Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 28

Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á framboðs- lista fyrir forseta- kosningarnar í Rússlandi árið 2018 er skráð að Vladimír Pútín eigi 77 fermetra íbúð og henni fylgi 18 fermetra bílskúr. Þar við bætast samkvæmt upp- lýsingum frá Kreml 18 milljóna króna árslaun forsetans. Þetta er það sem skráð er op- inberlega. Þeir eru þó til sem telja að þessar upplýsingar gefi mjög takmarkaða mynd af auð- æfum Pútíns. Bill Browder, sem fór illa út úr viðskiptum í Rússlandi á sínum tíma og hef- ur gagnrýnt Pútín harkalega, meðal annars í viðtali við Morg- unblaðið þegar hann kom hing- að til lands árið 2015, metur eigur Rússlandsforseta á 25 billjónir króna (það eru 25 þús- und milljarðar króna). Yrði hann þar með einn ríkasti mað- ur heims. Eignir Pútíns mun ekki vera hægt að finna með því að opna reikninga og skrár. Í úttekt í þýska tímaritinu Der Spiegel, sem hér er byggt á, segir að Pútín noti her óligarka sem leppa til að fela peningaslóð sína. Sérstaklega eftir að hann náði endurkjöri árið 2012 hafi Pútín notað kerfi byggt á spill- ingu og milligöngumönnum til að sópa til sín fé. Hópur trún- aðarvina, sem hann þekki flesta frá tíma sínum í KGB, hafi þjónað honum sem nokkurs konar gangandi peningaveski. Nokkuð hefur verið gert úr gríðarstórri höll, sem stendur á 70 hektara landi við Svartahaf. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, sem reynt var að eitra fyrir og nú situr í fang- elsi í Rússlandi, gerði langt myndskeið um „Höll Pútíns“. Höllin er metin á 180 milljarða króna og er búin sundlaug, ís- hokkívelli og spilavíti. Rússnesk stjórnvöld þver- taka fyrir að Pútín eigi höllina og hefur óligarkinn Arkadí Rotenberg lýst yfir því að hún sé sín eign og hyggist hann hafa þar hótel. Hefur vakið furðu að rússneska leyniþjónustan, FSB, skuli vakta hið svokallaða hótel og allt flug yfir því skuli bannað. Meira hefur verið tínt til. Einkaflugvél Pútíns heitir „Kreml fljúgandi“ og er metin á um 64 milljarða króna. Nokkr- um dögum fyrir innrás Pútíns í Úkraínu lagði 82 metra löng snekkja, sem nefnist „Grace- ful“, úr höfninni í Hamborg og hélt til Kaliníngrad. Snekkjan er skráð á fyrirtæki, sem heitir Argument. Ofursnekkjur þriggja annarra rússneskra auðmanna sátu hins vegar eftir í höfninni og hafa nú verið kyrr- settar. Í Der Spiegel segir að áhöfnin á Graceful hafi í það minnsta verið betur upplýst um hernaðaráætl- anir Pútíns, en eig- endur hinna snekkjanna. Mikill auður hef- ur safnast á fáar hendur í Rúss- landi frá því Sovétríkin leystust upp. Pútín hefur í valdatíð sinni tekist á við marga þeirra auð- jöfra, sem fyrstir komu að kjöt- kötlunum og urðu margir vell- auðugir á vafasömum for- sendum. Fyrir Pútín vakti einkum að gæta þess að féð væri í „réttum“ höndum, frekar en að hann væri að gæta hags- muna almennings. Rússneskir óligarkar hafa komið gríðarlegum auðæfum fyrir með ýmsum hætti utan Rússlands. Má nefna að höfuð- borg Bretlands hefur hlotið við- urnefnið Londongrad vegna mikilla umsvifa rússneskra auðmanna þar. Þeim var lýst í fréttaskýringu í Viðskipta- mogganum 9. mars. Í London er ein helsta fjár- málamiðstöð heimsins og þeir, sem vilja fela peninga sína og þvo, hafa getað notað hana og hið samtvinnaða aflandseyja- kerfi óspart. Peningaþvott- urinn hefur haldið áfram linnu- lítið þrátt fyrir uppljóstranir og birtingu skjala, sem kennd eru við Tortólu, Panama og önnur skjól, og yfirlýsingar yfirvalda um að nú verði gripið í taum- ana. Til marks um máttleysið er að Ísland var sett á gráan lista út af einhverjum ambög- um í reglum á meðan allt var talið í himnalagi í fjármála- miðstöðinni í London af því að þar voru reglurnar til fyrir- myndar. Það var bara ekki far- ið eftir þeim. Margir hafa látið glepjast af rússnesku gulli og þeir eru ekki bara í London. Bankar á Norð- urlöndum hafa tekið þátt í stór- tækum peningaþvotti og það má nefna