Morgunblaðið - 19.03.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022
SKELLTU ÞÉR Í SÓL Á TENERIFE!
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
23. - 28. MARS - 5 DAGAR
HOVIMA JARDIN CALETA 3*
VERÐ FRÁ88.500 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 108.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
21. - 28. MARS - 7 DAGAR
SPRING HOTEL BITACORA 4*
VERÐ FRÁ135.500 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 183.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
HÁLFT
FÆÐI
HÁLFT
FÆÐI
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Unnið er af fullum þunga að undir-
búningi nokkurra nýrra landeldis-
stöðva hér á landi. Ef öll áform
ganga eftir verður framleiðslugeta
stöðva sem stunda landeldi á laxi
og bleikju vel yfir 100 þúsund tonn
á ári, jafnvel meira en talið er að
sjóeldið geti annað, og hún kemst í
gagnið smám saman á næstu átta
árum. Samhliða uppbyggingu er
hugað að nýtingu úrgangs. Meðal
annars eru áform um stórfellda
matjurtaræktun í gróðurhúsum inn-
an stöðvanna með affallsvatni.
Forsvarsmenn helstu fiskeldis-
fyrirtækja landsins sögðu frá starf-
seminni á fræðsluráðstefnu Lax-inn
í Hörpu í gær. Til þess að framleiða
100 þúsund tonn af laxi í landstöðv-
um þarf mörg hundruð starfsmenn,
auk afleiddra starfa og starfa við
uppbyggingu.
Landeldi í framkvæmdum
Landeldi (Deep Atlantic) er kom-
ið lengst í undirbúningi. Þar eru
framkvæmdir hafnar á lóð við Þor-
lákshöfn. Seiði verða sett út í ker í
stöðinni í næsta mánuði þótt stöðin
sé enn í byggingu. Þau færast síðan
í stærri ker þegar þau verða tilbú-
in. Fyrsta laxinum verður slátrað
seinni hluta næsta árs. Stöðin á að
byggjast upp í áföngum þangað til
þar verður hægt að framleiða 33
þúsund tonn af laxi.
Samherji er að undirbúa mikla
landeldisstöð í Auðlindagarðinum á
Reykjanesi. Unnið er að undirbún-
ingi samkvæmt áætlun en áformað
er að hefja framkvæmdir á næsta
ári og hefja slátrun á árinu 2026. Í
fullbyggðri stöð verður hægt að
framleiða 40 þúsund tonn af laxi.
Samherji er með landeldi á nokkr-
um stöðum. Nú standa yfir fram-
kvæmdir við stækkun Silfurstjörn-
unnar í Kelduhverfi en sú
uppbygging er hugsuð til að reyna
þær aðferðir sem notaðar verða á
Reykjanesi.
GeoSalmo er með áform um að
framleiða 20-24 þúsund tonn af laxi
á lóð sem fyrirtækið hefur fengið
við Þorlákshöfn. Byggt verður upp í
áföngum. Undirbúningur stendur
yfir.
Sameldi á laxi og matjurtum
Jens Þórðarson framkvæmda-
stjóri GeoSalmo sagði á fundinum
að áformað væri að koma upp gróð-
urhúsum til að nýta næringarríkt
affallsvatn úr endurnýtingakerfi
seiðastöðvar til matjurtaræktunar.
Vatni verður veitt úr kerunum
beint inn í gróðurhús og munu
plönturnar taka næringu sína úr
vatninu. Þetta er kallað samrækt-
un. Jens sagði að ekki væri búið að
móta stefnuna um það hversu stórt
gróðurhúsið yrði eða hvaða jurtir
ætti að rækta. Jurtirnar væru
hugsaðar fyrir innanlandsmarkað
og eftir er að kanna hvað hentar
best fyrir markaðinn. Jens nefndi
kál, ber og kryddjurtir. Hann sagði
að hægt yrði að markaðssetja graf-
lax með kryddjurtum úr gróðurhús-
inu!
