Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022
Ójöfnuður í
tengslum við krabba-
mein og vinna gegn
honum er í brennidepli
í dag, á alþjóðlegum
degi krabbameina.
Ójöfnuður í
tengslum við krabba-
mein fyrirfinnst hér á
landi, líkt og annars
staðar. Hann birtist
með margvíslegum
hætti og getur orsakast af kostnaði,
takmörkunum á endurgreiðslukerfi,
skorti á upplýsingum, mismunandi
heilsulæsi og fleiru.
Svo eitthvað sé nefnt getur kostn-
aður til dæmis verið hindrun fyrir
þátttöku í skimunum. Mjög takmörk-
uð niðurgreiðsla ferðakostnaðar
fylgdarmanna fólks sem lengst þarf
að sækja krabbameinsmeðferð getur
gert það að verkum að sjúklingar
geta ekki haft með sér aðstandanda,
þrátt fyrir óumdeilt mikilvægt hlut-
verk þeirra í meðferð.
Að stjórnvöld hafi enn ekki hrint í
framkvæmd skimun fyrir krabba-
meinum í ristli og endaþarmi eykur
líkur á að þessi mein þróist frekar hjá
þeim hópum í samfélaginu sem síður
hafa frumkvæði að því að nýta fyrir-
byggjandi ristilspeglanir.
Í Áttavitanum, rannsókn Krabba-
meinsfélagsins, kom
fram að karlar leita mun
síðar til læknis með ein-
kenni sem síðar voru
rakin til krabbameina
en konur, sem getur
haft áhrif á batahorfur.
Í sömu rannsókn kom í
ljós að körlum er síður
en konum ráðlagt að
hafa einhvern með sér í
viðtöl við heilbrigðis-
starfsfólk.
Ljóst er að fólk sem
flytur hingað til lands að
utan getur staðið höllum fæti á marg-
an hátt vegna tungumálaörðugleika,
minna tengslanets og minni þekk-
ingar á kerfinu. Í nýrri rannsókn
Krabbameinsfélagsins eru vísbend-
ingar um minni þátttöku kvenna af
erlendum uppruna en annarra í skim-
unum. Fyrir þennan hóp og aðra við-
kvæma hópa er samfella í þjónustu
og skýrir verkferlar algert lykilatriði.
Ójöfnuður í tengslum við krabba-
mein hefur lengi verið áhyggjuefni
hjá Krabbameinsfélaginu og það hef-
ur unnið gegn honum með ýmsum
hætti. Tilraunaverkefni um gjald-
frjálsa skimun er eitt dæmi. Sjúkling-
um og aðstandendum býðst ókeypis
ráðgjöf hjúkrunarfræðinga, félags-
ráðgjafa og sálfræðinga í Reykjavík
og á fjórum stöðum á landsbyggðinni,
auk símaráðgjafar og fjarviðtala, líka
á pólsku. Á vegum félagsins hefur
fólk utan af landi aðgang að átta íbúð-
um í Reykjavík. Sjálfboðaliðar félags-
ins bjóða upp á akstur í meðferð fyrir
þá sem eiga erfitt með að komast á
milli staða. Sérstakur stuðnings-
hópur fyrir konur af erlendum upp-
runa er starfandi og sífellt meira
fræðsluefni félagsins er á pólsku.
Reykleysisnámskeið fyrir pólsku-
mælandi fólk er einnig í bígerð. Í
rannsóknum félagsins er í auknum
mæli varpað ljósi á ójöfnuð í
tengslum við krabbamein.
Þátttaka í starfi aðildarfélaga um
allt land er fólki að kostnaðarlausu og
mörg félaganna styðja við félags-
menn sína með endurgreiðslu kostn-
aðar, til dæmis vegna dvalar fjarri
heimili.
Sóknarfærin til að draga úr ójöfn-
uði í tengslum við krabbamein eru
mörg og ekki bara í heilbrigðiskerf-
inu. Fjölbreyttar stjórnvaldsaðgerðir
skipta miklu og má nefna árangurs-
ríkar aðgerðir í tóbaksvörnum.
Til að viðhalda þeim góða árangri
sem hér hefur náðst varðandi
krabbamein og bæta hann enn frekar
er nauðsynlegt að viðurkenna ójöfn-
uð og vinna gegn honum hvar sem
hann er að finna. Markmiðið verður
að vera að tryggja að hvergi halli á
ákveðna hópa, hvort sem um er að
ræða lifnaðarhætti sem auka líkur á
krabbameinum eða greiningu og
meðferð. Í þessu er virk krabbamein-
sáætlun lykiltæki. Krabbameins-
félagið skorar á heilbrigðisráðherra
að hrinda áætluninni í framkvæmd.