Sviss, Lúxemborg og Kýpur. Og það er ekki bara rússneskt fé sem er þvegið. Eiturlyfjabarónar og þrælasal- ar nútímans nota fjármálakerf- ið til að fela peninga sína og koma þeim í umferð. Það sama á við um einræðisherra og harðstjóra. Einhvern tímann var sagt að bara vextirnir af aflandsreikningum afrískra valdamanna myndu duga til að standa í skilum á afborgunum af öllum opinberum lánum álf- unnar. Þátttakan í þessari spillingu er blettur á fjármálakerfi heimsins. Frysting á eigum rússneskra auðmanna hefur vakið vonir um að loks verði farið að stemma stigu við þvotti á peningum fyrir alvöru. Það væri gott en verður ekki trúað fyrr en taka má á því. Vonir hafa vaknað um að aðgerðir gegn Rússum verði til að stöðva þvott á pen- ingum fyrir alvöru} Þvegið fé og falið E in sterkasta minning mín úr æsku tengist því þegar ég stóð fyrir framan hús skólasystur minnar sem var að brenna til kaldra kola. Enginn slasaðist en fátt bjargaðist af veraldlegum munum. Ég var eðlilega upptekin af þessum atburði og foreldrar mínir róuðu mig með því að ræða um mikilvægi forvarna. Hvernig við gætum búið okkur undir það óvænta. Hvernig við reynum að tryggja okkur fyrir því versta. Það er kviknað í Evrópu núna. Mannslíf, heimili, framtíðarplön, samfélög. Pútín Rúss- landsforseti og hermenn hans hlífa engu. Mitt í rústunum stendur Selenskí forseti Úkraínu og segir við heiminn: „Við erum ekki bara að verja landið okkar, við erum að verja Evrópu.“ Þjóðhöfðingjar Evrópu, þar með talið Íslands, tala enda einu máli um að stríðs- rekstur Pútíns í Úkraínu sé árás á vestræn gildi. Árás á þau gildi frelsis, jafnréttis og mannréttinda sem hafa verið fest í sessi í vestrænum lýðræðisríkjum frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Það er því dapurlegt að heyra málflutning hér á landi um að nú sé ekki rétti tíminn til að ræða öryggis- og varnarhagsmuni Íslands. Að það jaðri við tækifær- ismennsku að færa slíkt í tal á þessum tímum. Ég held reyndar að fólk sem þannig talar trúi fæst eigin orðum. Handritinu hefur hins vegar verið dreift. Staðreyndin er auðvitað sú að það er grafalvarlegt ef reyna á í al- vöru að þagga umræðu um mál sem varðar grundvallarhagsmuni Íslands. Enginn getur tekið sér slíkt dagskrárvald í lýðræðissam- félagi, ekki einu sinni kjörin stjórnvöld. Það eina sem ávinnst er að viðkomandi sýnir svo ekki verður um villst fram á eigið getuleysi við að leiða varnar- og öryggismál Íslands í nýrri og breyttri heimsmynd. Og engin fýlu- köst eða gífuryrði einstaka stjórnmálamanna breyta þeirri staðreynd að Evrópusam- bandið er í forystuhlutverki við að standa vörð um þau gildi sem við byggjum á. Að hjarta okkar er í Evrópu. Blóðbaðið í Úkraínu er sterk áminning um það hversu fljótt veður geta skipast í lofti. Að leið lýðræðisþjóða í Evrópu til að tryggja hagsmuni sína felst í aðild að Evrópusam- bandinu og Atlantshafsbandalaginu. Í þeim anda hefur Viðreisn lagt fram þingsályktunartillögu um aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum þar sem utanríkisráðherra yrði m.a. falið að meta kosti þess að stíga lokaskrefið að fullri aðild að Evrópusam- bandinu. Slíkt skref verður ekki stigið í einu vetfangi en nýtt stöðumat er óhjákvæmilegt. Fyrsta skrefið er að opna umræðu, sem hefur verið lokuð. Í þeirri lokun felst nefnilega óviðunandi uppgjöf fyrir verkefnum sam- tímans. Hanna Katrín Friðriksson Pistill Hjartað í Evrópu Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. hannakatrin@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is H afnarfjarðarbær hefur óskað eftir því að Guð- mundur Ingi Guð- brandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sjái til þess að álagi vegna mikils fjölda flótta- fólks verði dreift með jafnari hætti á sveitarfélögin. Þetta kom fram í bréfi Rósu Guðbjartsdóttur bæj- arstjóra 17. mars. Félagsmálaráðuneytið sendi sveitarfélögum erindi vegna mót- töku flóttafólks 9. mars og leitaði eftir þátttöku þeirra