Morgunblaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 12
„Svo hefur verið vandamál að fá viss hráefni, eins og kísilefni og plast- efni, sem þýðir að menn þurfa að borga hærra verð og reyna að finna nýja birgja til að halda aðfanga- keðjunni,“ segir Kári Steinar. „Þjóðverjar nefna margar skýring- ar á verðbólgunni en orkuverð er númer eitt. Svo hafa kolefniskvótar hækkað í verði. Það er mismunandi eftir birgjum hvað þeir eru að hækka mikið. Við reynum að beina innkaup- um okkar til þeirra sem halda mest aftur af hækkunum svo þetta sé ekki að koma hingað til lands af fullum þunga,“ segir Kári Steinar. Allt að 36% hækkun Kári Steinar kveðst hafa fengið til- kynningar um 5%-36% verðhækkanir frá Þýskalandi. Þær séu einna mest- ar í litlum hlutum úr plasti en þá leggist saman erfiðleikar við að fá hráefni og tafir á flutningum og auk- inn kostnaður við að flytja vörur. „Það hefur til dæmis verið tilkynnt um 16% hækkanir á sementsbundn- um efnum, á borð við flísalím. Við bú- um hins vegar svo vel að kaupa frá birgjum víðar í Evrópu og getum fært innkaupin til þeirra sem bjóða besta verðið. Þótt það liggi í loftinu að maður kunni að beina viðskiptum annað hafa sumir birgjar ekki verið tilbúnir að draga hækkanir til baka. Segjast ekki hafa tök á því. Við mun- um sem fyrr kappkosta að bjóða lágt verð en það má þó alltaf búast við ein- hverjum hækkunum. Staðan er fljót- andi og ef til vill eiga einhverjir birgj- ar eftir að tilkynna hækkanir. Birgjar hækka gjarnan verð um áramót um 2-5% en ég hef aldrei séð svo miklar hækkanir,“ segir Kári Steinar. Innflytjandi á málmum sagði sömu sögu. Til dæmis hefði verð á stálplöt- um frá Þýskalandi hækkað um jafn- vel 100% en mikil eftirspurn væri nú eftir þeim í bílaiðnaði. Hærri en í olíukreppunni - Heildsöluverðbólga ekki mælst jafn há hjá þýsku hagstofunni frá janúar 1969 - Framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar segir dæmi um 36% hækkanir í Þýskalandi Heildsöluverðbólga í Þýskalandi 1969 til 2021 15% 10% 5% 0% -5% -10% 1969 1973 1977 1981 1985 1989 1993 1997 2001 2005 2009 2013 2017 2021 Heimild: Hagstofa Þýskalands/Analytica -10,5% 16,1% 10,9% 15,7% -9,5% Yngvi Harðarson Kári Steinar Lúthersson AFP Verðbólga Við fyrrum höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans í Frankfurt. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heildsöluverðbólga í Þýskalandi mældist 16,1% í desember, borið sam- an við 16,6% í nóvember, og hefur ekki mælst jafn há hjá þýsku hagstof- unni síðan í janúar 1969. Hún er nú hærri en í fyrri olíukreppunni 1973. Yngvi Harðarson, framkvæmda- stjóri Analytica, hefur tekið saman gögn um verðbólguna ytra. „Heildsöluverðbólga er mælikvarði á verðbreytingar á heildsölustigi og mælir því verðbreytingar áður en þær ná upp í gegnum smásölustigið. Samsetning verðvísitölu í heildsölu er ekki sú hin sama og vísitölu neyslu- verðs því það eru ýmsar vörur og þjónusta sem ekki eru seldar í heild- sölu. Auk þess eru sumar vörur seld- ar í heildsölu beint til notenda, s.s. áburður til landbúnaðar og ýmis að- föng til framleiðslu. Engu að síður er vísitala heildsöluverðs ágætur mæli- kvarði á þrýsting til verðbreytinga sem koma síðar fram í vísitölu neyslu- verðs,“ segir Yngvi. Dýrari orka ein skýringin „Önnur vísitala sem er áþekk vísi- tölu heildsöluverðs er vísitala fram- leiðsluverðs (e. producer price index) en hún mælir verðbreytingar á fram- leiðsluvörum. Ástæður mikillar heild- söluverðbólgu í Þýskalandi eru að hluta til verðhækkun á orku en einnig verðhækkun á málmum og ýmsum aðföngum. Miklar hækkanir hafa einnig verið á framleiðsluverði en í nóvember hækkaði hún hið mesta frá fyrra ári síðan árið 1951.