Morgunblaðið - 19.03.2022, Síða 34
Ísland er eyja í Atl-
antshafinu sem flytur
inn stóran hluta
neysluvara og hrávara.
Einnig flytur Ísland út
mikið af neysluvörum
til annarra landa.
Tilgáta er hér að það
sé að taki almennt um
sex mánuði frá fram-
leiðslu vöru á Íslandi,
til útflutnings, þar til
varan fæst greidd. Svipaðan tíma
tekur einnig að selja vöru á Íslandi,
frá því varan er keypt erlendis.
Almennt séð virðist mér því mis-
munur fyrir fyrirtæki á Íslandi og
fyrirtæki almennt erlendis að „tíma-
mismunur“ – að fá
greitt/greiða vöru – sé
um sex mánuðir. Þetta
leiðir af sér að áhrif
vaxta á rekstur fyrir-
tækja á Íslandi geti
verið 1:6 eða um 600%
meiri hérlendis um
fjármögnun þessa sex
mánaða biðtíma. Óþarfi
er að fara að þræta um
erlenda vexti í þessu
sambandi, mismun-
urinn verður alltaf
þessi 1:6.
Ástæðan fyrir þessari blaðagrein
er að benda á það, að lítið hefur verið
rætt um áhrif vaxta á þennan þátt at-
vinnurekstrar. Þetta er sérstaða ís-
lenskra fyrirtækja – við erum á
„skeri“ í Atlantshafinu – og það þarf
að sigla með vörur langa leið í tilfelli
A og B. Svona séríslensk atriði eru
fleiri og þarf að meta þegar gerðar
eru sviðsmyndir um áhrif af hækkun
vaxta á Íslandi.
Íslensk fyrirtæki hafa svo gjarnan
(því miður) lægra hlutfall eigin fjár
en almennt erlendis. Skuldastaða er
þá samsvarandi hærri og áhrif vaxta
meiri að því leyti.
Almenningur á Íslandi er einnig
með lægra hlutfall eigin fjár í íbúðum
sínum/einbýlishúsum en víða erlend-
is.
Allt ber þetta að sama brunni.
Hækkun vaxta í íslensku efnahagslífi
kann að hafa 600% öflugri áhrif á
rekstur fyrirtækja (pressu um verð-
hækkanir frá fyrirtækjum) og svo
lífskjör almennings en almennt er-
lendis.
Hvað varðar umræðu um „nei-
kvæða raunvexti“ þá eru í dag sér-
stakar aðstæður – styrjöld/
hækkandi orkuverð/hækkandi flutn-
ingskostnaður/daglegar hækkanir á
hrávörum og neysluvörum sem
hækka verðlag og skerða afkomu
fyrirtækja og lífskjör almennings.
Með tilvísun í „meðalhófsreglu“
má segja að fjármagnseigendur
verði að sætta sig við að það tapa all-
ir í svona stöðu. Hlutverk Seðlabank-
ans er þá að reyna að gæta jafnvægis
í peningamálum og varla neitt óeðli-
legt við að Seðlabanki meti það rök-
rétt að „allir tapi svipað“ til að halda
jafnvægi í efnahagsmálum.
Mér finnst rangt að fjalla um
vaxtamál þannig að fjármagnseig-
endur séu „jafnari en aðrir“. Fjár-
magnseigendur á Íslandi fá hærri
vexti en erlendis og þurfa tæplega
enn hærri ávöxtun en það. Gengi
krónunnar er einnig sterkt svo þarna
eru bæði belti og axlabönd hvað
varðar fjármagnseigendur. Við verð-
um öll að sætta okkur við einhverjar
skerðingar í ríkjandi ástandi sem við
vonum að lagist sem fyrst.
Seðlabanka Íslands tókst af-
skaplega vel að leiða okkur gegnum
Covid-kreppuna og þar sannaðist ár-
angur af því að lækka vexti og hvað
áhrifin voru mikil. Þetta er eitt besta
dæmi um árangur í kjarkmikilli
stjórn peningamála á Íslandi.
