Morgunblaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022
ORKUSJÓÐUR
Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2022
ORKUSJÓÐUR
Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr.
Styrkupphæð til hvers verkefnis ræðst af getu sjóðsins og fjölda umsókna.
Styrkir geta numið 33% af áætluðum stofnkostnaði.
Verkefnastyrkir
Umsóknafrestur er til 7. maí 2022
Umsóknir skulu sendar gegnum
þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is
orkusjodur.is
2. Minnkun olíunotkunar í iðnaði: Búnaður sem nýtir vistvæna orku í stað olíu.
1. Bætt orkunýting: Búnaður sem minnkar raforkunotkun til beinnar hitunar í
rafkyntum varmaveitum og/eða minnkar olíunotkun.
3. Raf- og lífeldsneyti og metan: Bættir innviðir (t.d. dreifing, varaafl) og/eða
framleiðsla raf- eða lífeldsneytis úr orku sem tryggð hefur verið til þess
verkefnis. Nýting líf- og rafeldsneytis og metans skal einnig vera tryggð (t.d. í
tæki), hvort heldur sem orkugjafi eða til frekari framleiðslu.
4. Hleðslustöðvar fyrir samgöngur: Uppsetning hleðslu- eða áfyllingarstöðva til
þéttingar nets hleðslustöðva við vegakerfið sem og gististaði, frístundasvæði
(t.d. íþróttahús, sundlaugar), verslanir og fjölsótta ferðamannastaði. Ef um
hraðhleðslustöðvar er að ræða (150 kW og stærri) getur kostnaður við
sérlausnir verið innifalinn (t.d. rafhlöður, sólarsellur, vindrellur).
5. Orkuskipti í haftengdri starfsemi: Aðgerðir sem nýta vistvæna orku í
haftengdri starfsemi og siglingu til og frá höfn.
Fyrirhugað er að endurnýja laxa-
teljarastífluna í Elliðaánum á sama
stað og eldri stífla og tilheyrandi
mannvirki hafa staðið í námunda
við Rafstöðina í Elliðaárdal en sá
búnaður sem notaður hefur verið
allt frá níunda áratug síðustu aldar
er talinn úr sér genginn.
Fram kemur í ósk Orkuveitu
Reykjavíkur um heimild til þess-
arar endurnýjunar til umhverfis-
og skipulagssviðs borgarinnar að
teljarastíflan er notuð frá og með
maí og út september en hún hýsir
fiskiteljara sem telur og myndar
allan lax sem gengur í Elliðaárnar.
Einnig er seiðagildra tengd við telj-
arastífluna.
„Við byggingu nýrrar stíflu er
talin þörf á að koma fyrir tveimur
steinsteyptum stöplum í ánni,
ásamt steinsteyptum kassa eða
hólfi sem hýsa myndi nýjan fiski-
teljara. Botn hólfsins yrði
steinsteyptur, en loka má því að
ofanverðu með opnanlegum hlera
til að hlífa teljarabúnaðinum,“ seg-
ir í lýsingu á framkvæmdum við
endurnýjun stíflunnar.
Gert er ráð fyrir að hluti hennar
verði úr forsteyptum einingum en
hluti steyptur á staðnum, sem mun
krefjast þess að helmingur árinnar
verði stíflaður með pokum og vatni
veitt yfir á hinn helminginn meðan
á þeirri vinnu stendur.
Öryggi verður betur tryggt
„Stefnt er að því að verkið verði
unnið að vetri þegar rennsli er í
lágmarki. Ljóst er að umtalsvert
auðveldara yrði að umgangast telj-
arabúnaðinn eftir þessar fram-
kvæmdir en nú er. Jafnframt ber að
taka fram að öryggi þeirra
starfsmanna sem þjónusta bún-
aðinn hefur verið ábótavant
hingað til, en með tilkomu end-
urnýjaðrar teljarastíflu á þeim
grundvelli sem hér er lagður
verður það mun betur tryggt,“
segir þar ennfremur.
Fram kemur að fyrirhuguð telj-
arastífla muni væntanlega endast í
áratugi án teljandi viðhalds.
