Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 30

Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Asparteigur 5, 250 Garði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Ný fullbúin og vönduð 3ja herbergja íbúð í parhúsi á einni hæð, með bílskýli og sólpalli sem snýr í vestur. Bílskýli 19,3 m2 ekki inní fermetratölu Fleiri myndir og lýsing á eignasala.is Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali s. 899 0555 Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala s. 773 0397 Verð 47.900.000 Stærð 89,8 m2 K ennarinn: Jæja, krakkar mínir. Eru nokkrar slettu-fréttir í dag? Nemandi 1: Já, ég heyrði unga konu í heita pottinum segja: „Ég skrifaði BA-ritgerðina mína um þetta, því ég hef slightly meiri áhuga á þessu, actually. So far hef ég ekki fengið mörg comment.“ Nemandi 2: Það var nú einn í pottinum sem var að tala um utanlands- ferðina sína. Hann lýsti því svona: „Ég greindist með COVID á öðrum degi í ferðinni. Ég var basically groundaður á hótelinu það sem eftir var.“ Nemandi 3: Ég heyrði vöðvatröll í tækjasalnum lýsa matreiðslunni hjá sér. Hann sagði orðrétt: „Þegar ég er að mealpreppa sweet potatoes, þá boila ég þá. Það er good shit.“ Nemandi 4: Í búningsklefanum var einhver að tala um óvinsæla konu og sagði: „Þau randomly sögðu að hún væri disgusting.“ Nemandi 5: Ég var nú bara að hlusta á útvarpið. Þar var einn sem sagði: „Við viljum sjá alvöru slag um formannssætið hjá KSÍ – Það downgreidar þetta aðeins að Vanda fái rússneska kosningu.“ Nemandi 6: Einmitt, í íþróttafréttum var sagt: „Þeir hafa rípleisað þann sem komst ekki á mótið.“ Nemandi 7: Ég heyrði þáttarstjórnanda á Rás 1 spyrja gestina: „Hvernig strýkur Zel- enskyy ykkur sem leið- togi?“ (How does he strike you as a leader?) Nemandi 8: Já, einn gestur á Rás 1 sagði líka: „Þetta var drop-off svæði, ef ég má sletta.“ Kennarinn: Þakka ykkur fyrir. Hver er þá niðurstaðan? Nemendur (eftir stuttan vinnufund): 1. Berum virðingu fyrir móðurmálinu, það hefur ekkert með þjóðrembu að gera. 2. Við höfum enga þörf fyrir aktjúallí og beisikklí í íslensku. 3. Viðurkennum aldrei að það sé fínt að sletta. Leggjum okkur samt fram um að læra ensku og önnur tungumál. 4. Þegar við heyrum hvert annað sletta, þá skulum við leika okkur að því í sameiningu að finna í staðinn bestu íslensku orðin. 5. Það er mikilvægt að lesa fyrir börn á kvöldin, já, á hverju kvöldi. 6. Höfum upplestrarstund í skólastofunni á hverjum degi, já, hverjum degi (framhaldssögur og aðra texta). Það skapar umræðu. 7. Ræðum saman við eldhúsborðið heima. 8. Setjum sanngjarnar reglur um símanotkun og YouTube. 9. Tölum íslensku við innflytjendur og hjálpum þeim við námið. Og sýn- um uppruna þeirra áhuga, spyrjum þá spurninga um það sem þeir vita meira um en við – þá fá þeir áhuga á okkur og málinu okkar. 10. Hvetjum krakka til að skrifa dagbók á hverju kvöldi. Kennarinn: Kærar þakkir. Nú ráðlegg ég ykkur að fara með þetta beint á miðlana ykkar og deila því með vinum sem deili því síðan áfram. Þetta er svo einfalt. Þið getið með þessu móti sveigt íslenskuna af rangri braut án þess að beita einu einasta skammaryrði og án þess að það kosti samfélagið einn einasta eyri. Fræðingarnir hafa brugðist. Við kennararn- ir höfum brugðist. Foreldrarnir hafa brugðist. Ef einhverjir geta bjargað íslenskunni eruð það þið. Það er enn von Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Í byrjun vikunnar hófst mesta NATO-heræfingin í Norður-Noregi frá því á níunda áratugnum. Sænskir og finnskir hermenn æfa þar við hlið liðs- manna NATO-landa. Rússar sendu að minnsta kosti tvö stór herskip út á Noregshaf, milli Íslands og Noregs, til að minna á sig með skotæfingum. Fréttirnar minna á tæplega 40 ára gamlar frásagnir sem birtust þegar Keflavíkurstöðin með allt að 5.000 Bandaríkjamönnum gekk í endurnýjun lífdaga. Þar var fullkomnasti hátæknibúnaður til eftirlits í undirdjúp- unum og í lofti. Ráðist var í mikla mannvirkjagerð, meðal annars smíði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem var formlega opnuð fyrri hluta árs 1987. Andstæðingar NATO og varnarsamstarfsins höfðu allt á hornum sér vegna framkvæmdanna við flugstöð- ina. Til að friða þá á pólitískum vettvangi var ákveðið að flugstöðvarbyggingin, sem Bandaríkjastjórn fjármagn- aði að hluta, yrði minni en upphaflega var ráðgert. Eftir að hætt var að deila um sjálfa veru varnarliðsins hér beittu andstæðingar þess sér gegn einstökum fram- kvæmdum og eimir enn eftir af þeirri undarlegu afstöðu. Þótt minningar af þessu tagi vakni nú þegar litið er til NATO- æfingarinnar Cold Response í N- Noregi er pólitíska og hernaðar- lega staðan allt önnur en hún var þá. Þrátt fyrir spennu milli aust- urs og vesturs og stefnu Sovét- manna að heimsyfirráðum í krafti hervæddrar hugmyndafræði sinnar giltu ákveðnar leikreglur: virðing fyrir fullveldi, friðhelgi landamæra og alþjóðalögum. Stöðugleiki reistur á viður- kenndum grundvallarreglum er nú úr sögunni. Vladimir Pútin Rússlandsforseti svipti sjálfan sig endanlega öllu trausti annarra þegar hann skilgreindi Úkraínu sem ekki-ríki án þjóðar og þar með án landamæra; hann yrði að senda rússneska herinn til „sérstakra aðgerða“ svo að afmá mætti óværuna. Á tveimur dögum ætlaði hann að af- vopna Úkraínumenn og afhöfða stjórnendur landsins. Nú er hann fastur í eigin stóryrðum, her hans ræðst á sjúkrahús og griðastaði almennra borgara. Árás var gerð á leikhús í hafnarborginni Mariupol miðvikudaginn 16. apríl þrátt fyrir viðvaranir um að þar dveldust börn. Augljós stríðsglæpur, segja sérfræðingar. Heimskautasvæðin í Síberíu og vestur að landamær- um Noregs og Finnlands hafa sérstakt aðdráttarafl í augum Pútins. Má vitna í fjölmargar ræður hans og ákvarðanir því til stuðnings. Áhuginn á svæðinu vex með aukinni hlýnun jarðar, opnun siglingaleiða og fleiri tæki- færum til að nýta auðlindir. Þar vegur jarðefnaeldsneyti, olía og gas, þyngst. Fjárfestingin í þágu vinnslunnar er gífurleg. Landbrot til vinnslu, hafnargerð, lagning flug- valla, vega, lestarteina og leiðslna – að öllu þessu hefur verið unnið fyrir gífurlega háar fjárhæðir. Tekjurnar eru einnig miklar. Í umræðum um orkusölu Rússa til Evrópu eftir að Úkraínustríðið hófst segir að Evrópuríkin greiði Rússum orkureikning sem nemi milljarði evra á dag. Í fjarræðu í þýska þinginu fimmtudaginn 17. mars sakaði Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti Þjóðverja um að taka eigin efnahag fram yfir öryggi Úkraínu í að- draganda innrásar Rússa. Ekkert tillit hefði verið tekið til gagnrýni Úkraínumanna á Nord Stream 2 gasleiðsl- una þótt hún ógnaði bæði öryggi Evrópu og Úkraínu. Meira en helmingur af jarðgasi í Þýskalandi kemur frá Rússlandi. Nú í mars ákvað framkvæmdastjórn ESB að