Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 41

Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 ✝ Ásta Salvör Þórðardóttir fæddist í Reykja- vík 4. janúar 1941. Hún lést á heimili sínu 7. mars 2022. Foreldrar Ástu voru Sigríður Jónsdóttir sauma- kona, f. 25.7 1909 í Varmadal Mosfell- sveit, d. 1995, og Þórður Björnsson prentari, f. 19.11. 1904 í Reykjavík, d. 1971. Systkini Ástu eru Elsa Þórð- ardóttir, f. 18.9. 1936, búsett í Noregi, og Einar Grétar Þórð- Drengur, f. 5. maí 1961, and- vana. 3) Sigríður Elsa Odds- dóttir leikskólakennari, f. 4. ágúst 1962, gift Guðmundi Snorrasyni, búsett í Reykjavík. Þeirra börn eru Berglind, bú- sett í San Francisco, Snorri, búsettur í Kópavogi, Ásta Hrund, búsett í Noregi, og Brynja, búsett í Reykjavík. Langömmubörnin eru orðin tíu. Ásta ólst upp í Reykjavík og gekk í Miðbæjarbarnaskólann. Hún sinnti lengst af húsmóð- urstörfum og síðar starfaði hún til margra ára hjá Orku- veitu Reykjavíkur. Þau Oddur bjuggu lengst af á Meist- aravöllum 9 í Reykjavík en eft- ir að Oddur féll frá fluttist Ásta í Kópavog og bjó síðustu árin að Þverbrekku 4 þar í bæ. Útför Ástu fór fram í kyrr- þey að hennar eigin ósk. arson, f. 17.12. 1933, d. 30.4. 2017. Samfeðra þeim er Björn Þórðarson, f. 4.9. 1927, d. 15.6. 2021. Ásta giftist Oddi Ragnarssyni bif- vélavirkja 26. mars 1959, f. 14.9. 1937, d. 10.8. 2001. Börn Ástu og Odds eru: 1) Ragnar rekstrarráðgjafi, f. 3. ágúst 1959, kvæntur Hönnu P. Gunn- arsdóttur. Þeirra börn eru Haukur og Signý Bára. Þau eru öll búsett í Noregi. 2) Elsku amma Ásta. Þú hefur verið mikilvæg manneskja í lífi okkar alveg frá því við fæddumst. Yndisleg amma, svo hjartahlý og góð. Takk fyrir að þú varst alltaf til staðar fyrir okkur. Þegar við vorum börn og bjuggum heima þá komstu oft í heimsókn. Þú varst alltaf tilbúin að passa okk- ur og bjóst stundum heima hjá okkur þegar mamma og pabbi fóru í ferðalög. Þá dekraðir þú við okkur og eldaðir dásamlegan mat enda mikill meistarakokk- ur. Alltaf mættirðu með páska- egg til okkar um páskana og færðir okkur sumargjafir á sumardaginn fyrsta. Þú passað- ir gæludýrin okkar þegar við þurftum á því að halda. Við þökkum ógleymanlegar ferðir í sumarbústaðinn ykkar, Karrakot, lautarferðir, tókum upp kartöflur á haustin, og spil- uðum saman. Hápunkturinn var þegar þið afi gerðuð Karrakots- tívolí fyrir okkur á pallinum, þar sem þið nýttuð leiktækin sem voru til staðar og hugmynda- flugið fékk að ráða för. Þið afi elskuðuð að ferðast um heiminn. Ykkur tókst heldur betur að koma okkur skemmti- lega á óvart þegar við fjölskyld- an vorum í sumarfríi á Krít og þið birtust allt í einu fyrir utan hótelið og eydduð restinni af frí- inu með okkur. Þú varst einstaklega þakklát fyrir allt sem við gerðum fyrir þig, þótt það væri bara að skipta um ljósaperu eða hjálpa þér með Netflix. Svo bauðstu í kaffi og gott spjall á eftir, rifjaðir upp gamla tíma eða ræddir heims- málin, enda fylgdistu vel með öllu sem var að gerast í heim- inum. Þú gerðir bestu kjötsúpu í heimi og það var föst hefð hjá þér að bjóða fjölskyldunni í beinlausa fugla á annan í jólum, sem þú náðir að kenna Snorra að búa til fyrir síðustu jól. Eftir að við systurnar urðum græn- metisætur þá passaðirðu alltaf að eiga mikið úrval af góðum grænmetismat þegar við komum í heimsókn