Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 42

Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 ✝ Valdimar Víðir Gunnarsson fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1940. Hann lést á heimili sínu 1. mars 2022. Foreldrar hans voru Gunnar Svav- ar Guðmundsson, f. 25. apríl 1922, d. 8. janúar 2014, og Sig- ríður Valdemars- dóttir, f. 13. sept- ember 1921, d. 14. september 1979. Fósturmóðir Valdimars var Þorgerður Erna Friðriks- dóttir, f. 1929, d. 11. nóv. 2017. Valdimar var elstur í hópi 10 systkina. Eftirlifandi eiginkona Valdi- mars er Dagrún Björnsdóttir, f. 5. október 1946. Börn þeirra eru fjögur. 1. Erna Valdimarsdóttir, f. 13. ágúst 1963. Maki hennar er Friðmar M. Friðmarsson, f. 11. arsson, f. 23. maí 1993, börn þeirra eru: Einar Andri Gunn- arsson, f. 22. júní 2017, og Hug- rún Tinna Gunnarsdóttir, f. 24. september 2019. b) Fannar Þór Benediktsson, f. 2. maí 2000. c) Dagrún Ásta Kristinsdóttir, f. 29. júlí 2001. d) Ágústa Embla og Amelía Erna Kristinsdætur, f. 25. janúar 2010. 4. Bryndís Valdi- marsdóttir, f. 20. febrúar 1974. Maki hennar er Axel Axelsson, f. 18. október 1974. Börn þeirra eru: a) Aníta Björk Axelsdóttir, f. 8. febrúar 1996. Sonur hennar er Úlfar Þór Anítuson, f. 20. mars 2020. b) Axel Örn Axelsson, f. 15. september 1998, og c) Hanna María Axelsdóttir, f. 18. júní 2008. Valdimar fæddist í Reykjavík en ólst upp á Fáskrúðsfirði þar sem hann bjó hjá móðurfjöl- skyldu sinni til unglingsára. Flutti til Reykjavíkur og kynntist þar eiginkonu sinni. Þau bjuggu í Reykjavík til ársins 1998 en þá fluttu þau búferlum til Danmerk- ur og bjuggu þar til ársins 2011. Um ævina vann Valdimar hin ýmsu verkamannastörf. Útförin fór 15. mars 2022. nóvember 1953. Börn þeirra eru: a) Linda Friðmars- dóttir, f. 22. maí 1990. Sambýlis- maður hennar er Sebastian And- ersen, f. 3. júní 1995. b) Atli Örn Friðmarsson, f. 30. maí 1992. Unnusta hans er Nína Björg Ottósdóttir, f. 3. desember 1992. Börn þeirra eru Kara Rut Atladóttir, f. 24. maí 2019. Snorri Björn Atlason, f. 17. janúar 2022. 2. Gunnar Freyr Valdimarsson, f. 21. nóvember 1965. 3. Kristinn Bjarni Valdi- marsson, f. 17. október 1971. Maki hans er Sylvía Rut Jón- asdóttir, f. 27. október 1980. Börn þeirra eru: a) Karen Helga Kristinsdóttir, f. 10. mars 1995, maki hennar er Gunnar Páll Ein- Þú ert farinn frá okkur elsku pabbi. Sárt er og erfitt að lýsa til- finningunum sem fylgja því að hugsa til allra góðu stundanna okkar saman. Alltaf brosandi, stutt í glensið. Þú settir alltaf upp spes augnráð og blikk með þegar þú sást að við skildum sneiðina. Sérstaklega var gaman þegar mamma var nálægt og hún mátti ekki heyra neitt; því þá sagði hún alltaf: „Víðir hættu þessu nú.“ Það fannst okkur svo fyndið og þú hlóst inni í þér því hún mátti ekki heyra það. Svo mikill húm- oristi alltaf. Fjöldi fólks hefur haft sam- band við okkur systkinin, sím- leiðis og í gegnum samfélags- miðla til að votta samúð yfir fráfalli þínu. Margar fallegar kveðjur og orð um góðar minn- ingar sem svo margir eiga með þér. Allir sem við höfum talað við eru sammála um að ljúfari mann var vart að finna. Þú varst heill í gegn, alltaf svo góður og hjarta- hlýr við alla sem voru nálægt þér. Þú varst svo bóngóður og allt- af til staðar þegar þurfti hlýjan faðm eða þegar við þurftum spjall um eitthvað sem okkur lá á hjarta. Öll höfum við upplifað að sitja í hlýjum faðminum á þér grátandi, þú alltaf tilbúinn að knúsa og segja að allt færi vel, tíminn lækni öll sár. Aldrei vor- um