Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 40

Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 ✝ Valgeir Sig- urjónsson fæddist á Patreks- firði 15. maí 1968. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands í Vest- mannaeyjum 13. mars 2022 eftir erf- iða baráttu við MS- sjúkdóm. Foreldrar Val- geirs voru Svanhvít Bjarnadóttir, f. 8.12. 1929, d. 10.1. 2018, og Sigurjón Árnason, f. 24.4. 1923, d. 15.4. 2010. Systkini Valgeirs eru: Bjarni Heiðar, Einar Árni og Sig- fríður Guðbjörg. Eftirlifandi eig- inkona Valgeirs er Björg Ólöf Braga- dóttir, f. 4.2. 1973. Börn þeirra eru Sigþór Örn, f. 6.12. 1999, og Sandra Dögg, f. 13.2. 2003. Útförin fer fram frá Landakirkju í dag, 19. mars 2022, kl. 11. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Tárin falla sorgin snertir hjartað mitt og hugurinn reikar stjórnlaust en hvert, veit ég ekki. Lítið tré fellir laufin eitt og eitt uns þau hverfa og koma ekki aftur. Ég sé þig í huga mínum geymi allar minningar um þig í hjarta mínu og dagurinn hverfur út í buskann og eilífðin sjálf stoppar. Eins og hörpustrengur er hjarta mitt þegar ég hugsa um brosið þitt eins og fallegur dagur sem kemur og fer lýsir stjarnan þín upp hjá mér. Með söknuð í hjarta og tár á kinn kveð ég þig hjartans bróðir minn. (SM) Ávallt í huga mér og hjarta. Þín systir, Sigfríður. Kynni okkar Valgeirs hófust þegar við Sigfríður systir hans vorum að draga okkur saman. Ég fann fljótt að Valgeir var sannur vinur og staðfastur, burt- séð frá mægðum okkar. Hans vinátta lá ekki endilega í tengslum og skyldleika, hann var vinur vináttunnar vegna. Við átt- um alltaf gott með að leita hvor til annars þegar einhvers þurfti með. Börnum okkar Sigfríðar þótti óskaplega vænt um frænda sinn, fundu að í honum áttu þau skjól og væntumþykju. Það var líka svo gaman að vera í kringum hann. Hann hafði snjalla kímni- gáfu og var orðheppinn með af- brigðum, lét alveg vita ef hann var ekki sammála síðasta ræðu- manni, en á sinn hispurslausa hátt, sem ekki meiddi neinn. Valgeir var einn af þeim sem framkvæmdi hugmyndir sínar og alltaf hundrað prósent. Sum- ar eitt, þegar hann bjó í Reykja- vík, hjólaði hann vestur ásamt vini sínum, Eggerti Eggertssyni. Þeir vinirnir hjóluðu gjarnan saman þvers og kruss um landið. Svona var Valgeir, ekkert hálf- kák við neitt. Gott dæmi um það er hvernig hann hugsaði um bíl- ana sína. Ég og fleiri mættum taka það til fyrirmyndar. Það var ekkert verið að reka ryksugustút í sætin og pússa hraðamælinn. Nei, hann tók sætin gjarnan úr og djúphreinsaði gólfið undir, svo bíllinn leit út eins og hann væri að koma úr verksmiðjunni. Nostrað við allt og hvergi slegið af kröfunum til sjálfs sín. Valgeir var mikill fjölskyldu- maður, ástríkur faðir og hugsaði vel um börn sín og bú. Eftir að sjúkdómur hans fór að herja á hann af meiri þunga tók hann meðal annars til við að renna fagra gripi úr tré. Hann var afar handlaginn og ég og fleiri búum að því. Elsku Björg, Sigþór Örn og Sandra Dögg, guð gefi ykkur styrk í minningunni um yndis- legan föður, eiginmann og vin. Egill Össurarson. Við Valli héngum stundum sem unglingar í sama genginu á Patró, misfullir og vitlausir, en við vorum aldrei beint nánir vinir til