Morgunblaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 ✝ Hólmfríður Skúladóttir fæddist á Hvamms- tanga 26. júní 1947. Hún lést á sjúkrahús- inu á Hvammstanga 8. febrúar 2022. Foreldrar Hólm- fríðar voru hjónin Halldóra Ingibjörg Þórðardóttir Líndal f. 20. júní 1914 d. 30. júní 1987 og Skúli Magnússon f. 9. ágúst 1916 d. 17. nóvember 1969. Bróðir Hólmfríðar er Þórður Skúlason f. 27. júlí 1943. Hólmfríður giftist Þorvaldi Böðvarssyni f. 24. júlí 1946 á gamlársdag 1969. Hólmfríður og Þorvaldur eignuðust þrjú börn. 1. Guðfinna Halla f. 14. júní 1970 gift Baldri Eiríkssyni f. 1969 og eiga þau tvö börn, Rannveigu Dóru f. 1995, sambýlismaður hennar er Kolbeinn Tumi Kára- Hrútafirði og að síðustu í Hús- mæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði. Hún starfaði við versl- unarstörf, á prjóna- og sauma- stofunni Drífu og í eldhúsi sjúkrahússins á Hvammstanga en hætti þar 67 ára 2013. Aðalstarf Hólmfríðar, eða Lillu eins og hún var ávallt köll- uð, var þó að reka heimili þeirra hjóna. Mikill gestagangur var á heimilinu og oft þurfti að hýsa og fæða aðkomufólk sem tengdist vinnu eiginmannsins. Hún var virkur þátttakandi í sínu nær- samfélagi og sinnti ýmsum fé- lags- og sjálfboðastörfum meðal annars í kvenfélaginu Björk þar sem hún var gerð að heið- ursfélaga fyrir nokkrum árum. Lilla var ötul ræktunarkona. . Hún tók virkan þátt í gróðursetn- ingum hjá skógræktarfélaginu í Kirkjuhvammi ásamt því að gróðursetja í eigið land að Grund í Vesturhópi með eiginmanni og börnum en þar er búið að gróð- ursetja í um 70 ha. og vex upp vörpulegur skógur. Hún verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju í dag, 18. febrúar 2022, klukkan 14. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat son f. 1990 og Þor- vald Tuma f. 2001. 2. Skúli Magnús f. 12. apríl 1973 kvæntur Írisi Björk Baldursdóttur f. 1973 og eiga þau tvo syni, Baldur f. 2001 og Ara f. 2005. 3. Harpa f. 16. maí 1980, sambýlis- maður hennar er Guðmundur Atli Pétursson f. 1981. Börn Hörpu og Haraldar Ægis Guðmundssonar eru Hall- dóra Björg f. 2003 og Matthildur f. 2009. Sonur Guðmundar er Aron Berg f. 2012. Hólmfríður ólst upp á Hvammstanga og bjó þar alla tíð að undanskildu rúmlega hálfu ári sem hún bjó í Borgarnesi en þar hófu þau Þorvaldur sinn bú- skap. Hólmfríður gekk í barna- skólann á Hvammstanga og það- an fór hún í Reykjaskóla í Elsku elsku amma Lilla mín lést í svefni 8. febrúar eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Þessi magnaða kona og hörkutól barðist þangað til alveg í endann þegar ekkert var eftir til að berj- ast fyrir. Amma tók mig í fangið við 6 ára aldur þegar Matthildur systir mín, hitt hörkutólið, fæddist mikið veik og mamma mín og pabbi gátu ekki haft mig hjá sér á spítalanum. Amma og ég vorum að læra saman þýskuheimanámið (konan kunni ekki einu sinni ensku) á Hvammstanga og lærð- um saman á Skype til að sjá fólkið okkar í Austurríki. Núna er þetta minn fyrsti miss- ir. Þegar ég var 6 ára hélt ég að amma mín væri alvitur. Nú þegar ég hugsa til baka, er það dálítið fyndið þar sem við kenndum hvor annarri svo margt á þeim tíma. Hún kenndi mér þó að sauma og svo seinna að prjóna. Hún kenndi mér á hrærivélina inni í eldhúsi og sagði mér frá strák sem missti puttana við að fikta í henni gang- andi. Hún kenndi mér að finna gersemar á nytjamarkaðinum og kenndi mér að jarða fuglana sem skölluðu gluggann okkar á sólrík- um degi. Amma passaði alltaf svo vel upp á alla og allt í kring. Hún gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur, þótt það væri nú alls ekki alltaf skemmtilegt eða auðvelt. Mér finnst við amma alltaf hafa átt sérstaka tengingu. Við vorum mikið