Morgunblaðið - 18.02.2022, Page 14
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022
Íslenskir við-
skiptaaðilar sem reka
fyrirtæki þar sem
seldur er margs kon-
ar varningur gerast
af og til alvarlegir
lögbrjótar þegar þeir
auglýsa niðurfellingu
á virðisaukaskatti á
vörum sínum eða að
varan sé „tax free“.
Þessir aðilar gera
sér ekki grein fyrir því að þeir hafa
ekkert löggjafarvald til að fella nið-
ur skattálagningu ríkisvaldsins
heldur aðeins vald til að lækka of-
urálagningu (okurálagningu) sína
og eru því lögbrjótar með auglýs-
ingum um niðurfellingu virð-
isaukaskatts eða niðurfellingu
(skammaryrðisins) „tax free“.
Áberandi auglýsing í Frétta-
blaðinu 12. febrúar um niðurfell-
ingu á virðisaukaskatti á einum
hlut upp á mörg hundruð þúsund
krónur er ekkert annað en auglýs-
ing um lækkun okurálagningar.
Verður það að teljast sofanda-
háttur ríkisvaldsins að hafa ekki
stöðvað þessar ólöglegu auglýs-
ingar okraranna. Viðurkennt er að
virðisaukaskattur er þyrnir í aug-
um flestra Íslendinga, sem eru
reiðubúnir að nota sér ímyndaðan
gróða í sambandi við niðurfellingu
virðisaukaskattsins eða skammar-
yrðisins „tax free“.
Íslenskir okrarar
ættu í framtíðinni að
auglýsa lækkun okur-
álagningar sinnar í
stað þess að blanda að-
gerðum ríkisvaldsins
inn í falsauglýsingar
sínar. Staðreyndin er
sú að álagning á Ís-
landi er óhófleg og
ekkert annað en ok-
urálagning. Þeir sem
reka fyrirtæki freist-
ast til að blekkja al-
menning með fölskum fullyrð-
ingum um niðurfellingu á skatti
þegar þeir lækka okurálagningu
sína. Væru heiðarlegri viðskipti að
auglýsa: „Álagning mín er XXX%
og er álagningin lækkuð niður í
XXX%,“ sem gæfi kaupendum
sannari upplýsingar um raunvirði
vörunnar.
Burt með falskar upplýsingar í
auglýsingum um niðurfellingu
skatta þegar um raunlækkun okur-
álagningar er að ræða.
Ofurokrarar
Eftir Kristján
Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
» Óheiðarlegar auglýs-
ingar um niðurfell-
ingu á virðisaukaskatti
vöru eða það sem sölu-
aðilar kalla einnig „tax
free“.
Höfundur er fv. skipstjóri.
Þann 26. febrúar
næstkomandi fer fram
ársþing Knattspyrnu-
sambands Íslands
(KSÍ). Þar verður kos-
inn formaður og stjórn
sambandsins. Áherslu-
atriði frambjóðenda
fyrir þessi þing eru
gjarnan kunnugleg
stef og fátt um nýjar
áherslur, hugmyndir
eða útfærslur. Atriðin eru almennt
orðuð og ekki útskýrt hvaða leiðir
frambjóðendur ætla að fara til að ná
settum markmiðum. Hver vill ekki
efla aðildarfélögin, bæta aðstöðuna,
hlúa að grasrótinni, vinna að meira
jafnrétti, styrkja landsliðin eða
styðja við barna- og unglingastarfið
sem og kvennaknattspyrnuna? Þessi
grunnatriði hljóta einfaldlega að
falla undir starfslýsinguna. Hvað
með að nefna 2-3 atriði
varðandi hvernig við-
komandi frambjóðandi
ætlar að ná fram sínum
áherslum og hvernig
viðkomandi hyggst
gera hlutina öðruvísi en
aðrir áður?
Núverandi formaður
nefnir að minnsta kosti
einhverjar leiðir sem
hún vill fara, þó sumt
sem þar er tilgreint er
enn sem komið er frek-
ar óáþreifanlegt og
ótímasett, og því erfitt síðar að mæla
árangur af aðgerðum.
Ég held að það hafi komið flestum
á óvart að fyrri stjórn KSÍ skyldi
ekki óska eftir því við fram-
kvæmdastjóra sambandsins að hún
myndi þegar hætta eftir að meintu
ofbeldismálin komu upp á yfirborðið.
