Morgunblaðið - 19.03.2022, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.03.2022, Qupperneq 36
36 MESSUR á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón: Sonja Kro og Hólmfríður Hermannsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Hrafnkels Karlssonar organista. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyr- ir altari. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá And- reu Önnu Arnarsdóttur og Thelmu Rós- ar Arnarsdóttur. Kaffi og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Lesmessa og barnastarf kl. 13. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni annast samverustund sunnu- dagaskólans. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi í Ási að guðsþjónustu lokinni. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 17. Davíð Sigurgeirsson annast undirleik og leiðir söng ásamt sönghópi. Prestur er Kjartan Jónsson. BESSASTAÐAKIRKJA | Innsetning djákna í Bessastaðakirkju. Vilborg Ólöf Sigurðardóttir verður sett inn í embætti djákna við Bessastaðasókn í messu kl. 11. Vilborg mun prédika í messunni. Álftaneskórinn syngur undir stjórn Ást- valdar organista, sr. Hans Guðberg Al- freðsson prófastur setur Vilborgu inn í embættið, Margrét Gunnarsdóttir djákni og sóknarnefndarfólk þjóna við athöfnina. Eftir messuna er öllum kirkjugestum boðið í kirkjukaffi í safn- aðarheimilinu. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli í Brekkuskógum 1. kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Pétur og Þórarinn. BORGARNESKIRKJA | Guðsþjón- usta, sunnudag kl. 11. Séra Anna Ei- ríksdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir sálmasöng undir stjórn Steinunn- ar Árnadóttur, orgarnista. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Magnús Björn Björns- son. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar. Kaffiveiting- ar eftir guðsþjónustuna. Sunnudaga- skólinn í Fella- og Hólakirkju kl. 11. Al- þjóðlegi söfnuðurinn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestar eru Toshiki Toma og Ása Laufey Sæmundsdóttir. Organisti er Örn Magnússon. Barnagæsla. Kaffi og te eftir stundina. BÚSTAÐAKIRKJA | Friðarmessa og styrktartónleikar fyrir Úkraínu kl. 13. Alexandra Chernyshova, Ragnheiður Gröndal, Guðmundur Pétursson, Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Gréta Hergils, Jó- hann Friðgeir Valdimarsson, Matthías Stefánsson og Kammerkór Bústaða- kirkju flytja tónlist ásamt Jónasi Þóri. Sveinn Rúnar Sigurðsson læknir talar. Samkirkjulegur hópur flytur bænir og lestra, umsjón sr. María G. Ágústsdótt- ir. Frjáls framlög til Hjálparstarfs kirkj- unnar til aðstoðar fólki á flótta undan innrás rússneska hersins í Úkraínu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Karen Lind þjónar fyrir altari. Org- anisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir, söngur Kammerkór Digraneskirkju. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu. Veitingar að lokinni messu. Fermingar- fræðsla kl. 12.30. Hjallakirkja messa kl. 17. Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari. Tónlist Sálmarar. DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Séra Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Kári Þormar. Æðruleysismessa klukkan 20. FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústs- son þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðs- dóttir organista. Sunnudagaskóli í safn- aðarheimilinu á sama tíma, kókósbollu- gerð. Kaffi og djús eftir stundina. FRIÐRIKSKAPELLA | Játningarbund- in evangelísk-lútersk kristni (JELK) held- ur guðsþjónustu 20. mars kl. 11. Sak- arías Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta kl. 14. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson leiðir stundina. Hljómsveitinni Mantra og sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn undir stjórn Gunnars Gunnars- sonar organista. Fjölskyldur fermingar- barna eru hvattar til að mæta. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helga- son þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa sr. Magn- ús Erlingsson, Ásta Jóhanna Harðar- dóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undir- leikari er Stefán Birkisson. Selmessa er í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar ásamt messuhópi, Ástu Haraldsdóttur organista og Kirkjukór Grensáskirkju. Þriðjudagur kl. 15-18, samverustund flóttafólks frá Úkraínu í safnaðarheimili Grensáskirkju. Þriðjudagur kl. 12, kyrrð- arstund, einnig á netinu. Fimmtudagur kl. 18.15, núvitundarstund, einnig á netinu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson sem þjónar og prédikar fyrir altari. Tónlistarflutingur í umsjá Hrannar Helgadóttur organista og kór Guðríðar- kirkju syngur. Barnastarf í umsjá sr. Pét- urs Ragnhildarsonar og félaga. Kirkju- vörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffi og djús í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Guðmundur Sigurðsson organ- isti og félagar úr Barbörukórnum sjá um tónlistina. Aðalfundur Hafnarfjarðarsóknar að guðsþjónustu lokinni. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili kl. 11. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Prestur er Eiríkur Jó- hannsson. Messuhópur aðstoðar. Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir. Sunnudagur kl. 17.30. Tónleikar og kórvesper á Boðunardegi Maríu. Stein- ar Logi Helgason, stjórnandi. Björn Steinar Sólbergsson spilar á orgel. Að- gangur ókeypis. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkomur á sunnudögum Almenn samkoma kl. 11 Samkoma fyrir enskumælandi (English speaking service) kl. 14 Samkoma fyrir spænskumælandi (reu- nión en español) kl. 16 ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma með lofgjörð og fyrirbænum kl. 13. Guðjón Vilhjálmsson prédikar. Kaffi að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Friðarmessa kl. 11. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergsson- ar, organista. Linda Gunnarsdóttir er messuþjónn. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Sunnudagaskóli á sama tíma í höndum Marínar Hrundar, Helgu og Al- exanders Grybos. KIRKJUSELIÐ í Spöng | Selmessan hefst kl. 13. Sr. Magnús Erlingsson þjónar. Vox Populi leiðir söng. Undirleik- ari er Hákon Leifsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hér- aðsprestur, prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og íhugunarstund í kirkjunni á miðvikudögum kl. 17.30. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli í Langholtskirkju 20. mars kl. 11. Sigurður Már Hannesson prestur þjónar, Magnús Ragnarsson er organisti og kórinn Góðir grannar syngja undir stjórn Egils Gunnarssonar. Lára og Jakob taka á móti börnunum í sunnu- dagaskólann og boðið verður upp á létt- an hádegisverð að lokinni messu. LINDAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. MIÐDALSKIRKJA í Laugardal | Föstumessa kl. 14. Söngkór Miðdals- kirkju syngur. Organisti er Jón Bjarna- son. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar fyrir altari og prédikar. MOSFELLSKIRKJA í Grímnesi | Kvöldmessa alla miðvikudaga á föstu kl. 20 fyrir allar sóknir. Þann 23. mars þjónar sr. Bolli Pétur Bollason. Organisti er Jón Bjarnason. NESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er Steinunn A. Björnsdóttir. Í sunnudagaskólanum er söngur og söngur undir stjórn Hrafnheildar Guð- mundsdóttur og Ara Agnarssonar sem leikur undir söng. Hressing á torginu á eftir. Sandgerðiskirkja | Vox Felix, ung- mennakór sóknanna á Suðurnesjum undir stjórn Rafns Hlíðkvists, syngur við messu kl. 20. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11, söngur, Biblíusaga og brúðuleik- hús, ávaxtahressing í lokin. Guðsþjón- usta kl. 13, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Selja- kirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, messukaffi í lok- in. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslu- morgunn kl. 10. Minningar frá Alþingi og úr ráðherratíð. Halldór Blöndal, fyrrver- andi ráðherra, talar. Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vign- ir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðar- heimilinu. Kyrrðarstund á miðvikudag kl. 12. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Föstu- messa kl. 11. Börn ljóssins. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Bolli Pétur Bolla- son þjónar fyrir altari og prédikar. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 10. Aðalsafnaðar- fundur kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Sóknarfólk hvatt til að mæta. Tónlistarstund kl. 17. Morgunblaðið/AlfonsÓlafsvíkurkirkja Minningar Fallinn er frá mikill höfðingi. KK, eins og við félagarn- ir kölluðum hann, lést á dögunum eft- ir vonlausa baráttu við MND. Við kynntumst fyrir 16 árum þegar við störfuðum saman hjá Capacent. Eins og fleiri í kring- um okkur höfðum við báðir mik- inn áhuga á golfi og fljótlega varð til hópur kylfinga sem síðan hefur farið í margar golfferðir víða um heim og leikið mörg golfaþon á Íslandi, en það er 72 holu golfkeppni, leikin á um 20 klukkustundum. KK var tuttugu árum eldri en ég sem þó er með þeim elstu í hópnum. Hann gat því hæglega verið faðir flestra, en það breytti ekki því að hann var einn af strákunum. Enginn varð var við aldursmun, enda var KK ávallt í toppformi, líkamlega og andlega. Lífsgleði hans og jákvæðni gerðu að verkum að hann var sérlega vel liðinn félagi. Reyndar svo vel liðinn að einn úr hópnum vildi fá að ættleiða hann sem tengdaföð- ur. KK var glæsilegur á velli, há- vaxinn maður með stórt hjarta, hlýja nærveru og geislandi bros. Það var gaman að etja kappi við hann, hann gaf ávallt sitt besta og kunni hvort tveggja, að vinna og tapa. Klikkaði sjaldan á pútti þegar það skipti máli. Hann var fyrirmynd okkar ungu guttanna í Kristján Kristjánsson ✝ Kristján Krist- jánsson var fæddist 18. apríl 1944. Hann lést 22. febrúar sl. Útförin fór fram 8. mars 2022. hópnum, höfum oft rætt í okkar ferðum að við óskuðum þess að verða eins og KK þegar við loks yrð- um fullorðnir. En nú hefur þessi mikli heiðursmaður farið í sína síðustu golfferð. Við kveðj- um hann og munum halda minningu hans á lofti. Það verður skálað fyrir KK í golfferð- um framtíðarinnar, þannig verð- ur hann með okkur. Votta Dittu og fjölskyldunni mína samúð. KK verður sárt saknað, en minning hans mun lifa. Hrannar Hólm. Líttu sérhvert sólarlag sem þitt hinsta væri það því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Enginn sem ég hef um ævina kynnst kunni þá list betur en Kristján Kristjánsson að lifa eins og hver dagur væri lífið sjálft. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að KK, eins og hann var allt- af kallaður í okkar hópi, réð mig í vinnu strax að loknu háskólanámi og varð mér dýrmætur lærifaðir á nýju starfssviði. Hann hafði einkar gott lag á því að stýra fólki til góðra verka og fá það til fylgis við skynsamlegar hug- myndir. Hann bjó yfir ótrúlegri orku, jákvæðni og framkvæmda- gleði og það var jafnan ákaflega gaman að vera með honum í starfi og leik. Ég sé hann ljóslif- andi fyrir mér með ógleymanlega brosið sitt sem fékk mann til að hlýna um hjartaræturnar. KK var ráðgjafi af guðs náð eins og starfs- og félagsmálafer- ill hans ber glöggt merki um. Það var á við nokkra áfanga í há- skóla að takast á við ráðgjafar- verkefni undir handleiðslu Krist- jáns. Fyrir kom að lærlingurinn þóttist sjá betri leiðir til lausnar, setti sig jafnvel á háan hest og andmælti læriföðurnum, en það brást ekki að undraskjótt tókst KK að leiðrétta kúrsinn! Hann hvatti mig ávallt af miklum sann- færingakrafti til að takast óhikað á við ný og krefjandi verkefni. Þegar ég var síðan sjálfur kom- inn í þá stöðu að þurfa ráðgjöf í ákveðnum verkefnum þá var ósjaldan leitað í smiðju KK. KK var ötull talsmaður og að- alhvatamaður þess að opnuð var ráðgjafarskrifstofa á Akureyri árið 1998. Það voru ekki allir sannfærðir um að það væri skyn- samlegt en KK hafði fulla trú á þessu verkefni sem hann fól mér að vera í forsvari fyrir. Ég bý ávallt að þeirri hvatningu og ráð- gjöf sem KK veitti mér. Fagleg handleiðsla Kristjáns var mér afar mikils