Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 8

Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur er ár eftir ár rekið með miklu tapi. Síðastliðin tvö ár hef- ur ríkið lát- ið skatt- greiðendur hlaupa und- ir bagga með fyrir- tækinu og nemur reikningurinn hvort ár yfir hálf- um milljarði króna. Sé litið nokk- ur ár aftur í tímann er um þús- undir milljóna að ræða. - - - Þrátt fyrir þetta birti fyrir- tækið í gær upplýsingar um afkomu sína í löngu máli og þar er varla hægt að finna upplýsingar um þetta ítrekaða og mikla tap. Þess í stað stendur á forsíðu fyrir- tækisins á vefnum að niðurstöður ársskýrslunnar 2021 séu „mikið fagnaðarefni enda sýna þær fram á góðan árangur á sviði rekstrar, þjónustu og umhverfismála“. - - - Þegar smellt er til að lesa áfram er að finna yfir fimm hundruð orð frá forstjóranum þar sem ekki er minnst einu orði á styrk upp á 563 milljónir króna en látið eins og afkoman hafi verið jákvæð og batnað stórlega á milli ára. - - - Þeir sem hætta sér enn lengra og lesa ársskýrslu félagsins og sjálfbærniuppgjör finna yfir áttatíu fallega upp settar blaðsíð- ur sem sýna glöggt það svigrúm sem er til sparnaðar hjá ríkisfyr- irtækinu, en þar er framlag skatt- greiðenda ekki nefnt einu orði. - - - Sé ársreikningurinn sjálfur les- inn vandlega má þó með góð- um vilja og útsjónarsemi finna ríkisstyrkinn. Hann er nefndur í skýringu fimm, en heitir þar Tekjur vegna alþjónustuskyldu! Spuni á kostnað skattgreiðenda STAKSTEINAR Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Reykjavík 18.-19. mars Með skynsemina að leiðarljósi og ferska sýn á málin fyrir framúrskarandi borg Herdís Anna Þorvaldsdóttir 4. sæti Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Félagar í Félagi grunnskólakennara samþykktu nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem lauk klukkan tíu í gærmorgun. Á kjörskrá voru 5.170 og greiddu 3.610 atkvæði um samninginn eða 69,83%. Já sögðu 2.254 eða 62,44%. Nei sögðu 1.161 eða 32,16%. Auðir seðlar voru 195. Grunnskólakennarar felldu fyrr í vetur samning sem samninganefnd- irnar undirrituðu en skrifað var und- ir nýja samninginn sem nú hefur verið samþykktur 10. mars sl. Kjarasamningurinn er afturvirkur og gildir frá 1. janúar síðastliðnum til 31. mars á næsta ári. Samkvæmt honum hækka launatöflur um 25 þúsund kr. á mánuði frá og með 1. janúar sl. í samræmi við hækkanir lífskjarasamninganna, skv. kynn- ingu á vefsíðu Kennarasambandsins. Samið var um hækkun annarupp- bóta sem greiddar eru 1. júní og 1. desember á þessu ári sem verða 96 þúsund krónur. Kveðið er á um að hagvaxtarauki verði virkur 1. maí næstkomandi, sem feli í sér 10.500 kr. launaauka. Ýmis ákvæði samn- ingsins kveða á um aukinn sveigj- anleika, s.s. við fjarvinnu sem og tíma til undirbúnings og úrvinnslu kennslu. Sérstökum innleiðingar- hópi er falið að aðstoða við útfærslu þessa. Þá er í samið um að ef kenn- ara er falið að sitja fundi sem fara umfram fjórar klukkustundir á viku skuli greiða yfirvinnu fyrir viðbótar- tímann. Í bókun er starfshópi falið að skoða núgildandi launatöflu þar sem bil á milli launaflokka hefur minnkað í kjölfar krónutöluhækkana. Á hann að skila tillögum fyrir 1. mars á næsta ári. Kennarar samþykktu samninginn - Gildir til 31. mars árið 2023 - 62% sögðu já - Launatöflur hækka um 25 þúsund Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er ástæða til að gleðjast yfir þessum séríslenska sigri óskabarns- ins á erlendri grundu því það er fátt sem kjarnar þjóðarsálina betur en Brennivín,“ segir Úlfar Árdal, fram- leiðslustjóri Brennivíns hjá Ölgerð- inni. Íslenskt brennivín hlaut sérstök verðlaun á International Wine & Spirit Competition á dögunum. Keppnin sú þykir ein sú virtasta í vínheimum og spannar saga hennar yfir fimmtíu ár. Það var sérstök út- gáfa íslenska brennivínsins, Brenni- vín Special Cask, sem var verð- launað, fékk gullverðlaun í sínum flokki og 95 punkta af 100 mögu- legum. Alls kepptu 33 vörur í sama flokki ákavítis og endaði Brennivín efst. Í umsögn dómnefndar sagði að greina mætti bæði möndlur og kók- oshnetur í bragði brennivínsins auk þess að það tónaði af peru, rúsínum og lofnarblómi. „IWSC er ein virtasta vínkeppni heims og það er ánægjulegt að hljóta viðurkenningu sem þessa fyrir þá þróun sem hefur verið í gangi hjá okkur með Brennivín undanfarin ár,“ segir Úlfar. „Eins og kunnugt er hefur Brennivín fylgt þjóðinni frá árinu 1935 þegar íslenska ríkið hóf fram- leiðslu þess og áfengisbanninu var aflétt að hluta. Brennivín hefur löngum verið meðal þekktustu vöru- merkja þjóðarinnar og hefur verið sérstaklega ánægjulegt að upplifa uppgang vörumerkisins erlendis síð- ustu misseri þar sem gæðin hafa bæði verið að færa okkur viðurkenn- ingar sem þessa ásamt vaxandi fjölda viðskiptavina og neytenda.“ Íslenska brennivínið þótti skara fram úr - Hlaut gullverð- laun á alþjóðlegri verðlaunahátíð Ljósmynd/Hari Sáttur Úlfar Árdal er ánægður með verðlaunin sem Brennivín hlaut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.