Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 11

Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022 larehf.is| 0 re olareh NÝJUM ÞJÓNUSTU- AÐILUM fylgja ferskir vindar og ný vinnubrögð Faglegar heildarlausnir og samkeppnishæf verð. Allt á einum stað. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tel- ur að flutningsmenn frumvarps til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 vegi að þeirri vald- og ábyrgðarskiptingu sem gildir á milli ríkis og sveitar- félaga í skipulagsmálum og stríði með því gegn vilja löggjafans sem fram kom við setningu skipulags- laga árið 2010. Þá vegi frumvarpið að sjálfsákvörðunarrétti sveitar- félaganna í landinu. Frumvarp Ásmundar Friðriks- sonar og níu annarra þingmanna um að Landsnet hafi framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2, burtséð frá afstöðu einstakra sveitarfélaga til framkvæmdarinn- ar, er til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær veittu á sínum tíma Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir nýrri háspennulínu á milli höfuð- borgarsvæðisins og Reykjanesbæjar en Sveitarfélagið Vogar hafnaði á þeim forsendum að hún vildi fá lín- una í jarðstreng. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvarðanir Voga og Hafnar- fjarðar og sótti Landsnet um leyfi að nýju. Bæjarráð Voga upplýsir í umsögn sinni að umsókn Landsnets sé nú til umfjöllunar að nýju hjá sveitar- stjórn. „Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að sveitarstjórn fái ráðrúm til að fjalla efnislega um málið og kom- ist að niðurstöðu,“ segir þar. helgi@mbl.is Tölvuteikning/Landsnet Háspenna Áform eru uppi um að Suðurnesjalína 2 verði loftlína sem á að liggja að mestu samsíða eldri línu, á stórum köflum nálægt Reykjanesbraut. Vegur að sjálfs- ákvörðunarrétti - Bæjarráð Voga mótmælir frumvarpi Rauði krossinn styður eindregið þingmannafrumvarp á Alþingi sem felur í sér að bann við vörslu neyslu- skammta vímuefna verði afnumið. Talað er um „afglæpavæðingu“ í því sambandi. Frumvarpið hefur komið fram á síðustu tveimur þingum en ekki hlotið afgreiðslu. Meðal þeirra sem lýst hafa andstöðu við frumvarp- ið við fyrri umfjöllun eru lögreglan og Læknafélag Íslands. Í umsögn Rauða krossins segir að hann styðji þá stefnu að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í ís- lensku samfélagi í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Góð reynsla sé af skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði í Reykjavík, Akureyri og á Suðurnesjum. Með því að gera kaup og sölu neysluskammta vímu- efna refsilausa taki íslenska ríkið „skref í átt að gagnreyndri og mann- úðlegri nálgun við vímuefnanotkun og vímuefnavanda með skaðaminnk- andi hugmyndafræði að leiðarljósi“. Verði frumvarpið að lögum muni aðgengi jaðarsettra einstaklinga, sérstaklega þeirra sem glíma við erf- iðan vímuefnavanda, að heilbrigðis- þjónustu, félagslegri þjónustu og við- bragðsþjónustu aukast til muna. Mikilvægt sé að notendur vímuefna hafi greiðan aðgang að heilbrigðis- og velferðarþjónustu, án fordóma og jaðarsetningar. Í umsögninni er þáttur lögreglu gagnrýndur með þeim orðum að dæmi séu um að einstaklingar sem glími við vímuefnavanda veigri sér við að hringja eftir bráðaaðstoð eða leita sér aðstoðar af ótta við að lög- regla geri neysluskammta þeirra upptæka og/eða að vera handtekin vegna annars ólögmæts athæfis. Geti það jafnvel átt við í bráðatilfelllum eins og við ofskömmtun á vímuefn- um, heimilisofbeldi eða annars konar ofbeldi. Segir Rauði krossinn að bæði notendur vímuefna og það starfsfólk heilbrigðis- og velferðarþjónustunn- ar sem starfar með þeim þurfi að geta rætt opinskátt um mál sín án þess að eiga á hættu að nauðsynleg velferðarmál geti jafnframt talist refsivert athæfi, þ.e.a.s. mál tengd neyslu vímuefna og vitneskja um neysluskammta. Það að tryggja að ekki verði hægt að fjarlægja neyslu- skammta af fólki sé mikilvægt örygg- ismál fyrir jaðarsetta einstaklinga og auðveldi einnig starfsfólki á vett- vangi að þjónusta og styðja við ein- staklinga sem glíma við vímuefna- vanda út frá þeirra þörfum. Veigra sér við að leita aðstoðar vegna ótta - Rauði krossinn vill afglæpavæða neysluskammta vímuefna „Afglæpavæðing“ » Frumvarp um að gera vörslu neysluskammta vímuefna refsilausa í þriðja sinn til um- fjöllunar á Alþingi » Rauði krossinn vill með- höndla vímuefnavanda fólks í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu Morgunblaðið/Ófeigur Vímuefni Rauði krossinn segir góða reynslu af verkefninu Frú Ragnheiði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.