Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 31

Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 S íðustu umferðir Íslandsmóts skákfélaga sem lauk í Eg- ilshöll fyrir tveimur vikum buðu upp á mikla dramatík og eiginlega fremur óvænt úrslit miðað við hvernig mótið hafði þróast. Taflfélag Garðabæjar var með örugga forystu þegar seinni hlutinn hófst og náði að auka við það um eitt stig strax í sjöttu um- ferð. Staðan var óbreytt eftir sjö- undu umferð en þá var komið að úrslitaviðureign TG og TR. Í fyrri hlutanum varð jafntefli, 4:4, en svo tapaði TR fyrir Fjölni og því var þess staða uppi. Er skemmst frá því að segja að TR-ingar unnu öruggan sigur, 5½:2½, og réði þar miklu að sænsku skákmennirnir, sem Garðbæingar fengu til liðs við sig og höfðu staðið sig vel í fyrri hlutanum, töpuðu allir. Eftir viður- eignina átti TG samt eitt stig á TR en Garðbæingar töpuðu einnig í 9. umferð fyrir Víkingaklúbbnum og þar réðust úrslit mótsins. Bæði liðin unnu svo í lokaumferðinni eins og rakið var í síðasta pistli og sveit TR varð Íslandsmeistari. Margeir Pétursson hefur verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarið vegna starfa sinna og tengsla við Úkraínu og hann reyndist drjúgur fyrir TR. Eftir keppnina hafði Mar- geir orð á því að liðin væru 48 ár síðan hann tefldi 14 ára gamall í fyrstu viðureign „Deildarkeppn- innar“ en þá flaug sveit TR norður og mætti sveit Skákfélags Akureyr- ar, tefld var tvöföld umferð á tíu borðum. Þrír skákmenn sem sátu að tafli í Egilshöll tefldu einnig á Akureyri forðum; auk Margeirs þeir Kristján Guðmundsson og Ólafur Kristjánsson. Það er vart við því að búast að skákmenn sem tefla sjaldan geri miklar breytingar á byrjunum sín- um. Margeir dró úr pússi sínu af- brigði í Bogo-indverskri sem oft sást í skákum hans fyrir 30 árum eða svo. Hann virðist engu hafa gleymt: Íslandsmót skákfélaga 2022; 8. umferð, 4. borð: Milton Pantzar (TG) – Margeir Pétursson (TR) Bogo-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4 4. Rbd2 b6 5. a3 Bxd2 6. Dxd2 Bb7 7. e3 a5 8. b3 d6 9. Be2 Rbd7 10. 0-0 0-0 11. Bb2 De7 12. Dc2 Hfd8 13. Rd2 c5 14. a4(?) Óþarfi. Það var engin ástæða til að hindra framrásina a5-b4 sem alltaf má svara með b3-b4. Svartur á eftir að notfæra sér veikleikann sem myndast á b4-reitnum. 14. … Hac8 15. Bd3 h6 16. Hfd1 cxd4 17. exd4 Rd5! Riddarinn leitar inngöngu á b4 eða f4. Þetta þarf ekki að hafa nein úrslitaáhrif en viðbrögð Pantzar benda þó til þess að honum hafi fundist leikurinn óþægilegur. 18. Ba3 Rf4 19. Bh7+ Kannski ætlaði hann að leika 19. Bf1 en sá 19. … Rh3+! sem vinnur strax því að 20. gxh3 er svarað með 20. … Dg5+ og mátar. 19. … Kh8 20. Be4 Rf6 21. Bf3 Dc7 22. Dc3 R6d5 23. Db2 Re7 24. d5?! Reynir að opna stöðuna þótt það kosti peð. Hann gat leikið 24. Dc3 aftur en svartur á 24. … e5! með mun betri stöðu. 24. … exd5 25. Dd4 Re6 26. Dg4 d4 27. Bb2 d5 28. Hac1 Db8 29. He1 dxc4 30. Rxc4 Hc5! Þarna stendur hrókurinn vel bæði til varnar og sóknar. 31. Bxb7 Dxb7 32. Re5 Rd5 33. Rxf7+ Hvítur er peði undir og reynir að jafna liðsmuninn en það er dæmt til að mistakast. Hinn möguleikinn, 33. Bxd4, er jafnvel enn verri því svart- ur á 33. … Rf6! sem vinnur mann. 33. … Dxf7 34. Dxe6 Dxe6 35. Hxe6 Rf4! Hvítur ræður ekki við þennan riddara. 36. Hxc5 bxc5 37. He1 Hb8! 