Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022
Vefverslun:www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
S. 555 3100 · donna.is
Honeywell
gæða lofthreinsitæki
Verð kr.
39.420
Hreinna loft
- betri heilsa
jafnfallinn snjó í efri byggðum nú
en þá.“
Hjalti hafnar því að minni
áhersla sé lögð á að moka göngu-
stíga en göturnar. „Stígarnir eru
alls ekki í minni forgangi. Stofn-
stígar eiga að vera teknir fyrir
klukkan átta á morgnana og svo
förum við inn á tengistígakerfið og
svo framvegis. Það hefur bara
reynst mjög tafsamt að þurfa alltaf
að byrja upp á nýtt þegar við fáum
snjó ofan í þann sem var fyrir.“
lengri tíma en við héldum. Þetta er
eins og að moka sig í gegnum
fjall,“ segir Hjalti.
Hann segir að sjaldgæft sé að
svo mikill snjór falli í borginni.
Margir hafa rifjað upp mikla snjó-
komu í byrjun árs 2017 en Hjalti
bendir á að þá hafi verkefnið verið
mun viðráðanlegra. Bæði hafi
snjórinn fallið á sunnudegi og svo
hafi ekki snjóað endurtekið ofan í
upprunalegu skaflana eins og nú
er raunin. „Við erum með meiri
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við biðlum áfram til fólks að sýna
okkur þolinmæði enda erum við að
reyna að gera okkar besta. Þetta
er flókið verkefni,“ segir Hjalti J.
Guðmundsson, skrifstofustjóri
reksturs og umhirðu borgarlands-
ins hjá Reykjavíkurborg.
Hið mikla fannfergi sem blasir
við íbúum á höfuðborgarsvæðinu
virðist ekki vera á förum á næst-
unni. Starfsmenn borgarinnar hafa
unnið stíft við snjómokstur í vik-
unni en þó er augljóst að margir
telja ekki nóg að gert. Á sam-
félagsmiðlum lýsa margir þeirri
skoðun sinni að hægt gangi að
ryðja húsagötur og göngustíga.
Raunar hafa margir kvartað undan
því að snjór af götum sé ruddur
inn á göngustíga og þeir séu því
ófærir með öllu í sumum tilvikum.
Hjalti segir að snjódýpt sé allt
að metri í sumum hverfum og
ástandið sé verst í austurhluta
borgarinnar, til að mynda í efra
Breiðholti. „Við erum með tugi
véla úti til að moka en þegar snjór-
inn er svona mikill eru margar af
þessum vélum í vandræðum, sér-
staklega þær minni. Við erum bara
að ströggla og þetta tekur okkur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þungfært Gangandi vegfarendur hafa átt erfitt með að komast leiðar sinnar í höfuðborginni í vikunni.
„Eins og að moka
okkur í gegnum fjall“
- Óánægja með snjóruðning á göngustígum í borginni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ganga Þegar gangstígar hafa ekki verið mokaðir er eina leiðin til að kom-
ast áfram að labba á götunni eins og þetta fólk gerði við Flókagötu í gær.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sérfræðingar bókunarvefjarins
Culture Trip mæla með Giljaböðun-
um í Húsafelli fyrir ferðafólk sem
leitar sér upplifunar á ferðalögum á
þessu ári. Eru Giljaböðin einn af
fjórtán stöðum sem bókunarvefurinn
mælir með til afþreyingar fyrir
ferðafólk.
„Þetta er mikilvæg viðurkenning
eins og raunar allar viðurkenningar
og ein af flottari viðurkenningum
sem hægt er að fá í afþreyingar-
ferðamennsku,“ segir Unnar Berg-
þórsson, framkvæmdastjóri Hótels
Húsafells, en Giljaböðin eru hluti af
ferðaþjónustunni í Húsafelli. „Þetta
vekur athygli ferðafólks sem er að
koma til landsins eða er að skipu-
leggja ferðir hingað og ekki vissi af
Giljaböðunum. Þetta er nýlegt hjá
okkur, við opnuðum rétt áður en kór-
ónuveirufaraldurinn brast á, og höf-
um hingað til ekki lagt mikið púður í
að kynna böðin. Það vill oft verða svo
að þegar maður fær eina kynningu
þá hefur það keðjuverkandi áhrif því
fleiri taka eftir og vilja líta á málið,“
segir Unnar.
