Morgunblaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022 E inleikurinn Það sem er er annað verkið eftir danska leikskáldið Pet- er Asmussen sem ratar á svið hér- lendis á örfáum árum. Fyrir sex árum lék María Ellingsen í tvíleiknum Enginn hittir einhvern í Norræna húsinu en núna tekst hún á við einleikinn sem Auður Jóns- dóttir þýðir af miklu öryggi. Bæði verkin eru sterklega lituð af ákveðinni tómhyggju, en Asmussen hefur látið hafa eftir sér að hann hafi aldrei átt erfitt með að horfast í augu við að lífið sé fullkomlega merkingarlaust og fáránlegt, brjálað og fullt af sársauka. Það sem er var þriðja skáldsaga Asmussens, sem hann sendi fá sér 2012. Bókin saman- stendur af bréfum sem austurþýska konan Renata skrifar danska manninum Tom síðustu þrjú árin áður en Berlínarmúrinn fellur, en sé danski titillinn (Det der er) sagður hratt hljómar hann eins og DDR sem var skamm- stöfun þýska alþýðulýðveldisins. (Þeir lesend- ur blaðsins sem ekki vilja láta spilla fyrir sér einleiknum eru hvattir til að sleppa því að lesa næstu málsgrein.) Í inngangi bókarinnar lýsir höfundur því hvernig hann hafi fundið bréfin í náttborði Toms, frænda síns, eftir andlát hans og greinir frá orðrómi innan fjölskyldunnar þess efnis að frændinn hafi unnið fyrir leyni- þjónustuna, en sambærilegar upplýsingar koma ekki fram fyrr en undir lok einleiksins. Asmussen vann sjálfur einleikinn upp úr bók sinni og var hann frumsýndur í Kaup- mannahöfn 2015, aðeins ári áður en leikskáldið lést aðeins 59 ára að aldri. Í einleiknum heyrist aðeins rödd Renötu sem fjallar um líf sitt í mis- löngum myndum sem í sviðsetningu Ólafs Egils Egilssonar í Tjarnarbíói eru brotnar upp með áhrifshljóðum og tónlist Ólafs Björns Ólafssonar til að gefa til kynna þann tíma sem líður milli bréfanna. Af bréfaskrifunum má ljóst vera að Renata hefur kynnst Tom í vinnu- ferð hennar sem túlkur stjórnvalda DDR til Kaupmannahafnar og þau átt einnar nætur gaman sem kveikt hefur hjá henni mikla ást. Hún á sér draum um að geta verið með Tom aftur, en sér samt ekki fyrir sér að flýja yfir landamærin enda vill hún ekki valda eigin- manni sínum, Hermanni, og börnunum Maike og Tino þeim sársauka sem því myndi fylgja. Á milli ástarjátninganna lýsir Renata heim- ilislífi sínu, vinum, ættingjum og nágrönnum. Við heyrum hvernig hún dróst að Hermanni vegna þeirrar angurværðar sem hvílir yfir honum og hvernig henni hafi aldrei tekist að milda sorg hans yfir tilverunni. Hún lýsir einn- ig hamingjustundum þeirra hjóna þegar þeim tekst að gleyma öllu þessu óbærilega og láta eins og þau séu hvergi og heimurinn sé ekki. Renata deilir óttanum sem felst í því að búa í Austur-Þýskalandi þar sem njósnarar og svik- arar eru á hverju strái og vandséð hverjum hægt sé að treysta. Yfir og allt um kring í lýs- ingum hennar ríkir hins vegar ákveðinn létt- leiki og glaðværð þar sem hún sér fegurðina í hinu smáa og gleðst yfir því hversdagslega hvort heldur það er baðleikur fjölskyldunnar, þeir kostir kertalýsingar að fela rakaskemmd- irnar á veggjunum eða fegurðin sem birtist í því þegar frosið vatn sprengir rörin í húsinu með krafti sínum. Líkt og faðir hennar virðist Renata hafa tileinkað sér lögmálið að ekkert sé til einskis og þvingar merkingu í sársauk- ann til að lifa hann af. Óneitanlega getur sú hugsun læðst að þeim sem heyra eða lesa bréf Renötu að hve miklu leyti hún sviðsetur sig og líf sitt fyrir Tom og þá jafnframt hversu langt sé á milli sviðsetningarinnar