Á sama hátt vona ég að Seðlabanki
Íslands leiði okkur gegnum stjórn
peningamála þannig að við komumst
í gegnum sérstæðar ríkjandi að-
stæður með sem minnstum skaða.
Vextir á stríðstímum
Eftir Kristin
Pétursson
» Við verðum öll að
sætta okkur við
svipaðar skerðingar í
því ástandi sem nú ríkir,
hvort sem við heitum
fjármagnseigendur eða
aðrir eigendur.
Kristinn Pétursson
Höfundur starfar sem
ráðgjafi í orkumálum.
krp@simnet.is
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022
N
ú vomir
yfir
okkur
staða
sem
enginn óskaði sér –
gat jafnvel ekki
ímyndað sér. Og kref-
ur okkur um afstöðu
sem er hafin yfir trúarkenningar,
menningarlegan bakgrunn eða sið-
ferðis-tilfinningarnar góðu, sem
geta verið svo næmar fyrir sveiflum
og brigðular í raun, þegar allt kem-
ur til alls.
Hin persónulega og staðbunda
vídd lífs okkar sem einstaklinga
skiptir máli og að í hverju efni mæt-
um við fólki á flótta á þeirra eigin
forsendum. Rætur kristinnar menn-
ingar á Íslandi liggja aftur í sögunni
til Kænugarðs þaðan sem land-
námsmenn og víkingar báru er-
lenda strauma heimsmenning-
arinnar til landsins. Úkraínska
þjóðin er öll sem ein í sárum, óbæt-
anlegar menningarminjar um rúm-
lega þúsund ára sögu kristindóms í
landinu eru í skotlínu átaka, mann-
fall er mikið og óbreyttir borgarar
falla á hverjum degi. Við Íslend-
ingar sem þjóð eigum ótalmargt svo
innilega sameiginlegt með bræðrum
og systrum í Úkraínu þar sem evr-
ópsk og nútímaleg gildi hafa verið
ríkjandi á síðustu árum. Því er það
áskorun mín til okkar allra að taka
þeim fagnandi og undirbúa starf
safnaðanna þannig að kirkjan sem
einn af hornsteinum íslenskrar
menningar sé reiðubúin til að taka
vel á móti þeim sem hingað leita.
… og þú fæddir mig
Aðstoð við flóttafólk er
langtímaverkefni og því
miður lítur út fyrir, með
hverjum deginum sem
líður, að vandamálið sem
Evrópa mun takast á við
í kjölfar þessa stríðs
verði stærra en nokkur
ímyndaði sér á fyrstu
dögum inn-
rásar Rússa.
Áætlað er að
yfir þrjár
milljónir séu á flótta
bæði innan og utan
lands; fólk með djúpar
rætur á svæðum þar
sem ætlað var að ekki
yrði barist, fólki, sem
ætlaði sér hvergi því
engu skipti hvaða
stjórnvald ríkti þar,
hefur nú verið skipað af
stríðandi fylkingum að
yfirgefa borgir og bæi
þar sem íbúabyggðir,
heimili fólks og almenn-
ingsgarðar, séu nú víg-
völlur. Hvorki hinum fornu kirkjum
fólksins eða hinum nýbyggðu eru
grið gefin. Þau sár eru og verða
djúp og munu seint gróa.
Í kirkjum landsins kann að finn-
ast hjartarými og næði til bæna og
sálgæslu með fólki á flótta, hvaðan
sem það flýr. Við gerum ekki upp á
milli þeirra sem til okkar leita og
berum öll ábyrgð á því að vera upp-
lýst og styðjandi, hvert og eitt sem
kristnar manneskjur fyrst og
fremst. Megi prestar njóta þeirrar
náðar að fræða og byggja safn-
aðarfólk sitt upp svo við getum öll
tekið með einhverjum hætti á með
þeim öllum sem róa að sama marki
um þessar mundir. Að tilheyra hinni
biðjandi og friðelskandi kirkju
Krists hér í heimi kann að vera sum-
um huggun harmi gegn, þegar öll
virðumst við ráðalaus og máttlítil.
