Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022
✝
Steinunn Júlía
Friðbjörns-
dóttir fæddist í
Stefánshúsi í
Vopnafirði 23.
október árið 1928.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sundabúð í Vopna-
firði 1. febrúar
2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Kristján Friðbjörn Einarsson, f.
á Víðihóli á Fjöllum 25. febrúar
1896, d. 16. nóvember 1970 og
Gunnhildur Ingiríður Gríms-
dóttir, f. á Hellisfjörubökkum í
Vopnafirði 7. júní 1900, d. 11.
janúar 1968.
Steinunn Júlía ólst upp í Sig-
túni með foreldrum sínum og
var hún næstelst 13 systkina en
elstur var Ólafur, f. 1926, lát-
inn, Helga, f. 1930, látin, Krist-
ján og Grímur, f. 1931, látnir,
Margrét Elísabet, f. 1932, látin,
Magnea Kristín, f. 1934, látin,
Elín, f. 1936, Stefanía, f. 1937,
Bjarnheiður Jónsdóttir og eiga
þau þrjú börn og fyrir á hann
eina stúlku, 4) Friðjón, f. 1958,
sambýliskona Aðalheiður Bald-
vinsdóttir og á hann tvö börn, 5)
Einar, f. 1961, sambýliskona
Ágústa Ingimarsdóttir og eiga
þau eitt barn og fyrir á hann
eina stúlku. Barnabörnin,
barnabarnabörnin og barna-
barnabarnabörnin eru 54 tals-
ins.
Árið 1956 byggðu þau Stein-
unn Júlía og Friðjón upp nýbýl-
ið Deildarfell úr landi Fells og
Hofs í Vopnafirði. Þar bjuggu
þau myndarbúi til ársins 1982
er þau brugðu búi og fluttu í
þorpið á Tanga. Þar vann Stein-
unn Júlía á hjúkrunarheimilinu
Sundabúð. Haustið 2001 fluttu
þau Steinunn Júlía og Friðjón á
Seyðisfjörð. Þar naut hún sín
vel í meiri nálægð við fjölskyldu
og eignaðist þar góða vini.
Í mars 2021 fluttist Steinunn
Júlía á hjúkrunarheimilið
Sundabúð. Útför Steinunnar
Júlíu verður gerð frá Vopna-
fjarðarkirkju í dag, 18. febrúar,
kl. 11. Jarðsett verður á Seyð-
isfirði. Streymt verður frá út-
förinni á Facebook-síðu Hofs-
prestakalls.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Einar, f. 1938, Sig-
ríður Bergþóra, f.
1940, Geir, f. 1943
og Sigurður, f.
1948.
Hinn 10. ágúst
1957 giftist Stein-
unn Júlía Friðjóni
Gunnlaugssyni frá
Hraunfelli í Vopna-
firði. Hann lést 25.
október 2010.
Byggðu þau Deild-
arfell í Vopnafirði og fluttu
þangað árið 1956. Þau eign-
uðust fimm börn en fyrir átti
Steinunn Júlía eina stúlku, Ingi-
björgu Valdísi Harðardóttur, f.
1949, eiginmaður Valgeir Gunn-
ar Hjartarson og eiga þau þrjú
börn.
Börn Steinunnar Júlíu og
Friðjóns eru: 1) Gunnar Krist-
ján, f. 1954, sambýliskona Krist-
ín Gissurardóttir og eiga þau
tvö börn, 2) Björg, f. 1955, eig-
inmaður Stefán Ragnar Ólafs-
son og eiga þau fjögur börn, 3)
Gunnlaugur, f. 1956, eiginkona
Elsku amma.
Elsku yndislega Júlla amma
féll frá eftir stutt veikindi, hún
var alla tíð heilsuhraust og yngd-
ist bara sem árin liðu. Hugurinn
var aðeins farinn að stríða henni
undir það síðasta en þegar ég
heimsótti ömmu í nóvember sl. og
spurði hana hvort hún þekkti mig
með þessa grímu á andlitinu
sagði hún auðvitað þekki ég þig
Guðrún mín, heldur þú að ég
þekkki ekki augun þín?