til þín og oft fannstu upp þínar eigin skemmtilegu uppskriftir. Þér fannst ekkert sjálfsagðara en að taka tillit til allra og dekra við okkur með þínum eigin hætti. Þegar við vorum flutt að heiman og sáum þig sjaldnar en áður þá varstu dugleg að hringja í okkur og hafa samband. Við eigum sérstaklega eftir að sakna þess að þú hringir í okkur þegar við eigum afmæli og syngir af- mælissönginn fyrir okkur. Nú ertu komin í Sumarlandið til afa. Við vitum að hann hefur tekið vel á móti þér, og sjáum fyrir okkur hvernig þú ert him- inlifandi yfir að vera komin í faðm hans á ný, enda var hann stóra ástin í lífi þínu og þinn allra besti vinur allt ykkar líf saman. Kysstu afa frá okkur. Við höfum lært mikið af þér elsku amma. Við munum gera okkar allra besta til að halda góðu sambandi við okkar nán- ustu, alveg eins og þú gerðir allt þitt líf. Við munum dekra við börn okkar og barnabörn. Baka súkkulaðiköku með banana- kremi og gera tívolí á pallinum. Og við ætlum öll að passa upp á að muna afmælisdaga okkar nánustu og syngja afmælissöng- inn í símann þegar við erum of langt frá hvert öðru til að hitt- ast. Þannig munu góðu minning- arnar sem þú gafst okkur lifa áfram. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Takk fyrir allt. Þín barnabörn, Berglind, Snorri, Ásta Hrund og Brynja. Skyndilegt fráfall Ástu kom á óvart þrátt fyrir að hún ætti við alvarlegan sjúkdóm að etja, sem hún glímdi við af æðruleysi. Hún hafði nýverið fengið nið- urstöður rannsóknar sem voru frekar jákvæðar. Nú er Ásta komin til síns heittelskaða Odds. Hún hafði reyndar oft minnst á að hún hlakkaði til þess fundar. Fráfall Odds langt fyrir aldur fram var áfall sem hún komst aldrei yfir enda voru þau mjög samrýnd hjón. Við hjónin bjuggum í nokkur ár í nágrenni heimilis Ástu og Odds og var þá talsverður sam- gangur á milli heimilanna. Ásta sýndi okkur mikla umhyggju og vináttu alla tíð. Eftir að Ásta flutti í Kópavoginn var sam- gangurinn aðeins minni en varla leið sú vika að ekki væri haft samband símleiðis. Svo voru það frænkuboðin og kjötsúpuboðin sem haldin voru þegar Elsa systir Ástu kom í heimsókn frá Noregi. Þá var oft glatt á hjalla. Ásta eldaði annálaða kjötsúpu sem allir kunnu vel að meta. Við erum afar þakklát fyrir þá ræktarsemi sem Ásta sýndi okkur. Hennar verður sárt saknað en minningin mun ávallt lifa í hjarta okkar. Við sendum samúðarkveðjur til Sigríðar, Ragnars og fjöl- skyldna þeirra. Guð blessi minningu Ástu Þórðardóttur. Ragnheiður (Raggý) og Örn. Kveðjustund er komin fyrr en áætlað var. Við höfðum talað saman daginn fyrir andlátið og þá lá svo vel á henni. Ásta hafði um árabil barist við krabbamein en nú leit svo vel út með sjúk- dóminn illvíga. Ekki var þörf á áframhaldandi meðferð í bráð og næsta stefnumót við lækni var ekki fyrr en í maí. Ásta var mágkona mín og allt frá því að ég kynntist Einari bróður hennar fyrir mörgum áratugum höfum við átt mikil samskipti, farið í utanlandsferð- ir og ótal sinnum glaðst saman á góðri stund. Ég dvel um stund við end- urminningar. Eftir að við urðum báðar ekkjur töluðum við saman í síma því sem næst á hverjum degi. Það var svo gott að tala við Ástu, hún var svo ræðin og æðrulaus andspænis krabba- meininu og kvartaði aldrei. Hún talaði aldrei illa um nokkurn mann. Ég mun sakna þess sárt að