Morgunblaðið - 08.02.2022, Side 2

Morgunblaðið - 08.02.2022, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ríkiskaup hafa fyrir hönd forsætis- ráðuneytisins óskað eftir tilboðum í að nýta æðardún við Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ekki er vitað með vissu hversu mörg hreiður eru á svæðinu en áætlað er að hægt sé að tína allt að 3-8 kíló af dúni á Hrafnseyri á ári hverju. Áætla má að fyrir hvert kíló fáist um 200 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum hafa fleiri en einn aðili lýst áhuga á að nýta þessi gæði. Því hafi verið ákveðið að bjóða nýting- una út þó svo að verkefnið sé ekki útboðsskylt samkvæmt lögum. Samningur til fimm ára Í auglýsingu um útboðið segir að til að gæta jafnræðis gagnvart áhugasömum aðilum hafi verið ákveðið að bjóða út nýtingu dúnsins á gagnsæjan og opinberan hátt þar sem stuðst verði við almennar meg- inreglur opinberra innkaupa og hlutlæg viðmið við val á rekstrar- aðila. Tilboð verða opnuð á hádegi 24. febrúar. Hrafnseyri við Arnarfjörð er ríkisjörð í umsjón forsætisráðuneyt- isins. Æðarvarpið liggur við ós árinnar sem liggur á milli Hrafns- eyrar og Auðkúlu. Girt er meðfram veginum og niður í fjöru. Varpið er að hluta á aflögðum flugvelli sem liggur með fjöruborðinu. Nýr rekstraraðili þarf að gera varp- svæðið tilbúið um miðjan apríl. Hann þarf m.a. að verja það fyrir rándýrum meðan á varptímanum stendur og þar til fuglinn hefur yfir- gefið hreiðrið, að því er fram kemur í auglýsingunni. Rekstraraðili hirðir arð af dún- tekjunni gegn fastri þóknun til land- eiganda og er stefnt að því að gera samning til fimm ára, með mögu- leika á þriggja ára framlengingu, sem verði undirritaður fyrir 1. apríl 2022. Bjóða út nokkur kíló af æðardúni - Fleiri en einn lýstu áhuga á að nýta varp á Hrafnseyri - Á gömlum flugvelli Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Hlunnindi Æðarkolla með unga, en dúnninn í hreiðrinu er verðmætur. Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Undirbúningur á rannsókn á ómann- úðlegum starfsháttum vöggustofa hef- ur verið í kyrrstöðu frá því í október á síðasta ári og hafa vilyrði borgarstjóra ekki gengið eftir. Árni H. Kristjánsson, sagnfræðingur og einn þeirra sem hafa barist fyrir því að rannsókn verði gerð á þessu máli, telur svör borgarstjórnar um tafirnar ekki standast og segir hann afsakanirnar fyrirslátt. Sjö mánuðir eru liðnir frá því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri til- kynnti að Reykjavíkurborg myndi ráðast í rannsókn á ómannúðlegum starfsháttum vöggustofa sem voru starfræktar í borginni á árunum 1949 til 1973, en sú ákvörðun var tekin í kjölfar þess að fimm menn sem voru vistaðir sem börn á vöggustofunum vöktu athygli á ómannúðlegum starfsháttum sem þar voru viðhafðir. Í lok september fóru fimmmenn- ingarnir á fund með Þorsteini Gunn- arssyni borgarritara þar sem fram kom að rannsóknarnefnd yrði skipuð ekki síðar en um miðjan október. Hafði borgarritari þegar fengið for- greiningu hjá Borgarskjalasafni á þeim heimildum sem eru til staðar og hafði borgin tryggt fjármagn í rann- sóknina. Var þá ekkert því til fyrir- stöðu að rannsókn gæti hafist, að sögn Árna. Ekkert breyst frá því í júlí Fjórir mánuðir eru liðnir frá fund- inum og hefur rannsóknarnefnd ekki verið skipuð. Virðist undirbúningur rannsóknarnefndar vera í kyrrstöðu. „Staðan er í rauninni þannig að það hefur ekkert breyst frá því í júlí í fyrra. Málið er ekkert komið lengra hvað varðar stofnun rannsóknar- nefndar.