Þetta var dýrmætur tími sem
ég átti með henni þennan dag.
Hún var algjör dýrgripur hún
Júlla amma og eru minningarnar
ófáar sem við áttum saman.
Margar voru bílferðirnar okkar
og var þá spjallað mikið um
heima og geyma. Hún sagði mér
frá því í einni af ferðunum okkar
þegar hún kom á Höfn að sækja
mig til að fara með mig á Vopna-
fjörð þegar ég var 6 mánaða göm-
ul, þá bjuggum við á Valgeirs-
stöðum og voru allir orðnir veikir
af mislingum nema ég svo hún
dreif sig á Höfn til að fjarlæga
mig af þessu pestabæli. Gunna
amma bjó í húsinu á móti og kom
hlaupandi yfir því henni leist ekk-
ert á að hún væri að fara með mig
í burtu en Júlla amma var harð-
ákveðin í að taka mig með. Fljót-
lega eftir að við vorum komin í
sveitina veikist ég mikið og var
mér vart hugað líf, amma sat með
mig inni í myrkvuðu herbergi í
fanginu í fjóra sólarhringa og
hjúkraði mér, sagði hún mér að
læknirinn hefði sagt við sig eftir
fjórðu heimsóknina til okkar: Þú
átt lífið í þessari stúlku Júlla mín.
Svo ég á lífið í þér, sagði hún.
Hún vann lengst af á hjúkr-
unarheimilinu á Vopnafirði og
var mikils metin bæði af skjól-
stæðingum og starfsfólki þar
enda hugsaði hún með eindæm-
um vel um þá sem þurftu á henni
að halda og gerði miklu meira en
af henni var krafist.
Amma var alltaf svo fín, líkaði
best að vera í pilsi og svo fór hún
aldrei út úr húsi nema setja á sig
varalit. Hún var alltaf með
skjannahvítu borðtuskuna á lofti,
heimilistækin á heimilinu voru
alltaf eins og ný því hún strauk
þau í bak og fyrir eftir hverja
notkun, það var alltaf svo hreint
og fínt hjá ömmu og það var eins
og hún hefði ekkert fyrir heim-
ilisstörfunum þótt oft væri margt
um manninn hjá ömmu og afa.
Hún var líka mjög dugleg að láta
aðra í fjölskyldunni vita ef það
væri drasl úti um allt hjá þeim og
ekki væri búið um rúmin. Held að
allir í fjölskyldunni tengi við
þessa setningu: „Hey, Júlla
amma er að koma í heimsókn, við
þurfum að taka til og búa um
rúmin okkar og hafa hreint þegar
amma kemur.“
Hún var alla tíð mjög hrein-
skilin og talaði aldrei í bakið á
fólki og hún lét alveg fólk vita
hvað henni fannst hvort sem það
var gott eða slæmt.
Hún var mjög dugleg að
ferðast og mæta í allar veislur.
Hún kom oft á Höfn og dvaldi hjá
okkur um jól og áramót og nutu
börnin, barnabörnin og lang-
ömmubörnin þess að vera með
henni, hún var hlý og góð og
skammaðist aldrei. Síðustu jólin
mín á Íslandi áður en ég flutti til
Danmerkur var hún hjá okkur á
Höfn og eru þau okkur öllum í
fjölskyldunni mjög kær.
Nú tekur við enn eitt ferðalag-
ið hjá henni, megi allar yndislegu
minningarnar um elsku bestu
Júllu ömmu lifa jafnsterkt í hjört-
um ykkar og hún gerir í mínu
hjarta.
Þín
Guðrún Ragna.
Elsku amma Júlla er nú farin
frá okkur. Það er sárt að hugsa til
þess að nú sé ekki lengur hægt að
kíkja við í spjall á Túngötunni á
Seyðisfirði og fá súkkulaðirúsínur
eða annað góðgæti sem amma átti
alltaf til. Langömmubörnin nutu
þess að skottast af Miðtúni yfir til
ömmu og var nóg fyrir okkur að
horfa á eftir þeim því svo stutt var
á milli húsa. Þar fengu þau hlýjar
móttökur og yfirleitt komu þau til
baka með eitthvert góðgæti í
poka.