Framkvæmdastjórinn sjálfur virðist
neita að horfast í augu við raunveru-
leikann og hefur sagst ekki ætla að
segja af sér vegna málanna. Eftir
leyfi var hún allt í einu komin aftur
til starfa. Í viðtali við fram-
kvæmdastjórann sagðist hún hafa
vitað af málum en vísað þeim á aðra
eða í ferli. Spurð sagðist hún hvorki
hafa séð ástæðu til að vinna sjálf í
málunum né spyrja út í þau.
Sum mál sem koma upp á vinnu-
stöðum eru það alvarleg að bregðast
verður við þeim sem fyrst og því
verður að vera þar til staðar fram-
kvæmdastjóri sem hefur dómgreind
til að meta málin fljótt og rétt, og
getur og er tilbúinn að skerast strax
í þau í stað þess að vísa þeim bara frá
sér og axla enga ábyrgð.
Ég held að skynsamt fólk sjái nú í
gegnum það ætli framkvæmdastjór-
inn að bera fyrir sig verklagi eða
verkaskiptingu. Eigi að gera hana að
kvenkyns fórnarlambi í meintri
karlamenningu hjá sambandinu, þá
erum við nú stutt komin í jafnrétt-
ismálum kynjanna. Það hlýtur að
verða fyrsta verk nýrrar stjórnar
KSÍ að ráða nýjan framkvæmda-
stjóra.
Viðbrögð fyrri stjórnar vegna
meintu ofbeldismálanna hafa stór-
skaðað knattspyrnuhreyfinguna hér
heima. Samt ætlar þáverandi og nú-
verandi varaformaður að bjóða sig
fram til áframhaldandi setu í stjórn
sambandsins. Hvernig í ósköpunum
ætlar næsta stjórn KSÍ að bæta
ímynd og orðspor sambandsins og
endurheimta traust og virðingu með
sömu tvær manneskjur innanborðs
og voru við stjórnvölinn í lykilstjórn-
endastöðum hjá sambandinu þegar
upp komst um meintu ofbeldismálin?
Á heimasíðu KSÍ kemur fram
hvaða fyrirtæki séu helstu styrkt-
araðilar sambandsins. Eftir að
meintu ofbeldismálin komu upp á yf-
irborðið, nefndu sum þessara fyr-
irtækja að þau vildu sjá trúverðuga
áætlun um umbætur og aðgerðir hjá
Knattspyrnusambandinu áður en
þau tækju ákvörðun um áframhald-
andi samstarf og kölluðu m.a. eftir
meiri fagmennsku. Áhugavert væri
að vita hvað fyrirtækjunum finnst
um að framkvæmdastjórinn segist
ætla að sitja sem fastast og að vara-
formaðurinn ætli að bjóða sig áfram
fram í stjórn eins og ekkert hafi í
skorist.
Auðvitað eiga bæði fram-
kvæmdastjórinn og varaformað-
urinn að sjá að sér, stíga strax til
hliðar og hleypa að nýju fólki.
Tveir lykilstjórnendur hjá KSÍ ættu að stíga til hliðar
Eftir Hallstein
Arnarson » Auðvitað eiga bæði
framkvæmdastjór-
inn og varaformaðurinn
að sjá að sér, stíga strax
til hliðar og hleypa að
nýju fólki.
Hallsteinn Arnarson
Höfundur er með executive MBA
gráðu í íþróttastjórnun og er virkur
meðlimur í nokkrum leiðandi íþrótta-
fagsamtökum á heimsvísu.
Flokkur fólksins
lætur sig loftlagsmálin
varða og hefur beitt
sér í þeim málaflokki
bæði á þingi og í borg.
Ég hef notið þeirra
forréttinda að fá að lifa
og þrífast á skógrækt-
arsvæði í rúmlega
tuttugu ár. Þar var eitt
sinn ekki stingandi
strá og margir sér-
fróðir hvöttu til að eyða ekki púðri í
ræktun á svæðinu. Það reyndist nú
öðru nær og þar vaxa nú þúsundir
trjáa og á um sjö hektara svæði. Það
er lítið mál að rækta skóga og hér á
landi eru þegar til trjátegundir sem
munu lifa og dafna í nágrenni borg-
arinnar.
