Morgunblaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Febrúar minnti á sig í viku- byrjun. Hann á það til. Og þótt hann valdi einatt uppnámi, töfum, vandræðum og stundum tjóni, þá kemur hann landsmönnum ekki lengur í eins opna skjöldu og öldum saman áður og er ekki einn mánaða um það. Veðurfræðingar eru á vaktinni og gefa forskot til varúðar sem breytir miklu. Okkar menn á Veðurstofu, þótt góðir séu og þekki heima- hagana best, njóta einnig góðs af þéttu samstarfi við systur- stofnanir með sín gervitungl og tól. Það þarf ekki að leita langt aftur til að segja að áður var öldin önnur. Þótt „veður- varnir“ í núverandi mynd séu um flest nútímafyrirbæri þá hefur okkar fagfólk á þeim bænum eflst hvert ár og ára- tug að þekkingu og búnaði svo að miklu munar. Við, sem lítið vitum, skiljum það þó, að veðr- ið á það sammerkt með öðru, að vandi er um slíkt að spá. Enda erum við, sem erum sólgin í veðurspár, reglulega minnt á það að ekki sé endi- lega öruggt að spáin muni ræt- ast út í æsar. Og okkur hefur verið kennt að þær verði þó mun öruggari eftir því sem spádagur kemur nær. En spár fleiri daga fram fyrir sig eru mikilvægar þótt ekki sé hvert atriði geirneglt. Þá veitist tóm til undirbúnings og áminning er um að fylgjast vel með næstu spáskrefum. Þótt örlítið frávik verði er óþarft að „gera veður út af því“. Langt er þó síðan landinn tók „réttum“ veðurspám sem sjálfsögðum hlut, og þýðir það ekki að spámennskan sé ekki metin að verðleikum. Sumir þeirra, sem höfðu þó ekkert hlutverk sl. mánudagsnótt, en fylgdust þó með hvernig hvein í, mátu að verðleikum að óveðrið mætti ekki bæði óboð- ið og fyrirvaralaust. Og hugs- að var til þeirra sem við treystum á alla daga vegna vá- legra atburða sem kunna að verða og sumir án aðvörunar. Stór hópur hefur þann starfa að bregðast við, hvort sem aðvörun er engin, fáeinar klukkustundir eða dagar. Nefndir eru af handahófi og sem dæmi löggæslu- og slökkviliðsmenn, starfsmenn vegagerðar og þeir sem þurfa að tryggja tengingar raf- magns, sem getur verið hættu- spil, og aðrir ábyrgðarmenn nauðsynja nú- tímans. Landhelg- isgæslu má nefna sérstaklega og eru þó margir aðrir ótaldir. Svo kemur sá skari sem bætir því ofan á starfs- daginn að bregð- ast skjótt og óvænt við og eru iðulega í verulegri hættu. Og þótt allt fari vel, sem oftast er, kemur margur örmagna úr út- köllum. Hvers vegna þeir velja að standa undir kröfum, sem enginn á til þeirra, svara ekki aðrir fyrir þá. En geta má í eyðuna, um þá miklu lífsfyll- ingu sem fórnin gefur þegar best tekst til. Hversu oft höf- um við ekki hugsað til þeirra mörgu sem óvænt hafa átt allt undir því að slíkir væru til taks, þrautþjálfaðir fyrir eigin aga og með aðdáunarverða fórnarlund. Að því leyti til „er- um við ekki herlaust land“. Þannig hittist á að þegar óveðursins var von fengu lög- gæslumenn og ýmsir af þeim öðrum sem áður voru nefndir kall um að leita að lítilli flugvél með fjórum mönnum sem kom ekki fram eftir ætlaðan flug- tíma. Aðstæður voru erfiðar og óveðrið skammt undan. Ekki var endilega líklegt að eftirsóknarverðasti árangur næðist við þessar aðstæður. En þó er kapp, skipulag og nálgun slíkrar leitar undir þeim formerkjum að haldið skuli í vonina. Þau íslensku dæmi eru reyndar furðumörg sem réttlæta að seinast skuli gefa frá sér veika von. Við erf- iðar aðstæður, í bítandi kulda og kapphlaupi við óveðrið, var lagt á djúpið, í tvöfaldri merk- ingu. Í þetta sinn varð því ekki bjargað sem varðaði mestu. Það varð ljóst þegar leit vél- arinnar bar árangur. En þó var eftir að veita nánustu að- standendum þau svör sem þau biðu eftir og vildu alls ekki fá. Þennan næsta þátt í ótta og sorgarferli mátti þó ekki draga að óþörfu. Allir, sem fylgdust ákaft með