eiga ekki eftir að heyra í henni. Þegar Einar bróðir hennar, og eiginmaður minn, lá bana- leguna fannst honum svo gott að hafa Ástu systur hjá sér. Hún var alltaf svo róleg og þau gátu bæði spjallað og þagað saman. Ásta saknaði alltaf eigin- mannsins, Odds, sem lést fyrir rúmum tveimur áratugum. Og nú eru þau saman á ný. Thelma Grímsdóttir. Ásta Salvör Þórðardóttir ✝ Guðbjörg Guð- mundsdóttir fæddist að Haf- þórsstöðum í Norðurárdals- hreppi í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu þann 28. maí 1927. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 12. janúar 2022. Foreldrar hennar voru Jónína Soffía Davíðs- dóttir og Guðmundur Gísla- son, bændur á Svartagili og víðar. Alsystkini hennar voru Ragnheiður, f. 1924, d. 1977; Guðlaugur Bjarni, f. 1925, d. 2011. Samfeðra var Kristvin, f. 1927, d. 2016. Sammæðra Skeggi Ásbjarnarson, f. 1911, d. 1981. Árið 1952 giftist Guðbjörg Sæmundi Helgasyni og eign- uðust þau saman fimm börn. Þau eru Jón Bjartmar, f. 1954, d. 2016, hann á eina dóttur; Sigríði Sigurborgu, f. 1957, saman og þar var hún bæði húsfreyja og bóndi. Guðbjörg gekk í Húsmæðra- skólann á sínum yngri árum. Hún var mjög ánægð með námið þaðan og nýtti sér kunnáttu sína í eldhúsinu og ýmiss konar handavinnu alla tíð. Hún prjónaði mikið og þegar sjóninni hrakaði fann hún nýjar leiðir til þess að vinna í höndunum. Þá fór hún meðal annars að mála á dúka og teikna myndir. Guðbjörg hóf störf í mötu- neytinu hjá Ístaki og síðar hjá Íslenska járnblendifélaginu á Grundartanga. Þangað átti að ráða hana í þrjá daga til reynslu sem endaði með sautján ára starfsferli. Guðbjörg og Sæmundur voru í mikilli trjáræktun við Galtarlæk og þar var kominn dágóður skógur allt um kring þar sem áður var allt autt. Sæ- mundur var virkur í samtök- unum SÓL í Hvalfirðinum og Guðbjörg studdi hann í því eins og flestu öðru. Ásamt þessu var hún virk í kvenfélaginu Björk um margra ára bil. Útför Guðbjargar hefur far- ið fram í kyrrþey að hennar ósk. hennar maður er Valgeir Sigurðs- son úr Reykjavík, saman eiga þau fjögur börn; Hall- dóru, f. 1959, mað- ur hennar er Ragnar Viktor Karlsson úr Reykjavík, hún á á þrjú börn; Guð- rúnu, f. 1960, hún á fjögur börn; Helga, f. 1962, hann á eina dóttur. Fyrir átti Guðbjörg einn son, Guðmund Andrésson, f. 1948, d. 2011, hans kona var Guðrún Jónsdóttir úr Reykja- vík. Guðbjörg bjó með foreldrum sínum á bænum Svartagili á árunum 1930-46 og þaðan fluttu þau á Veiðilæk. Guð- björg og Sæmundur fluttu árið 1958 ásamt Guðmundi, föður sínum, og Guðmundi, syni sín- um, að Galtarlæk í Skil- mannahreppi (nú Hvalfjarð- arsveit). Galtarlæk keyptu þau Elsku mamma mín! Skrýtið og erfitt að skrifa síðasta bréfið til þín. En mikið sem ég á af fal- legum, skemmtilegum og þakk- látum stundum með þér í minn- ingabankanum sem er svo notalegt að rifja upp, brosa og hlæja að. Allar okkar ferðir í berjamó, tónleika, leikhús og kaffihús og svo fórum við í margar ferðir í gegn um kaffi- bollalesturinn. Ég vil þakka þér af öllu mínu hjarta fyrir allt það sem þú gafst mér og gerðir fyrir mig og börnin mín. Þú varst og ert verndarengill- inn minn. Guð geymi þig. Takk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Halldóra (Dóra). Elsku tengdamamma. Margs er að minnast við kveðjustund. Ég minnist góðra stunda á Galtalæk