Morgunblaðið - 19.03.2022, Síða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022
Ólafur bróðir er
fallinn. Fyrir aldur
fram segja sumir,
einn nefndi áfall.
Óli var að vísu kominn á efri ár
en ekkert gamalmenni, eða svo
fannst flestum sem þekktu
þennan starfsglaða og haga
handverksmann.
Það varð honum áfall að
greinast með hægfara krabba-
mein.
Hann orðaði það svo:
„Löngum hefi ég göslast áfram
án áhyggju af heilsufari.“ Síð-
ustu orð hans við mig: „Hvort er
betra að veslast upp úr hægfara
krabbameini, eða snöggdrepast
úr hjartabilun? Spyr sá sem ekki
veit.“
Eftir árangurslausar tilraunir
til að gera út af við krabbamein-
ið var honum boðin áhættusöm
aðferð sem sumum höfðu dugað,
en ekki öllum. Hann valdi áhætt-
una.
Hún fór með hann. Feigum
verður ekki forðað. Tími hans
var kominn.
Ég var tæpum sex árum eldri
og var ábyggilega oft með ein-
hvern stórabróðurhroka við
hann, en hann var orðheppinn,
frakkur og kjaftfor og ég gekk
ekki alltaf feitur frá orðaskipt-
um.
Ég var kominn á fullorðinsár
og allmikla ábyrgð í búrekstri
foreldra okkar, en ekki tilbúinn
að setjast alveg að. Fór að heim-
an og var lengur burtu en upp-
haflega var ætlað. Taldi þá yngri
bróður og fósturbróður, tvo
menn, ekki of góða til að vera
máttarstólpa lengur en upphaf-
lega var áætlað. En allt þótti
Ólafur Aðalsteinn
Gíslason
✝
Ólafur Að-
alsteinn Gísla-
son fæddist 29. júní
1944. Hann lést 17.
febrúar 2022.
Útför Ólafs fór
fram 28. febrúar
2022.
ómögulegt ef mig
vantaði. „Ég stefndi
ekkert að frama í
búskap,“ sagði Óli
seinna.
Hann fór í tré-
smíðina, einn af
þessum högu Látr-
urum og eins og
hann sagði: „Það
var Ólafur Teitsson
í Sviðnum sem
flutti hagleikann
inn í ættina. Hans er ekki getið
fyrr en með honum.“
Trésmíðina nam hann í
Stykkishólmi og síðan var hann
fljótt hjá verktökum stórra verk-
efna löngum verkstjóri.
„Besti verkstjóri sem ég
þekki, alltaf rólegur,“ heyrði ég
starfsbróður hans segja.
Óli varð verktaki sjálfur með
eigið verkstæði syðra. Nóg verk-
efni.
Byggði tvisvar yfir mig og
fjölskyldu mína í búskapnum.
Fyrst í Flatey, síðan í Skáleyj-
um. Og hann rak smiðshöggið á
viðgerð Flateyjarkirkju meðan
ég var þar í forsvari.
Bát fjölskyldunnar Kára tók
hann suður og gerði upp frá a til
ö. Þrír smiðir voru riðnir við
uppruna og viðhald Kára í 60 ár.
Þegar Óli reif byrðinginn feðraði
hann hvern nagla og stórjók
þekkingu sína á vinnubrögðum
ættarsmiðanna.
Honum þótti vænt um sína
bernskubyggð. Vann án launa að
framantöldum verkefnum þar.
Kallaði það sitt framlag til
æskustöðvanna.
Með smiðsferlinum fór hann
að gera út á handfæri. Var mest
í því síðustu árin og sagði það
skemmtilegasta starfið. Eignað-
ist 3 báta hvern eftir annan. Þeir
fengu nöfnin Sigurborg, Sigur-
borg II og Sigurborg Ólafs.
Kæra Henný mín! Guð blessi
þig og afkomendur ykkar alla.
Gæfan fylgi ykkur.
Jóhannes Geir Gíslason.
✝
Guðmundur
Eggert Óskars-
son fæddist 29. apr-
íl 1935. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 8. febr-
úar 2022.
Foreldrar hans
voru Óskar Egg-
ertsson, lengst af
bústjóri á Kópa-
vogsbúinu, f. í
Hjörsey í Mýrasýslu
1897, d. 1978, og Guðrún
Einarsdóttir, húsfreyja frá
Hjarðarnesi á Kjalarnesi, f.