í því verkefni. Í bréfi Rósu segir að Hafnar- fjarðarbær hafi verið með samning við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd frá 2015. Hann kveði á um að veita allt að 100 umsækjendum þjónustu og húsnæði. Nýlega fréttu bæjaryfirvöld að Útlendingastofnun hefði tekið á leigu tvö hótel í Hafn- arfirði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þar dvelja nú 102 en pláss er fyrir 150. „Hafnarfjarðarbær gerir alvar- lega athugasemd við það að ekkert samráð var haft við fulltrúa sveitar- félagsins við þessa ráðstöfun Út- lendingastofnunar. Fullur skiln- ingur er á því að staðan í mála- flokknum er mjög erfið og fjöldi þeirra sem leita hér eftir alþjóðlegri vernd hefur aukist mikið síðustu mánuði,“ segir í bréfinu. „Nú er svo komið (að) sveitar- félagið er komið að þolmörkum og innviðir, s.s. grunnskólar og leik- skólar, standa ekki undir þeirri þjónustu sem sveitarfélagið vill veita þessum hópi,“ segir í bréfinu. Þá er þess getið að Hafnarfjörður sé eitt fimm sveitarfélaga sem hafa gert samning við félagsmálaráðu- neytið um samræmda móttöku flóttafólks sem fengið hefur al- þjóðlega vernd. Hann er þegar full- nýttur og meira til. „Þar sem Út- lendingastofnun hefur án samráðs nú þegar fjölgað umsækjendum um meira en eitt hundrað í sveitar- félaginu má gera ráð fyrir að stór- aukið álag verði í samræmdu mót- tökunni,“ skrifar Rósa. Þá er vakin athygli á því að þessi staða var komin upp áður en móttaka flóttamanna frá Úkraínu hófst. Bæjarstjórinn segir að Hafnarfjarðarbær hafi fullan hug á að taka þátt í því, en það blasi við að fleiri sveitarfélög verði að koma að móttöku flóttafólks. Sveitarfélagið er reiðubúið að veita öðrum ráðgjöf og stuðning til að sinna málum flóttafólks sem allra best. Mörg sveitarfélög verða með „Mörg sveitarfélög eru þessa dagana að samþykkja að taka þátt í samræmdri móttöku flóttafólks í samvinnu við ríkisstjórnina,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði. Hún segir mikilvægt að það liggi alveg ljóst fyrir hvað felst í þessari mót- töku flóttafólksins og fyrir hvað ríkisstjórnin ætlar að greiða varð- andi hana. „Þetta þarf að vinna hratt því flóttafólkið er sumt hvert þegar komið, eins og til dæmis í mitt sveit- arfélag. Við þurfum að fá fljótt svör frá ríkinu um hver borgar hvað,“ segir Aldís. Hún segir að sveitar- félögin geri ráð fyrir að fá greiðslur frá ríkinu fyrir móttöku flótta- manna, eins og var gert t.d. vegna samræmdrar móttöku flóttafólks frá Sýrlandi og fleiri. Ríkisstjórnin borgaði þá húsaleigu, framfærslu, skólakostnað barna og fleira. Aldís segir að nú sé verið að ræða úrbæt- ur á þessum samningum. Kostnaður hafi reynst meiri en samningarnir gerðu ráð fyrir. Eins þurfi þeir líka að gilda til lengri tíma en hingað til. Móttaka flóttafólks og álag á sveitarfélög AFP/Wojtek Radwanski Flóttamenn Börn að leik á sviði leikhúss í Przemysl í Póllandi. Á fjórðu milljón Úkraínumanna hefur flúið stríðið og sumir munu koma hingað. Sveitarfélög hafa tekið vel í erindi félags- og vinnumarkaðs- ráðherra um að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu og hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga, að sögn ráðuneytisins. Sveitarfélög hafa bæði sent inn formlegt svar og óskað eftir frekari upplýsingum. Fimm sveitarfélög eru með samning við ráðuneytið vegna móttöku flóttafólks. Auk þess hafa tíu sent formlega beiðni um frekari upplýsingar. Fyrirhugaður er fundur í næstu viku þar sem móttaka flóttafólks er kynnt betur fyrir sveitarfélögum. Þrjú sveitarfélög eru með samning við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd en það er þörf á fleiri sveitarfélögum. Fé- lags- og vinnumarkaðsráðu- neytið er að taka yfir þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og mun leita eftir fleiri samstarfssveitarfélögum í því verkefni, að sögn ráðuneytisins. Sveitarfélög sýna áhuga LEITAÐ EFTIR SAMSTARFI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.