tvær þegar ég var að alast upp og það eru fáir sem voru mér jafn nánir og hún, þótt ég hafi stundum gleymt að sýna það. Hún vissi það nú alveg samt. Amma var fyndin og stríddi mér oft fyrir alls kyns hluti, en þar sem hún varð aldrei reið gat maður treyst henni fyrir öllu. Hún vissi hverju hún átti að halda fyrir sig, svona að mestu leyti. Í síðasta samtalinu okkar var hún aðeins að skamma mig fyrir kjánaskap í mér, en hún gerði það í síma þar sem enginn annar í fjöl- skyldunni mátti vita hvað ég gerði af mér. Hún sagði engum, ekki einu sinni afa. Jú, svo töluðum við um útskriftina mína sem hún sagðist hlakka mikið til. Covid hélt okkur í sundur en hún hafði fólkið sitt hjá sér. Hún var ekki mjög væmin en það færðist klárlega allt yfir á mig. Hún gerði alltaf allt fyr- ir alla alltaf en núna þarf ég að vökva hindberin í gróðurhúsinu fyrir hana. Passa að þau verði allt- af rauð og sæt. Hún á stóran hlut í mér, stærri en ég kannski gerði mér grein fyr- ir. Það kemur svo margt í ljós við missi eins og þennan. Ég mun sakna hennar alveg ógurlega. Góða nótt og sofðu rótt amma mín. Bregður lítil býfluga á leik í hlýja gróðrinum á hól á Hvammstangabrautinni 32. Næringin sem sunnan henni færir Gerir hana svo væna og sátta Birta fyrir lífinu fram undan og blómunum í garðinum um leið. Þarna situr hún amma mín á viðarstólnum sínum á skræfaþurri stéttinni. Fylgist með flugunni flögra í átt til hennar. En hrædd er hún ekki, bara ánægð og hreykin. Hreykin með garðinn sinn og öllu sem honum tilheyrir. (Halldóra Björg Haraldsdóttir) Þín Halldóra Björg. Elsku amma Lilla hefur kvatt þennan heim allt of snemma. Amma fékk risastórt verkefni í hendurnar þegar hún greindist með krabbamein, stuttu eftir hjartaáfall. Hún barðist eins og hetja allt til enda og sýndi ótrúleg- an styrk. Amma var dásamleg kona. Hún var fyndin, stríðin og svindlaði stundum í Gaur. Amma vildi allt gera fyrir fólkið sitt. Húsmóðir með stóru H-i og átti alltaf til nýbakað bakkelsi fyrir gesti og gangandi. Hún tók alltaf vel á móti öllu sínu fólki og öllum sem þeim fylgdu. Amma var mikil handavinnu- kona og sem krakka fannst mér fátt skemmtilegra en að kíkja í heimsókn á saumastofuna eða kíkja í alla kassa og skúffur í Handavinnuhöllinni. Amma mikl- aði hlutina ekki fyrir sér þegar kom að prjóna- eða saumaskap, frekar en öðru, enda lítið mál að skella í lopapeysu á nokkrum dög- um að hennar mati, eða þá ferm- ingarkjól. Við amma vorum miklar vin- konur og ég er þakklát fyrir það samband sem við áttum. Það voru ófá símtölin milli okkar síðustu ár- in, þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar. Oftar en ekki hringdi ég til að fá aðstoð við prjónaskap, heimilisstörf eða eitt- hvað álíka og amma hafði alltaf svörin. Síðasta hálfa árið snerist að mestu um spurningar tengdar nýfæddum börnum, enda er eitt lítið langömmubarn á leiðinni. Þær fá ekki að hittast í hefð- bundnum skilningi, en litla stúlk- an fær þó að njóta þess að fara í tandurhrein og straujuð rúmföt frá langömmu Lillu. Amma tók ekki annað í mál í sumar en að ganga í það verkefni sjálf, því ekki ætlaði hún að senda okkur með óstraujuð rúmföt milli landa! Það er vont og skrýtið að þurfa að kveðja ömmu svona snemma. Hennar verður sárt saknað en minning hennar mun lifa í hjört- um allra sem hún snerti. Ég mun minnast ömmu við hverja prjón- aða lykkju, í hvert sinn sem ég strauja rúmföt heimilisins og þeg- ar ég vökva blómin mín. Ég veit hún mun fylgjast með fólkinu sínu áfram, hvaðan sem það verður. Elsku amma mín, takk fyrir allt og við sjáumst síðar. Rannveig Dóra Baldursdóttir. Elsku besta amma mín. Þú munt alltaf vera elskuð mjög mikið í þessari æðislegu