nokkru fyrir 2030 verði ekkert jarðefnaeldsneyti flutt inn frá Rússlandi. Í ár beinist athyglin að jarðgasi og á að skera innflutning þess niður um þriðjung úr 155 milljörðum rúmmetra í 100 milljarða á ári. Bilið á að brúa með jarð- gas-tankskipum frá Bandaríkjunum og Qatar. Samhliða vaxandi efnahagslegu mikilvægi norðurslóða og siglingaleiðanna í norðri hafa Rússar hervæðst við Norður- Íshaf. Á rúmlega 24.000 km langri strandlengju þeirra eru nú herstöðvar og flugvellir auk hafna á Kólaskaga fyrir rúss- neska Norðurflotann og kjarn- orkukafbáta með langdræga kjarnaodda-flugar, þungamiðju rússneska fælingarmáttarins. Pútin setti þennan herafla í við- bragðsstöðu vegna Úkraínu- stríðsins, einmitt þegar hvatt var til minni orkuviðskipta við hann. Á sínum tíma kallaði Mikhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi norðurslóðir „svæði friðar“ og fræðimenn skilgreindu þær sem „undantekningu“, ónæmar fyrir átökum. Fram að innrásinni í Úkraínu lýstu norrænir stjórnmálamenn og fræðimenn norðurslóðum jafnan sem „lágspennu- svæði“. Stenst sú lýsing lengur? Rússar líta á sig sem „leiðandi norðurslóðaþjóð“. Þeir eru í formennsku Norðurskautsráðsins, að nafninu til fram í maí 2023. Að nafninu til vegna þess að hinar norð- urskautsþjóðirnar sjö, norrænu þjóðirnar, Bandaríkja- menn og Kanadamenn, gerðu „hlé“ á starfsemi ráðsins 3. mars 2022. Þær vilja ekki sitja þar við sama borð og Rússar. Norðurskautsráðið er ekki lengur nein undan- tekning. Rússar eru þar á bannlista eins og annars stað- ar. Erfitt er að túlka þá þróun alla í anda lágspennu. Í Úkraínu sannaðist að sjái Pútin tækifæri og tóma- rúm vegna lítilla varna víkur skynsemin til hliðar. Í Úkraínu dreymir Pútin um endurreisn keisaradæmisins. Í norðri lokka náttúruauðæfin. Ákveðið hefur verið að NATO auki herviðbúnað sinn á landi, sjó, í lofti, netheimum og geimnum. Hugmyndin er að tillögur um þetta verði samþykktar í júní í sumar. Óhjákvæmilegt er að minnka freistingar til valdbeitinga á norðurslóðum og huga að öryggi gasflutningaskipa yfir N-Atlantshaf telji Pútin þau ögra fjárhag sínum. Fækka verður freistingum Pútins Í Úkraínu sannaðist að sjái Pútin tækifæri og tómarúm vegna lítilla varna víkur skyn- semin til hliðar. Í Úkraínu dreymir Pútin um endurreisn keisaradæmisins. Í norðri lokka náttúruauðæfin. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Árið 1936, þegar nasisminn gekk ljósum logum um Norðurálfuna, orti norska skáldið Arnulf Øverland áhrifamikið kvæði, „Þú mátt ekki sofa!“ sem Magnús Ásgeirsson sneri á ís- lensku. Þar segir: Þú mátt ekki hírast í helgum steini með hlutlausri aumkun í þögn og leyni! Vesturlandamenn verða að sögn skáldsins að standa sameinaðir í stað þess að falla sundraðir: En hver, sem ei lífinu hættir í flokki, má hætta því einn – á böðuls stokki. Kvæði Øverlands hafði bersýni- lega mikil áhrif á Tómas Guð- mundsson, sem orti kvæðið „Heimsókn“ árið 1942, í miðju stríði: Og vei þeim, sem ei virðir skáldskap þann, sem veruleikinn yrkir kringum hann … Niðurstaða Tómasar er afdráttarlaus: Því meðan til er böl, sem bætt þú gast, og barist var, á meðan hjá þú sast, er ólán heimsins einnig þér að kenna. Þessa dagana verður mér iðulega hugsað til kvæða þeirra Øverlands og Tómasar. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Tvö kvæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.