Morgunblaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.
Mikið uppnám er í Ísrael eftir að
upp komst að lögreglan þar í landi
hefur notað hugbúnað, sem smygl-
að er í farsíma, til að njósna um
fjölda fólks án heimildar dómara.
Um er að ræða njósnaforritið
Pegasus sem ísraelskt fyrirtæki
framleiðir og hefur selt einræð-
isstjórnum, lögreglu og leyniþjón-
ustum víða um heim. Það var við-
skiptadagblaðið Calcalist sem
ljóstraði upp um misnotkun lög-
reglunnar. Sagði blaðið í gær-
morgun að meðal þeirra sem fylgst
hafi verið með hafi verið sonur
Benjamíns Netanyahu, fyrrum for-
sætisráðherra, ýmsir aðgerða-
sinnar og háttsettir embættismenn
ríkisins.
Blaðið hafði áður greint frá því
að lögreglan hefði án heimildar
notað njósnabúnaðinn til að fylgj-
ast með andstæðingum Netanyahu
meðan hann gegndi embætti for-
sætisráðherra.
Ríkislögreglustjóri Ísraels, Kobi
Shabtai, kveðst hafa beðið dóms-
málaráðuneytið að fela óháðri
rannsóknarnefnd að kanna hvað
hæft sé í fréttaflutningi blaðsins.
Hann sagði að kæmi í ljós að
reglum hefði ekki verið fylgt yrði
brugðist við því á viðeigandi hátt.
Stjórnvöld í Ísrael hafa á und-
anförnum mánuðum sætt harðri
gagnrýni fyrir að leyfa útflutning
njósnabúnaðarins til einræðisríkja,
en staðfest hefur verið að hann
hefur notaður til fylgjast með and-
ófsmönnum víða um heim. Fyrri
uppljóstranir um notkun búnaður-
ins í Ísrael hafa þegar leitt til þess
að fyrirskipuð hefur verið opinber
rannsókn á málinu þar í landi.
AFP
Njósnir Pegasus-forritinu er laum-
að í síma þeirra sem fylgst er með.
Lögreglan notaði
óleyfilegan búnað
- Njósnaði um fjölda fólks í Ísrael
Enginn tuttugu
frambjóðenda í
forsetakosning-
unum sem fram
fóru í Mið-
Ameríkuríkinu
Kosta Ríka á
sunnudaginn
náði tilskildum
atkvæðafjölda til
að hljóta kjör.
Frambjóðandi
þarf að lágmarki 40 prósent at-
kvæða til að verða forseti. Flest at-
kvæði fengu Jose Maria Figueres,
sem var forseti landsins á tíunda
áratugnum, rétt innan við 30 pró-
sent, og fyrrum fjármálaráðherra
landsins, Rodrigo Chaves, rétt inn-
an við 20 prósent. Kosið verður á
milli þeirra tveggja í seinni umferð-
inni. Samhliða var kosið til þings
landsins sem situr í einni málstofu.
Flest atkvæði hlaut miðvinstri-
flokkurinn PLN sem Jose Maria Fi-
gueres leiðir og fær flokkurinn 20
sæti á 57 manna þinginu.
KOSTA RÍKA
Enginn fékk nægi-
legan stuðning
Jose Maria
Figueres
Kínverska tenn-
isstjarnan Peng
Shuai neitaði því
í viðtali við
franska íþrótta-
blaðið L’Equipe
um helgina að
hún hefði verið
beitt kynferð-
islegu ofbeldi.
Kannaðist hún
ekkert við að hafa fullyrt þetta á
kínverska samfélagsmiðlinum
Weibo í nóvember í fyrra. Ásakaði
hún þar háttsettan yfirmann í
Kommúnistaflokknum, Zhang
Gaoli, um að hafa þvingað sig.
Skrifum hennar var fljótlega eytt
og næstu þrjár vikurnar sást hún
ekki opinberlega. Eftir þetta hefur
hún ekki talað við fjölmiðla nema
með fulltrúa frá stjórnvöldum við
hlið sér. Svo var einnig nú, sá túlk-
aði fyrir hana í viðtalinu. „Þetta er
allt einn stór misskilningur,“ full-
yrti tennisstjarnan.