fjölskyldu og það munu allir hugsa mikið um þig allt- af. Við eigum öll svaka fallegar og góðar minningar um þig og um okkur fjölskylduna saman og við hjálpuðum hvert öðru alltaf í gegn- um erfiða tíma. Þú varst mjög oft tilbúin með kökur og nýbúin að baka stundum þegar við komum. Þú varst alltaf að gera eitthvað gott fyrir alla. Þér fannst skemmtilegt að fara í sund og synda aðeins. Mér fannst þú dugleg að láta ekkert stoppa þig þegar þú varst hérna heima og samt svolíið veik en þú vildir samt ennþá gera fullt af þess- um hlutum sem þér fannst skemmtilegir eins og til dæmis að hitta vinkonur þínar, fara í sund og planta blómum og fara svo í sveit- ina okkar sem heitir Grund. Þér fannst svo gaman að vera þarna með okkur öllum líka. Þú varst svo glöð og kát þegar við öll komum til þín og afa. Við spiluðum oft saman og svo varstu líka alltaf tilbúin að vera með mér ef ég fékk ekki að vera með hinum krökkunum og mamma ekki ná- lægt, þá varstu alltaf til staðar til að gera eitthvað með mér. Ég fór stundum með þér að vökva blómin í kirkjugarðinum og í heimsókn til vinkvenna þinna. Það var gaman þegar við vorum saman! Þú heklaðir fullt af dýrum og mér finnst gott að eiga þau hjá mér. Ég sakna þín amma mín og ég vona að þér líði betur núna. Þín Matthildur. Í þrjú ár barðist Lilla systir mín við krabbameinið. Það var mikið lán þegar hún komst norður á Sjúkrahúsið á Hvammstanga og gat verið samvistum við fólkið sitt heima um jólin og sínar síðustu stundir. Að undanförnu spjölluðum við dálítið saman í síma og nú síðast fjórum dögum áður en hún dó. Þá var hún þrotin kröftum og ljóst í hvað stefndi en hugurinn var skýr og hún sagði fréttir að norðan. Þetta voru nokkuð sérstök samtöl og við ræddum ýmislegt sem við höfðum aldrei áður gert. Það voru uppvaxtarár okkar í Víðigerði, fólkið sem að okkur stóð og mann- líf á Tanganum á þeim tíma. Öll sumur lögðust foreldrar okkar út í vegavinnutjöldin. Þar var ég hjá þeim meðan Lilla var heilu sumurin hjá afa okkar og ömmu í litla húsinu þeirra neðan við Víðigerði. Þar lærðum við bæði að lesa með bandprjónsaðferðinni. Stundum vorum við þó saman í tjöldunum og þar dvaldi hún síðan meira eftir að ég varð 11 ára og fór að vera í sveitinni. Ég var fjórum árum eldri og ekki alltaf góður við systur mína en það jafnaði sig fljótt. En stundum bitnaði það líka á vinkonum hennar, þessum englaljósum. Við Lilla rifjuðum upp glaðar stundir eins og jólin, hvað afi og amma komu seint með pakkana vegna jólamessunnar og þegar Hólmfríður Skúladóttir ✝ Dóra Ólafs- dóttir fæddist í Sigtúnum á Kljá- strönd í Grýtu- bakkahreppi í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 6. júlí 1912. Dóra lést að morgni 4. febrúar 2022, á 110. aldursári. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Gunnarsson út- gerðarmaður og Anna María Vigfúsdóttir húsfreyja. Að loknu gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri, síð- ar MA, fór Dóra til Kaupmanna- hafnar. Eftir það var hún tal- símavörður hjá Landsímanum á Akureyri í rúm 40 ár, á árunum 1936 til 1978. Hún bjó lengst af í Norðurgötu 53 þar í bæ. Dóra var orð- in 100 ára þegar hún hætti að sjá um sig sjálf í Norður- götunni og fluttist í hjúkrunarheimilið Skjól í Reykjavík. Eiginmaður Dóru var Þórir Ás- kelsson, sjómaður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Sonur Dóru og Þóris er Áskell blaðamaður og dóttir Dóru er Ása Drexler sem búsett er í Bandaríkjunum. Dóru verður sungin sálu- messa í Péturskirkjunni á Akur- eyri í dag, 18. febrúar 2022, klukkan 13. Jarðsett verður í Grenivíkurkirkjugarði síðdegis. