Morgunblaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 „EKKI BEINT ÞAÐ SEM ÉG ÁTTI VIÐ ÞEGAR ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ HÆTTA AÐ HAFA ÁHYGGJUR OG SLAKA Á.“ „ÉG FÆ EKKI HESTA FYRR EN Á ÞRIÐJUDAGINN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skemmta sér við að ganga veginn saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPYRÐU HUNDINN, HVERS VEGNA GELTA HUNDAR KLUKKAN ÞRJÚ UM NÓTT?“ VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! ÞAÐ ER ÞÁ SEM HVERFISKEPPNIN BYRJAR HRÓLFUR! ÞAÐ KOMU RIBBALDAR OG RÆNDU RÁNSFENGNUM OKKAR Á MEÐAN ÞÚ VARST Í BURTU! OG ÞEIR ÁTU ALLAN MATINN SEM ÉG VAR AÐ ELDA! ÞAÐ ER FÍNT! ÞEIR KOMAST EKKI LANGT! Systkini Jóns eru Óskar Sigurðs- son, f. 11.10. 1935 í Reykjavík, d. 18.11. 2014 í Reykjavík. Flugkennari og flugstjóri í Reykjavík; Hörður Sig- urðsson, f. 22.3. 1937 í Reykjavík, d. 19.5. 2019 í Reykjavík. Vélstjóri, rak vélaverkstæði og starfaði sem leik- sviðsstjóri í Þjóðleikhúsinu, starfaði síðar sem svæðanuddari; Gunnar Sig- urðsson, f. 3.5. 1946 í Reykjavík, d. 21.6. 2020 í Danmörku. Héraðs- ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands, síðar skoðunarmaður hjá Plantedirektoratet í Danmörku; Marta Guðrún Sigurðardóttir, f. 18.4. 1948 í Reykjavík. Fyrrverandi hús- freyja á Blikastöðum og Neistastöð- um, býr í Mosfellsbæ. Foreldrar Jóns voru hjónin Sig- urður M. Þorsteinsson, f. 25.2. 1913, d. 3.1. 1996, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík og formaður og einn af stofnendum Flugbjörg- unarsveitarinnar í Reykjavík, og Ásta Jónsdóttir, f. 11.7. 1916, d. 20.12. 2009, virk í kvenfélagi Laugarnes- sóknar og kvennadeild Flugbjörg- unarsveitarinnar. Jón Sigurðsson Guðrún Þórðardóttir húsfreyja í Selskarði á Álftanesi, f. á Laug í Biskupstungum Stefán Magnússon þurrabúðarmaður í Gesthúsum á Álftanesi, síðar húsmaður á Kambhóli í Víðidal, V-Hún., f. í Gesthúsum Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Meyvantsson verkamaður í Reykjavík Ásta Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Staðarhóli, f. í Skarðdalskoti í Siglufirði Meyvant Gottskálksson bóndi á Staðarhóli í Siglufirði, f. á Ysta-Mói í Flókadal, Skag. Agnes Kjartansdóttir vinnukona í Rofabæ og víðar í Meðallandi, síðar ekkja og vinnukona í Viðey, f. í Miðgarði Kristján Eyjólfur Ásmundsson vinnumaður í Rofabæ og víðar, f. í Háu-Kotey í Meðallandi Björnína Kristjánsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þorsteinn Sæmundsson sjómaður í Reykjavík, síðar verkamaður í Hafnarfirði Guðrún Ólafía Kjartansdóttir bústýra í Tjarnarkoti og Háholti í Hvalsnessókn, f. á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd Sæmundur Einarsson þurrabúðarmaður í Tjarnarkoti í Hvalsnessókn, f. á Uppsölum í Landbroti Ætt Jóns Sigurðssonar Sigurður M. Þorsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík og formaður Flugbjörgunarsveitarinnar Hér kemur niðurlagið á hinu bráðskemmtilega ljóðabréfi Guðna Ágústssonar: „Ásgeir Þórarinsson vörubíl- stjóri á Selfossi var alinn upp á Brúnastöðum. Hann flutti mjólkina að Litlu-Reykjum en oft heyrði hann hljóma hina miklu rödd Páls Árnasonar þegar hann nálgaðist brúsapallinn. Heyrist glymja hátt við ský hugur fylgir máli. Það er fár og ósköp í orðunum hjá Páli. Stefanía Siggeirsdóttir prestsfrú í Hraungerði og frænka Páls Ólafs- sonar skálds, kona Sæmundar Jóns- sonar prests, orti oft barnagælur um drengina sína. En þeir urðu all- ir merkir menn; Ólafur prestur í Hraungerði, Páll skrifstofustjóri danska fjármálaráðuneytisins í Kaupmannahöfn og Geir yngstur þeirra, prófastur og vígslubiskup á Akureyri: Óli Palli og Geiri, ekki á ég drengina fleiri er það yfrið nóg. Allir eru þeir góðir ungir, hýrir og rjóðir. Bestur er yngsti bróðirinn þó. Ennfremur þessa um Ólaf son sinn: Tunglið má ei taka hann Óla til sín upp í himnarann, Þá fer hún mamma að gráta og góla gerir hann pabba sturlaðan. Ég held því best um hátíð jóla að halda sér í rúmstólpann.“ Þetta var gott bréf og væri mér þökk í að fá fleiri slík. Ingólfur Ómar sendi mér þessa vísu á mánudag: Nú er færðin fremur þung fátt sem vekur kæti. Óð ég snjóinn upp að pung eftir miðju stræti. Eggert Guðmundsson segir að við áningar í fjallgöngum séu þrjár grunnþarfir: Er á hólum hunguról, herðir gjólan svarta þarf ég skjól og þurran stól, og þýða sólu bjarta. Davíð Hjálmar Haraldsson, þar sem Akureyrarbær og ríki neita að borga kostnað við bráðnauðsyn- legar eldvarnir í Dvalarheimilinu Hlíð: Daufir, blindir, krankir, haltir, heftir; þeir hafa stundum fundið reykjareim en það er stutt sem flestir eiga eftir og einfaldast að slökkva bara í þeim. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn var ort á Brúnastöðum Eiginkona Unnusta Kærasta Amma Systir Frænka Vinkona FYRIR KONURNAR Í ÞÍNU LÍFI H A I G I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.