Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 26

Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 26
26 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Stríðið í Úkraínu hefur staðið í 24 daga og ekkert lát virðist ætla að verða á árásunum. Í gær var gerð loftárás á byggingu fyrir utan flug- völl í Lviv, sem er í 70 km fjarlægð frá pólsku landamærunum. Það er önnur árásin nálægt borginni, en Rússar réðust á æfingasvæði fyrir norðan hana aðfaranótt 13. mars, þar sem 35 létust og yfir 130 særð- ust. Borgin hefur hingað til verið skjól flóttamanna á leið til Póllands. Í Maríupol blasir við mannlegur harmleikur ef ekki tekst að koma vistum og ná í fólk frá borginni. Hvorki er rafmagn né hiti og skortur á vatni, mat og lyfjum er orðinn lífs- hættulegur að sögn talsmanns Sam- einuðu þjóðanna. Verið er að reyna að tryggja flóttaleiðir frá borginni, en það hefur ekki tekist. Þó hefur 30 þúsund borgurum tekist að flýja á einkabílum, en eftir sprengjuárásina á leikhús borgarinnar greip um sig mikil hræðsla. 130 manns hefur verið bjargað úr rústum leikhússins, björgunarstarf heldur áfram því tal- ið er að meira en 1.000 manns hafi leitað þar vars. Loftárás á íbúðablokk Í Karkív héldu loftárásir áfram í gær og mikill eldur kom upp í fjöl- mennasta vinnustað borgarinnar, Barabashova-markaðinum, sem er stærsti markaður heims og að hluta til útimarkaður. Milljón íbúa hefur lagt á flótta og yfirgefið borgina og aðeins eru 500 þúsund íbúar eftir. Loftárás var gerð á íbúðablokk í Kænugarði í gærmorgun og talið að einn hafi látist. Yfirvöld borgarinnar sögðu einnig hafa verið skotið á skóla og barnaleikvöll. Varnarmálaráðu- neyti Rússlands segist nú hafa náð að „frelsa meira en 90% lýðveldisins Luhansk“, en Rússar viðurkenndu sjálfstæði bæði Luhansk og Dón- etsk, héraða aðskilnaðarsinna, þremur dögum fyrir innrásina undir því yfirskini að héruðin væru á valdi úkraínskra nasista. Samkvæmt töl- um frá SÞ er fjöldi flóttamanna í Úkraínu kominn í 3,2 milljónir og fara flestir yfir til Póllands og dreif- ast þaðan um álfuna. Í Úkraínu sjálfri er talið að 13 milljónir þarfnist bráðrar aðstoðar varðandi vatn, mat og lyf og þörfin eykst dag frá degi. Vladimír Pútín hélt upp á átta ára afmæli yfirtöku Krímskagans í Moskvu í gær með tíu þúsund manns. Andi þjóðernishyggju sveif yfir, rússneski fáninn alls staðar og margir merktir Z-merki stuðnings- manna. doraosk@mbl.is Stöðugar loftárásir á íbúabyggð - Loftárás á Lviv - Hungursneyð blasir við í Maríupol - Enn leitað í rústum leikhússins - Rússar með stjórn 90% í Luhansk - 13 milljónir í neyð og flóttamenn 3,2 milljónir - Pútín fagnar í Moskvu AFP/FADEL SENNA Kænugarður Loftárás var gerð á íbúðablokk í norðurhluta Kænugarðs snemma í gærmorgun samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum borgarinnar sem sögðu að einnig hefði verið skotið á skóla og barnaleikvöll. Í gær var 109 barnavögnum raðað upp á torginu fyrir framan aðsetur borgarstjórnar Lviv sem minnisvarða um þau 109 börn sem hafa dáið af völdum árásar Rússa á landið. Reiði umheimsins vegna árása á almenna borgara og börn er mikil og Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur verið óformlega sakaður um stríðsglæpi af Bandaríkjamönnum. Samkvæmt Genfarsáttmálanum frá 1949 er tekið fram að árásir á heil- brigðisstofnanir og starfsfólk séu stríðsglæpur og eins árásir sem beinast sérstaklega að almennum borgurum. AFP/Yuriy Dyachyshyn Táknræn framsetning í Lviv á morðum 109 barna í Úkraínu Stuttu fyrir símtal Joes Bidens Bandaríkjaforseta og Xi Jinpings forseta Kína í gær sáust bæði kín- versk og bandarísk herskip sigla ná- lægt Taívan, sem er lýsandi fyrir ástandið, þar sem þrátt fyrir já- kvæðar yfirlýsingar var samt stutt í lítt dulbúnar hótanir. Haft var eftir Xi Jinping forseta Kína að allir töpuðu á stríðinu í Úkraínu og að bæði Kína og Banda- ríkin þyrftu að axla sína ábyrgð á stöðunni. Biden leitaði eftir trygg- ingu fyrir að Kína myndi ekki styðja Pútín og minnka þannig áhrif refsi- aðgerða Vesturlanda gegn Rússum og sagði að framtíð Kína lægi með Vesturlöndum. Engin skýr svör fengust, en vitað er að Kína metur samband sitt við Pútín, og sér ákveðna hliðstæðu þar við eigin stöðu gegn Taívan, en á sama tíma eru viðskiptatengsl við Vesturlönd mikilvæg, svo talið er að Kína sé að meta stöðuna. Fram kom í gær að Xi hefði varað Biden við afskiptum af Taívan í sam- talinu og Biden sagt að aðstoð Kína við Pútín hefði afleiðingar. Í lok samtalsins var ákveðið að halda samskiptaleiðum opnum svo búast má við fleiri símtölum á næstunni. Símtal Bidens og Xi Jinpings - Talið að Kína sé að vega og meta hagsmuni sína í stöðunni AFP/MANDEL NGAN Viðræður Joe Biden og Xi Jinping ræddu málin í tæpa tvo tíma í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.