Hugurinn leitar aftur í tímann
og ég minnist heimsókna til
ömmu Júllu og afa Friðjóns á
Kolbeinsgötuna á Vopnafirði.
Það var alltaf svo notalegt að
koma á Kolbeinsgötuna þar sem
alltaf var vel tekið á móti okkur.
Amma og afi stóðu ávallt bæði í
dyragættinni með opinn faðminn
þegar við renndum í hlað. Þau afi
voru bæði smekkfólk og var
heimilið í anda þess því hver hlut-
ur átti sinn stað og ekki rykkorn
að sjá. Fyrir börn var heimilið á
Kolbeinsgötunni í raun eins og
ævintýrahús því herbergin voru
mörg og gátum við valið úr her-
bergjum að vera í. Eins var
spennandi að fá að kíkja í búrið
því þar var oft eitthvert góðgæti
að finna og ýmislegt var hægt að
brasa í kjallaranum sem leyndist
undir bílskúrnum. Eins voru
klettarnir fyrir ofan hús spenn-
andi leikstaður og gátum við
börnin leikið okkur tímunum
saman þar.
Amma Júlla var ætíð vel til
höfð og þurfti ekkert tilefni til
þess. Hún naut þess að klæða sig
í fallegu fötin sín og skótauið var
yfirleitt einnig af fínna taginu.
Amma var hreinskilin kona og
hafði sterkar skoðanir á hlutun-
um og var ófeimin við að tjá þær.
Það voru einmitt þeir eiginleikar
sem gerðu hana svo skemmtilega
og stundum pínu skondna. Amma
var af þeirri kynslóð sem þurfti
að hafa fyrir hlutunum og barðist
til betra lífs. Hún var af þeirri
kynslóð sem bað ekki um neitt en
var alltaf að gefa af sér.
Það er gott til þess að hugsa að
nú séu þau amma og afi sameinuð
á ný og við sem eftir stöndum
minnumst hennar með söknuði
og hlýju.
Guð geymi ömmu Júllu.
Þín
Hildur Jóna.
Júlla frænka og systir móður
minnar heitinnar er farin í
draumalandið. Hún var einstök
kona, brosmild og vinaleg í alla
staði. Það var alltaf skemmtilegt
að hitta Júllu frænku, bæði þeg-
ar ég var á mínum yngri árum og
eins hin síðari ár. Dugnaður og
vilji hennar til að mæta í ferm-
ingar barna minna var einstakur
þó að um langan veg væri að
fara. Mér þykir vænt um það
hversu dugleg hún var að koma
til okkar á slíkum stundum og
gefa af sér þann einstaka þokka
sem hún bjó yfir. Hún vildi alltaf
spjalla og fá fréttir af mér og
mínum og helst hitta alla. Glað-
legt fas hennar gaf af sér
skemmtilegar umræður og
spurningar um hagi hvers og
eins og hvort ekki væri öruggt að
öllum liði vel. Það geislaði af
henni og það var augljóst að á
svona stundum leið henni afar
vel, þarna vildi hún vera, með
skyldfólki sínu, gefa af sér, skapa
umræður og spyrja spurninga,
kynnast nýju fólki. Börnin mín
tala um það hversu gaman það
var að hitta Júllu og finna hlý-
leikan sem frá henni stafaði, þau
fundu strax að þar færi góð
manneskja. Við munum öll minn-
ast Júllu frænku með mikilli
hlýju og jafnframt söknuði. Guð
styrki ykkur öll á þessum erfiðu
tímum.
Viðar Sigurjónsson.
Steinunn Júlía
Friðbjörnsdóttir
✝
Magnea Ólöf
Jónsdóttir
fæddist 8. júní 1941
í Skálholtsvík í
Hrútafirði. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi þann 5. febr-
úar 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Grímsdóttir, f. 11.
júlí 1894, d. 11.
febrúar 1956, og Jón Magnússon,
f. 20. maí 1891, d. 28. júlí 1956.