fréttum þennan til- tölulega skamma tíma, klukkustundir, fundu mjög til með aðkomufólkinu sem beið og ekki síður aðstandendum íslenska flugmannsins, sem var fær og reyndur að sögn þeirra sem best þekkja til. Þar sem flak vélarinnar fannst fljótt og sérfræðingar telja sig geta komið henni á land til rannsóknar, þá munu einnig í þeim efnum hugsanlega fást einhver svör um tildrög þessa óláns. Íslendingar eru bet- ur undirbúnir en nokkru sinni undir athafnir og afl nátt- úru, en samt kemur margt enn á óvart} Margt að þakka þótt ekki fari allt vel N ýlega staðfestist það sem öllum mátti vera ljóst, nema mögu- lega samgönguráðherra og borgarstjóra, að Sundabraut væri í sérflokki hvað arðsemi varðar. Skýrsla verkfræðistofunnar Mannvits og hinnar dönsku COVI, sem birt var 17. desem- ber síðastliðinn, leggur mat á þrjár mismun- andi útfærslur Sundabrautar – tvær þar sem brú þverar Kleppsvíkina og eina með jarð- göngum þar undir. Arðsemin til næstu 30 ára er á bilinu 185-235 milljarðar, eftir því hvaða leið verður fyrir val- inu. Mestur ábati felst í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda. Til samanburðar er rétt að nefna að gert er ráð fyrir 25,9 milljarða arðsemi fyrsta áfanga Borgarlínu, samkvæmt skýrslu sömu aðila sem birt var í júní 2020, þar sem notast var við sömu aðferðafræði. Mun- urinn er 7-9-faldur. Á meðan arðsemi Sundabrautar er jafn mikil fyrir ís- lenskt samfélag og raunin er, þá er óboðlegt að fram- kvæmdir við hana dragist til ársins 2031, og það er ártal- ið ef allt gengur eins og í sögu. Því miður eru litlar líkur á að það verði raunin miðað við framgöngu borgarstjóra undanfarin kjörtímabili og vegna linkindar samgöngu- ráðherra í samskiptum sínum við hann. Hvert ár sem tefst að koma Sundabraut í notkun felur í sér gríðarlegan kostnað fyrir samfélagið, bæði fjárhags- legan og umhverfislegan. Fyrir áhugafólk um útblástur bílaflotans, þá er áætlað að heildarakstur á höfuðborgar- svæðinu geti minnkað um 150 þúsund kílómetra á sólarhring með tilkomu Sundabrautar. Í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni síðastliðinn laugardag ræddu saman um Sundabraut sá sem hér skrifar og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Þar þótti mér þrennt áhugavert koma fram hjá við- mælanda mínum. Í fyrsta lagi sagði borgarfulltrúinn Samfylk- inguna tala fyrir þeim kosti sem útilokar hjól- andi og gangandi umferð frá því að nýta sér þverun Kleppsvíkur. Það er gott að það liggi fyrir. Í öðru lagi hélt borgarfulltrúinn því fram að Reykjavíkurborg hefði ekki þvælst fyrir lagn- ingu Sundabrautar. Það er efni í annan pistil að fara yfir þá sögu. Í þriðja lagi hélt borgarfulltrúinn því fram að raunverulega hefði Sundabrautin verið stopp vegna þess að „Símapeningarnir“ hefðu tapast í bankahruninu. Þetta er furðulegur fyrirsláttur, enda væri þá ekki verið að vand- ræðast með viðbyggingu Landspítalans við Hringbraut hefði þessi saga einhverja tengingu við raunheima, enda hluti svokallaðra „Símapeninga“ eyrnamerktur því verk- efni á sínum tíma. Raunin er sú að fjármögnun Sunda- brautar verður aldrei vandamál, skipulagsmálin hjá Reykjavíkurborg eru vandamálið. Allar mögulegar útfærslur Sundabrautar eru hag- fræðilega góðar, við þurfum bara að komast af stað. Bergþór Ólason Pistill Tafatjón vegna dráttar á Sundabraut Höfundur er þingmaður Miðflokksins. bergthorola@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is V erið er að gera tilraunir með notkun á skít frá fisk- eldisstöðvum, svokallaða laxa- eða fiskimykju, til áburðar við landgræðslu og ræktun. Virðist þessi áburður henta vel til landgræðslu en vegna þess hversu vatnshlutfallið er hátt borgar sig ekki að flytja mykjuna til notkunar langt í burtu. Með vaxandi