Morgunblaðið - 19.03.2022, Síða 4

Morgunblaðið - 19.03.2022, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Örn sækist eftir 4. eða 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Örn Þórðarson Borgarfulltrúi og fyrrverandi sveitarstjóri Agi og festa í rekstri og stjórnun Örn þekkir vel til allra viðfangsefna borgarstjórnar og hefur reynslu og kjark til að breyta því sem breyta þarf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það búa níu flóttamenn frá Úkra- ínu heima hjá okkur hjónum og í tveimur sumarbústöðum sem við eigum stutt frá borginni,“ segir Orri Wilberg, eigandi byggingafyrirtæk- isins Wilbergs í borginni Kaunas í Litháen. Hann hefur búið þar og starfað í um 20 ár og rekur þrjár verksmiðjur í timburiðnaði undir merkjum Wilbergs. Starfsmenn eru um 250 tals- ins og verk- smiðjuhúsnæðið samtals um 20.000 fermetrar. Fyrirtækið fram- leiðir gæðaparket, baðherbergis- einingar og fjölbreytt einingarhús. Fjölmörg hús frá Wilbergs, af öllum stærðum og gerðum, hafa verið reist á Íslandi og í Skandinavíu. Fyrir- tækið er til dæmis með tíu starfs- menn í Noregi. Verslunin Parki sel- ur vörur frá Wilbergs hér á landi. Flóttamenn streyma til Litháen Orri segir að töluverður straumur úkraínskra kvenna og barna sé til Litháens, þótt úkraínskir flótta- menn séu langflestir í Póllandi. Flóttamennirnir koma með rútum til Litháens en þeir eru líka sóttir á einkabílum. „Audra, konan mín, bauð fram að- stoð á netinu og fólk hefur haft beint samband við okkur. Við höfum farið í tvær ferðir til Varsjár í Póllandi til að ná í flóttafólk. Um daginn náðum við í úkraínska konu og barnið henn- ar. Hún hringdi oft og spurði hvort við næðum ekki örugglega í þau,“ segir Orri. Hann hefur átt í við- skiptum við Úkraínu og keypt mikið af timbri þaðan. Enginn vöruskortur er í Litháen en verðlag hefur hækk- að, að sögn Orra. „Nú er búið að loka á öll viðskipti við Rússland en við keyptum mikið af timbri þaðan. Timburverð hefur hækkað mikið í kjölfarið,“ segir Orri. Mikil óvissa vegna stríðsins „Hér er undirliggjandi hræðsla við að vera svona nálægt Rússunum, þótt það sé ekki nein paník. Litháar voru undir Rússum í 50 ár. Maður hefur heyrt af Litháum sem voru t.d. á Spáni þegar stríðið byrjaði. Karlinn kom heim en konan og börnin urðu eftir þar til staðan skýr- ist betur. Fólk sem ætlaði að kaupa af mér parket ákvað að bíða aðeins með það. Óvissan er svo mikil,“ segir Orri. Litháen er eitt Eystrasalts- ríkjanna og á landamæri að Lett- landi í norðri, Hvíta-Rússlandi í austri og Póllandi og Kalíníngrad (Rússlandi) í suðri. Eystrasalt er í vestri. Hann segir að Íslendingar átti sig ekki á því hvernig það er að búa jafn nálægt Rússlandi og Litháar gera. Íslendingar segi „við erum í NATO og alveg öruggir“. Litháar séu líka í NATO en óttist samt að Rússar geti ráðist inn í land þeirra. Um 5-6% íbúa Litháen eru af rússnesku bergi brotin. Orri veit ekki til þess að þeir hafi orðið fyrir ónæði vegna ættern- isins. Hann er með rússneska Litháa í vinnu og því fylgja ekki nein vanda- mál. Margir Litháar tala rússnesku, einkum þeir eldri. Úkraínumenn- irnir tala líka flestir rússnesku og geta því gert sig skiljanlega í Lithá- en. Fáir þeirra tala ensku, nema þá helst krakkarnir. Úkraínska flótta- fólkið fær landvistar- og atvinnuleyfi í Litháen í þrjú ár. Orri er nýbúinn að ráða til starfa tvær úkraínskar konur sem báðu um vinnu. Allir vilja hjálpa til „Litháar sýna Úkraínumönnum gríðarmikla samstöðu og eru al- mennt mjög hjálpsamir. Hjálpar- samtök hér eru að safna mat, fötum og peningum til að hjálpa Úkraínu. Allir vilja hjálpa til. Litháen er vina- þjóð Úkraínu. Víða er flaggað úkra- ínskum fánum og það eru úkraínskir fánar á ljósaskiltum meðfram hrað- brautunum,“ segir Orri. Eitt barnið sem dvelur hjá Orra og Audru konu hans er þegar byrjað í bekk með dóttur þeirra. Orri á von á því að hluti Úkraínumannanna muni dvelja áfram í Litháen, jafnvel þótt stríðinu ljúki. Litháar standa þétt með Úkraínu - Orri Wilberg og kona hans hýsa níu flóttamenn - Sóttu flóttafólk til Varsjár í Póllandi - Undir- liggjandi ótti við Rússland - Wilbergs, fyrirtæki Orra, er umsvifamikið í atvinnurekstri í Litháen AFP/Petras Malukas Litháen Mikil mótmæli voru gegn innrás Rússa í Úkraínu á þjóðhátíðardegi Litháa 11. mars. Litháar styðja Úkraínu og taka vel á móti flóttafólki þaðan. Ljósmynd/Leifur Wilberg Parketsýningarsalur Wilbergs í Litháen framleiðir m.a. hágæðaparket, einingahús af öllum stærðum og gerðum og baðherbergiseiningar. Ljósmynd/Wilbergs Wilbergs Fyrirtækið er með stóra verksmiðju um 30 km frá Kaunas. Það á þrjár verksmiðjur með um 20.000 m2 gólfpláss og um 250 starfsmenn. Orri Wilberg Stríð í evrópu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.