Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 6

Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Ráðstefna CLT sem byggingarefni og frágangur Strúktúr í samstarfi við Binderholz verður með ráðstefnu 24. mars frá kl. 14.00-15.30 í tengslum við Verk og Vit Frummælendur verða. Alessandro Muhllechner Sölustjóri Binderholz Framleiðsla, CLT, límtré og fl Gunnar Kristjánsson Bygginga- og brunaverkfræðingur Brunahönnun ehf Brunahönnun CLT og límtré Jón Þór Jónsson Byggingafræðingur Project Manager Selhóll ehf Af hverju að byggja úr CLT Ingólfur Á Sigþórsson Framkvæmdastjóri Strúktúr ehf Hvernig Strúktúr ráðleggur að byggja úr CLT Sjá nánar og skráningu á struktur.is Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík lýkur í dag klukkan 18. Kosið er á fimm stöðum og eru 26 í framboði. Tvær konur sækjast eftir efsta sæti listans, Hildur Björns- dóttir borgarfulltrúi og Ragnhild- ur Alda Vilhjálmsdóttir vara- borgarfulltrúi. Talning atkvæða fer fram í höfuðstöðvum flokksins í Valhöll. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Árborg fer fram í dag. Alls gefa 18 frambjóðendur kost á sér í próf- kjörinu, þar af allir fjórir núver- andi bæjarfulltrúar flokksins. Þrjú sækjast eftir efsta sætinu, Bragi Bjarnason deildarstjóri, Fjóla St. Kristinsdóttir, sjálfstætt starfandi kennari og ráðgjafi, og Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi sem býður sig fram í 1.-2. sæti. Hörð barátta um oddvitasæti í dag Morgunblaðið/Eggert Prófkjör Margir lögðu leið sína í Valhöll í gær til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar í vor. - Kosið í Reykja- vík og Árborg Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segist standa með samþykktri öryggisstefnu fyrir Ísland, þar sem aðild Íslands að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) er einn af þeim þáttum sem hún hvílir á. Þetta segir hún í viðtali við Pál Magnússon í fyrsta Dagmálaþætti hans en þætt- irnir verða sýndir alla laugardaga á mbl.is. Páll benti á að umtalsverðra við- horfsbreytinga gæti hjá ýmsum þjóðum gagnvart Atlantshafs- bandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, t.a.m. hafi stuðningur við mögulega aðild Finnlands að NATO rokið upp þar sem meirihluti Finna vill ganga í bandalagið. Samkvæmt nýlegri könnun Prósents styðja nú fleiri kjósendur Vinstri grænna aðild Íslands að NATO en eru andvígir henni. Spurð hvort þetta breyti stefnu flokksins þar sem lögð er áhersla á að Ísland segi sig úr NATO, segir Katrín: „Við höfum alltaf lagt gríðarlega áherslu á af- vopnun, friðsamlegar lausnir um- fram allt og talað gegn vígvæðingu. Hvað varðar svo þennan þátt þess- arar stefnu varðandi aðild Íslands að NATO, sem segir að Ísland eigi að standa utan NATO þá hef ég ekki orðið vör við umræðu innan hreyf- ingarinnar um að breyta því.“ Skýrt að úrsagnar yrði ekki krafist við stjórnarmyndunina Katrín segir að mikið hafi verið rætt um þetta málefni á sínum tíma þegar Vg fóru í ríkisstjórn. „Þar sögðum við alveg skýrt, vegna þess að við höfum verið ein með þessa af- stöðu af íslenskum stjórnmálaflokk- um, að við myndum ekki gera kröfu um þetta í fyrsta lagi og í öðru lagi myndi ég sem forsætisráðherra, og við innan ríkisstjórnar, starfa sam- kvæmt samþykktri öryggisstefnu fyrir Ísland, þar sem aðildin að Atl- antshafsbandalaginu er auðvitað einn af þeim þáttum sem hún hvílir á,“ segir hún. Katrín kveðst ekki hafa orðið vör við annað en að mikill stuðningur sé við þá ákvörðun að hafa valið þessa leið innan hreyfingarinnar. Þegar Katrín er spurð hvort hún sé hlynnt eða andvíg veru Íslands í NATO segist hún ekki hafa breytt skoðun sinni á því „og stend með minni hreyfingu í því að telja að okk- ur sé betur borgið utan þeirra bandalaga. En um leið er ég í þeirri stöðu að ég hef einsett mér að vera algjörlega heil í að standa með þjóð- aröryggisstefnunni, og hef gert það.“ Grasrótin ræður för Hún var einnig spurð hvort hún telji líklegt að tillaga um breytingu á afstöðu flokksins gagnvart NATO komi fram á næsta flokksþingi. „Ég er í stjórnmálahreyfingu þar sem einmitt grasrótin ræður för þannig að það er bara svoleiðis að hreyf- ingin sjálf mótar stefnuna.“ „Hreyfingin sjálf mótar stefnuna“ - Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ekki orðið vör við þá umræðu innan Vinstri grænna að breyta stefnunni um að Ísland standi utan NATO - Stendur með samþykktri öryggisstefnu landsins Viðtal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er fyrsti gestur Dagmála Páls Magnússonar sem sýndir eru á mbl.is. Strand grænlenska línuskipsins Masilik við Gerðistanga á Vatns- leysuströnd kvöldið 16. desember í fyrra er enn til rannsóknar hjá lög- reglunni á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar við fyrirspurn blaðamanns. Alls voru 19 skipverjar um borð þegar slysið átti sér stað. Um tíma var talið að sjópróf þyrftu að fara fram en svo varð ekki. Lögreglan kveðst nú bíða eft- ir niðurstöðu rannsóknanefndar samgönguslysa. gso@mbl.is Ljósmynd/Landhelgisgæslan Línuskipið Masilik strandaði að kvöldi. Rannsókn á strandi Masilik ekki lokið Mikið stendur til hjá Gunnari Nel- son í kvöld en þá mætir hann Jap- ananum Takashi Sato í UFC eða blönduðum bardagalistum. Viður- eignin fer fram í hinni glæsilegu O2- höll í London. Keppa þeir í veltivigt en á dagskrá kvöldsins verða alls sex bardagar. „Þetta er risaviðburður og eftir- væntingin er mikil. Mér var tjáð að það hefði selst upp á sjö mínútum þegar opnað var fyrir almenna miða- sölu og tekur höllin þó 20.000 manns. Það segir sitt en tvívegis hefur þurft að fresta UFC-kvöldum í London. Spennan er því mikil og dagskráin er ein sú flottasta sem menn hafa séð í Evrópu í háa herrans tíð,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunn- ars og umboðsmaður, þegar Morg- unblaðið sló á þráðinn í gær. „Gunn- ar er í svakalega góðu formi og langt síðan ég hef séð hann jafn vel á sig kominn. Hann hefur farið meiddur í síðustu bardaga en nú eru engin al- varleg meiðsli sem trufla. Það er mikill léttir,“ sagði Haraldur en bar- dagi Gunnars verður sá fyrsti hjá honum frá því í september 2019. Rúmt ár er síðan Takashi Sato keppti síðast. kris@mbl.is „Risaviðburður og mikil eftirvænting“ - Gunnar Nelson keppir í London Ljósmynd/Snorri Björns London Gunnar Nelson snýr aftur í UFC í kvöld eftir langa fjarveru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.