Morgunblaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
framhaldsnámi
lokið, sem er sjö-
unda hæsta hlut-
fall í Evrópu.
Niðurstaða
rannsóknar þess-
arar var rædd á
málþingi sem Vel-
ferðarvakin stóð
fyrir í síðustu
viku. Þar benti
Kolbeinn á að
ýmsir fleiri þættir en fyrr eru nefnd-
ir geti breytt stöðu. Innflytjendur
t.d. verið í erfiðri stöðu. Einnig börn
langveikra og fólks með örorku.
Bág kjör hafa áhrif
Ein möguleg skýring á miklu
brottfalli er hugsanlega að fram-
haldsskólakerfið hér sé of sveigj-
anlegt. Á Íslandi eiga nemendur allt-
af afturkvæmt í nám. Geta skipt á
milli námsleiða. Fyrir vikið er ekki
alltaf mikið í húfi að ljúka námi í
einni atrennu, segir Kolbeinn. „Á Ís-
landi skilar allur þorri nemenda sér í
framhaldsskóla beint eftir grunn-
skólanám. Þá leiddi rannsóknin í
ljós, að fyrir vikið væri námsval að
loknum grunnskóla ekki lykilatriði á
Íslandi; heldur að nemendur sem
búa við bág kjör séu líklegri en betur
settir nemendur til að hætta.“
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Staða foreldra og viðhorf þeirra til
menntunar ráða miklu um gengi
barna þeirra í framhalsskólum, það
er hvort þau ljúki þar námi eða
hverfi frá því. Efnaleg staða fjöl-
skyldu nemanda hefur einnig tals-
verð áhrif um námsgengið, en fé-
lagslega staðan vegur þyngra. Þetta
segir Kolbeinn Hólmar Stefánsson,
dósent við félagsráðgjafadeild Há-
skóla Íslands.
Þriðjungur einungis
lokið grunnskólanámi
Nýlega kynntu Kolbeinn Hólmar
og Helgi Eiríkur Eyjólfsson rann-
sókn og skýrslu um ástæðu þess
hvers vegna ungt fólk hverfur frá
námi, sem almennt er litið svo á að sé
vandamál samfélagsins alls.
Rannsóknin byggir á gögnum við-
víkjandi fólk fætt 1995 og 1996, alls
um 9.000 manns. Niðurstaða er sú að
aðeins þriðjungur fólks 20-24 ára á
Íslandi hafði einungis lokið grunn-
skólanámi árið 2019, sem var annað
hæsta hlutfallið í Evrópu. Aðeins
Tyrkland stóð þarna hærra. Sama ár
höfðu 23% fólks horfið frá námi fjór-
um árum frá upphafi þess. Á aldr-
inum 25-34 ára hafa 20,6% engu
Kolbeinn segir að áhrif menntunar
foreldra á nám barna þeirra komi
ekki á óvart. Þarna geti skortur á
fyrirmyndum og takmörkuð geta
foreldra til að styðja við nám barna
sinna líka verið áhrifaþáttur .
Menntun hafi sömuleiðis áhrif á
vinnu fólks. Foreldrar með litla
menntun séu líklegri til að vera í
andlega og líkamlega slítandi störf-
um. „Þau þurfa að vinna meira til að
láta enda ná saman, sem kemur nið-
ur á tíma og orku sem þau hafa til að
styðja börn sín í námi. Þá má ætla að
sumir foreldrar með litla menntun
eigi bitra reynslu af menntakerfinu
sem valdi því að þau leggja minni
áherslu á skólagöngu barna sinna.
En svo eru ýmsir námserfiðleikar
sem hafa ekkert með félagslega
stöðu að gera, til dæmis raskanir
sem nemendur geta verið með.“
Byrja þarf strax í grunnskóla að
skima fyrir nemendum í brottfalls-
hættu og fylgja þeim vel eftir með
stuðningi, segir Kolbeinn. Þar þurfi
mennta- og velferðarkerfi að vinna
saman. Ekki sé endilega lausn að
fjölda námskosta, nema hvað gefa
þurfi verknáminu sérstakan gaum
og koma þar betur til móts við nem-
endur eftir getu þeirra og stöðu.