og raunveruleik- ans. Sjálf virðist Renata vera sér meðvituð um þversögnina sem einkennir leynisambandið þegar hún skrifar Tom að mögulega lifi sam- band þeirra út af ómöguleikanum sem felst í aðskilnaðinum. Eftir því sem á bréfaskrifin líð- ur hættir Tom greinilega að svara Renötu sem veldur henni hugarangri og þegar múrinn fell- ur og allir möguleikar opnast hættir drauma- maðurinn alfarið að svara bréfum hennar. Í ákveðnum skilningi er ótrúverðugt hversu ástsjúk Renata virðist hafa orðið eftir einn ást- arfund með manni sem hún þekkir í raun lítið sem ekkert. Af þeim sökum er freistandi að túlka verkið ekki bókstaflega heldur táknrænt og sjá ástarþrá Renötu sem drauminn sem aldrei getur orðið að veruleika. Það tengist aft- ur vangaveltum höfundar um hvað það þýðir að vera til staðar í eigin lífi, hvaða hlutverk við göngum inn í og leikum, hvaða áhrif lygar og svik hafa í samskiptum, hverjir múrarnir og hindranirnar í lífi okkar eru og hver við værum ef allir möguleikar og öll veröldin opnuðust. Höfundur býður upp á áhugaverðar speglanir milli persóna og athafna þeirra. Þannig eiga hjónin Renata og Hermann það sameiginlegt að halda framhjá, spegla má heimilisvininn Felix í ástmanninum Tom og vinkonuna Sylviu í Renötu, en báðar eiga vingott við mann hin- um megin múrsins með ólíkum afleiðingum. María Ellingsen flytur okkur einleikinn klædd svörtu frá toppi til táar, sem gefur okk- ur tilfinningu fyrir sorgarklæðum. Allan ein- leikinn situr hún á sama stólnum á upphækk- uðum palli umkringd nálægum kösturum sem gefur áhorfendum tilfinningu fyrir því að Renata sé í yfirheyrslu. Lýsing Björns Berg- steins Guðmundssonar er frábærlega útfærð til að skapa ólíka stemningu í textabrotunum sem flutt eru. Hugmyndin um yfirheyrsluna virkar vel sem konsept, en verður hins vegar takmarkandi til lengdar auk þess sem spyrja má sig hversu einlæg manneskja í yfirheyrslu getur leyft sér að vera. María rýfur aldrei fjórða vegginn og nær þannig aldrei neins kon- ar trúnaðarsambandi við áhorfendur. Að sama skapi setur það leikaranum óþarflega þröngar skorður að geta lítið sem ekkert nýtt líkams- tjáninguna til að miðla persónu verksins held- ur vera aðeins bundin við raddbeitinguna og svipbrigði. Þá vaknar óneitanlega sú spurning hversu vel verkið hentar fyrir svið þegar út- varpið hefði mögulega verið réttari miðill. Sá draumkenndi blær sem einkennir verkið kemst vel til skila í meðförum Maríu og verkið veitir vissulega innblástur til vangaveltna um drauma okkar, frelsi, hamingjuleit, skyldur og skorður. Textinn býður hins vegar ekki upp á mikla dramatík eða spennu, því áhorfendum er með öllu hulið hversu langt bilið milli raun- veruleika og sviðsetningar Renötu á eigin lífi er og af þeim sökum hreyfir efniviðurinn minna við áhorfendum en efni standa til. Ekkert er til einskis Ljósmynd/Christopher Lund Draumkenndur blær „Sá draumkenndi blær sem einkennir verkið kemst vel til skila í meðförum Maríu,“ segir í rýni um einleikinn Það sem er eftir Peter Asmussen sem sýndur er í Tjarnarbíói. Tjarnarbíó Það sem er bbbnn Eftir Peter Asmussen. Íslensk þýðing: Auður Jóns- dóttir. Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilm- arsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson. Sviðshreyfingar: Anna Kolfinna Kuran. Leikgervi: Guðrún Erla Sigur- bjarnadóttir. Leikari: María Ellingsen. Annað svið frumsýndi í Tjarnarbíói 20. janúar 2022. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.