“ Kári Steinar Lúthersson, fram- kvæmdastjóri Múrbúðarinnar, segir þýska birgja benda á mikla hækkun orkukostnaðar. Til dæmis hafi gas og raforka hækkað mikið í Þýskalandi. 12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022 Mest selda liðbætiefni á Íslandi. 8. febrúar 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.56 Sterlingspund 168.81 Kanadadalur 97.92 Dönsk króna 19.185 Norsk króna 14.211 Sænsk króna 13.67 Svissn. franki 135.14 Japanskt jen 1.0841 SDR 175.12 Evra 142.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.5401 « Í tilkynningu sem flugfélagið Ice- landair Group sendi frá sér í gær koma fram nöfn þeirra stjórnarmanna sem tilnefningarnefnd fyrirtækisins leggur til að verði kosnir í stjórn félagsins á komandi aðalfundi þann þriðja mars næstkomandi. Samkvæmt tilkynningunni leggur til- nefningarnefndin til óbreytta stjórn en í stjórn félagsins í dag sitja þau Guð- mundur Hafsteinsson, John F. Thom- as, Matthew Evans Nina Jonsson og Svafa Grönfeldt. Í skýrslu tilnefningarnefndarinnar kemur fram að samskiptin innan stjórn- arinnar hafi verið góð og Guðmundi Hafsteinssyni sé að fullu treyst til að leiða stjórnina áfram sem formaður hennar. Hann hafi átt gott samstarf við forstjóra félagsins, Boga Nils Bogason. Leggja til óbreytta stjórn Icelandair STUTT Metfjöldi kaupsamninga á sumar- húsum og lóðum var undirritaður í fyrra. Þetta bendir hagfræðideild Landsbankans á og vísar í gögn frá Þjóðskrá. Samningarnir voru 603 talsins í fyrra og tvöfaldaðist fjöldi þeirra á tveimur árum. Samningarn- ir voru rúmlega 300 talsins árið 2019. „Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög til útlanda síðustu árin hafa eflaust ýtt undir áhuga margra á að fjárfesta í sumarhúsi,“ segir í samantekt bankans. Þá ber bankinn aukninguna á þessum markaði saman við aukin umsvif á almennum fasteignamark- aði. Kaupsamningum með sumarhús og lóðir fjölgaði um 58% milli áranna 2019 og 2020 og aftur reyndist vöxt- urinn 21% milli áranna 2020-2021. Yfir sama tíma fjölgaði seldum íbúð- um um 17% á fyrrgreinda tímabilinu og 10% milli áranna 2020 og 2021. Taka verður tillit til þess í þessum samanburði að íbúðamarkaðurinn er mun umfangsmeiri. Voru 14.000 kaupsamningar undirritaðir í fyrra að sögn Landsbankans eða ríflega 23 sinnum fleiri samningar en með sumarhús og lóðir. Veltir hagfræðideild bankans upp þeirri spurningu hvort aukin umsvif á fasteignamarkaði síðustu misseri hafi smitast meira yfir á sumarhúsa- markaðinn en gerðist í síðustu upp- sveiflu árið 2007. Þá voru ríflega 13 þúsund kaupsamningar um íbúðar- húsnæði undirritaðir en aðeins 284 sumarhús og lóðir sem gengu kaup- um og sölum. Morgunblaðið/Ómar Sumargleði Margir vilja eiga afdrep í sveit, fjarri skarkala borgarinnar. 603 sumarhús og lóðir seld í fyrra - Metár á þessum markaði - Tvö- földun frá 2019 « Icelandair tilkynnti í gær að félagið hefði sagt upp aðgengi sínu að lánalínu sem fyrirtækið kom upp í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu sína í september 2020. Lánalínan var með ríkisábyrgð og hljóðaði upp á allt að 120 milljónir bandaríkjadala. Ábyrgð rík- isins náði til 90% fjárhæðarinnar. Tekur uppsögnin gildi eftir 15 daga í samræmi við skilmála hennar. Segir í tilkynningu frá félaginu að vel hafi gengið við að byggja félagið upp und- anfarna mánuði og fjárhagsstaða fé- lagsins sé sterk. Icelandair segir upp línu með ríkisábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.