1899, d. 1989. Guðmundur var
yngstur fjögurra bræðra. Elst-
ur var Magnús, f. 1927, d. 2019,
kennari við Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri, svo Ein-
ar, f. 1930, d. 2016, trésmíða-
meistari, og loks tvíburarnir
Jóhann Stefán, d. 1946, og
Guðmundur Eggert.
Guðmundur var
fæddur í Kópa-
vogi. Faðir hans
var bústjóri á
Kópavogsbúinu
við Hressingar-
hælið, sem var í
fyrstu rekið af
Kvenfélaginu
Hringnum en síð-
ar ríkinu, og ólst
Guðmundur þar
upp. Guðmundur
var búfræðingur en starfaði
alla sína tíð hjá Kópavogs-
kaupstað, fyrst sem bílstjóri,
síðar sem ármaður hjá Stræt-
isvögnum Kópavogs og loks
sem húsvörður í Digranesskóla.
Guðmundur var einn af stofn-
endum Breiðabliks og lengi
gjaldkeri félagsins.
Útför Guðmundar fór fram
17. febrúar 2022 frá Kópavogs-
kirkju.
Guðmundi kynntist ég ungur,
reyndar man ég varla eftir mér
áður en kynni okkar hófust. Hann
var stoð og stytta pabba míns á
vinnustaðnum og alltaf kallaður
„Guðmundur okkar“ í innsta
hring, til aðgreiningar frá nöfnum
hans. Þá var starfssvið hans býsna
stórt, en hvergi skilgreint í neinni
hvítbók. Til hægðarauka var hann
titlaður ármaður, þar sem ábyrgð
hans var jafnan mikil, hollustan og
heilindin óvefengjanleg.
Þegar ég stofnaði fjölskyldu
átti ég því láni að fagna að leigja
íbúð í húsi Einars, bróður Guð-
mundar, í næsta húsi við Guð-
mund og móður þeirra bræðra.
Þar sveif ljúfmennska og hógværð
jafnan yfir vötnum. Síðustu árin
var ég stundum í símasambandi
við Guðmund og var þar eins og
endranær, æðruleysið og rólyndið
leyndi sér ekki þótt aldurinn færð-
ist yfir hann.
Við kveðjum ljúfan samstarfs-
mann og granna með þökk í
hjarta.
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
og Ólöf Pétursdóttir.
Guðmundur
Eggert Óskarsson
✝
Gestur Óli Guð-
mundsson
fæddist í Reykjavík
3. júlí 1937. Hann
lést á Landspít-
alanum Fossvogi
22. febrúar 2022.
Foreldrar hans
voru Áslaug Sig-
urðardóttir, f. 1907,
d. 1997, og Guð-
mundur Magn-
ússon, f. 1904, d.
2003. Þau voru bæði ættuð frá
Snæfellsnesi. Börn þeirra eru
Eygló Fjóla, f. 1934, Erla Sæunn,
f. 1935, Gestur Óli, f. 1937, Anna
Maggý, f. 1938, Áslaug Gyða, f.
1940, d. 2022, Guðmundur Heið-
ar, f. 1941, d. 2020, Magnús, f.
1945, Hrönn, f. 1946, og Sig-
urður, f. 1947.
Hinn 27. september 1958 gift-
ist Gestur Leu Þórarinsdóttur, f.
í Reykjavík 29. ágúst 1939.
Foreldrar hennar voru þau
Þórarinn Helgi Jónsson f. 1913 á
Grétar Logi og Dalía Nótt. c)
Björgvin, f. 1991, kona hans er
Þórunn Björk Jónsdóttir og börn
þeirra eru Matthildur Rósa og
Hrafney Myrk. 2) Tómas Jenn-
þór, f. 16. október 1960. Kona
hans er Rósa Geirsdóttir og börn
þeirra eru þrjú: a) Elísabet, f.
1984, maður hennar er Óskar
Fannar Guðmundsson og börn
þeirra eru Ísabella Rakel, Tómas
Guðni, Rósa Jóna og Heiðdís
Eva. b) Rakel, f. 1988, maður
hennar er Matthías Vilhjálmsson
og börn þeirra eru Vilhjálmur
Atli og Andrea Rós. c) Geir, f.
