Morgunblaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 Rað- og smáauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Brautarholt 13, Snæfellsbær, fnr. 210-3461 , þingl. eig. Guðrún Kolbrún Jóhannesdóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, fimmtudaginn 24. febrúar nk. kl. 11:15. Tjarnarás 4, Stykkishólmur, fnr. 228-2408 , þingl. eig. Elínbjörg K Þorvarðardóttir og Elín Hinriksdóttir og Gróa Hinriksdóttir og Þorvarður Hinriksson, gerðarbeiðendurTM hf. og Arion banki hf., fimmtudaginn 24. febrúar nk. kl. 10:00. Höfðabraut 10, Akranes, fnr. 225-7996 , þingl. eig. Guðrún Laufey Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan ehf., fimmtudaginn 24. febrúar nk. kl. 15:15. Varmaland 1, Borgarbyggð 25 %, fnr. 210-7980 , þingl. eig. Unnur Sturlaugsdóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, fimmtudaginn 24. febrúar nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 17.febrúar 2022 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hraunborg, Hafnarfjörður, fnr. 208-0966 , þingl. eig. Leifur Sörensen, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 22. febrúar nk. kl. 10:00. Hringbraut 25, 50% ehl. Hafnarfjörður, fnr. 207-6063 , þingl. eig. Gísli Rafn Kristjánsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 22. febrúar nk. kl. 11:00. Þingasel 7, Reykjavík, fnr. 205-4059 , þingl. eig. Steindór Ingi Þórarinsson, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg, Vátryggingafélag Íslands hf. og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 22. febrúar nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 17. febrúar 2022 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Zumba Gold 60+ kl. 10.30. Kraftur í KR kl.10.30, rútan fer frá Vesturgötu 7 kl.10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og Aflagranda 40 kl. 10.20. Hressandi hreyfing í frábærum félgasskap. Bingói aflýst vegan jarðarfarar. Opin vinnu- stofa kl. 13.30-15.30. Kaffi kl.14:30. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Leikfimi og yoga með Milan. kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S: 411 2600. Boðinn Pílukast kl. 9. Línudans fyrir byrjendur kl. 14.15 og fyrir lengra komna kl. 15. Sundlaugin er opin kl. 13.30-16. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9.45-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Listasmiðja kl. 13-15.45. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Poolhópur, Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Dansleikfimi, Sjálandi kl. 9.30. Smiðjan kl. 13-16 allir velkomnir. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30. Heitt á könnunni, blaðalestur og spjall. Leikfimihópur kl. 10. Prjónakaffi kl. 10- 12. Kóræfing kl. 13-15. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa. Kl. 9-11.30 postulíns- málun. Kl. 9-11 Bocciaæfing. Kl. 13-15.30 tréskurður. Kl. 14-15 sögur og fræði. Kl. 20 félagsvist. Gullsmári 13 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Qigong heilsueflandi æfingar kl.10. Ljósmyndaklúbbur kl.13. Bingó kl.13. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9- 11. Útskurður kl. 9-12. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 8.30 í Borgum. Pílukast Korpúlfa kl. 9.30 í Borgum. Morgunleikfimi 9.45 í Borgum. Gönguhópur kl. 10, gengið frá Borgum og inni í Egilshöll, tveir styrk- leikahópar. Bridge Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum, hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag. Allir hjartanlega velkomnir og hjartans ósk um góða helgi. Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni og spjall í setustofu frá 9.30, föstudagshópur í handverkstofu kl. 10.30-11.30, hádegisverður kl. 11.30-12.30, dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 12.50-13.30. Frábær dans fyrir alla (ókeypis). Opin handavinnustofa kl. 13-16, Vöfflukaffi kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg Lindargötu 59, þið finnið okkur á facebook á https://www.facebook.com/vitatorg Seltjarnarnes Kaffikrókur alla virka morgna kl. 9-11.30. Þar sem vetrarfrí er í Valhúsaskóla á morgun þá fellur námskeiðið í tálgun og útskurði niður. Syngjum saman í salnum á Skólabraut við undirleik Bjarna Hreinssonar kl. 13 alla föstudaga. Kaffiveitingar. Kr. 500.- Allir velkomnir. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á potta Eigum til lok á flest alla potta á lager. Td. stærðir 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, kringlótt lok og átthyrnt lok. HEITIRPOTTAR.IS Sími 777 2000 Ýmislegt Mercedes Benz 519 CDi Kipper 4x4. Sk. 08.2021 til sölu. Ekinn 900 km. Sjálfskiptur. Sturtar á þrjá vegu. Dráttarbeisli 3.5 ton. Vel útbúinn. Uppl. 8201071 kaldasel@islandia.is Bílar Nýr 2021 Nissan Leaf Tekna 40 kWh battery. Drægni um 270 km. Evrópubíll í fullri ábyrgð. Eigum hvíta og svarta til afhendingar strax. Rúmri milljón undir listaverði á aðeins 4.150.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Ásgerður Ás- geirsdóttir fæddist á Bræðra- borgarstíg í Reykjavík 11. mars 1942. Hún lést á Grund við Hring- braut 9. febrúar 2022. Foreldrar henn- ar voru Ásgeir Árnason vélstjóri og Theódóra Ein- hildur Tómasdóttir húsfreyja. Eldri systkini Ásgerður voru Erna, Tómas, Kolbrún og Svan- hildur Árný sem öll eru látin. Fjölskyldan bjó við Spítalaveg 9 á Akureyri þaðan sem Ása átti ljúfar æskuminningar. 17. júní 1959 gekk Ásgerður að eiga Sæmund Pálsson húsa- smíðameistara og lögregluvarð- stjóra (Sæma Rokk) f. í Reykja- vík 31. júlí 1936. Sæmi og Ása eignuðust fjög- ur börn: Arna Sigríður Sæ- mundsdóttir, f. 10. september 1959. Eiginmaður hennar var Egill Daníelsson, d. 2016. Börn þeirra eru Davíð Egilsson f. 1980, d. 2018. Börn hans og Rakelar Guðbjargar Magnús- Auðunsdóttir. Dætur þeirra eru Sonja Ásgeirsdóttir, f. 1992, sambýlismaður hennar er Andri Rafn Yeoman, og Ásgerður Ás- geirsdóttir, f. 1997. Theódóra Svanhildur Sæ- mundsdóttir, f. 25. september 1969. Eiginmaður hennar er Jó- hann Örn Ólafsson. Börn Theó- dóru og Anthonys Karls Greg- ory eru Ólöf Sara Greogry, f. 1990, sambýlismaður hennar er Jónas Arnþór Guðmundsson og eiga þau einn ónefndan son, og Sæmundur Karl Gregory, f. 1995. Sonur Jóhanns er Davíð Guðrúnarson, f. 1990, sambýlis- kona hans er Signý Gísladóttir og dóttir þeirra er Aþena Guð- rún, f. 2020. Börn Theódóru og Jóhanns Arnar eru Jóhann Egill, f. 2002, og Arna Sif, f. 2008. Barnabörnin urðu 11 og langömmubörn Ásu verða orðin 18 nú í vor. Sæmi og Ása hófu búskap sinn í Skeiðarvogi, bjuggu í Sól- heimum, við Álfhólfsveg og frá 1970 í Sörlaskjóli 46 í Reykjavík. Ásgerður sinnti heimili og börn- um en vann auk þess ummönn- unarstörf. Mörg ár sinnti hún eldri borgurum á Hrafnistu og svo starfaði hún við umönnun barna á leikskólanum Tjarnar- borg. Útför Ásgerðar fer fram frá Neskirkju 18. febrúar 2022 kl. 13. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat dóttur eru Dag- björt Stjarna, Anna Sól og Markús Máni Leó. Ásgerður Eg- ilsdóttir f. 1986, sambýlismaður hennar er Emil Fenger, þeirra börn eru Jakob Eldur og Thea Björk. Hildur Vera Sæ- mundsdóttir, f. 7. júní 1961. Eiginmaður hennar er Bjarni Þór Þórarinsson. Börn Hildar og Höskuldar Haralds- sonar eru Tómas Höskuldsson f. 1979. Börn hans og Evu Nínu Einarsdótttur eru Tristan Máni, Birta og Guðrún Elísa. Guðrún Lønborg Höskulds- dóttir, f. 1981. Eiginmaður hennar er Thomas Lønborg. Þeirra börn eru Emilía Sól Løn- borg Guðmundsdóttir, Theo- dora og Valdemar. Yngst barna Hildar Veru og Bjarna Braga Kjartanssonar er Júlía Hrefna Rokk Bjarnadóttir, f. 1993. Ásgeir Magnús Sæmundsson f. 29. nóvember 1964, d. 15. des- ember 2019. Eftirlifandi eig- inkona Ásgeirs er Anna Sigrún Í dag langar okkur að minn- ast og heiðra elsku Ásu okkar, móður æskuvinkonu okkar, hennar Örnu Siggu. Það var fallegur sumardagur. Við vorum að róla okkur á Skjólaróló við Sunnubúðina. Glaðar og afslappaðar eins og 10 ára börn eru í sumarfríi, öruggar á okkar róló. Við vissum ekki að þessi dag- ur myndi marka mikilvægt spor í framtíð okkar. Ný fjölskylda var flutt í Sörlaskjól 46 og þarna komu þær systur gang- andi til okkar og vildu vera „memm“. Hildur og Sigga Sæm., eins klæddar, dökkar á brá og brún og svo sætar að við vinkonurnar vorum orðlausar. En þessi fyrstu kynni urðu að vinskap sem hefur haldið tímans tönn. Við og Arna Sigga erum enn bestu vinkonur og höldum alltaf tryggð hver við aðra. Að kynnast Örnu Siggu var ævintýri líkast því á bak við hana stóð stórbrotin fjölskylda. Ása og Sæmi voru ungir for- eldrar og allt var svo öðruvísi þar en á okkar heimilum með eldri foreldra. Það var því mikið leitað í S46. Þar var nútíminn. Músíkin, dansinn og yndislega Ása sem tók okkur höndum tveim. Brátt urðum við mjög hænd- ar að Ásu og hún kallaði okkur „yfirsetukonurnar“. Enda vörð- um við mörgum stundum á heimilinu. Fórum heim í mat og svo mættar aftur í spil og góðan félagsskap. Það var okkur mikil upplifun að kynnast frjálsræði heimilis- ins. Ása var ung, fallegust af öll- um, töff og nýtískuleg. Hún fór í leikfimi, sem okkur þótti flott, og á meðan við pössuðum yngri systkinin gátum við vinkonurn- ar hlustað á plötur úr safni þeirra hjóna og hefur það vafa- laust haft áhrif á tónlistasmekk okkar. Ása var tíguleg, falleg og bar sig glæsilega. Hún var mikill listunnandi og naut þess að fara á tónleika og listsýningar og bar heimilið þess vitni. Ása var mikil fyrirmynd og hún átti okkur alveg. Kærleiks- rík og við elskuðum hana, dáð- um og treystum. Ása var mjög sérstök týpa og fór aldrei framhjá fólki óséð. Samt var hún frekar hlédræg og hafði sig lítið í frammi. Hún lék sitt hlutverk þegar Sæmi varð lífvörður Fischers á HM í skák í Reykjavík með miklum sóma. Hvað við vorum stoltar af þeim. Ása bjó fjölskyldunni heimili sem var mjög nútímalegt og listrænt á þessum tíma og hún var ótrúlega þolinmóð gagnvart okkur vinkonunum og vinum Örnu Siggu og mikill trúnaður og væntumþykja sem myndaðist á milli okkar. Við vorum alltaf velkomin þrátt fyrir að hópur- inn væri stundum galsafenginn. Það var sárt að horfa á hana hverfa smám saman á brott í alzheimer, en alltaf var hún ljúf og elskuleg og við áttum alla hennar elsku alla tíð. Elsku Ása hefur kvatt og eft- ir situr fjölskyldan hljóð en við vitum að á móti