að byrja með og skildi leiðir í mörg ár. Eitt sumarið nítján hundruð níutíu og eitthvað var ég að hjóla einu sinni sem oftar í Reykjavík. Ég hafði verið með fjallahjóladellu í kannski tvö ár en verið að mestu einn að ferðast innanlands. Þá rakst ég á Valla í miðbæ Reykjavíkur, ég á hjólinu en hann góðglaður, nýkominn úr ríkinu á virkum degi. Var ekkert á sérstökum stað. Við tókum tal saman og ég fann hvað hann þráði breytingar á sínu lífi. Við ákváðum að hittast fljótlega og gera eitthvað í málunum. Mér til undrunar hafði Valli mjög fljótlega samband við mig. Við fórum í búð og keyptum fjallahjól ásamt helstu græjum sem fylgja ferðalögum á hjóli. Mér fannst þetta heldur bratt hjá honum, í engu formi, að ætla sér svona snögga lífsstílsbreyt- ingu. En einu sinni sem oftar og æ síðan kom hann mér á óvart með seiglu sinni og þrjósku. Á nokkrum mánuðum var hann kominn með betra þol en ég. Ég bara skildi þetta engan veginn! Næstu árin fórum við í marg- ar dagsferðir í nágrenni Reykja- víkur. Við fórum norður og hjól- uðum frá Akureyri, að Mývatni, meðfram Jökulsárgljúfri að Ás- byrgi, út Tjörnes, að Húsavík og aftur á Akureyri. Hlynur Leifs var stundum með okkur enda góður vinur okkar beggja. Lengsta og eftirminnilegasta ferðin var þegar við hjóluðum frá Reykjavík til Patró. Við tókum reyndar Akraborgina á Skagann enda ekki fýsilegt að hjóla Hval- fjörðinn á þessum tíma. Allt í allt vorum við sex daga á leiðinni. Gistum m.a. á Laugum í Sæ- lingsdal, Djúpadal og Birkimel. Köldust var vistin í einhverjum firðinum daginn áður en við komum á Birkimel þar sem við tjölduðum okkar ódýra tjaldi í roki og rigningu. Tjaldið lak og bara vesen. En okkur til mikillar ánægju komu foreldrar Valla til móts við okkur daginn eftir og færðu okkur dýrindis kaldar kó- tilettur og ég veit ekki hvað. Ég á eingöngu ljúfar minningar um Valla. „The rest is history,“ eins og sagt er. Við héldum báðir á vit fjölskyldulífs, barneigna og svona. Sambandið varð slitrótt eins og gengur en taugin var allt- af sterk á milli okkar enda höfðu sterk bönd myndast á milli okkar í hjólaferðunum. MS-sjúkdóm- urinn tók Valla í lokin. Hvað get- ur maður sagt? Jú, vertu bless- aður gamli vin og takk fyrir ómetanlegar stundir. Reyndu svo að víkka aðeins tónlistar- smekkinn hinum megin. Þú veist hvað ég á við. Eggert Eggertsson (Eddi). Valgeir Sigurjónsson ✝ Bjarni Ásgeirs- son fæddist í Reykjavík 15. maí 1950. Hann lést á gjörgæslu Landspít- alans 7. mars 2022. Foreldrar hans voru Ásgeir Bjarna- son frá Suður-Reykjum í Mosfellsbæ, f. 17. febrúar 1919, d. 2. júní 1982, og kona hans Titia Bjarnason, f. 14. febr- úar 1923, d. 27. apríl 2013. Systkini Bjarna eru: María, f. 1952, hennar maður er Einar Jónsson Bjarndal. hennar eru Skúli Þorsteinn, Axel Finnur og Rakel Dögg. Barna- börnin eru sex. Bjarni ólst upp á Suður-Reykj- um í Mosfellsbæ. Hann lauk námi frá Landbúnaðarskólanum á Hvanneyri og mestan hluta starfsævi sinnar vann hann við grænmetisræktun á Suður-- Reykjum í samvinnu við föður sinn og bræður og nú síðustu ár- in með Helga bróður sínum. Einnig vann hann um tíma hjá Húsasmiðjunni, Glertækni í Mos- fellsbæ og hjá Gunnari Bjarna- syni húsasmíðameistara. Árið 2020 greindist Bjarni