laxeldi í kerum á landi og tilkomu seiðastöðva með vatnsendurnýtingarkerfi fellur til aukið magn af skít sem er síaður frá. Mun þessi starfsemi aukast mjög á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir. Nokkur verkefni í gangi Gerð hefur verið ein tilraun, að minnsta kosti, með að nota laxa- mykju við túnrækt og landgræðslu, það er í verkefni sem Landgræðslan, Landbúnaðarháskóli Íslands og fleiri standa að. Mykjan mun hafa komið frá seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði sem er fyrsta seiðastöðin með fullt endurnýtingarkerfi. Bóndi í Núpasveit er að skoða möguleika á að nota úrgang úr seiða- eldisstöð Fiskeldis Austfjarða á Kópaskeri til landgræðslu, að því er fram kom nýlega í Bændablaðinu. Icelandic Land Farmed Salmon ehf., sem er að undirbúa fiskeldi á strönd Heimaeyjar í Vestmannaeyjum, hef- ur gert samning við Vestmanna- eyjabæ og Landgræðsluna um að nýta laxamykju sem til fellur við eld- ið í landgræðslu í nágrenni stöðv- arinnar, meðal annars í gróður- snauðum hlíðum Eldfells. Aukin notkun lífrænna efna Magnús H. Jóhannsson, sviðs- stjóri hjá Landgræðslunni, rifjar upp að hann hafi lengi hvatt til aukinnar notkunar á lífrænum áburði. Góður árangur hafi náðst á síðustu árum því frá árinu 2015 hafi magn lífrænna efna til landgræðslu á vegum Land- græðslunnar sexfaldast. Ekkert af því sé fiskimykja. Telur hann mjög jákvætt ef hún bætist við. Í þróuðum fiskeldislöndum er fiskimykja notuð skipulega til rækt- unar og fer sú starfsemi vaxandi með fjölgun stöðva með vatnsendurnýt- ingarkerfum. Sérhæfð fyrirtæki sjá um þennan þátt starfseminnar. Ekki liggur fyrir hversu mikið magn fellur til hér á landi eða mun falla til með frekari þróun. Magnús segir að fiskimykja sem notuð var í uppgræðslu á Rangár- völlum á síðasta ári hafi skilað góðum árangri. Gróðurinn hafi tekið vel við sér. Styrkur næringarefna er ekki hár í fiskimykju eins og hún kemur úr kerunum en það er leyst með því að dreifa miklu magni. Dýrt að flytja vatnið Bendir Magnús á að ákveðnir erfiðleikar séu á því að nýta áburð- arefni með miklu vatnsinnihaldi, eins og svínaskít, kúamykju og fiski- mykju. Dýrt sé að flytja skítinn og hagkvæmast sé að dreifa honum í ná- grenni laxeldisins. Nefnir hann Þor- lákshöfn í því efni. Þar séu næg verk- efni á gróðursnauðum söndum fyrir mykju úr stækkandi landeldi. Hægt er að minnka vatnsinnihaldið með þurrkun. Það mun hafa verið gert í seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði. Segir Magnús að rannsaka þurfi betur möguleika á að nota mykjuna við ræktun í landbúnaði. Þar séu aðr- ar kröfur gerðar en í landgræðslu. Afurðirnar þurfi að vera af ákveðnum gæðum og því skipti máli að bera réttu áburðarefnin á gróð- urinn. Laxamykja nýtist vel við landgræðslu „Við erum að reyna að finna leiðir til að nota lífræn efni, hverju nafni sem þau nefnast, til uppgræðslu. Er- um að prófa ýmsar moltugerðir, seyru, kjúklingaskít, kjötmjöl og ýmislegt fleira. Það er til skammar hvernig við förum með þessi efni. Sumt nýtum við vel en flest fer út í sjó,“ segir Magnús H. Jóhannsson. Að minnsta kosti tvö seyruverkefni eru í gangi. Sex sveitahreppir í Árnes- og Rangárvallasýslu hafa sam- starf um endurskipulagningu á söfnun rotþróaseyru. Efnið er kalkað á Flúðum og dreift til uppgræðslu. Unn- ið er að breytingum á frárennslismálum í Mývatns- sveit. Efninu er safnað í tank og svokölluðu svartvatni verður dreift á uppgræðslusvæði á Hólasandi. ÝMIS EFNI PRÓFUÐ Magnús H. Jóhannsson Seyra notuð til uppgræðslu Morgunblaðið/Hari Bera skarn á hóla Nota verður stórvirk tæki til að bera vatnsmikinn skít á tún eða ógróið land. Það á við um laxamykju eins og kúamykju og svínaskít.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.