þar sem þú tókst ávallt á móti mér með kærleika, hlýju og brosi. Þér þótti gaman að fá gesti og varst afar gestris- in. Það voru ánægjulegar stund- ir sem við áttum saman við eld- húsborðið á Galtalæk þar sem við drukkum kaffi og spjölluð- um. Þú varst bóndakona af Guðs náð og undir þér vel í sveitinni og við bústörfin. Þú varst nátt- úrubarn og elskaðir íslenska náttúru og dýrin. Þér var afar annt um fjölskyldu þína, ætt- ingja og vini og þess fékk ég að njóta frá því við kynntumst og þar til þú fékkst hvíldina frá þessu jarðneska lífi. Það var gaman að heimsækja þig á Höfða, drekka með þér kaffi og spjalla um liðna tíma. Þeir voru ófáir bollarnir sem við settum yfir ofninn og lásum úr. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og fengið að njóta kærleika þíns og hlýju og fyrir allar þær samverustundir sem við áttum. Þegar leiðir skilur eru það ljúfu minningarnar í hjartanu sem lifa. Takk fyrir allt elsku Bogga. Ragnar Viktor Karlsson. Guðbjörg Guðmundsdóttir Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR KRISTÍNAR KARLSDÓTTUR, Sirrýjar, frá Vestmannaeyjum, sem lést 1. mars á Hrafnistu Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Báruhrauns, Hrafnistu Hafnarfirði. Magnús Björgvinsson Kristín Björgvinsdóttir Gísli Björgvinsson Nanna Hreinsdóttir Ásrún Björgvinsdóttir Karl Pálsson öll ömmubörnin Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON, Jaðarsbraut 25, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi sunnudaginn 13. mars, útför hans fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 21. mars klukkan 13. Sérstakar þakkir til yndislegs starfsfólks lyflækningadeildar HVE og Heimahjúkrunar HVE á Akranesi fyrir einstaka umhyggju og alúð. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Helga Ragnheiður Höskuldsdóttir Rut Guðmundsdóttir Ottó W. Simonsen Margrét Herdís Guðmundsd. Júlíus Geir Hafsteinsson Ingigerður Guðmundsdóttir Jón Páll Pálsson Ágúst Guðmundsson Karólína Natalía Karlsdóttir Böðvar Guðmundsson Ása Þóra Guðmundsdóttir Gunnar Þórðarson afabörnin og langafabörnin Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA GUÐRÚN GEIRMUNDSDÓTTIR, Víðigrund 2, Sauðárkróki, áður til heimilis á Kárastíg 9, Hofsósi, lést á dvalarheimilinu á Sauðárkróki mánudaginn 14. mars. Útför fer fram í Hofsóskirkju fimmtudaginn 24. mars klukkan 14. Sveinn Einarsson Jóhanna Ingimarsdóttir Hólmgeir Einarsson Þórleif Friðriksdóttir Einar Örn Einarsson Sigríður Stefánsdóttir Sigurlaug Einarsdóttir Oddur Gunnar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR KÁRADÓTTIR, Víðiholti, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík 16. mars. Útförin verður auglýst síðar. Jón Helgi Jóhannsson Sören Jónsson Berglind Sigtryggsdóttir Tómas Örn Jónsson Svanhildur Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR, Aflagranda 40, lést á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut miðvikudaginn 9. mars. Útför hennar fer fram frá Neskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 22. mars klukkan 13. Brynjólfur Á. Guðbjörnsson Sigríður S. Halldórsdóttir Gunnar Þórólfsson Jóhanna Friðgeirsdóttir Elísabet Þórólfsdóttir Meyvant Þórólfsson Rósa Guðbjartsdóttir Bjarni Þ. Þórólfsson Hrefna S. Briem barnabörn og aðrir afkomendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.