við skömmuð þrátt fyrir að eiga það stundum skilið. Frekar ræddirðu við okkur á þinn rólega máta. Alltaf skilningsríkur og svo hlýr. Þannig varstu bara. Við munum sakna þess að heyra þig spila á nikkuna. Við minnumst góðra stunda þegar þú sast við orgelið og spilaðir lög sem þér voru kær. Þú varst líka ansi góður að spila á gítar og munnhörpu. Það var mikil músík í þér og höfum við öll notið góðs af því, tónlist skiptir okkur öll miklu máli. Þetta áhugamál var þér mikilvægt og við erum sann- færð um að margir eiga einnig eftir að sakna þess að heyra þig spila alveg eins og við gerum. Á síðustu árum spilaðirðu fyrir eldri borgara í Gerðubergi og einnig í húsinu sem þú bjóst í með mömmu. Þau koma öll til með að sakna þín eins og mörg þeirra hafa sagt. Þú þekktir alla og þér fannst gaman að kynnast nýju fólki. Þú varst svo opinn og mannblendinn, hafðir svo gaman af því að spjalla við aðra. Það eru bara góðar minningar í huga okk- ar allra sem tengjumst þér og lífi okkar með þér. Mikið verður erfitt að sjá þig ekki aftur og knúsa þig og kyssa. Skrítið að hugsa til þess að eftir 60 ár með mömmu sértu ekki lengur hér. Þú varst alltaf svo góður við mömmu og þú hafðir alltaf áhyggjur af öllu sem kom henni við. Þú vildir alltaf vera til staðar fyrir hana og það varstu svo sannarlega. Þið voruð sem eitt og styrktuð hvort annað í gegnum allt ykkar líf, sem bæði hefur litast af gleði og sorg. Mamma átti þig alltaf að og þú sagðir alltaf við okkur að þú elsk- aðir hana svo mikið. Hennar missir er mikill og hún saknar þín svo sárt. Við lofum því að við munum alltaf passa hana fyrir þig og sjá til þess að henni líði vel og hafi það sem best. Elsku pabbi okkar, við sjáumst næst á staðnum sem við förum öll á að lokum. Ef einhver fær inn- göngu í himnaríki þá ert það þú. Þín elskandi börn, Bryndís, Erna og Kristinn Bjarni. Valdimar Víðir Gunnarsson ✝ Aðalheiður El- ísabet Helga- dóttir fæddist á Króksbakka í Njarðvík í Borg- arfjarðarhreppi eystra 10. nóv- ember 1924. Hún lést á Dvalarheimili Hrafnistu í Reykja- vík 11. febrúar 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Helgi Björnsson, f. 4.2. 1877 í Njarðvík í Desja- mýrarsókn, d. 8.5. 1936, og Hólmfríður Björnsdóttir, f. 20.3. 1887 í Staffelli í Fellum, d. 7.10. 1964. Systkini Aðalheiðar voru Elín Anna, f. 28.6. 1907, d. 20.3. 1960, Björn, f. 26.4. 1909, d. 14.7. 1909, Kristín Þuríður, f. 6.8. 1910, d. 11.5. 1935, Guðlaug Hulda, f. 5.2. 1912, d. 8.4. 1995, Björn, f. 12.12. 1913, d. 3.4. 1949, Vigfús Guðmundur, f. 3.5. 1915, d. 19.2. 1999, Þórunn, f. 8.10. 1916, d. 4.3. 1920, stúlka, f. og d. 27.3. 1919, Regína Magdalena, f. 8.5. 1921, d. 17.1. 1996, stúlka, f. og d. 14.7. 1926, Jón, f. 5.7. 1930, d. 1.11. 1992, og drengur f. 24.8. 1933, d. 30.12. 1933. Aðalheiður ólst upp á Króksbakka til 12 ára 2005. 2) Sigrún Linda Birg- isdóttir, f. 17.1. 1956. Giftist Helga Jónssyni, f. 29.11. 1954, þau skildu. Börn Sigrúnar Lindu og Helga eru: a) Árni Friðberg, f. 1982, kvæntur Agnesi Ósk Valdi- marsdóttur, f. 1985. Börn þeirra eru Clara Dagmar, f. 2016, og Aron Dagur, f. 2018. b) Andri Fannar, f. 1984. Dætur Andra og Eyrúnar Hauksdóttur, f. 1984, þau slitu samvistir, eru Ísabella Sól, f. 2008, og Dagbjört Lind, f. 2010. Dóttir Andra og Lilju Kristjánsdóttur, f. 1988, þau slitu samvistir, er Lísa María, f. 2017. c) Guðný Björg, f. 1991, í sambúð með Hafsteini Sæmundssyni, f. 1983. Sonur Guðnýjar og Haf- steins er Frosti, f. 2021. d) Sóley María, f. 1993, í sambúð með Vík- ingi Haukssyni, f. 1990. Dóttir Sóleyjar og Víkings er Vilma, f. 2020. Árið 1964 hóf Aðalheiður sambúð með Sigmari H. Sigurðs- syni, leigubifreiðarstjóra í Reykjavík, f. 9.8. 