Útrýmum ójöfnuði
varðandi krabbamein
Eftir Höllu
Þorvaldsdóttur
Halla Þorvaldsdóttir
»Ójöfnuður í tengslum
við krabbamein
og vinna gegn honum
er í brennidepli í dag,
á alþjóðlegum degi
krabbameina.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélagsins.
halla@krabb.is
Um þessar mundir, í
það minnsta vestanhafs,
er umfjöllun um fjölda-
fárssefjun (e. Mass
Formation [Psychosis])
í veldisvexti. Þetta ný-
yrði er notað yfir það
ástand sem meðal ann-
ars hefur skapast eftir
stanslausan hræðslu-
áróður í tengslum við
umfjöllun yfirvalda og
fjölmiðla um nýju kór-
ónuveiruna. Nú er svo komið að stór
hluti fólks er ófær um að sjá hættuna
sem veiran veldur í réttu ljósi. Þessi
tegund veruleikabrenglunar birtist
meðal annars hjá málsmetandi fólki
sem talar fyrir aðgerðum sem ala á
sundrung. Það virðist þó vera að rofa
til um þessar mundir og æ fleiri að
vakna úr þessari dáleiðslu og eru farn-
ir að sjá að við erum ekki í hættu.
Í þessi tvö ár sem börnin okkar hafa
lifað með Sars-CoV-2-veirunni hafa
þau lítið fundið fyrir veikindum af
völdum hennar. Í byrjun smituðust fá
börn og þegar þau smituðust þá smit-
uðu þau mjög lítið út frá sér. Nýjasta
afbrigðið, svokallað ómíkron, er greini-
lega miklu meira smitandi fyrir börn
en á móti kemur að það er mun væg-
ara. Á Íslandi eru börn almennt við
góða heilsu og sjáum við það á okkar
tölfræði að þau ráða vel við þessa
veiru. Við verðum að treysta upplýs-
ingum okkar varðandi hversu lítil veik-
indin eru hjá börnum.
Það er ekki boðlegt að
benda á upplýsingar frá
löndum eins og Banda-
ríkjunum hvað veikindi
varðar. Það er augljóst
að það er enginn ávinn-
ingur af bólusetningum
barna, hvað þá með úr-
eltu efni sem virkar ekki
gegn ómíkron. Finnar,
Svíar og Englendingar
mæla t.d. ekki með því
að bólusetja hraust börn
eða hreinlega bjóða ekki
upp á það.
Einnig er vert að benda á að auk
þeirra þúsunda íslenskra barna sem
vitað er að hafa smitast af Sars-CoV-2
og unnið á veirunni má reikna með að
annar eins hópur hafi smitast af henni
án þess að vita af því vegna vægra ein-
kenna, ekki síst nú á síðustu vikum eft-
ir að ómíkron tók að geisa. Eftirfar-
andi skilaboð fengu foreldrar í bréfi
frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæð-
isins vegna seinni sprautu bólusetn-
ingar barna sem er fyrirhuguð í byrj-
un febrúar: „Athugið að ef barn hefur
fengið Covid-19 þá þarf að bíða að
minnsta kosti í þrjá mánuði með bólu-
setningu“ (leturbreyting mín). En
hyggst heilsugæslan bjóða upp á mót-
efnamælingu til að ganga úr skugga
um að barn hafi ekki óafvitandi þegar
smitast af veirunni?
Nú er loks verið að vinda ofan af
sóttvarnaaðgerðum og þá ekki síst
hvað börn varðar. Í mínum huga er
það óviðunandi valdníðsla að börn séu
sett í sóttkví vegna tengsla við ein-
hvern sem mælist með þessa veiru og
er jafnvel einkennalaus. Það gengur
ekki upp að nota eina tilskipun sem á
að gilda fyrir alla óháð mismunandi að-
stæðum. Það á að vera á hendi for-
eldra með ráðgjöf frá heimilislækni
hversu lengi börn eru heima eftir veik-
indi.
Þar sem árangur af sóttvarna-
aðgerðum sem beinast að börnum er
augljóslega lítill er það borðleggjandi
að afleiðingar aðgerða eru miklu alvar-
legri en mögulegur ávinningur og hef-
ur það átt við allan tímann. Í þessu
samhengi má nefna versnandi geð-
heilsu barna, lakari menntun, minni
hreyfingu og lélegra ónæmiskerfi.