1989, kona hans er Heiðrún Hlíð-
berg. 3) Agnar, f. 17. febrúar
1962. Kona hans er Jóhanna
Bára Ásgeirsdóttir og börn
þeirra eru tvö: a) Þórarinn
Helgi, f. 1986, sonur hans er Jó-
hann Atli. b) Halla Dís, f. 1993,
börn hennar eru Berglind Bára,
Snædís Rós, Guðrún Elín og
Gunnlaugur Gylfi. 4) Baldur, f.
21. október 1968. Börn hans og
Helgu Björgvinsdóttur eru þrjú:
a) Inga Dögg, f. 1995. b) Fríða
Rún, f. 1998. c) Óðinn, f. 2005.
Gestur starfaði lengst af hjá
Eimskip eða í tæp 40 ár.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Ytri-Rauðamel í
Eyjahreppi, d. 1986,
og Jenny Lea Svan-
hild Olsen frá Vest-
manna í Færeyjum,
f. 1910, d. 2006.
Systur Leu eru:
Emmy, f. 1941, d.
2009, Elna, f. 1943,
og Þórunn, f. 1947,
d. 2021. Hálfbróðir
Leu sammæðra er
Trausti Ólafsson, f.
1935, d 2016, og hálfsystir sam-
feðra er Jóna Guðrún Þórarins-
dóttir, f. 1936.
Börn Gests og Leu eru: 1)
Bryndís, f. 13. júní 1958. Eig-
inmaður hennar var Steinþór
Björgvinsson, sem lést árið 2020,
og börn þeirra eru þrjú: a) Gest-
ur f. 1983, kona hans er Rósa
Stefánsdóttir og börn þeirra eru
Óskar, Viktor og Eva. b) Lea, f.
1985, maður hennar er Gunnar
Már Steinarsson og börn þeirra
eru Ingólfur Þór, Sunna Karen,
Elskulegur afi okkar er fallinn
frá. Við kveðjum hann með
miklu þakklæti og rifjum upp
allar góðu stundirnar sem við
áttum með honum. Afi var barn-
góður, hjálpsamur og einstak-
lega ljúfur. Hann var alltaf
mættur fyrstur til þess að hjálpa
þegar þess þurfti, hvort sem það
var að hjálpa okkur að flytja,
klippa trjágróðurinn, mála eða
bara hvað sem er.
Það hefur alltaf verið notalegt
að koma í heimsókn til ömmu og
afa í Sólheimana. Oftar en ekki
tekur pönnukökulyktin á móti
okkur og við munum svo sann-
arlega sakna þess að hitta afa
sem stóð ávallt í dyragættinni
með bros á vör og útbreiddan
faðminn.
Það rifjast upp fyrir okkur all-
ar ferðirnar í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn með ömmu og
afa, bæði sem börn og núna í
seinni tíð með börn okkar systk-
ina. Við tókum allan daginn í að
rölta um og spjalla, borða nesti
og njóta samvista hvert við ann-
að. Hann kippti sér ekkert upp
við það þó börnin ætluðu 100
ferðir í allskyns tæki því þol-
inmæði hans var með eindæmum
mikil.
Afi hafði gaman af því að fara
á Snæfellsnesið og á Rauðaberg
þar sem hann fann sér alltaf eitt-
hvað til þess að dunda við. Hann
sló fleiri hektara af grasi, málaði
girðingar og bústaði og dyttaði
að því sem þurfti því hann vildi
hafa hlutina í lagi. Það var enn
betra ef í þessu brasi kæmi ein-
hver flott vél eða bifreið við
sögu. Hann hafði einstaklega
gaman af bílum og tækjum og
var alltaf að segja okkur frá því
nýjasta sem hann hafði skoðað.
Við erum því alveg viss um það
að afi er búinn að finna sér ein-
hvern svakalegan kagga sem
hann rúntar nú um á og fylgist
með okkur.
Við munum sakna afa sárt en
við munum ylja okkur við góðar
minningar.
Takk fyrir tímann sem með þér áttum,
tímann sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við.
Gefi þér Guð og góðar vættir
góða tíð yfir kveðjuna hér,
þinn orðstír mun lifa um ókomna
daga,
indælar minningar í hjarta okkar ber.
(P.Ó.T.)
Elísabet, Rakel og Geir.