Systkini Magneu: Valgerður,
f. 30. maí 1917, d. 23. nóvember
2011, Matthildur, f. 15. júlí 1919,
d. 21. ágúst 2008, Þorgeir, f. 20.
október 1920, d. 13. september
1945, Þorbjörg, f. 17. nóvember
1923, d. 6. apríl 2014, Sigfríður,
f. 14. ágúst 1926, Hildur, f. 29.
ágúst 1929, og Ingibjörg, f. 30.
október 1931, d. 5. ágúst 1932.
Magnea giftist
hinn 12. mars 1966
Sævari Daníelssyni,
f. 29. júní 1942.
Börn Magneu og
Sævars eru: Jökull,
f. 25. júní 1970, og
Íris, f. 1. október
1972. Maki Írisar er
Erik Robert Qvick
og sonur Írisar er
Patrik Írisarson
Santos, f. 16. nóv-
ember 2000.
Magnea flutti til Reykjavíkur
1956 við andlát foreldra sinna.
Hún gekk í Kvennaskólann og
bjó síðan í Kaupmannahöfn.
Snemma hóf hún störf hjá Fiski-
félagi Íslands sem síðar varð
Fiskistofa, þar starfaði hún alla
starfsævina.
Útför Magneu fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 18. febr-
úar 2022, kl. 15.
Það var einhver ævintýraljómi
yfir því að vera alin upp norður á
Ströndum eða það fannst mér
þegar ég kynntist Möggu Lóu,
vinkonu minni, sem nú hefur
kvatt þetta jarðlíf. Bernskuárin
hennar voru í Skálholtsvík við
Hrútafjörð og oft fann ég hvað
henni þótti vænt um sveitina sína,
enda hafði hún búið þar við gott
mannlíf, náttúrufegurð og kyrrð.
Magga var langyngst sex systra
en foreldrar þeirra dóu með
stuttu millibili þegar hún var á
fermingaraldri. Hún flutti þá til
Reykjavíkur til einnar systur
sinnar og naut skjóls og ástríkis
hjá henni. Magga var góður
námsmaður en skólagangan sem
hún fékk sem barn var gjörólík
þeirri sem jafnaldrar hennar í
höfuðborginni voru vanir. Hún
var í farskóla sem var til skiptis í
gangi fyrir eldri og yngri nem-
endur og því töluvert styttri
skólatími en barna í þéttbýli og
svo seinna var hún í heimavist-
arskóla á Borðeyri. Í Reykjavík
stundaði Magga fjögurra ára
nám í Kvennaskólanum við Frí-
kirkjuveg og stóð sig þar með
prýði. Þar eignaðist hún góðar
vinkonur fyrir lífstíð.
Magga Lóa vann á skrifstofu
Fiskifélags Íslands eftir útskrift,
tryggur starfsmaður í um 50 ár.
Hún giftist Sævari sínum, list-
málara, þau eignuðust tvö börn,
Jökul og Írisi, og voru samhent
með allt heimilishald. Eftir nokk-
uð langa búsetu í Fossvogi fluttu
þau í einbýli í Vogunum og fékk
þá húsbóndinn meira rými til að
mála og Magga garð til að rækta
blóm og matjurtir. Og ekki vant-
aði snyrtimennskuna úti og inni.
Magga Lóa var mörgum góðum
kostum búin og henni voru eðl-
islægar siðferðilegar dygðir á
borð við góðvild, réttlætiskennd,
hluttekningu og umhyggju. Hún
hafði glaðlegt viðmót og fallegt
bros, fylgdist vel með mönnum
og málefnum, las mikið, var
nægjusöm og laus við allt prjál.
Það var aðdáunarvert hve vel hún
sinnti öldruðum systrum sínum
og eiginmanni í veikindum hans
og síðast en ekki síst var tryggð
hennar við vini einstök. Upp í
hugann kemur hvar og hvernig
góð manneskja mótast, var það
kannski atlætið og umhverfið á
Ströndum í tilfelli Möggu? Svarið
er ekki á reiðum höndum en víst
er að hún var vel af guði gerð og
verður sárt saknað.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Við Jón sendum innilegar
samúðarkveðjur til Sævars, Jök-
uls, Írisar og annarra aðstand-
enda.