Að lokum skora ég enn á ný á heil-
brigðisráðherra að biðja börnin okkar
afsökunar og hætta strax öllum sótt-
vörnum sem snúa að þeim.
Börn, sóttvarnaaðgerðir
og fjöldafárssefjun
Stefnir Skúlason
» Þar sem árangur af
sóttvarnaaðgerðum
sem beinast að börnum
er augljóslega lítill er
það borðleggjandi að
afleiðingar aðgerða
eru miklu alvarlegri en
mögulegur ávinningur.
Höfundur er verkfræðingur.
stefnir@prim.is
Eftir Stefni Skúlason
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is
Í því tómi sem mynd-
aðist í Covid-
faraldrinum hefur mér
orðið tíðhugsað um
stöðu Reykjavíkur-
flugvallar, enda vann
ég þar alla mína starfs-
tíð.
Reykjavíkur-
flugvöllur er undir-
staða alls innanlands-,
sjúkra- og neyðarflugs.
Reykjavík er miðstöð
heilbrigðiskerfisins
Verðmæti flugvallarins og mikil-
vægi felst ekki síst í nálægð hans við
borgina. Ótal nefndir hafa verið sett-
ar á fót í áranna rás og fjölmargt
kunnáttufólk og sérfræðingar til-
kvaddir að finna nýjum flugvelli stað
til þess að leysa af hólmi núverandi
flugvöll. Sá staður hefur ekki fundist
og mun aldrei finnast í ásættanlegri
fjarlægð frá borginni. Keflavíkur-
flugvöllur er þá eini staðurinn sem í
boði er. Tæpast getur það talist
ásættanlegur kostur og það er kom-
inn tími til þess, að menn viðurkenni
þá staðreynd.
Reykjavíkurflugvöllur er maka-
laust vel í sveit settur og hér skal
nefna helstu kostina. Hann er búinn
tveimur flugbrautum sem þjóna vel
ríkjandi vindáttum. Hann var end-
urnýjaður fyrir allmörgum árum, yf-
irborð og undirbygging brautanna
voru endurnýjuð í samræmi við nú-
tímakröfur flugvalla og getur hann
því þjónað öllu því flugi sem honum
er ætlað og höfuðborgarsvæðið
þarfnast. Auk þess getur hann verið
öruggur varaflugvöllur Keflavíkur
fyrir flestallar gerðir farþegavéla
sem hann nota og þar með sparað
flugrekendum mjög mikinn til-
kostnað og aukið öryggi flug-
umferðar um svæðið. Aðflug vall-
arins er tiltölulega hindrunarlítið,
ókyrrð í lofti með minnsta móti,
vegna fjarlægðar frá fjöllum.
Skyggni og skýjahæð finnst ekki
betra á öllu svæðinu.
Reykjavíkurflugvöllur er og verð-
ur besti og eini kosturinn fyrir mið-
stöð innanlandsflugsins, tengiliður
landsbyggðarinnar og höfuðborgar-
svæðisins.
Nú hafa staðið yfir og áætlaðar
eru mjög fjárfrekar framkvæmdir
við Landspítalann við Hringbraut.
Ef að líkum lætur verður hann lands-
ins fullkomnasta sjúkrahús. Reykja-
vík er og verður miðstöð allrar
bráðaþjónustu fyrir allt landið og
mun því vægi flugvallarins aukast í
framtíðinni.
Undirritaður starfaði á árum áður
við rekstur sjúkraflugs. Á því tíma-
bili voru fluttir um þrjú þúsund sjúk-
lingar í sjúkraflugi frá landsbyggð-
inni til Reykjavíkur. Mér er minnis-
stætt þegar beiðnir bárust um
sjúkraflug, þá fylgdu oft áherslur um
skjót viðbrögð og að engan tíma
mætti missa. Nálægð vallarins við
sjúkrahús borgarinnar skipti því
sannarlega sköpum um það, hversu
fljótt tókst að koma sjúkum og slös-
uðum undir læknishendur.
Í þessu samhengi vil ég láta í ljós
þá skoðun mína, að þyrlur henta ekki
til almenns sjúkraflugs, vegna þess
m.a. að þær eru of hægfara. Þyrlur af
þeirri stærð, þar sem unnt er að
hlynna að sjúklingum með nauðsyn-
legum hætti um borð, eru dýrar og
fjárfrek og þung tæki í rekstri. Afar
öflugar flugvélar henta því betur,
eins og t.d. þær sem flugfélagið Mý-
flug rekur og geta einnig annað flugi
til annarra landa þegar þörf krefur,
þar með eru taldir líffæraflutningar.