KÍNA
„Þetta er allt einn
stór misskilningur“
Peng Shuai
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Emmanuel Macron Frakklandsfor-
seti sagði í gær að hann vonaðist
til þess að hægt væri að draga úr
spennunni vegna Úkraínumálsins,
en Macron fór í gær til Moskvu til
að ræða við Vladimír Pútín Rúss-
landsforseta.
Sagðist Macron vilja finna „svar
sem væri gagnlegt fyrir Rússland,
sem og öll hin ríki Evrópu“. Pútín
heilsaði Macron með orðunum
„kæri Emmanuel“ og sagði að
Rússar og Frakkar deildu áhyggj-
um vegna öryggisástands Evrópu.
Þá hrósaði Pútín hversu mjög
frönsk stjórnvöld hefðu beitt sér
til þess að greiða úr þeim áhyggj-
um.
Macron mun í dag fara til
Kænugarðs og ræða þar við Vo-
lodymyr Zelenskí, forseta Úkra-
ínu, um stöðuna, en Frakkar fara
nú með forsæti innan Evrópusam-
bandsins.
Sagði Dmytro Kuleba, utanríkis-
ráðherra Úkraínu, á Twitter-síðu
sinni að þeir hefðu nokkur „rauð
strik“ þegar kæmi að samningum
um deiluna, en þar á meðal væri að
ekki yrði gefið eftir fullveldi eða
alþjóðlega viðurkennd landamæri
Úkraínu og að einungis Úkraínu-
menn hefðu rétt á að ákveða utan-
ríkisstefnu sína.
„Krísuferð“ til Washington
Sama dag og Macron fór til
Moskvu ákvað Olaf Scholz Þýska-
landskanslari að funda með Joe Bi-
den Bandaríkjaforseta í Wash-
ington-borg, en Scholz mun í
næstu viku ræða við leiðtoga bæði
Úkraínu og Rússlands.
Fréttaskýrendur bæði austan
hafs og vestan sögðu í gær að
Bandaríkjaferð Scholz myndi gefa
honum færi á að laga laskað orð-
spor Þýskalands vegna þess hvern-
ig þýsk stjórnvöld hafa brugðist
við Úkraínudeilunni, og kallaði
þýska dagblaðið Münchner Merk-
ur ferðalag Scholz „krísuferð“.
Sagði Biden að Bandaríkin og
Þýskaland væru „í fullkomnum
takti“ þegar kæmi að ágengni
Rússa í Evrópu sem og þeim
áskorunum sem Kínverjar hefðu
sett fram. Hét Scholz því fyrir
fund sinn með Biden að innrás
Rússa í Úkraínu myndi hafa í för
með sér „mjög háan kostnað“, og
að ríkin tvö hefðu samræmt þær
aðgerðir sem ráðist yrði í, kæmi til
slíkrar innrásar.
Vill draga úr spennunni
- Macron fundaði með Pútín og Scholz með Biden - Úkraínumenn setja „rauð
strik“ við samningagerð - Scholz segir Rússa munu gjalda innrás dýru verði
AFP
Úkraínudeilan Macron situr íbygg-
inn á svip á fundi sínum með Pútín.
Einhver tígulegasti farfugl í Alban-
íu er hinn suðræni pelikani. Hafa
Albanar verið stoltir af árlegum
heimsóknum fuglanna. En nú hefur
þeim fækkað um mörg þúsund sem
þangað koma og er það rakið til
loftslagsbreytinga, ofveiði og ým-
issa framkvæmda sem rýra það
ósnortna svæði sem pelikanar
sækja í.
Hér liggur kvenpeningurinn á
eggjum sínum á hólma í lóni í þjóð-
garðinum Divjaka-Karavasta. Þar
er fuglinum óhætt og enn er nægi-
legan fisk að finna í vatninu, en
fiskur er aðalfæða pelikana. Sér-
kennilegt nafnið er komið úr
grísku, pelekán, líklega leitt af
pélekys, „öxi“, og þá tekið mið af
neflagi fuglsins sem er einkennandi
fyrir hann.
Loftslagsbreytingar og ofveiði í Albaníu taka sinn toll í lífríkinu
Pelikönum
fækkar
verulega
AFP