“ Að sögn Árna eru afsakanir borg- arstjórnar fyrir töfum rannsóknar tvíþættar. Annars vegar hafi borgar- ráð ekki samþykkt rannsókn vegna tæknilegra atriða sem varða meðal annars persónuvernd. Hins vegar hafi því verið haldið fram að ríkið muni koma til með að taka þátt í rann- sókninni. Hann telur þó upplýsingarnar ekki standast en hann hafi fengið þær upp- lýsingar frá forsætisráðuneytinu að málið væri ekki á borði ríkisins. Þá seg- ir hann persónuverndarsjónarmiðin heldur ekki standast skoðun þar sem til sé fordæmi fyrir rannsóknum á barnaheimilum á vegum vistheimila- nefndar. Í þeim rannsóknum hefðu sömu persónuverndarsjónarmið verið í gildi og því ættu þau ekki að vera fyr- irstaða. Segir Árni framvindu málsins hafa verið mikil vonbrigði. - Rannsókn borgarinnar á starfsemi vöggustofa ekki hafin Morgunblaðið/Úr safni. Rannsókn Hér má sjá vöggustofu Thorvaldsensfélagsins, en dregist hefur að hefja rannsókn á starfsháttum vöggustofa í borginni. Telur afsakanir borg- arinnar fyrirslátt Lengri útgáfa af fréttinni er á mbl.is. mbl.is Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið afhentar myndbandsupptökur úr ör- yggismyndavélum sem staðsettar eru í grennd við Þingvallavatn, til að mynda frá eigendum frístundahúsa. Sumar upptökurnar sýna flugvél- ina, sem fórst í vatninu á fimmtudag, á flugi, en samkvæmt heimildum mbl.is náðist augnablikið á mynd þeg- ar flugvélin fór ofan í vatnið. Samkvæmt þeim heimildum virtist sem flugvélinni hefði verið ætlað að hafa snertingu við vatnið, en það mun hafa verið ísilagt á þeim tíma. „Við höfum fengið myndbönd úr öryggismyndavélum þarna í kring. Á einhverjum þeirra sjáum við til vél- arinnar,“ sagði Oddur Árnason yfir- lögregluþjónn í samtali við mbl.is í gær. Sagði Oddur að lögreglan myndi ekki upplýsa hvað kæmi fram á þeim upptökum sem henni berast. „Við ætlum ekki að auglýsa hvað kemur fram á þeim,“ sagði Oddur og tók fram að það væri gert til að hafa ekki áhrif á vitnisburði sem mögulega ættu eftir að koma fram. Málið væri til rannsóknar og ekki yrði gerð grein fyrir einstökum þáttum atburða- rásarinnar. Morgunblaðið/Eggert Þingvallavatn Frá leitinni að vél- inni á Þingvallavatni um helgina. Flugvélin sést á myndbandsupptökum Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála (UUA) hefur hafnað kröfu hóps eigenda og íbúa tólf eigna við Einarsnes og Gnitanes í Skerjafirði um að ákvörðun borg- arstjórnar um nýtt deiliskipulag fyrir Nýja-Skerjafjörð verði felld úr gildi. Kærendurnir bentu m.a. á að með fyrirhugaðri uppbyggingu mundi umferð um Einarsnes aukast mikið með nýrri byggð og jafnvel þrefaldast og að hávaði vegna aukinnar umferðar yrði að öllum líkindum yfir hámarks- viðmiðum. Einnig væri nauðsynlegt að íbúar fengju fullnægjandi kynn- ingu áður en uppbygging hverfisins hæfist. Ekki hefði verið komið til móts við ábendingar um slysahættu sem fylgdi því að staðsetja fjölfar- inn hjólreiðastíg við innkeyrslur margra íbúðarhúsa við Einarsnes. Borgaryfirvöld bentu m.a. á að deiliskipulagið uppfyllti öll skilyrði um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir vegna hávaða og tillögur um að- gerðir vegna aukinnar umferðar og mótvægisaðgerðir væru skýrar og raunhæfar. Úrskurðarnefndin bendir á að við gerð deiliskipulags sé einungs verið að skipuleggja það svæði sem fellur innan marka þess. Fram komi að fara eigi í vinnu við að breyta núgildandi deiliskipulagi bæði Skildinganess og Einarsness þar sem hljóðvist vegna umferðar yrði tekin fyrir. Hafna kröfu um ógildingu vegna Nýja-Skerjafjarðar - Hópur íbúa kærði ákvörðun til UUA Tölvuteikning/Reykjavíkurborg Nýi-Skerjafjörður Yfirlitsmynd af hverfinu. Tillaga að nýju deiliskipu- lagi var samþykkt í apríl 2021. Lilja Dögg Al- freðsdóttir, menningar- og viðskiptaráð- herra, sagði á málþingi í húsa- kynnum Blaða- mannafélagsins í gær að hún myndi beita sér fyrir því á þessu kjörtímabili að RÚV yrði ekki á auglýsingamark- aði. Þá sagðist Lilja líta á Dan- mörku sem fyrirmyndarland hvað varðar fjölmiðla. Lilja sagðist þó ekki þar með segja að allar auglýs- ingar ættu að fara til einkarekinna eða frjálsra fjölmiðla. Þá kom einnig fram í máli Lilju að hún teldi að kerfið varðandi skattlagningu ætti að vera miklu sanngjarnara en það er, enda aug- ljós mismunun þegar skattur er greiddur þegar auglýst er hjá inn- lendum aðilum en ekki hjá þeim er- lendu. Þá biðlaði hún til fjölmiðla sem væru of „fínir“ fyrir styrki, líkt og Sýn og Síminn, að skila pening- unum í ríkissjóð. RÚV eigi ekki að vera á auglýsingamarkaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.