Margrét Örnólfsdóttir.
Það er skrýtið að setjast niður
og skrifa minningargrein um
Möggu Lóu. Margar ánægjuleg-
ar minningar koma upp í hugann
þegar ég lít til baka og rifja upp
okkar kynni.
Fyrsta minning mín af Möggu
Lóu (það var hún yfirleitt kölluð
innan fjölskyldunnar) var þegar
hún flutti úr sveitinni í Karfavog-
inn til að búa hjá Völlu systur
sinni. Hún var þá sautján ára og á
leiðinni í Kvennaskólann. Á þess-
um tíma var ég níu ára gömul og
bjó með foreldrum mínum í sama
húsi og Valla. Samskiptin voru
mikil enda samankomnar þrjár
systur í sama húsi. Ein jólin eru
mér þó sérstaklega eftirminnileg
en þá fékk Magga Lóa eingöngu
silfurgaffla og -skeiðar í jólagjaf-
ir. Þetta fannst mér ekki
skemmtilegar gjafir en Magga
Lóa var mjög ánægð þar sem hún
var að safna sér í búið.
Næsta minning mín er um
glæsilega unga konu sem kom frá
Danmörku eftir eins árs dvöl. Ég
man enn mjög vel hvað hún var
fín og flott. Hún talaði oft um
þessa dvöl.
Magga Lóa hóf búskap í
Nökkvavogi með Sævari sínum í
kjallaraíbúð í húsi sem þau áttu
eftir að eignast síðar á ævinni. Í
þeirri íbúð áttum við góðar
stundir í eldhúsinu til dæmis
kenndi Magga Lóa mér reikning
sem reyndist henni auðveldara
en mér. Ég minnist líka hnetu-
kökunnar góðu sem var alltaf á
boðstólnum. Ekki var nú síðra að
fá að vinna með henni í Fiski-
félaginu. Magga Lóa var af-
bragðsvinnufélagi og ávallt tilbú-
in að hjálpa og aðstoða.
Við vorum svo lánsöm að þau
fluttu í næsta nágrenni við mig og
foreldra mína í Fossvoginum,
þau í Gautlandið og við í Geit-
landið. Á þessum tíma vorum við
báðar að eignast börn og var
samgangur fjölskyldna okkar
mikill. Nokkrum árum síðar
keyptu Magga Lóa og fjölskylda
húsið sitt í Nökkvavoginum,
sama hús og þar sem reikni-
kennslan hafði farið fram í kjall-
aranum. Það var notalegt að
kíkja í kaffi í Nökkvavoginn og
alltaf eitthvað heimabakað og
gott með kaffinu.
Magga Lóa reyndist mér alltaf
vel. Sérstaklega vil ég nefna
hjálpina og stuðninginn í gegnum
veikindi móður minnar, Matthild-
ar. Hún var alltaf boðin og búin
að rétta fram hjálparhönd. Minn-
isstæð er rifsberjauppskeran og
rabarbarinn hennar sem var ein-
staklega góður. Mamma sagði að
hann væri sá besti, hann var
nefnilega vínrabarbari. Og ég
veit fyrir víst að margir aðrir
nutu góðs af.
Við fengum að aðstoða þau
hjónin þegar þau fluttu í nýju fal-
legu íbúðina sína í Fossvoginum
fyrir ekki svo löngu. Íbúðina sem
Magga Lóa var svo hreykin af.
Henni auðnaðist ekki að búa þar
eins lengi og hún hefði viljað því
ansans krabbinn gat ekki yfirgef-
ið hana. Samband okkar Möggu
Lóu var gott allt til enda. Hún var
heil og góð manneskja sem vildi
öllum vel. Hennar verður sárt
saknað og lífið verður tómlegra
án hennar.