virði en ég er ekki síður þakklátur fyrir per- sónulegan vinskap okkar. Alla tíð sýndi hann mikinn áhuga á högum fjölskyldu minnar, barnanna og okkar Þórunnar. Nú síðustu daga hafa ótal marg- ar góðar minningar yljað okkur og rifjast upp margar ógleyman- legar samverustundir okkar í fjallgöngum og á golfvöllum víða um land. Ég hef oft sagt í gegnum tíð- ina að KK væri einstaklingur sem ég tæki mér til fyrirmyndar og því mun ég halda áfram. Af ómældri virðingu þakka ég allt það sem þessi kæri vinur og lærifaðir gerði fyrir mig alla tíð. Elsku Kristín, börn og barna- börn, missir ykkar er mikill, minning um frábæran einstak- ling lifir. Guð blessi minningu Kristjáns Kristjánssonar, KK. Jón Birgir Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Ég var sex ára gömul þegar ég var svo heppin að fara í sveit til Júllu og Friðjóns frænda míns á Deild- arfelli í Hofsárdal í Vopnafirði. Viggi bróðir hafði verið í tvö sum- ur og nú átti ég loks líka að fá að fara. Mikið sem ég var glöð og spennt. Ein fyrsta minningin er þegar ég fór með Júllu í Kaup- félagið á Tanga og sveitungarnir tóku allir eftir mér. Þeir horfðu á okkur Júllu og spurðu: „Nú, er Vignir enn þá hjá þér?“ Ég var steinhissa þar sem ég var tveim- ur árum yngri en Viggi, en stutt- klippta hárið gerði mig stráka- lega og lík vorum við jú systkinin. En jafnhissa var ég að sjá Júllu svara hátt og snjallt: „Þetta er ekki Vignir heldur hún Jónína systir hans. Hún var að koma og ætlar að vera í mánuð hjá mér.“ Þetta sýndi mér strax að það var öðruvísi að búa á litlum stað eins Steinunn Júlía Friðbjörnsdóttir ✝ Steinunn Júlía Friðbjörns- dóttir fæddist 23. október 1928. Hún lést 1. febrúar 2022. Útför Stein- unnar Júlíu var gerð 18. febrúar 2022. og á Vopnafirði og athyglin á því smáa var meiri. Dvölin þessi þrjú sumur á Deildarfelli var ljúf og full af óvæntum atburðum, góðum minningum, rómantík, Brimkló, útreiðartúrum, Stjörnu, Gránu, Stellu, sveitastemn- ingu, bílaviðgerð- um, gestagangi, kaupstaðarferð- um á Moskvít eða á dráttarvél í búðina til hans Runa á Ásbrands- stöðum. Tíminn leið eins og lækurinn því þótt væri líf var ekki hama- ganginum fyrir að fara á þeim bænum. Júlla var b-manneskja og naut kvöldstundanna, en leyfði sér að fara seinna á fætur heldur en karlpeningurinn, enda búin að undirbúa nesti fyrir þá sem þurftu kvöldinu áður. Stundum beið ég spennt eftir henni við eld- húsborðið og sá þaðan hvernig hún sveif ofan af svefnloftinu nið- ur stigann eins og kvikmynda- stjarna í bleika þunna siffon-nátt- sloppnum með pífunni. Hún var oft enn í tröppunum þegar hún byrjaði að tala og segja frá draumum næturinnar. Júlla var næm og oft ber- dreymin. Einn draumanna er mér sérstaklega minnistæður. „Jæja, Nína mín,“ segir Júlla. „Nú verð ég að drífa mig í að baka vegna þess að við erum sennilega að fá gesti í dag. Ekki veit ég hverjir eru að koma, en þessi kona hló svo mikið að það var einstakt.“ Svo fékk hún sér kaffi í glasið sitt og byrjaði að baka. Enginn kom gesturinn þann daginn og var Júlla hissa. Seinnipart næsta dags er ég uppi að leika mér þegar ég heyri gesti bera að garði. Ekki leið á löngu uns dynjandi kvenmannshlátur- inn dundi um allan bæinn og var hláturinn svo mikill og sérstakur að ég hafði aldrei heyrt annað eins. Þetta voru töfrar. Júlla var mjög athugul og vak- andi. Hún hafði gaman af fólki, var mannþekkjari mikill og ég heyrði margar frábærar mann- lýsingar frá henni. Stundum brá hún á leik og „lék“ fólk, það fannst mér gaman. Þá skóf hún ekki af sínum skoðunum og lét fólk alveg heyra ef henni mislík- aði eitthvað. Henni þótti vænt um börn og átti auðvelt með að um- gangast þau og allt virtist svo einfalt. Og það var svo gott. Henni Júllu minni er ég æv- inlega þakklát fyrir að hafa leyft mér að vera hjá sér í sveitinni. Ég mun ætíð minnast þessa tíma með gleði og þakklæti. Börnum Júllu, tengdafólki, af- komendum og ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Jónína Mjöll Þormóðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.