Eina andsvarið við
illskunni er kærleikur
Ágústínusi kirkjuföður eru eign-
uð fleyg orð sem kjarna þá hugsun
sem við þurfum öll sem eitt að hafa í
huga á ófriðartímum. Ubi Caritas
Ibi Deus Est – en það
má útleggja sem svo
að hvar sem kærleik-
ann er að finna í verki,
þar sé Guð. Sá Guð er
yfir kenningarmun
kirkna og trúar-
bragða hafin. Það er
sá kærleikans Guð
sem hefur okkur birst
í heimi og verið pínd-
ur og deyddur í her-
teknu landi. Það er sá
Guð sem við játum í
Jesú Kristi, sem upp
reis og sigraði dauð-
ann, lögmál heims og
heljar. Á komandi vik-
um skulum við taka
höndum saman, huga að hinum líð-
andi og biðja, með vonarljós
páskanna fyrir hugskotssjónum.
Við biðjum þess að friður og eining
þess Guðsríkis sem er bæði hið
innra og á meðal okkar, hvar sem
kærleikans verk er unnið, megi
verða líkn við þraut í heimi þar sem
sundrung, ótti og örvænting blasir
við. Það eina góða sem hlýst af illum
verkum er að sameina marga um
hið góða.
Að tilheyra er
tákn samkenndar
Stundum er spurt – hvað er hið
illa? Hver eru hin illu verk og hverju
áorkar haturshugur? Hvaðeina sem
sundrar, það sem særir og meiðir
fólk. Það sem rífur tengsl þess á
milli; það er græðgin, öfundin og af-
brýðissemin sem tortryggir; hug-
arfar Kains sem vó bróður sinn.
Þjóðardýrlingar Úkraínumanna eru
m.a. hinir helgu bræður hl. Boris og
hl. Gleb. Þeir mættu illu með góðu,
mættu myrkri launráða og skamm-
arlegum morðtilræðum með ljós ei-
lífs lífs í hjarta. Af friðarhug. Það er
hið illa sem sundurdreifir – og því,
með kærleikans verk fyrir höndum,
þá skulum við sem bræður og systur
úkraínsku þjóðarinnar og saklauss
almennings í Rússlandi líka, taka
höndum saman og vera einhuga í
því verkefni að taka í kærleika á
móti öllum þeim sem hingað flýja
hörmungar stríðs og skorts.
Kirkjan til fólksins
Bræður Boris og Gleb eru þjóðardýrlingar Úkraínumanna. Þeir mættu
illu með góðu og myrkri launráða og morðtilræðum með ljósi eilífs lífs.
Því hungraður var ég …
Arnaldur
Máni
Finnsson
Höfundur er sóknarprestur á
Staðastað.
stadarstadur@gmail.com
Arnaldur Máni
Finnsson
Að tilheyra
hinni friðelsk-
andi kirkju
Krists kann að
vera sumum
huggun harmi
gegn, þegar öll
virðumst við
ráðalaus og
máttlítil. Þá er
bænin þó vopn.
Stríð er það þegar
hópar, þjóðir eða ríki
berjast. Stríð standa
yfir í mjög mislangan
tíma, frá fáum dögum
til áratuga.
Innrásarstríð er
stríð háð af ríki sem
ræðst með herjum sín-
um inn fyrir landa-
mæri, þ.m.t. landhelgi
og lofthelgi, annars
ríkis. Nærtækasta dæmið er innrás
Rússlands í Úkraínu.