Verkfræðistofan Verkís hannaði
mannvirkið sem til stendur að setja
upp í Elliðaánum.
Vilja endurnýja telj-
arastíflu í Elliðaánum
Tölvugerð mynd/OR og Verkfræðistofan Verkís
Laxateljari Tölvugerð mynd af stíflunni sem á að byggja í Elliðaánum.
Uppskera og afurðir grænmetis og korns
Kínakál Blómkál Paprika Rauðkál Hvítkál Spergilkál Salat Rófur Sveppir Gulrætur Tómatar Gúrkur
54 105 161 172 207 299
538 559 581
754
933
2.067
Innlend framleiðsla 2018 til 2021 (tonn) og hlutfall innflutnings árið 2021 (%)
120
95
70
45
20
'18 '19 '20 '21
1.000
825
650
475
300
'18 '19 '20 '21
2.500
2.125
1.750
1.375
1.000
'18 '19 '20 '21
300
250
200
150
100
'18 '19 '20 '21
9.000
7.125
5.250
3.375
1.500
10.000
8.500
7.000
5.500
4.000
'18 '19 '20 '21
1.500
1.175
850
525
200
'18 '19 '20 '21
400
300
200
100
0
'18 '19 '20 '21
1.500
1.250
1.000
750
500
'18 '19 '20 '21
Innlend framleiðsla 2021 (tonn)
Blómkál
Innflutningur:
85%
Kartöflur
Innflutningur:
25%
Gulrætur
Innflutningur:
47%
Rófur
Innflutningur:
0%
Gúrkur
Innflutningur:
2%
Spergilkál
Innflutningur:
60%
Hvítkál
Innflutningur:
77%
Tómatar
Innflutningur:
56%
Ko
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Innflutningur á gúrkum nánast hvarf á síðasta
ári, miðað við árið á undan. Aðeins voru flutt
inn rúm 30 tonn en innlenda framleiðslan jókst
sem því nemur og vel það. Annars er innflutn-
ingur og innlend framleiðsla grænmetis í
nokkru jafnvægi.
Neysla á tómötum minnkaði á milli ára því
bæði minnkaði innlend framleiðsla og innflutn-
ingur, ef mark má taka á tölum Hagstofu Ís-
lands í því efni. Samdrátturinn er nærri 300
tonn á milli áranna 2021 og 2020. Tölur um
minni framleiðslu tómata koma Guðna Hólm-
ari Kristinssyni, framkvæmdastjóra afurða-
sviðs Sölufélags garðyrkjumanna, mjög á
óvart. Hann telur þær ekki geta staðist, miðað
við þann hluta sölunnar sem fór um hendur
starfsmanna Sölufélagsins. Þar var aukning
enda jókst framleiðslan með stækkun Frið-
heima í Laugarási.
Uppskera á kartöflum minnkaði umtalsvert
en það kom ekki fram í auknum innflutningi.
Framleiðsla hér innanlands á spergilkáli nærri
tvöfaldaðist á árinu 2021, samkvæmt tölum
Hagstofnunnar, og framleiðsla á salati jókst
verulega. Þessi mikla framleiðsla spergilkáls
kemur Guðna einnig á óvart. Hann segir hins
vegar að góð uppskera hafi verið í blómkáli og
árið 2021 hafi verið stærsta árið í því káli.
Stór hluti framleiðslu grænmetis fer í gegn
hjá Sölufélagi garðyrkjumanna en þó ekki all-
ur. Guðni nefnir að fyrirtækið hafi lengi selt
um sex þúsund tonn á ári en sé nú að nálgast
sjö þúsund tonnin. Ekki er að hans sögn útlit
fyrir miklar breytingar á framleiðslu í ár nema
þá að jarðarberjaframleiðsla muni minnka
mikið vegna þess að stórt gróðurhús eyðilagð-
ist í óveðri í vetur.
Gúrkubændur anna innlendri eftirspurn
Morgunblaðið/Ásdís
Grænmeti Tómatar og gúrkur eru vinsælustu tegundirnir á markaðnum.