Elsku afi. Það er svo skrítið
að hugsa til þess að þú sért far-
inn. Eftir öll áföllin, veikindin og
slysin sem þú lentir í og stóðst
alltaf upp aftur, þá hélt ég að þú
myndir jafna þig aftur núna.
Enginn sem ég þekki hefur verið
jafn mikill klettur, jafn harður af
sér og þú. En á sama tíma hef ég
aldrei kynnst öðru eins ljúf-
menni. Alltaf rólegur, yfirvegað-
ur og alltaf til í að spjalla og
hlusta. Þú kenndir mér miklu
meira í lífinu en okkur báða
grunar. Þótt þú hafir verið hlé-
drægur þá var alltaf stutt í húm-
orinn; þennan fallega, sanna
húmor sem gerði létt grín að að-
stæðum án þess að særa aðra.
Hann lærði ég af þér. Þegar ég
var fimm ára varstu búinn að
kenna mér allt um bíla og ég gat
sagt allar bíltegundirnar sem
keyrðu fram hjá okkur þegar við
vorum í göngutúrunum okkar
saman. Mér fannst það æðislega
gaman því ég hef alltaf haft svo
mikinn áhuga á bílum og þarna
gleymdum við okkur oft saman.
Til marks um húmor þá sáum við
einu sinni Lödu fyrir utan Sól-
heimana og þú sagðir mér að
þetta væri uppáhaldsbíllinn
hennar ömmu. Svo þegar það
kom í ljós að það var fjarri sann-
leikanum þá hlógum við öll sam-
an að þessu. Þegar ég var yngri
vissi ég ekkert betra en að gista
hjá ömmu og afa. Við horfðum
saman á bíómyndir og borðuðum
eitthvað gott. Skemmtilegast
fannst mér þegar þú varst að
segja mér frá bíómyndunum sem
þú fórst á í bíó; Roy Rogers,
Dracula og fleiri myndum sem
þú lýstir fyrir mér hvernig þú
hefðir upplifað á sínum tíma og
ég drakk í mig hvert einasta orð.
Engan þekki ég sem hefur
verið jafn duglegur til vinnu og
hjálpsemi. Þrátt fyrir tæpa
heilsu síðustu árin varstu alltaf
mættur út til að sópa eða moka
planið. „Það gengur ekkert að
hafa þetta öðruvísi,“ sagðirðu
margoft og það var til vitnis um
að þú vildir hafa hlutina í lagi í
kringum þig. Sem tókst vel til
því þú varst alltaf svo flottur.
„Farðu vel með peningana þína
og þá munu þeir fara vel með
þig,“ sagðirðu við mig einu sinni
meðan þú sléttaðir úr seðlum og
settir aftur í veskið þitt. Það seg-
ir manni talsvert meira heldur
en bara að hafa seðlana slétta.
Við áttum sérstakt samband.
Gestur og Gestur Óli. Við vorum
saman í liði. Hvíldu þig nú afi
minn, ég vona að þér líði vel. Ég
elska þig og ég veit að þú heldur
áfram að passa upp á mig.
Gestur Steinþórsson.
Gestur Óli
Guðmundsson
✝
Jón Björn
Stein-
grímsson fæddist
í Reykjavík 14.
desember 1970.
Hann var bráð-
kvaddur 15. febr-
úar 2022.
Móðir hans er
Elsa Ein-
arsdóttir, f. 1942.
Faðir hans var
Steingrímur
Skagfjörð Björnsson, f. 1941,
d. 2015.
Eftirlifandi eig-
inkona hans er
Marta Guðrún Guð-
mannsdóttir, f.
1973. Börn hans
eru Magnús Freyr
Jónsson Morthens,
f. 1989, Ívar Guð-
mann Jónsson, f.
1992, Baldur Gauti
Jónsson, f. 1996, og
Rakel Sera Jóns-
dóttir, f. 2001.
Útför hans fór fram 24.
febrúar 2022.
Bjössi mágur minn og vinur.
Nokkur orð um góðan dreng.
Missirinn er mikill fyrir ver-
öldina og okkur öll.
Við sem vorum svo heppin
að fá að kynnast og þekkja
Bjössa persónulega vitum að
hann var sannur, hann var gull
af manni, hann var dýrari týp-
an.
Fágætur er góður vinur.