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Dóra tengdamóðir mín er látin. Hún fór sátt og í friði enda búin að bíða lengi eftir því að hitta mann- inn sem hún elskaði, foreldra, systkini og gamla vini. Eðlilega koma upp í hugann margar góðar minningar þegar jafn góð kona og Dóra yfirgefur þetta jarðlíf. Fyrstu kynni mín af henni voru þegar ég kom á heimili þeirra Þóris í Norðurgötu 53 fyrir rúmum 40 árum. Það var gæfa mín að fá að kynnast þeim og um- gangast í áratugi. Dóra tók mér afskaplega vel og sýndi mér um- hyggju og ástríki. Hún var óþreyt- andi að kenna mér handavinnu enda afkastamikil á því sviði. Þau eru ófá prjónuðu dýrin hennar sem hafa glatt ungar sálir. Dóra var sívinnandi og oftar en ekki fyr- ir aðra. Hún var fróð enda hafði hún áhuga á bókmenntum og raunar öllu sem lífsanda dregur. Hún unni sínu heimili og ástvinum og var heimakær, hafði yndi af blómum, bæði úti og inni. Eitt árið fengu þau hjónin viðurkenningu fyrir fallegan garð í Norðurgötu. Fáa hef ég þekkt sem betur vönd- uðu verkin sín. Og hún var traust kona og vel gefin. Áhugi hennar á þjóðmálum var mikill enda kaus hún í öllum alþingis- og sveitar- stjórnarkosningum. Eitt sinn er hún var á leið í sunnudagskaffi til systur sinnar í Reykjavík sagði hún með tilhlökkun í röddinni: „Nú verður veisla og heimsmálin rædd.“ Þegar ég kynntist Dóru var hún hætt að vinna úti og í Norðurgötu ríkti einstakur blær festu og hlýju sem ég skynjaði fljótt. Alltaf var einhver heima, yfirleitt þau bæði enda einkar samrýnd hjón. Aðalsteinn sonur minn var fimm ára þegar hann kynntist fyrst þessu góða fólki og þegar hann, sjö ára, byrjaði í Glerár- skóla kom Þórir oft í hádeginu að sækja hann svo hann fengi kjarn- góðan mat en á þeim tíma var ekki boðið upp á heita máltíð í skólan- um. Þau vildu allt gera fyrir drenginn. Að kynnast slíkum per- sónum er sannarlega þakkarvert. Dóra bar aldurinn vel en síð- ustu árin plagaði hana slæm heyrn og sjón og notaði hún stækkunar- gler við lesturinn. Hún var alltaf grönn og kvik í hreyfingum, gekk til og úr vinnu og lengi fór hún daglega í sund. Það var gott að vera samferða Dóru og eiga hana að. Ég minnist hennar sem konu sem var kát og glöð og sterkur persónuleiki. Þeg- ar ég kveð hana hinstu kveðju er mér þakklæti efst í huga. Ég er þakklát fyrir umhyggjusemina sem hún sýndi mér og börnum mínum alla tíð. Þar sem góðir menn eru, þar eru guðs vegir. Blessuð sé minning Dóru Ólafs- dóttur. Vilborg Aðalsteinsdóttir. Kær móðursystir mín, Dóra, hefur nú kvatt þetta jarðlíf 109 ára gömul. Með henni er horfin af sjónarsviðinu stórbrotin kona sem lifði tímana tvenna. Dóra ólst upp í Sigtúnum á Kljáströnd við austanverðan Eyjafjörð. Í Sigtúnarhúsinu bjuggu tvær fjölskyldur, foreldrar Dóru, þau Ólafur Gunnarsson og Anna María Vigfúsdóttir, ásamt systur Ólafs, Guðríði, og manni hennar, Sigurði Ringsted. Sam- tals voru börnin 13. Á fyrstu ára- tugum 20 aldar var stunduð út- gerð frá Kljáströnd og þurftu allir, ungir sem aldnir, að leggja sitt af mörkum – börnin lærðu snemma að vinna. Dóra gekk í barnaskóla á Greni- vík og lauk síðan gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri. Þá lá leið hennar til Kaup- mannahafnar þar sem hún starfaði í tvö ár. Fljótlega eftir heimkomu hóf Dóra störf sem talsímakona hjá Landsímanum á Akureyri þar sem hún vann í fjörutíu ár. Dóra lifði öld mikilla breytinga, öld tækni og framfara, heims- styrjalda og heimsfaraldra. Hún átti yfir hundrað ára gamlar minn- ingar – mundi til dæmis eftir bjarma yfir Vaðlaheiði frá Kötlu- gosi 1918 og Frostavetursins mikla, sama ár, minntist hún að hætti barnsins, þ.e. að þau krakk- arnir léku sér á ísjökum í fjöru- borðinu á Kljáströnd. Dóra var sterkur perónuleiki, hún var jafnlynd, glaðlynd, hlý og