með ólæknandi taugasjúkdóm sem lagði hann að velli að lokum. Bjarni var kvaddur í kyrrþey að eigin ósk frá Lágafellskirkju 14. mars. Dóttir Maríu er Ragnheiður Titia. Dætur Einars eru Hanna Björk og Eva Lillý; Diðrik, f. 1954, kona hans er Rannveig Björns- dóttir. Börn þeirra eru Lilja Dögg og Ásgeir Elí. Dóttir Rannveigar er Guð- laug Birna Krist- mundsdóttir; Helgi f. 1957. Bjarni kvæntist Eddu And- ersdóttur 1980, þau skildu. Árið 2006 kvæntist Bjarni Sig- ríði Skúladóttur, f. 1954. Börn Kveðja frá eiginkonu Það er dýrmætt í lífinu að eiga ást og vináttu, sem verður svo augljóst þegar ástvinurinn fellur frá. Þá er að ylja sér við góðu minn- ingarnar og góðu stundirnar sem við Bjarni minn áttum nóg af. Líf okkar byrjaði saman sumarið 2000 þegar við hittumst í gönguferð á Ítalíu og gengum fljótlega saman hlið við hlið og hönd í hönd. Nýr kafli var hafinn í lífi okkar beggja. Árin á eftir einkenndust af ferða- lögum bæði innanlands og utan og hversdagslífinu eins og vera ber. Bjarni var einstakt ljúfmenni og mátti ekkert aumt sjá, ákaflega greiðvikinn og margir sem nutu hjálpsemi hans. Hann greindist með erfiðan taugasjúkdóm í jan- úar 2020 sem lagði hann að velli að lokum. Bjarni sýndi ótrúlegt æðruleysi í veikindum sínum en var orðinn þreyttur í lokin og far- inn að þrá hvíldina. Ég kveð þig ástin mín með þökk fyrir samfylgdina, elsku þína og vináttu. Ég veit að þú hefur fengið góða heimkomu í Sumarlandið. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta, Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elsku þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Þín Sigríður. Nú hefur elskulegur bróðir okkar kvatt þetta líf, allt of snemma. Hann hafði glímt við erf- iðan sjúkdóm undanfarin ár sem dró úr honum allan mátt og leið honum eins og fanga í eigin lík- ama og átti þá ósk að þetta tæki ekki langan tíma. Eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um Bjarna er hversu góð mann- eskja hann var. Bjarni var mikill mannvinur og dýravinur og mátti hann ekkert aumt sjá. Bjarni var mjög handlaginn og hugmyndaríkur. Hans bestu stundir átti hann heima í skemm- unni á Reykjum við smíðar, hvort heldur sem var á tré eða járn þar sem hann gerði við hluti, dyttaði að eða betrumbætti hluti. Það var honum því mikið áfall þegar hann gat ekki lengur komist í skemm- una og stundað sína iðju síðustu mánuðina. Hæfileikar hans komu snemma í ljós og sem ungur drengur smíð- aði hann bíla af mikilli nákvæmni, eftirlíkingar af vinsælum jeppum og vörubílum þar sem hugað var að hverju smáatriði, svo sem fjaðrabúnaði og fleiru. Einnig smíðaði hann kassabíla sem við krakkarnir lékum okkur með. Nú hefur Bjarni fengið hvíldina sína en það er stórt skarð höggvið í systkinahópinn og kveðjum við ástkæran bróður með vísunni sem afi okkar og nafni hans, Bjarni Ás- geirsson, samdi: Söngur sáðmannsins Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi ég jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænargjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akurbreiður blessun skaparans. Musterisins múra marka reginfjöll. Glitveg gróðurskúra geislar skreyta höll. Gólf hins græna vallar grænu flosi prýtt. Hvelfing glæstrar hallar heiðið