Sennilega mun okkur aldrei
skiljast til fullnustu hvers
vegna Bjössi var kallaður frá
okkur svo fljótt, minning hans
er svo sannarlega ljós í lífi
fólksins sem var honum kær-
ast, barnanna hans fjögurra og
klettsins hans hennar Mörtu.
Ég er ævinlega þakklát fyrir
að hafa kynnst Bjössa í gegn-
um systur mína sem er best í
öllum heiminum. Það var svo
auðvelt að líka vel við Bjössa,
hann féll vel í kramið hjá öllum
í tengdafjölskyldunni, pabbi og
hann voru miklir mátar og
gátu endalaust hlegið og
skemmt hvor öðrum.
Hann var alltaf tilbúinn að
hjálpa og gera allt sem hann
gat fyrir okkur fjölskylduna; ef
einhver voru vandkvæðin gat
Bjössi alltaf fundið út úr því,
því meiri gruflara var erfitt að
finna.
Þegar sorgin knýr að dyrum
hugsar maður um að samveru-
stundirnar hefðu mátt vera
fleiri síðustu ár. Við Bjössi vor-
um einstaklega góðir vinir í
gegnum tíðina, töluðum oft
mikið saman um lífið og til-
veruna.
Húmorinn var á réttum stað
hjá Bjössa og glettnin alltaf til
staðar, stríðinn, skemmtilegur,
fyndinn og ljúfur.
Ég mun hugsa til hans með
þakklæti og virðingu fyrir allar
góðu stundirnar, fíflaganginn,
húmorinn, brandarana og ekki
síst gleðina, ástina og samstöð-
una sem hann og Marta áttu
svo fallega saman. Nokkrar af
lífsreglum þeirra voru sam-
vera, upplifun, friður og ró,
ekki má gleyma reglunni ger-
um allt saman.
Elsku Marta og Bjössi, þið
voruð frábær fyrirmynd.
Svo viðkvæmt er lífið sem
vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Elsku Marta systir, Magnús,
Ívar, Baldur, Rakel, tengda-
börn og barnabörn,
Bjössi verður aldrei gleymd-
ur, hann mun lifa í hjarta okk-
ar um aldur og ævi.
Kveðja,
Kristín Soffía
Guðmannsdóttir (Stína).
Með söknuði í hjarta minn-
umst við vinar og vinnufélaga
okkar, sem var hrifinn burt frá
okkur allt of snemma.
Jón Björn hóf störf hjá
BAUHAUS á upphafsári fyrir-
tækisins og átti stutt í tíu ára
starfsafmæli þegar hann féll
frá. Jón setti sitt mark á starf-
semi fyrirtækisins og vinnu-
daga okkar allra. Starfsemi
fyrirtækisins var honum hug-
leikin og varði hann löngum
stundum í að huga að hags-
munum þess.
Í vinnunni var Jón maður
fárra orða, hann var einstak-
lega hnyttinn, réttsýnn, traust-
ur, ósérhlífinn og vinnusamur.
Hann var alltaf fyrstur til að
rétta fram hjálparhönd og var
þá ekki spurt að stað eða
stund, Jón var tilbúinn til að
hjálpa. Jón var góður mann-
þekkjari, sem kom sér vel við
ýmsar aðstæður.
Með einstakri lund, nærveru
og hlýju náði Jón til allra sem
hann vann með, óháð aldri eða
stöðu.
Við leiðarlok og hinstu
kveðju er efst í huga sú já-
kvæðni sem Jón smitaði frá
sér. Þegar á móti blés var við-
kvæðið ávallt: Höldum áfram,
verkin vinna sig ekki sjálf.
Dagarnir gátu verið langir og
verkefnin mörg en Jón fór
ávallt á undan með góðu for-
dæmi og sýndi hug sinn í verki.
Við munum sjá til þess að bera
minningu Jóns áfram á vinnu-
staðnum.
Jón var einstakur og skilur
hann eftir stór spor sem ekki
verða fyllt.
Með söknuði kveðjum við
Jón og þökkum góð kynni.
Minningin um góðan vin lifir
með okkur.
Við sendum Mörtu, börnun-
um og öðru samferðafólki sem
eiga um sárt að binda sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd vina og vinnu-
félaga í BAUHAUS,
Ásgeir Bachmann,
Daníel Sigurðsson Glad,
Snæfríður Dröfn
Björgvinsdóttir.
Jón Björn
Steingrímsson