Á fundinum ræddu stjórnendur
landeldisfyrirtækjanna ýmsar hug-
myndir um nýtingu úrgangs frá
stöðvunum, meðal annars dauðfisk
og slóg, auk laxamykju. Rætt var
um áburðarframleiðslu til upp-
græðslu, metan- og bíódísilfram-
leiðslu og fleira. Auk þeirra stöðva
sem nefndar hafa verið hér að
framan áformar Matorka að stækka
bleikjustöð sína í Grindavík og í
Vestmannaeyjum eru áform um
sjálfbært landeldi.
Matjurtir ræktaðar í affallsvatni
- Áform um á annað hundrað þúsund tonna landeldi á laxi - Seiði sett í fyrstu nýju stöðina í apríl
Morgunblaðið/Eggert
Landeldi Laxinn verður alinn í
stærri kerum en hér hafa sést.
Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í Spurn-
ingakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í
tuttugasta og annað sinn í gær. MR hafði bet-
ur gegn Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í
úrslitaviðureigninni í gærkvöldi. Sigurinn var
sannfærandi en MR fékk 31 stig á móti 26
stigum FG.
Ingibjörg Steinunn Einarsdóttir, Katla
Ólafsdóttir og Oddur Sigurðarson skipuðu sig-
urliðið í ár en MR sigraði síðast í keppninni
árið 2020. „Ég hef bara aldrei fundið betri til-
finningu,“ sagði Ingibjörg við mbl.is eftir að
hún veitti verðlaunagripnum viðtöku úr hendi
Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra
ríkissjónvarpsins.
MR-ingar eru illviðráðanlegir komist þeir í
úrslit á annað borð. Frá því keppninni var
komið á árið 1986 hefur MR farið tuttugu og
fjórum sinnum í úrslit og aðeins tvívegis tap-
að.
Dagmar Íris Hafsteinsdóttir, Kjartan Leifur
Sigurðsson og Þráinn Gunnlaugsson skipuðu
lið FG sem síðast fór í úrslit í keppninni árið
2018 og vann þá Kvennaskólann.
Enn einn sigur
MR í Gettu betur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Raunveruleikaþátturinn The
Bachelor fékk 75 milljónir í endur-
greiðslu frá íslenska ríkinu á dög-
unum. Sem kunnugt er var 26.
þáttaröðin tekin hér á landi á síð-
asta ári og sýnd fyrir skemmstu.
Lögum samkvæmt eiga framleið-
endur kvikmynda eða sjónvarps-
efnis á Íslandi kost á endur-
greiðslum á allt að 25% af
framleiðslukostnaði sem fellur til
hér á landi. Það er því ljóst að fram-
leiðslan hér á landi hefur kostað
minnst 300 milljónir króna.
Á vef Kvikmyndamiðstöðvar Ís-
lands má sjá lista yfir þau kvik-
myndaverkefni sem hafa fengið
endurgreiðslu það sem af er ári.
Þar er að finna ýmis smærri íslensk
verkefni en athygli vekur að Ára-
mótaskaup Ríkisútvarpsins fær
tæpar 14 milljónir í endurgreiðslu.
Það þýðir að gerð Skaupsins hefur
kostað minnst um 56 milljónir
króna. Framleiðsla Skaupsins var í
höndum Republik.
Kvikmyndin Leynilögga fékk
tæpa 21 milljón króna í endur-
greiðslu og sjónvarpsþættirnir
Fyrsta blikið fengu tæpar 12 millj-
ónir. Þá fengu sjónvarpsþættirnir
Trom sem gerast í Færeyjum tæpar
62 milljónir króna í endurgreiðslu.
Íslenska framleiðslufyrirtækið
TrueNorth er meðal framleiðenda
þáttanna eins og komið hefur fram
í Morgunblaðinu.
Sjónvarpsþættirnir Heil og sæl
fengu rúmar sjö milljónir króna,
Draumaheimilið fékk 5,7 milljónir
og sjónvarpsþættirnir Morð í norðri
7,8 milljónir. Þá fékk kvikmyndin
The Hunter’s son, sem er að hluta
til íslensk framleiðsla, rúmar 22
milljónir.
The Bachelor
fékk 75 milljónir
- Áramótaskaupið kostaði 56 milljónir
Ljósmynd/Jói B
Áramótaskaup Leikstjórinn Reynir
Lyngdal og leikarinn Vilhelm Netó.