Reykjavík getur hugað að kolefn-
isbindingu með skógrækt og víkkað
sitt sjónarhorn í því sambandi. Til að
hjálpa til við það lagði ég fram í
borgarstjórn 15. febr-
úar tillögu Flokks
fólksins um að hefja
skógrækt frá Reykjavík
að Hengli til kolefn-
isjöfnunar. Hugsunin er
að hefja skógrækt á
svæðinu frá Græna
treflinum (skógrækt-
aráætlun höfuðborg-
arsvæðisins) að Hengli.
Gæti orðið
kolefnisjöfnun
Reykjavík er með
loftslagsstefnu og þessi tillaga fellur
að þeim markmiðum.
Tré draga kolefni úr lofti og binda
það í trjáviði. Þar að auki binst kol-
efni í jarðvegi þegar skógur mynd-
ast. Hægt verður að fá það vottað að
þessi aðgerð sé kolefnisjafnandi.
Mjög líklega yrði með tímanum
bundið mun meira kolefni en t.d. á
að gera með carbfix-aðferðinni.
Svæðið sem hér um ræðir er talið
vera rýrt og því er líklegt að auka
þurfi framboð á plöntunæring-
arefnum. Verkefnið nær ekki aðeins
yfir það land sem tilheyrir Reykja-
vík heldur einnig yfir land ná-
grannasveitarfélaganna svo og Ölf-
us. En það ætti ekki að vera
vandamál þar sem meirihlutinn í
Reykjavík hefur þegar greiðan að-
gang að nágrönnum í gegnum sam-
ráðsferla í Samtökum sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu og á lands-
vísu. Um þetta þarf ekki að stofna
byggðasamlag heldur aðeins ná
samkomulagi um stefnu og aðgerðir.
Hér yrði um ódýra stórframkvæmd
að ræða með miklum ávinningi.
Til að auka framboð plöntunær-
ingarefna mætti dreifa moltu frá
SORPU samhliða útplöntun. Sú
molta er ekki söluvara en mætti nota
við þessar aðstæður. Meirihlutinn
hefur einnig greiðan aðgang að
stjórn SORPU og gæti talað fyrir
málinu þar.
Allt þetta svæði er að mestu til-
tækt fyrir skógrækt. Um 12 þúsund
hektarar af þessu svæði eru að vísu
beitarhólf tómstundabænda höf-
uðborgarsvæðisins. Það beitarhólf
má færa til með nýjum girðingum.
og verður að lokum þar sem kindur
borgarbúa bíta í „lundum nýrra
skóga“.
Nokkrar flugur
slegnar í einu höggi
Með þessu yrðu nokkrar flugur
slegnar í einu höggi. Kolefni yrði
bundið, stórskógur yrði til og
Reykjavík myndi jafna kolefn-
isútblástur sinn.
Fram hefur komið að svifryk frá
Suðurlandi veldur svifryksmengun í
Reykjavík. Stórskógur austur af
Reykjavík myndi draga úr því.
Þetta er ódýr leið til að kolefn-
isjafna. Tré gera það sem nú er
reynt að gera með tæknilausnum
þ.e. að draga kolefni (koltvísýring)
úr andrúmsloftinu og binda það í
fast efni.
Munurinn á að nýta tré til að
binda kolefni eða að nota tækni-
lausnir tengist bæði kostnaði og
náttúrulegum ferlum. Tæknilausnir
eru kostnaðarsamar en ef tré er
plantað mun það binda kolefni öld-
um saman án viðbótarkostnaðar.
Mörg slík skógræktarverkefni
hafa verið sett af stað víða um heim.
Ekki er annað að heyra en að þau
séu talin hafa mikið gildi fyrir kol-
efnisbindingu.
Reykjavík getur með aðgerð þess-
ari lagt myndarlega af mörkum til
loftslagsaðgerða.
Stórfelld skógrækt frá höfuðborginni að Hengli
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur
Kolbrún Baldursdóttir
»Með þessu yrðu
nokkrar flugur
slegnar í einu höggi.
Kolefni yrði bundið,
stórskógur yrði til og
Reykjavík myndi jafna
kolefnisútblástur sinn.
Höfundur er oddviti Flokks fólksins í
borgarstjórn Reykjavíkur.