1934 á Ísafirði, d. 16.8. 2016. Foreldrar hans voru Sigurður Kr. Ólafsson, f. 11.11. 1881, d. 15.5. 1958, og Jón- ína Sesselja Guðlaugsdóttir, f. 6.10. 1896, d. 17.12. 1964. Sonur Aðalheiðar og Sigmars er 3) Grétar Sigmarsson, f. 18.9. 1965. Dóttir Grétars og Kristu Glan, f. 10.10. 1968, þau slitu samvistir, er Fanney Aliisa Glan, f. 1994, í sambúð með Marinó Ingvarssyni, f. 1992. Sonur Fanneyjar og Mar- inós er Anton Leevi, f. 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. aldurs þar til faðir hennar lést. Hún flutti þá til frænku sinnar Sigurlaugar Helgadóttur og eig- inmanns hennar Jóns Jóhannessonar búfræðings á Hjall- hól í Borgarfirði eystra og dvaldi þar ásamt sonum þeirra hjóna Helga og Þórði og Birni bróð- ur sínum til 17 ára aldurs. Árið 1941 flutti hún til Reykjavíkur, 1944 kynntist hún Birgi Sigurðs- syni prentara, f. 11.1. 1927 að Sæbóli í Grindavík, d. 22.4. 2014. Þau giftu sig 1949 og skildu 1957. Foreldrar Birgis voru Sig- urður Sigurðsson, kaupmaður í Þorsteinsbúð, f. 17.6. 1891 í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, d. 12.6. 1951, og Magnea Ósk Tóm- asdóttir, f. 22.6. 1907 á Eyr- arbakka, d. 9.9. 1995. Börn Að- alheiðar og Birgis eru: 1) Baldur Birgisson, f. 1.4. 1954, kvæntur Lovísu Jónsdóttur, f. 4.4. 1946. Sonur Lovísu og stjúpsonur Baldurs er Gylfi Gylfason, f. 1977, kvæntur Hlín Druzin Hall- dórsdóttur, f. 1978. Sonur Gylfa og Hlínar er Garpur Druzin, f. Fyrstu minningar mínar úr þessu lífi eru þær að við mamma og Linda systir mín bjuggum hjá Önnu systur mömmu með börnum hennar Helgu og Nonna í Stigahlíð í Reykjavík 1958. Mamma var ein með okkur og naut hjálpar systra sinna Önnu og Huldu. Við fluttum síðar í nýja íbúð sem pabbi hafði fest kaup á og látið innrétta milli 1959 og 60. Við tóku erfið ár hjá mömmu þar sem hún sá ein fyrir fjölskyldunni. Mamma var hörku- dugleg og Hulda systir hennar, yf- irþerna á Gullfossi, stóð líka við bakið á okkur á þessum tímum. Mamma vann fyrst eftir komuna til Reykjavíkur í Kexverksmiðjunni Esju og síðar lengi vel við alls kon- ar saumaskap fyrir ýmis fyrir- tæki. Ég man hvað ég var stoltur þegar ég eignaðist Bítlajakka sem hún saumaði fyrir eitt af fyrir- tækjunum þegar bylgja sem kall- aðist „Beatlemania“ gekk yfir heiminn. Handavinna hennar sem var glæsileg birtist í útsaumuðum myndverkum og útskurði síðar meir. Auknar skyldur á mínar herðar var eitt af því sem fylgdi þessum tímum. Ég man að þegar ég var sex ára og orðinn of gamall til að vera á Tjarnarborg, fékk ég það hlutverk að taka strætó úr Laugarnesinu niður á Lækjatorg og ganga þaðan yfir ísilagða tjörnina að vetrarlagi og sækja Lindu, fjögurra ára litlu systur mína, á barnaheimilið og koma okkur sömu leið til baka heim. Ég dvaldi á sumrin á Borgarfirði eystra hjá Vigfúsi Helgasyni móð- urbróður mínum og Kristínu Hallgrímsdóttur konu hans frá 6 til 12 ára aldurs. Allt þetta hjálp- aði mömmu og sumurin á Borg- arfirði voru líka yndislegur tími. Þegar ég var tíu ára og Linda átta, kynntist mamma Sigmari og flutti hann til okkar. Ári síðar fæddist Grétar bróðir okkar. Dásamlega fallegur. Við Linda fluttum ung að árum að heiman. Mamma, Sigmar og Grétar bjuggu saman, fyrst á Laugarnes- veginum og síðast á Kleppsvegi 46. Þar bjuggu mamma og Sig- mar alla tíð þar til heilsa mömmu fór að láta undan síga 2014. Sig- mar