Morgunblaðið - 19.03.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022
20%
afsláttur
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
LAXDAL er í leiðinni • laxdal.is
TILBOÐ
DÚNKÁPUR
DÚNÚLPUR
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
15-30%
afsláttur í dag
AÐAL
FUNDUR
Félagið veitir ferða-
styrk til þeirra félags-
manna sem búa í meira
en 40 km fjarlægð frá
fundarstað.
Félags iðn- og
tæknigreina 2022
verður haldinn laugardaginn 26. mars
kl. 11 að Stórhöfða 31, jarðhæð.
Gengið inn Grafarvogsmegin.
Dagskrá:
1. Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu
starfsári.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu
og afgreiðslu.
3. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins.
4. Kjöri stjórnar lýst.
5. Kosning trúnaðarráðs, kjörstjórnar, skoðunarmanna
reikninga, og uppstillinganefndar.
6. Kosning endurskoðenda.
7. Tillögur um fulltrúa á ársfundi lífeyrissjóða sem
FIT er aðili að.
8. Önnur mál.
Hádegismatur
í boði félagsins.
Stjórnin
Athugið að gildandi reglum um sóttvarnir
verður fylgt á fundinum.
„Allt hefur sinn tíma. Verzlun Har-
aldar Júlíussonar á Sauðárkróki,
sem nú hefur starfað í rúma öld, lýk-
ur nú brátt göngu sinni. Verzl-
uninni verður lokað frá og með 31.
mars nk. Fram að þeim tíma verða
nær allar vörur í versluninni seldar
með 50 prósent afslætti svo unnt er
að gera þar góð kaup.“
Þetta tilkynna börn Bjarna Har-
aldssonar kaupmanns; Guðrún
Ingibjörg, Helga og Lárus Ingi, á
facebooksíðu verslunarinnar, auk
starfsmanns hennar í dag, hinnar
þýsku Kirsten, eða Kiki.
Bjarni Haraldsson lést 17. janúar
síðastliðinn, á 92. aldursári, en
hann hafði starfað í versluninni frá
unga aldri og nánast fram á síðasta
dag. Faðir hans, Haraldur Júl-
íusson, hóf verslunarrekstur árið
1919 í timburhúsi á sama stað við
Aðalgötu og núverandi hús er, sem
reist var um 1930. Þar var einnig
bensínsala og umboð fyrir BP, síðar
Olís, auk þess sem Bjarni stofnaði
og rak eigið vöruflutningafyrirtæki
um árabil. Um tíma var Byggðasafn
Skagfirðinga í samstarfi við versl-
unina, enda er hún merkilegur
minnisvarði um horfna verslunar-
hætti. „Eins og kunnugt er á versl-
unin sér fáa líka og þar fæst nánast
allt milli himins og jarðar í anda
Bjarna Har. Við vonumst til að sjá
ykkur öll,“ segir enn fremur á síðu
verslunarinnar.
Kiki stendur vaktina út þennan
mánuð, frá kl. 12.30 til 17.30 mánu-
daga og miðvikudaga og kl. 13-18
þriðjudaga, fimmtudaga og föstu-
daga. bjb@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kaupmaður Bjarni Haraldsson stóð vaktina í búðinni fram á síðasta dag.
Búðinni hans Bjarna
verður lokað 1. apríl
- 102 ára verslunarrekstri að ljúka
„Valið stendur um að halda áfram
með núverandi kerfi óbreytt eða ein-
faldlega fella einkaleyfi ÁTVR til
smásölu áfengis niður og gefa hana
frjálsa,“ segir í umsögn forstjóra
ÁTVR, Ívars J. Arndal, um frum-
varp um breytingar á áfengislögum
sem heimila munu vefverslun með
áfengi.
Forstjórinn segir í umsögn sinni
að umrætt frumvarp feli að mati
ÁTVR í sér algjöra stefnubreytingu í
áfengismálum á Íslandi og forsendu-
brest fyrir einkaleyfi ÁTVR. „Með
fyrirliggjandi frumvarpi er smásala
áfengis innanlands í raun gefin
frjáls. Ekki er hægt að gera upp á
milli eða skilja í sundur „hefð-
bundna“ smásölu annars vegar og
vefverslun hins vegar. Vefverslun er
hluti af almennum verslunarrekstri í
dag,“ segir í umsögninni.
Ívar Arndal segir að ef einkaað-
ilum á Íslandi verði leyft að selja
áfengi í vefsölu verði sú sala í beinni
samkeppni við ríkiseinkasöluna.
„Með því er búið að opna fyrir mark-
aðslögmálin og viðskiptahagsmuni
einkaaðila með tilheyrandi sam-
keppni, verðstríði og söluhvötum en
öll þessi atriði eru í beinni andstöðu
við meginstef gildandi áfengisstefnu
hér á landi. Þá verður smásala áfeng-
is ekki lengur grundvölluð á lýð-
heilsu og almannaheill sem er grund-
völlur einkaleyfis ÁTVR. Með því að
heimila einkaaðilum slíka verslunar-
starfsemi liggur í hlutarins eðli að
einkaréttur ÁTVR er um leið liðinn
undir lok því ÁTVR uppfyllir ekki
lengur skilyrði Evrópuréttar fyrir
einkaleyfinu. Yfirlýsingar í frum-
varpinu um að því sé ekki ætlað að
„hrófla við hlutverki“ ÁTVR stand-
ast því ekki skoðun.“ hdm@mbl.is
Forsenda einkaleyfis
ÁTVR myndi bresta
- Forstjóri ÁTVR vill ekki gefa vefverslun með áfengi frjálsa
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vínbúðin Forstjóri ÁTVR segir frumvarpið fela í sér stefnubreytingu.
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá máli ÁTVR
gegn Arnari Sigurðssyni og tveimur fyrirtækjum í hans
eigu, Sante ehf. og Santewines SAS, en ÁTVR krafðist
þess að þessum aðilum yrði gert að hætta smásölu
áfengis í vefverslun. Einnig krafðist ÁTVR bóta vegna
tjóns, sem stofnunin hefði beðið vegna þessarar sölu.
Arnar og fyrirtækin kröfðust frávísunar málsins.
Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari segir í úrskurði
að ÁTVR hafi ekki sýnt fram á að stofnunin hefði lög-
varða hagsmuni af úrlausn málsins en ÁTVR sagðist
byggja kröfu sína á lögvörðum einkarétti sínum til smásölu áfengis. Þá
var það niðurstaða dómarans, að þeir annmarkar og vankantar væru á
málatilbúnaði ÁTVR, að þeir leiddu til þess að óhjákvæmilegt væri að vísa
málinu í heild sinni frá dómi. Var ÁTVR dæmt til að greiða Arnari og fyrir-
tækjunum 1.650.000 krónur í málskostnað.
Máli ÁTVR gegn Sante vísað frá
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Arnar Sigurðsson
Allt um sjávarútveg