Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 46

Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Jæja, elsku pabbi minn. Þetta er án efa eitt það leiðinleg- asta verkefni sem mér hefur verið fal- ið, að skipuleggja útför elsku besta pabba sem til er. Frá því ég man eftir mér var alltaf hægt að leita til þín með öll þau mál sem brunnu á manni og maður þurfti leiðsagnar við. Stundum hlustaði maður en í þeim tilfellum sem maður gerði það ekki hefði mað- ur átt að gera það. Alltaf var það þessi yfirvegun, hógværð og góð- mennska sem þú bjóst yfir og var þitt aðalsmerki sem skein í gegn í öllum okkar samskiptum. Bíltúrar suður á eyju, ótal ferðir í Brimurð, Svörtuloft og undir Löngu voru ómetanlegar stundir. Fyrstu fjallgöngurnar mínar fór ég sitjandi á háhesti á þér og það helsta sem þú kvart- aðir yfir var þegar ég hélt fyrir augun á þér. Ekki var ég gamall þegar við fórum saman í lunda í Sæfellinu, Dalfjallinu og á fleiri staði, sam- an veiddum við mörg þúsund lunda á þessum árum og var ómetanleg sú kennsla sem ég fékk í lundaveiði og fjalla- mennsku og bý ég að henni enn í dag. Þegar ég ákvað að fara til Rvk. að læra bifvv. studdir þú mig heils hugar og sagðist ætla að fá vinnu hjá mér við að sópa þegar ég opnaði verkstæði sjálf- ur. Þegar Guðjón Þ. afaprinsinn þinn og nafni fæddist 2008 þá eignaðist hann þann besta vin sem hægt er að hugsa sér. Frá fyrsta degi smulluð þið saman og voruð óaðskiljanlegir. Hann gat ekki beðið eftir að komast til ykk- ar mömmu á vorin eftir að skóla lauk. Hann sagði oft „afi hefur alltaf tíma fyrir mig og gerir allt með mér“. Það voru mörg símtöl og samtölin á milli ykkar. Það var Guðjón Weihe ✝ Guðjón Weihe fæddist 4. júní 1945. Hann lést 26. febrúar 2022. Útförin fór fram 11. mars 2022. eins og að hlusta á tvo fullorðna menn tala saman þegar þið tveir rædduð málin. Mér er það minnisstætt eitt sinn þegar við vor- um þrír saman að veiða niðri á bryggju og Ævar vinur pabba kemur þar að. Hann segir við Guðjón Þ. hvað hann sé heppinn að vera að veiða með afa sínum á bryggjunni. Ekki stóð á svarinu hjá litla prinsinum þínum og segir hann: „Hann er ekki bara afi minn, hann er besti vinur minn.“ Þetta er kannski besta lýsingin á sam- bandi ykkar. 100% virðing og væntumþykja á milli ykkar. Þegar ég hóf nám í lögfræði við HA 2020 sýndir þú því alltaf mikinn áhuga og spurðir alltaf hvernig gengi og stoltið leyndi sér ekki. Um síðustu jól þegar ég sagði þér frá einkunnunum mín- um sagðist þú vera svo stoltur af mér. En þú þurftir ekki að segja það … ég fann það. Ég hitti þig daginn sem þú varst fluttur til Reykjavíkur. Þegar vélin var opnuð og þú sást mig tók ég eftir hvað lifnaði yfir þér og þú brostir og svo tók- umst við í hendur áður en þér var ekið á spítalann. Þar varstu í tvo daga áður en þú fórst. Ég held að svona hafir þú viljað hafa það. Þú varst vanur að gera allt á þínum forsendum og í rólegheitum. Við hugsum um mömmu fyrir þig og ég mun segja Guðjóni Þ. frá öllu því sem við gerðum sam- an og halda minningu þinni á lofti. Við erum ekki aðeins að missa eiginmann, pabba og afa heldur þann allra besta vin sem maður getur eignast. Takk fyrir allt elsku pabbi minn og takk fyr- ir allt afi minn Þinn sonur og afaprins, Haukur Weihe og Guðjón Þorri. Í dag kveðjum við góðan vin, hann Guðjón Weihe. Við vinirnir Hörður og Henrý erum hnípnir. Guðjón Weihe var mikill hæfi- leikamaður og að okkar mati var hann stórskáld, listasmiður á lífs- ins táknmyndir. Okkar leiðir og Gauja lágu fyrst saman þegar hann kom til Eyja eftir að hafa verið á Íþróttaskólanum í Hauka- dal. Þar lærði hann meðal annars glímu. Hann ákvað eftir námið í Haukadal að flytja fagnaðarer- indið til Eyja og kenna ungum mönnum þar íslenska glímu. Við (Hörður og