Samkvæmt nýlegum tölum Euro-
stat, hagstofu Evrópusambandins,
höfðu tæp 32% 20 til 24 ára fólks að-
eins lokið grunnskólanámi á Íslandi
sem var annað hæsta hlutfallið í Evr-
ópu. Á aldursbilinu 25-34 ára var
hlutfallið 20,6%, hið sjöunda hæsta í
Evrópu. Kostnaður af brotthvarfi frá
námi er mikill, borinn af bæði sam-
félaginu og þeim sem hætta í skóla.
Slíkt fólk fær gjarnan verri störf en
aðrir, lægri laun, minna atvinnu-
öryggi og býr gjarnan við verri
heilsu en aðrir, eins og Kolbeinn
bendir á.
Menntun lengi lífið
Tölur Hagstofu Íslands benda líka
til þess að vænt ævilengd þeirra sem
hafa aðeins lokið grunnskólanámi við
30 ára aldurinn sé 1,7 árum styttri en
þeirra sem hafa lokið framhaldsskól-
anum. Sé svo hálfu fjórða ári
skemmri en þeirra sem tóku háskóla.
Menntun lengir lífið, er sem sagt
niðurstaðan.
„Fyrir um áratug var kostnaður af
dæmigerðu brotthvarfi árgangs um
16 milljarðar króna framreiknað til
núvirðis. Því er ljóst að mikill hagur
felst í því að draga úr brotthvarfinu.
Allir peningar sem í slíkt færu munu
skila sér fljótt aftur til samfélags-
ins,“ segir Kolbeinn Hólmar.
Foreldrar ráða miklu um brottfall
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Menntun Eftir grunnskóla fer þorri íslenskra ungmenna í framhaldsnám,
en allur gangur er á því hvert úthald þeirra þar er. Sumir hverfa frá námi
sem þykir slæmt. Myndin er af Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ.
- 20% landsmanna 25-34 ára hafa engu framhaldsnámi lokið - Hlutfallið hið 7. hæsta í Evrópu
- Mikill hagur fyrir samfélagið að draga úr brottfalli - Stuðningur og skimun strax í grunnskóla
Kolbeinn Hólmar
Stefánsson
ÚR BÆJARLÍFINU
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Skóla-spa er fastur liður í skóla-
starfi á miðstigi í Grunnskólanum á
Þórshöfn. Eins og nafnið gefur til
kynna þá er um að ræða vísi að lítilli
heilsulind, þar sem nemendur
skiptast á að gefa og þiggja dekur og
dúllerí. Útbúinn var lítill hjólavagn
með ýmsu snyrti- og dekurdóti og
fékk hann nafnið vellíðunarvagninn
en það tengist einkunnarorðum skól-
ans, sem eru virðing, virkni, vinsemd
og vellíðan.
Einn föstudag í mánuði er vagn-
inum rúllað inn í bekkjarstofuna og
nemendurnir eru orðnir leiknir í að
setja sjálfir upp þessa litlu heilsulind.
Nokkrar stöðvar eru settar upp og
fara nemendur á milli stöðva og
skiptast á að gefa og þiggja dekur,
nudd og notalegheit. Í boði er and-
litshreinsun og nudd, handa- og
naglastöð, fótabað með nuddi og
fleira.
Tvær kennslustundir fara í
dekrið og yfirmarkmiðið er að efla
vináttu, tengsl og traust nemenda en
veita jafnframt slökun, ró og vellíð-
an. Kertaljós, slökunartónlist og
snarkandi „arineldur“ í sjónvarpinu
koma í stað björtu flúorljósanna og
dýnur eru á gólfinu. Nemendur fóru
hægt af stað í fyrstu og einhverjir
héldu sér aðeins til hlés í byrjun en
núna eru allir virkir þátttakendur og
óska ákveðið eftir sínum spa-tíma
einn föstudag í mánuði. Markmiðinu
er þá náð, skóla-spa orðið fast í sessi
og nemendur vinna saman að vellíð-
an allra.