Við sendum fjölskyldu hennar
hlýjar samúðarkveðjur.
Guðrún Jensdóttir og
fjölskylda.
Hér hvílir væn og göfug grein
af gömlum, sterkum hlyni;
hún lokaði augum hugarhrein
með hvarm mót sólar skini.
Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel,
í vinskap, ætt og kynning.
Hún bar það hlýja, holla þel,
sem hverfur ekki úr minning.
(Einar Benediktsson)
Félögum í yfir 60 ára gömlum
saumaklúbbi hefur nú fækkað um
einn. Magnea, sem aldrei var
kölluð annað en Magga í vina-
hópnum, hefur kvatt þennan
heim.
Jafnaðargeði hennar var við-
brugðið. Það var varla nokkuð
sem haggaði henni, kurteis fram í
fingurgóma. Aldrei nokkurn tím-
ann tranaði hún sér fram, var
samt sem áður engan veginn
skaplaus, en hún stillti skap sitt
fullkomlega. Nálægð hennar og
viðmót var með þeim hætti að
manni leið alltaf vel þegar hún
var nærri. Magga var engin
flökkukind hvað varðaði vinnu,
starfaði á sama vinnustað þar til
hún fór á eftirlaun.
Hún sinnti fjölskyldu sinni af-
ar vel, hvort sem var manni sín-
um eða börnum og seinna einnig
barnabarni sínu, Patrik, þegar
hann var kominn til sögunnar.
Átti hann heldur betur hauk í
horni þar sem amma hans var.
„Mikil húsmóðir“ er stundum
sagt – það var réttnefni um
Möggu. Heimilið allt fágað og fínt
og hún óhrædd við að prófa ým-
islegt nýtt í eldamennskunni og
bakstrinum. Það var ýmislegt
nýtt kruðerí sem maður fékk á
saumaklúbbskvöldum. Alltaf
notalegt að koma í heimsókn til
þeirra Möggu og Sævars hvort
sem var í Gautlandið eða í
Nökkvavoginn eftir að þau hjón
keyptu þá húseign, en þau byrj-
uðu sinn búskap í kjallaraíbúð
þess húss. Mikil gróska var í
garðinum hjá þeim, svo mikil að
það voru fleiri í fjölskyldu hennar
og í saumklúbbshópnum sem
fengu að tína af rifsberjatrjánum
til sultu- eða hlaupgerðar og ekki
síður stóð rabarbarinn sig hreint
fádæma vel, hann lenti í fleiri
pottum en hjá heimilisfólkinu í
Nökkvavoginum. Sama var uppi
á teningnum innanstokks hjá
þeim, öll blóm virtust vera í skjóli
meistara grænna fingra og má þá
ekki gleyma júkkunni í Gautland-
inu sem leið svo óskaplega vel að
hún vildi helga sér mikinn hluta
stofunnar þar. Ekki var það síður
skemmtilegt í heimsóknunum að
fá að líta á nýjustu listaverk hús-
bóndans, sem eru málverk, þrívíð
verk og fleiri tegundir listaverka,
afar falleg og sérstök.
Saumaklúbbskonur og makar
fóru saman í nokkur ferðalög um
landið og alltaf komu þau hjón
með. Öll þessi ferðalög voru ein-
staklega vel heppnuð og var sér-
staklega gaman að ferðast með
Möggu um heimahagana, þaðan
sem hún var ættuð og uppalin.
Almættið úthlutaði okkur ein-
hverju bezta veðri sem kom það
sumarið á Ströndum. Fann mað-
ur vel hversu sterk væntumþykja
var í vitund hennar til æskustöðv-
anna.
Traustir vinir eru ómetanlegir.
Magga var in af þeim. Veri hún
kært kvödd. Hvíli hún í friði.
Innilegar samúðarkveðjur til
Sævars, Jökuls, Írisar, Eriks og
Patriks.
Guðríður og Helgi, Auður og
Valdimar, Hrefna og Árni,
Mjöll og Ásmundur,
Sigrún og Ingólfur.
Magnea Ólöf
Jónsdóttir