annaðist hana lengi eins vel og hann var fær um. Mamma flutti svo á Hrafnistu 2016. Sig- mar bjó einn í stuttan tíma þang- að til hann var fluttur veikur á sjúkrahús þar sem hann lést þremur mánuðum síðar. Þau áttu gott líf í 52 ár. Mamma elskaði blóm og smáfuglarnir gátu alltaf treyst á hana. Þegar ég var ósjálf- bjarga og óviti hugsaði mamma um mig og gætti mín og var í raun annar kletturinn í lífi mínu. Þegar heilsa hennar gaf sig fannst mér hún eiga það hjá mér að styðja hana í sínu mótlæti. Það fólst m.a. í eins mörgum samverustundum og mögulegt var ásamt hjálp í að muna það sem hún gat virkilega glaðst yfir. Við hlustuðum t.d. á Ragga Bjarna, Ellý Vilhjálms o.fl. meistara á Youtube. Að missa minnið að hluta til, heimilið, manninn sinn og sjónina er ekki lítill missir. Að upplifa það að vera elskaður er kannski eitthvað sem hægt er að lifa fyrir, þegar sum- um finnst ekkert vera eftir. Að lokum er mér þakklæti í huga til systkina mömmu sem hjálpuðu henni á erfiðum tímum. Blessuð sé minning allra ástvina mömmu og velunnara. Guð blessi þig og geymi, elsku mamma mín. Takk fyrir allt. Þinn sonur, Baldur. Aðalheiður Elsa Helgadóttir HINSTA KVEÐJA Nú lýkur degi. Sól er sest. Nú svefnfrið þráir jörðin mest. Nú blóm og fuglar blunda rótt og blærinn hvíslar: Góða nótt. Guðs friður sigri foldarrann. Guðs friður blessi sérhvern mann. Kom, engill svefnsins, undurhljótt og öllum bjóð þú góða nótt. Hvíl, hjarta, rótt. Hvíl höndin þreytt. Þér himins styrk fær svefninn veitt. Hann gefur lúnum þrek og þrótt. Ó, þreytti maður, sof nú rótt. (Valdemar V. Snævarr) Þín tengdadóttir, Lovísa. VIÐ ERUM FLUTT Eyrartröð 16, 220 Hafnarfirði sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Eyrartröð 16 220 Hafnarfirði Opið kl. 11-16 virka daga FALLEGIR LEGSTEINAR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, THEODÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Skaftafelli, lést á Landspítala föstudaginn 11. mars. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 25. mars klukkan 13. Gísli Ragnarsson Kolbrún Karlsdóttir Sigríður Ragnarsdóttir Nökkvi Bragason Sveinn Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA MAGNÚSDÓTTIR, lést á Hrafnistu Nesvöllum föstudaginn 4. mars. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 24. mars klukkan 13. Sveinn Helgason Árdís Lára Gísladóttir Magnús Helgason Björg Gunnsteinsdóttir Rúnar Helgason Þuríður Árnadóttir Smári Helgason Hjördís Björk Garðarsdóttir Kristín Helgadóttir Þorbjörn Pétursson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VILLA MARÍA EINARSDÓTTIR, Hólavallagötu 11, Reykjavík, lést sunnudaginn 6. mars á Boðaþingi, Kópavogi. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 21. mars klukkan 13. Þökkum starfsfólki Boðaþings fyrir hlýhug og góða umönnun. Kjartan Ólafsson Anna Guðmundsdóttir Einar Ólafsson Þ. Ester Sigurðardóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÆRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR, lést laugardaginn 12. mars. Útför verður haldin í Garðakirkju í Garðabæ 25. mars klukkan 15. Stefnir Skúlason Lilja Kjalarsdóttir Íris Kjalarsdóttir makar og barnabörn Við sendum hjartans þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR INGA GUÐJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Grund fyrir mikla hlýju og alúð í umönnun og við fráfall Guðmundar Inga. Ásthildur Bjarnadóttir Guðrún Guðmundsdóttir Björn Bjarnason Sverrir Guðmundsson Margrét Erla Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.