- - -
Lítill hugur er í smábátasjó-
mönnum á Þórshöfn varðandi grá-
sleppuvertíð, enn sem komið er, en
veiðar má hefja á sunnudaginn (20.
mars). Einn viðmælandi sagði útlitið
svartara en í fyrra en þá var mikið
veitt og almennt áhugaleysi er nú hjá
kaupendum sem virðast eiga nægar
birgðir frá síðustu vertíð. „Verð er
líka almennt lágt, eftir því sem við
heyrum og mikið óselt frá síðustu
vertíð, svo flestir bíða rólegir og sjá
hvernig málin þróast. Ég hef ekki
heyrt um neinn ákveðinn hér á okkar
svæði sem ætlar að hefja veiðar fljót-
lega. Það eru hins vegar allir að
verða til og með nýfelld net, svo ef
eitthvað glæðist þá erum við klárir,“
sagði Halldór R. Stefánsson á Þórs-
höfn.
- - -
Viðræður um sameiningu sveit-
arfélaganna Langanesbyggðar og
Svalbarðshrepps eru nú á loka-
sprettinum en gengið verður til
kosninga um málið næsta laugardag,
26. mars.
Haldnir hafa verið margir kynn-
ingarfundir þar sem íbúum gafst
færi á að ræða niðurstöður sam-
starfsnefndar um sameiningarmálin
en síðasti kynningarfundurinn var
haldinn nú í vikunni. Þar komu fram
ýmis sjónarmið íbúa og var hægt að
taka þátt í fundinum bæði rafrænt
sem og í félagsheimilinu. Á fundinum
var kynning á framtíðarsýn sam-
starfsnefndarinnar og forsendum
fyrir sameiningartillögu hennar og
síðan opnað á umræður og fyrir-
spurnir fundargesta. Sem fyrr komu
m.a. fram vangaveltur um jarðeignir
sveitarfélaganna og fyrirkomulag á
rekstri þeirra en stofnaður verður
jarðasjóður um eignirnar. Tekjur
jarðasjóðs munu ganga alfarið inn í
sveitarsjóð og um sjóðinn gilda afar
strangar reglur og nokkuð flóknar, í
þeim tilgangi að torvelda jarðasölu
því almennt er skoðunin sú að það sé
hagur byggðarlagsins að jarðirnar
tilheyri því en verði ekki seldar.
Ýmsar spurningar komu fram sem
svarað var af bestu getu en stóra
spurningin sem eftir stóð á fundinum
var þessi: „Hvort leysum við verk-
efnin okkar betur í einu sameinuðu
sveitarfélagi eða tveimur?“
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Dekur Nemendur í Grunnskóla Þórshafnar láta sér líða vel í skóla-spainu þar sem þeir gefa og þiggja dekur.
Vinsæll vellíðunarvagn
36. flokksþing Framsóknarflokks-
ins verður haldið um helgina á
Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík
undir yfirskriftinni „Ný framsókn
fyrir landið allt“.
Fram kemur á
heimasíðu Fram-
sóknar að flokk-
urinn haldi
reglulegt flokks-
þing sem haust-
fundur mið-
stjórnar boðar
til, eigi sjaldnar
en annað hvert
ár og skal það að
jafnaði haldið
fyrri hluta árs.
Það ákveði meginstefnu flokksins í
landsmálum, setji flokknum lög og
hafi æðsta vald í málefnum hans.
Óvenjulangt er hins vegar á milli
flokksþinga nú en síðasta flokks-
þing Framsóknarflokksins var
haldið árið 2018. Vegna kórónu-
veirufaraldursins var ákveðið að
fresta þinginu sem átti að halda
árið 2020 og aftur var ákveðið að
fresta þinginu á síðasta ári af sömu
ástæðu.
Gefa kost á sér áfram
Á flokksþinginu nú fer fram kjör
í helstu embætti. Sigurður Ingi Jó-
hannsson er formaður flokksins,
Lilja Alfreðsdóttir er varaformaður
og gefa þau bæði kost á sér til að
gegna embættunum áfram.
Jón Björn Hákonarson er ritari
en hann sækist ekki eftir endur-
kjöri og Ásmundur Einar Daðason
hefur lýst yfir framboði í embættið.
Flokksþingið verður sett í dag og
þá heldur Sigurður Ingi yfirlits-
ræðu. Kosningar til embætta
flokksins fara fram á morgun og
flokksþinginu lýkur síðdegis á
morgun með afgreiðslu mála.
Flokksþing Fram-
sóknar um helgina
- Kosið í embætti flokksins á þinginu
Sigurður Ingi
Jóhannsson