henni taka með gleði Ásgeir, Egill og Davíð. Blessuð sé minning þeirra. Við þökkum að hafa kynnst fjölskyldunni í S46. Það var okkur lán og við samhryggj- umst elsku Sæma, Örnu Siggu, Hildi, Önnu Sigrúnu, Theu og fjölskyldum þeirra. Ása var stólpi og frábær kona. Og við elskuðum hana. Edda og Ruth. Hvað er það sem veldur því að fólk gerist vinir, nær djúpum og nærandi vináttutengslum og langar að hittast sem oftast? Á lífsleiðinni umgöngumst við óhjákvæmilega fjölda fólks. Sumir eru þannig að það er eins og maður hafi alltaf þekkt þá en hjá öðrum er ókleifur veggur á milli. Hún Ásgerður Ásgeirsdóttir var úr fyrrnefnda hópnum, sannur vinur vina sinna og hafði áhuga á fólki í ólgusjó lífsins. Við náðum strax vel saman og gátum spjallað um allt milli himins og jarðar. Ása var glæsileg kona, leggjalöng, hávaxin og gullfal- leg. Hefði hæglega getað orðið fyrirsæta eða kvikmynda- stjarna. Ása hafði margt til brunns að bera. Hún var elsk að bóklestri og fallegri tónlist. Kunni að meta myndlist, unni góðum kvikmyndum og þekkti vel til kvikmyndaleikara sem sköruðu fram úr. Gaman var að ræða við hana um bókmenntir. Hún var sagnameistarinn þegar hún settist í hóp barnanna og sagði þeim sögur. Ófáar sögur sagði hún af honum Röski, hundinum sínum. Skemmtilegar og lærdómsríkir sögur af sambandi manns og hunds og hversu hundurinn var að hennar mati mikilsverð vera sem bar að umgangast af nær- gætni, væntumþykju og virð- ingu. Börnin störðu opinmynnt og stóreyg af spenningi og biðu þess hvernig sögunni yndi fram. Einn drengjanna kom með þessa yfirlýsingu: „Þegar ég verð stór, ætla ég að skrifa sög- ur um hann Rösk.“ Við vorum nokkrar konur, sem gengum reglulega saman og hittumst heima hver hjá ann- arri eða á kaffihúsum. Við fór- um líka í lengri ferðir saman svo sem til Fljótavíkur á Horn- ströndum, hjólatúr um Borg- undarhólm, í heimsókn til Ingu Rósu er hún bjó í Færeyjum auk allmargra ferða hér á höfuðborgarsvæðinu og í nær- sveitum. Ása bauð okkur að koma með sér í hús þeirra Sæma í Lá Marina á Spáni síð- sumars árið 2008. Þar áttum við saman yndislega og eftirminni- lega daga þar sem Ása var gest- gjafinn og fararstjórinn. Í mildum regnúða hjá Trölla- fossi settumst við eitt sinn niður vinkonurnar og gæddum okkur á ostaköku með kaffinu. Þá kviknaði hugmyndin að nafni á gönguhópinn sem skyldi nefnd- ur Ostakökuklúbburinn. Síðar styttist nafnið í Ostarnir. Ása kynntist ung manninum í sínu lífi, stóru ástinni sinni, hon- um Sæmundi Pálssyni, Sæma rokk, og átti með honum fjögur mannvænleg börn. Mikil um- hyggja og ástríki var með þeim hjónum alla tíð. Það var dásam- legt að sjá hversu Sæmi bar hana Ásu sína á höndum sér alla tíð og vildi henni allt það besta. Eftir að Ása varð fyrir því að fá alzheimer kom umhyggja Sæma enn betur í ljós. Hann var sá klettur í hennar lífi sem hann hafði verið frá upphafi þeirra sambands. Vék ekki fet frá henni og stytti henni stundir eftir megni. Ása blessunin hélt sinni góðu skapgerð og húmor þótt annað væri henni horfið. Sagði okkur alltaf hversu lánsöm hún væri að eiga okkur að og allt sitt fólk. Við Inga Rósa og Þurý þökk- um kæru Ásu okkar samfylgd- ina og vottum eiginmanni henn- ar og ástvinum samhygð nú er Ása hefur kvatt þetta jarðlíf og haldið á vit annarra vídda. Guð gæti hennar og ykkar allra. Bjarnveig Bjarnadóttir (Badda). Ásgerður Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.