Stríðsglæpir eru skilgreindir sem
þær aðgerðir sem eru brot á lögum
um vopnuð átök, þ.e.a.s. brot á þeim
venjulegu og hefð-
bundnu alþjóðareglum
sem settar eru til að
hafa eftirlit með fram-
kvæmd hernaðar og
hafa almennt verið við-
urkenndar sem stríðs-
glæpir.
Stríðsglæpamaður
telst sá sem sakfelldur
hefur verið fyrir stríðs-
glæpi af viðurkenndum
dómstól. Alþjóðasaka-
máladómstóllinn var
settur á laggirnar 1998
eftir að 120 ríki samþykktu hina svo-
kölluðu Rómarsamþykkt. Helstu al-
þjóðlegu réttarheimildir á svið stríðs-
glæpa eru Genfarsáttmálinn og
Rómarsamþykktin 1998. Sem sagt:
það þarf að sanna glæp viðkomandi
og dæma til að hann teljist stríðs-
glæpamaður.
Hafa Rússar þá framið stríðsglæpi
á þessum fyrstu tveimur vikum inn-
rásar þeirra í Úkraínu? Eru einstakir
hermenn þeirra sekir um stríðs-
glæpi? Hefur Pútín framið stríðs-
glæpi í Úkraínu? Er hann sá ábyrgi
ef stríðsglæpir sannast á rússneska
herinn? Hver dæmir um þetta?
Flokkast það undir stríðsglæp að
sprengja sundur barnaspítala,
sjúkrahús, skóla og íbúðablokkir? Er
beiting efnavopna (ef til kemur)
stríðsglæpur eða hryðjuverk? Hver
er munurinn á stríðsglæp og hryðju-
verki?
Hryðjuverk er umdeilt hugtak án
nokkurrar almennt viðurkenndrar
skilgreiningar. Algengast er að
hryðjuverk sé talið hver sú árás sem
af ásetningi er beint gegn almennum
borgurum til ógnunar sem framin er
í þeim tilgangi að ná fram stjórn-
málalegum eða öðrum hug-
myndafræðilegum markmiðum. Um
það er deilt hverjir fremji hryðjuverk
(hvort t.d. ríki geti framið hryðju-
verk) og að hverjum þau geti beinst
(til dæmis hvort árás á hernaðarleg
skotmörk geti verið hryðjuverk).
Þarna geta komið upp árekstrar við
önnur hugtök á borð við stríð og
skæruhernað.
Í landslögum ríkja sem og í þjóða-
rétti hefur verið reynt að skilgreina
hryðjuverk. Til dæmis segir í ís-
lensku hegningarlögunum í 100.
grein m.a.:
Fyrir hryðjuverk skal refsa með
allt að ævilöngu fangelsi hverjum
sem í þeim tilgangi að valda almenn-
ingi verulegum ótta eða þvinga með
ólögmætum hætti íslensk eða erlend
stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að
gera eitthvað eða láta ógert eða í því
skyni að veikja eða skaða stjórn-
skipun eða stjórnmálalegar, efna-
hagslegar eða þjóðfélagslegar und-
irstöður ríkis eða alþjóðastofnunar
fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum
brotum …
Þetta er mjög áþekkt skilgrein-
ingu SÞ á hugtakinu (heimild: Wiki-
pedia).
Hver hefur eftirlit með hernaðar-
aðgerðum Rússa í Úkraínu, því sem
telja má stríðsglæpi eða hryðjuverk
og kemur ábendingum þar um til þar
til bærra aðila (dómstóla)? Hversu
hratt getur málsmeðferð gengið hjá
viðeigandi dómstólum? Kemst Pútín
upp með athæfi sitt þar til öll Úkra-
ína er fallin í hans hendur? Verður
hann nokkurn tíma dæmdur?
Úkraínustríðið
Eftir Jón Hermann
Karlsson
Jón Hermann Karlsson
»Hvað er stríð? Hvað
er stríðsglæpur?
Höfundur er viðskiptafræðingur á
eftirlaunum.
jonhk@internet.is