blátt og vítt. Víg þig hér að verki vorri gróðrarmold. Hef þú hennar merki hátt á móðurfold. Hér er helgur staður hér sem lífið grær. Íslands æskumaður. Íslands frjálsa mær. María Titia, Diðrik Ásgeir og Helgi. Það er sárt að kveðja frænda okkar Bjarna sem okkur þótti svo vænt um. Bjarni var hæglátur og ljúfur maður, hann var góður og traust- ur og hafði einstaklega góða nær- veru. Hann hafði sterkar skoðanir á ýmsum málum en hann hafði líka mikinn húmor, ekki síst fyrir sjálfum sér, og það var alltaf stutt í brosið. Hann var hugulsamur og við fundum gagnkvæma föðurlega væntumþykju hans í garð okkar systkinabarnanna. Hann fylgdist með öllu sem við tókum okkur fyr- ir hendur með stolti og óskaði okk- ur velfarnaðar í lífinu. Bjarni frændi mun alltaf eiga stóran hlut í hjarta okkar og minn- ing hans mun lifa með okkur að ei- lífu. Hvíl í friði elsku frændi. Ragnheiður Titia, Lilja Dögg og Ásgeir Elí. Bjarni Ásgeirsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, STEINGRÍMUR TH. ÞORLEIFSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 3. mars. Útförin fer fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti fimmtudaginn 24. mars klukkan 15. Kærar þakkir til starfsfólks á Grund fyrir góða og kærleiksríka umönnun. Ethel M. Thorleifsson Sigurður Þór Steingrímsson Birgir Örn Steingrímsson Eva M. Steingrímsdóttir Einar Már Steingrímsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri ÞORSTEINN JÓN ÓSKARSSON, fyrrverandi forstöðumaður hjá Pósti og síma, Krummahólum 4, Reykjavík, lést á Hrafnistu Laugarási sunnudaginn 27. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. mars klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat Svanhildur Halldórsdóttir Edda Þorsteinsdóttir Halldór Guðmundsson Einar Baldvin Þorsteinsson Sally Thorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐRÚN MARÍA ÞORLEIFSDÓTTIR, Kjarrmóa 24, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 13. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 25. mars klukkan 12. Ingvar Hallgrímsson Inga María Ingvarsdóttir Gunnar Þór Jónsson Ómar Ingvarsson Guðmunda Kristinsdóttir Ingunn Ósk Ingvarsdóttir Björn Herbert Guðbjörnsson Vilhjálmur N. Ingvarsson Erla Arnoddsdóttir Kjartan Ingvarsson Sveinbjörg S. Ólafsdóttir Vilhjálmur N. Þorleifsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ELÍSABET SCHIÖTH, Skuggagili 10, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 11. mars. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 24. mars klukkan 13 og verður einnig streymt. Hlekkinn má finna á Facebook-síðunni: Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Alfreð Schiöth Þórir Schiöth Helga Sæunn Sveinbjörnsd. Helgi Birgir Schiöth Olga Titova Kristbjörg Góa Sigurðard. Hörður Axel Harðarson Marteinn S. Sigurðsson Sigríður Gyða Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS HANNESSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða og Maríuhúss fyrir hlýja og góða umönnun. Arnbjörg Jóhannsdóttir Jóhanna Jóhannsdóttir Birgir Þórisson Jóhann Þórir Birgisson Hulda Björg Birgisdóttir Margrét Hanna Birgisdóttir Hlynur Sigurðsson Arnbjörg Elín Hlynsdóttir Eysteinn Pétur Hlynsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.