Landspítalinn og Reykjavíkur-
flugvöllur eru saman í aðalhlutverki
og getur hvorugur án hins verið.
Það er því umhugsunarvert hversu
lengi ríki og Alþingi
hafa talað lágum rómi í
umræðu um hið mikla
hagsmunamál þjóð-
arinnar, sem er staða
Reykjavíkurflugvallar í
nútíð og framtíð. Velt
hefur verið á undan sér
að taka með afgerandi
hætti þá einu réttu
ákvörðun sem í boði er,
ákvörðun sem nýtur
stuðnings þjóðarinnar,
en hún er sú að flugvöll-
urinn skuli vera áfram
þar sem hann er.
Meirihluti borgarstjórnar hefur
nýtt sér þessa töf til framgangs yfir-
lýstrar stefnu sinnar að völlurinn
skuli verða burtrækur úr borginni.
Til þess er beitt ýmsum aðferðum,
þar á meðal kunnuglegum þreng-
ingum. Allan þennan tíma hefur völl-
urinn verið sem í gíslingu. Öll að-
staða fyrir rekstraraðila hefur goldið
þessa, engin leyfi fengist til að reisa
varanlegar þjónustubyggingar, ein-
um skúrnum bætt við annan, stöð-
ugar skúraleiðingar og allt hið
dapurlegasta. Þrátt fyrir að ekki
liggi fyrir nein ákvörðun um úthýs-
ingu flugvallarins, hefur meirihlut-
anum tekist með tilstuðlan borgar-
skipulags að reisa fjölda bygginga
innan flugvallarsvæðisins og meira
stendur til.
Tími er kominn til þess að lands-
byggðin rísi upp gegn þessari
óheillaþróun. Landsmenn skulu vara
sig á hversu lítinn tíma þarf til að
draga tennurnar úr ágætum kostum
vallarins með auknum byggingar-
hraða í kjölfar ruðningsáhrifa fjár-
magns.
Þess vegna er afar brýn þörf að
flýta ákvörðuninni, áður en tekst að
vinna vellinum meira ógagn. Snúa
sér frekar að uppbyggingu vallarins
og snyrta umhverfi hans. Þannig
verður hann stolt höfuðborgarinnar
Reykjavíkur. Það er ekki mikil reisn
yfir því, þegar stjórnmálamenn
reyna að slá ryki í augu kjósenda
með frösum eins og það að segjast
styðja veru flugvallarins, þar til hon-
um verður fundinn annar staður,
sem reyndar er ekki í boði. Þetta er
ekki trúverðug pólitík.
Ekki verður hjá því komist að
nefna þá stöðu sem uppi verður ef
öllu flugi verður vísað til Keflavíkur.
Það er ljóst að mjög mörg vandamál
verða þá uppi sem snerta farþega og
ekki síður flugrekendur. Alla aðstöðu
til innanlandsflugs yrði að byggja
upp frá grunni, svo sem flugstöð,
þjónustubyggingar og sjálfsagt flug-
skýli fyrir viðhald og hýsingu flug-
véla. Ekki er að efa að mjög aukinn
rekstrarkostnaður mun hækka far-
gjöld verulega.
Keflavíkurflugvöllur getur aldrei
orðið miðstöð innanlandsflugs á land-
inu, eins og áður sagði og þegar til
alls kemur, er ekki ólíklegt að allt
innanlandsflug leggist af.
Eins og áður kom fram hér, þá
blasir við annar og ekki lítill tilbúinn
vandi, sá sem snýr að sjúkra- og
neyðarflugi í tengslum við Landspít-
alann. Hvernig hann verður leystur
er vandséð og í raun ótrúlegt að hann
skuli búinn til. Flutningur sjúklinga
á spítala í Reykjavík ef um bráða-
tilfelli er að ræða verður þá tæpast
leystur öðruvísi en með þyrlum.
Ég ætla mér ekki út á þá hálu
braut að blanda mér í þá umræðu.
Ég hvet ríkisstjórn og Alþingi til að
hraða ákvörðun um þessi mál.
Eftir Svein
Björnsson
» Tími er kominn
til þess að lands-
byggðin rísi upp gegn
þessari óheillaþróun.
Sveinn Björnsson
Höfundur er fyrrverandi eigandi
Flugþjónustunnar ehf.
Reykjavíkur-
flugvöllur –
hugleiðingar