Giljaböðin voru opnuð haustið
2019. Þar eru jarðhitalaugar, hlaðn-
ar úr náttúrusteini úr gilinu, í stór-
brotnu umhverfi. Ganga þarf að
laugunum, um 1,5 kílómetra spotta,
og leiða leiðsögumenn gönguna.
Sjálfbærni var höfð að leiðarljósi
við uppbygginguna og er það eitt af
því sem sérfræðingar Culture Trip
sáu við Giljaböðin.
Nýjungar mikilvægar
„Alltaf er mikilvægt í ferðaþjón-
ustu að vera með nýjungar, koma
með eitthvað nýtt og spennandi fyrir
fólk að sjá og gera,“ segir Unnar.
Hann segir að reksturinn hafi gengið
vonum framar þau rúmlega tvö ár
sem liðin eru frá því byrjað var að
selja ferðir í Giljaböðin, þrátt fyrir
að lítið hafi verið lagt í kynningu.
Fólki finnist það mikið ævintýri að
koma þangað. Nefnir Unnar að þau
hafi verið heppin að fá til starfa tvo
leiðsögumenn sem búsettir eru í
uppsveitum Borgarfjarðar. Þeir hafi
staðið sig vel og eigi stóran þátt í við-
urkenningunni.
Ferðaþjónar mæla með Giljaböðum
- Böðin eru einn af fjórtán stöðum sem
mælt er með til afþreyingar í ár
Sjálfbærni Giljaböðin eru hlaðin úr náttúrusteini og fyllt með jarðhitavatni.
Metfjöldi kórónuveirusmita greind-
ist í fyrradag. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir segir að ekki sé
hægt að tala um hjarðónæmi í sam-
félaginu fyrr en daglegum smitum
fækkar.
Toppnum virðist enn ekki náð og
er ekki víst að farið verði í algjörar
afléttingar á aðgerðum í næstu viku.
Mun ekki hrynja hratt niður
Tæplega 100.000 kórónuveirusmit
hafa greinst hér á landi síðan farald-
urinn hófst fyrir tveimur árum.
2.881 smit greindist í fyrradag.
„Við vitum ekki hvenær við náum
þessum toppi. Auðvitað er maður
alltaf að vonast til þess að toppnum
sé náð en þetta eru mettölur og það
er greinilega mjög mikil útbreiðsla í
gangi,“ segir Þórólfur.
Spurður um mögulegt hjarð-
ónæmi segir Þórólfur:
„Við þurfum fyrst að sjá lægri
smittölur áður en við förum að tala
um hjarðónæmi. Hvenær það næst
veit maður ekki nákvæmlega. Það
gerist hægt, þetta mun ekki hrynja
niður einn tveir og þrír, þetta mun
fara niður hægt og bítandi.“
Fjöldi smita og innlagna á LSH
með Covid-19 frá 1. júlí 2021
júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb.
1.553
Heimild: LSH
og covid.is
44
2.881
58 einstaklingar
hafa látist
2.881 ný innanlandssmit
greindust sl. sólarhring
Fjöldi staðfestra smita innanlands
Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð Covid-19-smit
44 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af þrír á gjörgæslu, enginn
þeirra í öndunarvél
Alls hafa síðan 28. febrúar 2020 yfir
100.000 smit verið stað-
fest og um
1,6 milljón sýni verið tekin innan-
lands og á landamærum
2.750
2.500
2.250
2.000
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
Þurfum lægri smittölur