Morgunblaðið - 19.03.2022, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.03.2022, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 . Marta Guðjónsdóttir • Aðhald í rekstri og virðing fyrir framlagi skattborgara • Heildstæð samgöngustefna fyrir alla ferðamáta • Nægt framboð lóða fyrir fjölbreytta íbúðabyggð • Skipulagsstefna í sátt við borgarbúa • Menntastefna sem mætir þörfum nútímans • Persónulegri og skilvirkari þjónusta við eldri borgara • Standa vörð um grænu svæðin í borginni 2. SÆTI Ég hef einlægan áhuga á því að fá að vinna áfram að stefnumálum Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn og taka þátt í því að snúa af vegferð núverandi meirihluta. Ég gef kost á mér í annað sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 18.-19. mars. Helstu markmið: Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is E yjunafnið á vel við okkar persónuleika, því við er- um allar sjálfstæðar og okkur er frekar sama um hvað öðrum finnst. Við erum allar listrænar en samt ólíkar manneskjur og því má segja að við séum hver og ein einstök eyja,“ segja Eyjurnar þrjár, þær Eyja Ástráðsdóttir, Ragn- heiður Eyja Ólafsdóttir og Sinéad Eyja Mara, en þær eru allar fæddar á sama árinu og eru allar í tíunda bekk í Austurbæjarskóla. Eyja Ástráðs er sú eina sem er einvörðungu kölluð Eyja í skólanum, hinar tvær eru kall- aðar báðum nöfnum, til aðgreiningar. Heima er Ragnheiður Eyja yfirleitt einvörðungu kölluð Eyja og sama á við um Sinéad Eyju, hún er alltaf kölluð Eyja heima hjá sér. „Ég er kölluð Eyja Á. þegar ég er í kringum hinar Eyjurnar tvær,“ segir Eyja Ástráðs en hún segist vera nefnd í höfuðið á föðurafa sínum, Eysteini Þorvaldssyni, þegar þær eru spurðar hvernig Eyjunöfnin þeirra komu til. „Mömmu og pabba þótti Eyja afar fallegt nafn vegna fornrar merk- ingar, en Eyja þýðir gæfukona, rétt eins og Eysteinn merkir gæfu- steinn.“ Ragnheiður Eyja segir foreldra sína hafa ákveðið að gefa henni Eyju- nafnið þegar þau litu hana fyrst aug- um, nýfædda. „Til gamans má geta þess að ég varð til í Eyjafirði og að bókstafurinn E er upphafsstafur í nöfnum okkar allra í fjölskyldunni minni. Mamma heitir Esther, pabbi Ólafur Egill og litli bróðir minn heitir Egill.“ Sinéad Eyja segir nöfnin sem hún ber standa fyrir þjóðerni hennar. „Ég er hálfírsk og hálfíslensk, og mamma fékk að ráða Eyjunafninu en þau pabbi völdu saman írska nafnið mitt. Mamma var í menntaskóla í bekk með stelpu sem hét Valdís Eyja og henni fannst það svo flott að hún ákvað strax þá að ef hún eignaðist dóttur í framtíðinni þá fengi hún nafnið Eyja.“ Eyja og Eyjafjallajökulsgosið Tvær þessara Eyja hafa fylgst að frá því þær voru tveggja ára, því Ragnheiður Eyja og Eyja Ástráðs voru saman í leikskóla á Laufásborg og muna vel eftir sér þar. Þær voru líka saman í Hjallastefnugrunnskól- anum í fyrsta til fjórða bekk og fóru svo saman yfir í Austurbæjarskóla. Þar fyrir utan vill svo til að Eyja Ást- ráðs og Sinéad Eyja voru saman í ungbarnaskóla, áður en Sinéad Eyja flutti til Bandaríkjanna með fjöl- skyldu sinni þegar hún var tveggja ára. Þegar Sinéad Eyja var ellefu ára flutti hún aftur til Íslands og þá bætt- ist þriðja Eyjan í hópinn í sjötta bekk í Austurbæjarskóla. „Við vissum að það væri að koma ný stelpa í bekkinn en urðum mjög hissa þegar við heyrðum að hún héti Eyja eins og við,“ segja þær Ragn- heiður Eyja og Eyja Ástráðs og Sin- éad Eyja bætir við að hún hafi vitað af Eyju Ástráðs þegar hún byrjaði í skólanum, því mamma hennar sagði henni frá henni. „En ég vissi ekki af hinni Eyjunni.“ Sinéad Eyja segir að fólk úti í Bandaríkjunum hafi átt svolítið erfitt með að bera Eyjunafnið hennar fram. „Stundum hljómaði það eins og asía á ensku, og flestir skrifuðu það alltaf vitlaust.“ Eyja Ástráðs var nemandi í grunnskóla í Kanada fyrir nokkrum árum og þá vakti nafnið mikla athygli í bekknum vegna tengingar við Eyja- fjallajökul, sem hafði þá nýlega skek- ið heimsbyggðina. Eyjurnar þrjár segjast engar aðrar Eyjur þekkja, en Eyja Ástráðs veit þó um tvær með þessu nafni, jafnöldru mömmu hennar sem er heimspekingur og líka dóttur fjöl- skylduvinkonu sem er kennari í Kvennaskólanum. Þrjár Eyjur og allar í sama bekk Kvenmannsnafnið Eyja merkir gæfukona. Elsta þekkta dæmið um Eyjunafnið er frá 10. öld, í Íslend- ingabók, þar sem finna má Eyju, afabarn Helga magra. Þrjár jafnöldrur bera þetta fagra nafn. Morgunblaðið/Eggert Þrjár Eyjur „Við erum ólíkar manneskjur og því má segja að við séum hver og ein einstök eyja,“ segja þær (f.v.) Ragnheiður Eyja, Sinéad Eyja og Eyja Ástráðsdóttir. Tvær þeirra hafa fylgst að frá því þær voru tveggja ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.