38. Ba3 Hxb3 39. Bxc5 Rd3 - og hvítur gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Jafndægri’ að vori er vonanna dagur, veturinn hopar og kraftur hans dvín. Bjartsýni glæðist því batnandi hagur blasir við, framundan vordýrðin skín. Röðullinn þráði á himninum hækkar, hlýnar þá jörðin og grænkar um ból. Lygnir og þornar er lægðunum fækkar, lífríkið fagnandi brosir mót sól. Veturinn óhemju erfiður reyndist, ótíð með hvassviðri, frosti og snjó. Kórónuveiran í kófinu leyndist, kaldrifjuð skörðin í raðirnar hjó. Víða í heiminum helkaldur garri haturs og ofbeldis bítur og slær. Stríðsógnin virtist þó vera svo fjarri, víst okkur brá þegar færðist hún nær. Grimmdin er mikil í sturluðum stríðum, stórbokkahátturinn tekur öll völd. Mennskunni’ er fórnað í manngerðum hríðum, myrkrið því ræður og sérhyggjan köld. Saklausir borgarar bugast af ótta, búa við ógnanir, kúgun og nauð. Konur og börn eru farin á flótta frá sínum heimkynnum, döpur og snauð. Eiga samt vonina, viljann og trúna. Vesturlönd álengdar fylgjast með því. Aðgerðarleysið er nístandi núna, neyðarlegt hlutleysið stríðinu í. Lífið er oft í senn gleði og grátur, gæfa og tjón eru samferða þar, rétt eins og tvíburar harmur og hlátur, heilindi’ og fals mynda ógnvænlegt par. Þjóðunum eystra við óskum Guðs friðar, yfir þeim himneska vorbirtan sé, leggi þær bræði og beiskju til hliðar, berjist ei lengur en semji um hlé. Lífið og gróandinn, vonin og vorið, vitna um birtunnar farsælu leið. Til hennar sækjum við þróttinn og þorið, þrá eftir jöfnuði, úthald í neyð. Áfram mót birtunni leið okkar liggur, læknast þá meinin og þorna öll tár. Myrkrið burt hörfar ef mannkynið þiggur mildi og kærleik sem bindur um sár. Þá munu friður og réttlæti ríkja, réna þau átök sem nú eru hörð, samhugur eflast en síngirni víkja, sættir og velvilji blómgast á jörð. Vorjafndægur 2022 Eftir Ólaf Jóhannsson Höfundur er hagyrðingur. olafurjohannsson59@gmail.com Eiríkur Jónsson fæddist 18. mars 1822 á Hoffelli í Nesjum, A-Skaft. Foreldrar hans voru Jón Bergsson, f. 1795, d.1852, og fyrri kona hans, Sigríður Eiríksdóttir eldri, f. 1800, d. 1847. Árið 1828 tók Jón prestsvígslu og fékk Einholt á Mýrum. Eiríkur lauk prófi frá Bessastaðaskóla 1846, sigldi síðan til Kaupmannahafnar og settist þar að. Hann las guðfræði og síðar málfræði við háskólann en lauk ekki loka- prófi. Eiríkur var ritstjóri Skírnis, sem var helsta fréttaritið á sínum tíma, árin 1863-1872, 1875 og 1877-1887. Eftir að hann lét af því starfi, sendi hann Ísafold erlendar fréttir. Eiríkur átti þátt í að gefa út Reykjabók og Hauksbók. Hann samdi Oldnordisk Ordbog fyrir tilstuðlan Hins konunglega norræna fornfræðafélags. Hún var ís- lensk-dönsk orðabók yfir fornmálið, kom út 1863 og var lengi eina bókin til að létta lestur fornsagnanna hjá Dönum. Eiríkur var styrkþegi hjá Árnasafni og varaprófastur á Garði 1873-1899. Eiríkur missti ungur sjón á öðru auga af slysi í smiðju. Hann var hagmæltur. Kona Eiríks var Jensine Petrine Jen- sen, f. 1836, d. 1900. Þau voru barnlaus. Eiríkur lést 30. apríl 1899. Merkir Íslendingar Eiríkur Jónsson Morgunblaðið/SÍ Tvöfaldur sigur Skáksveit Vatnsendaskóla í Kópavogi varð Íslandsmeistari grunnskóla í keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar. Flestir í sveitinni höfðu aldur til að tefla í báðum flokkum. F.v.: Einar Ólafsson skákkennari og liðs- stjóri, Guðmundur Orri Sveinbjörnsson, Jóhann Helgi Hreinsson, Mikhael Bjarki Heiðarsson, Tómas Möller og Arnar Logi Kjartansson. Úrslitaviður- eignin í Egilshöll Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.