gefandi og líka ákveðin og föst fyr- ir, sjálfstæð, stolt og bar tilfinn- ingar sínar ekki á torg. Hún tók því sem að höndum bar af æðru- leysi. Hún lét sér ekki verk úr hendi falla og þegar hún átti lausa stund, las hún eða prjónaði. Dóra var verðugur fulltrúi þeirrar kyn- slóðar sem lagði grunn að velferð- arsamfélagi okkar. Dóra hélt heimili á Akureyri en brá búi 100 ára er hún flutti suður. Það var bæði gott og gefandi að koma til Dóru, hún tók fólki fagn- andi, var gestrisin og alltaf var eitthvað áhugavert að tala um því hún fylgdist með og hafði skoðanir á hlutunum. Dóra var virt af sínu fólki. Síð- ustu hálfa öldina, eftir að foreldrar hennar féllu frá og hún elst eftir- lifandi sjö systkina, var litið til hennar sem höfuðs stórfjölskyld- unnar. Þau systkinin voru einstak- lega samheldin alla tíð, einkum minnist ég þeirra styrku banda sem tengdu þær systur, Dóru og mömmu mína, Guðríði. Seigla er eiginleiki sem ein- kenndi Dóru og kom sterklega fram síðustu árin en þegar erfið- leika bar að garði þá sagði hún bara „ég kvarta ekki, guð ræður“. Dóra var föst fyrir og staðráðin í því að halda sínu sjálfstæði eins og kostur var, hún ætlaði sér að standa í fæturna þar til yfir lyki og til þess að viðhalda virkni til hugar og handa prjónaði hún og las sér til fróðleiks og ánægju. Elsku Dóra, margs er að minn- ast í gegnum tíðina. Við kveðjum þig með söknuði, við Gunna Sif dóttir mín, bræður mínir Mummi, Gunni og Óli og mágkona Inga Lára. Nú ert þú komin yfir í hand- anlandið, þú hlakkaðir til sam- funda við ástvini sem voru farnir á undan þér og sem þú eflaust dvel- ur nú hjá í góðu yfirlæti. Ég votta nánustu fjölskyldu Dóru, dóttur hennar Ásu og fjöl- skyldu í Kaliforníu og Áskeli syni hennar og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Halldóra Haraldsdóttir. Við systkinin viljum minnast einstakrar manneskju, Dóru Ólafsdóttur móðursystur okkar. Dóra var jákvæð og hjartahlý manneskja sem tók öllu með jafn- aðargeði. Hún geislaði af hljóðlátri lífsgleði og það var alltaf gott að eiga samverustundir með henni en þær ná nú yfir vel ríflega hálfa öld. Dóra var með á nótunum fram undir síðasta dag hvort sem um var að ræða atburði innan fjöl- skyldunnar, stöðu heimsmála, inn- lent dægurþras eða úrslit í lands- leikjum. Dóra hélt lífsgleðinni alla ævi og sá gleði og tilgang í hverj- um degi. Það lýsir henni vel þegar hún í aðdraganda 100 ára afmæl- isins fékk áhuga á sögu Auðar djúpúðgu. Veturinn fyrir afmælið fór í að greina ættartengsl hennar við Auði og lestur á Laxdælu. Að eigin ósk var svo 100 ára afmæl- isgjöfin kynnisferð um slóðir Auð- ar í Dalasýslunni með nánustu fjölskyldu. Við systkinin vorum þeirrar gæfu aðnjótandi í uppvexti okkar að umgangast Dóru og Þóri Ás- kelsson eiginmann hennar. Á heimili þeirra hjóna í Norðurgöt- unni var alltaf tekið á móti okkur með kostum og kynjum og heim- sókn til þeirra var fastur liður í ferðum fjölskyldunnar norður í land. Sem börnum fannst okkur ævintýraljómi yfir Norðurgöt- unni, verkstæðinu þar sem Þórir stundaði seglasaum og garðinum þar sem Dóra ræktaði meðal ann- ars eldliljur, steinasafni Dóru og dýrunum sem hún prjónaði af svo mikilli list. Flest nutum við systkinin gest- risni þeirra hjóna þegar við Hafn- firðingarnir stunduðum sumar- vinnu á Akureyri á okkar yngri árum. Þórir útvegaði vinnuna og Dóra Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn, og dregur andann djúpt og rótt, um draumabláa júlínótt. Við ystu hafsbrún sefur sól, og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Elsku amma Dóra. Takk fyrir allar minningarnar. Guð geymi þig. Laufey Dóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.