg tilviljun réð því að við Anna vorum staddar samtímis í Mónakó árið 1985, en hvorug hafði komið þangað, hvorki fyrr né síðar. Þetta var fyrir daga nets og far- síma, en mæður okkar voru ekki lengi að stefna okkur saman þarna í furstadæminu. Þó að mamma hafi alið manninn erlendis í áratugi og höf og lönd hafi skilið þær að töluðu þær systur reglulega saman og fylgdust vel með fjölskyldum hvor annarrar. Dagarnir í Mónakó gleymdust aldrei, þar sem Hollywoodstjörnur, snekkjur og spilavíti komu við sögu. En Anna var í essinu sínu, heillaði alla með fegurð sinni og leiftrandi gáfum. Anna kunni betur en flestir aðrir að varpa ævintýra- ljóma á lífið, allt varð skemmtilegra og meira spennandi í hennar ná- vist. Anna elskaði sitt fólk skilyrðis- laust, og það kom svo vel í ljós þeg- ar hún eignaðist Lízellu. Fallegra mæðgnasamband er varla hægt að finna – svo einlægan kærleik. Þegar ég kom til Íslands á sumr- in í gamla daga fórum við mamma oft í heimsókn á Ránargötuna, þar sem Anna bjó ásamt Ellu og Lí- zellu. Kvöldin liðu undurfljótt í frá- bærum félagsskap, mæðgurnar hver annarri skemmtilegri. Þegar fjölskyldan kom saman við eitthvert tilefni var alltaf hægt að leita til Önnu, hún hélt bestu ræðurnar, skrifaði skemmtilegustu kortin og sendi fallegustu blómin. Mamma var afar náin Önnu og sit- ur nú með söknuð í hjarta. Ella sagði oft: Guð leggur ekki meira á þig en þú þolir. Margt var lagt á Önnu en aldrei heyrði ég hana kvarta, húmorinn og umhyggjan alltaf á sínum stað. Elsku Lízella, við sendum þér okkur innilegustu samúðarkveðjur. Katrín Einarsdóttir. Við minnumst Önnu frænku með hlýhug enda á hún stóran þátt í æskuminningum okkar systra. Smáragatan var sviðið og sam- gangur okkar systra á Smáragötu 2 og 3 mikill. Anna frænka var elst systranna á Smáragötu 3, Inga og Beta voru yngri og við einnig. Anna var alltaf hress, hláturmild og hugmyndarík, enda sjálfkjörinn leiðtogi okkar systra. Henni datt eitthvað í hug og við fylgdum. Það gat verið að hringja inn óskalag í útvarpið á Keflavíkurvelli og spyrja um óskalag – „can you take a request?“ – og oftast var beðið um lagið Which way you goin’ Billy? Við hlustuðum líka oft saman á lagið Söknuð með Roof Tops eða Ríó Tríó-vínilplötuna, sem við vor- um farnar að þekkja út og inn. Stundum settum við upp leikrit undir leikstjórn Önnu, til dæmis við lögin úr The Sound of Music í stof- unni á Smáragötu 3, hoppandi á húsgögnum í damatískum söng- og dansatriðum. Við munum eftir henni við píanóið að spila Für El- ise, sem hún gerði betur en allir aðrir. Þegar djammið tók við á ung- lingsárunum biðum við yngri stelp- urnar mörg síðkvöldin eftir Önnu og vinkonum hennar koma út af Glaumbæ til að fá að fara með þeim niður á Umferðarmiðstöð að kaupa rækjusamlokur. Á leiðinni þangað fengum við sögurnar af ballinu. Við munum eftir líflegum tímum í djassballett og steppdansi hjá Dansskóla Hermanns Ragnars og sýningum á Broadway. Allar minningar okkar tengjast Önnu hlæjandi á sinn dillandi og smitandi hátt, oft langt fram á nótt, enda var hún mikill húmoristi og sá alltaf kómísku hliðarnar á lífinu og í samskiptum fólks. Hún gat alltaf sagt sögur, margar sögur og vel kryddaðar og fyndnar og var farin að skrifa þær niður löngu áður en formlegur blaðamannsferill hennar hófst. Enda var hún góður penni, jafnfær á alvarlegar fréttir, ævi- sögur og minningargreinar. Með- fæddur áhugi hennar á mannlífinu, fólki og samskiptum þess kom til góða í útvarpsþáttum hennar Milli mjalta og messu, sem hún var farin að æfa sig fyrir óafvitandi á okkur frænkunum kornungum. Anna var föst á sínu, listræn og viðkvæm, allt á sama tíma. Hún tók afstöðu með þeim sem minna máttu sín, og með köttum, og var góður bandamaður þeirra sem hún barðist fyrir. Hún vildi líka vera í hringiðu lífsins og tók til dæmis systur sínar og okkur frænkurnar með sér í Sjónvarpshúsið á Lauga- vegi um miðja nótt eftir fyrsta sjón- varpsviðtal Vigdísar Finnboga- dóttur í embætti forseta Íslands til að færa henni blómvönd, hún var svo stolt af henni. Stærsta hlutverk hennar í lífinu var þó móðurhlutverkið sem henni hlotnaðist þegar Lízella fæddist og var hún henni allt. Voru mæðgurn- ar nánar og er missir Lízellu mikill og hugur okkar hjá henni. Við höf- um reglulega haldið sambandi við Önnu í gegnum árin og hitt hana af og til, en ekki eins oft og við vildum. Nú þegar við fylgjum henni síðasta spölinn þökkum við fyrir samfylgd- ina í gegnum lífið og allar þær góðu minningar sem við geymum um Önnu frænku. Hvíl í friði kæra Anna. Ágústa, Anna Magnea og Guðný Hreinsdætur og fjölskyldur. Anna Kristine Magnúsdóttir Mikulcáková - Fleiri minningargreinar um Önnu Kristine Magn- úsdóttur Mikulcáková bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.