Henrý) ákváðum, ásamt fjölda annarra Eyjapeyja, að læra þessa merku íþróttagrein hjá þeim Gauja og Kjartani bróður hans. Kennslan fór fram í leikfimisal barnaskól- ans. Hörður var lengur við æf- ingar en Henrý og taldi sig hafa náð umtalsverðri færni, eða þar til hann reyndi sig á æfingu við Hjálm Sigurðsson, þáverandi glímukóng Íslands. Hörður segir sjálfur svo frá í gríni, að hann teldi sig vera stærsta kúst sem Hjálmur hefði sópað íþróttagólf með. Honum fannst það heldur ójafn leikur. Við félagarnir höf- um lengi átt þann draum, að Guð- jón Weihe vinur okkar yrði til- nefndur bæjarlistamaður í Vestmannaeyjum, fyrir allan sinn frábæra kveðskap. Við nefndum þetta við hann fyrir fá- einum vikum. Okkur fannst svo nauðsynlegt að vekja athygli á því hversu frábær hann er í þess- um efnum. Eftir hann liggur mik- ið úrval af ljóðum, kvæðum og textum við þjóðhátíðarlög, eins og t.d. „þú veist hvað ég meina mær“, einnig kveðskapur þar sem hann og Hilmir Högnason frá Vatnsdal kváðust á, og margt, margt fleira. Þegar við nefndum þetta við hann var hann algerlega mótfallinn því að við værum að vekja máls á þessu. Hann vildi ekki vera að gera mikið úr verk- um sínum, var hógvær og lítillát- ur. Við félagarnir vorum ekki sammála honum, en við það sat. Gaui var mikill hagleiksmaður og allt lék í höndum hans. Hann var einstaklega heilsteyptur og góður maður, og góður vinur var hann. Það var auðvelt og skemmtilegt að gleyma sér í spjalli við hann langtímum sam- an um lífið og tilveruna. Hann hafði alltaf sína sýn á málin, skoðun sem var oft krydduð meitluðu málfari. Okkur fannst alltaf gefandi að sækja þau heim, hann og Erlu, hans yndislegu konu. Þau höfðu einstakt lag á því að láta mann finna sig velkominn. Nú er vinur okkar fallinn frá, snöggt og ótímabært, en hann skilur eftir ótal góðar minningar. Í kveðskap Guðjóns mun lifa hvernig hann gæddi mannlíf og umhverfi Eyjanna lífi og litum. Kæri vinur, þín verður sárt saknað. Við munum minnast þín fyrir hve þú varst góður maður og góð fyrirmynd. Við þökkum þér fyrir einstaka vináttu. Guð blessi Erlu og fjölskyld- una alla. Hörður og Marentza, Henrý og Inga. Við systkinin settumst niður og minntumst afa okkar og allra minninganna sem við áttum með honum. Tímarnir sem við eydd- um saman í Eyjum voru auðvitað frábærir. Fersk í minni eru skiptin sem við, smápeyjar, feng- um að fara með afa í körfubílinn. Það var alltaf jafn gaman, taka bíltúr niður á Rafveitu og prófa að fara jafn hátt og ljósastaur í körfubílnum. Það var spennandi að vera með afa í spröngunni, kenna okkur grunninn í sprangi og ekki var síður flott að sjá hann spranga. Maður fann sér alltaf eitthvað skemmtilegt að gera með afa. Þegar maður kom til eyja var öruggt að fá að sjá a.m.k. þrjár Tomma og Jenna- spólur eða eina Die Hard-mynd. Í bílskúrnum var alltaf hægt að smíða eða mála eitthvað með afa. Hann kenndi okkur að saga, negla og hvernig átti að með- höndla ýmis verkfæri. Eins gaman og það var að vera í Vestmannaeyjum hjá ömmu og afa var æðislegt að fá þau í bæ- inn. Í Efstaleiti vörðum við bræð- ur miklum tíma. Tölvuskjárinn hans afa var alltaf blár með hvít- um stöfum en þar var hann að skjalfesta ættfræði landans ef okkur skjátlast ekki. En alltaf var hann tilbúinn að sinna okkur strákunum. Hann hallaði sér gjarnan aftur í sófanum og sagði „jæja drengur minn“ og það var oftast byrjunin á einhverri magn- aðri sögu úr Eyjum. Það var engu líkt að spila borðtennis við afa en þá mátti að vísu aldrei telja, þetta átti sko alls ekki að vera keppni heldur átti maður að dunda sér í borðtennis og æfa sig að slá á milli. Á kvöldin fengum við oft að fara í göngutúr með afa og hundinum Max. Afi beið oft með hundinn og við bræður hlup- um áleiðis og földum okkur og svo áttu afi og Max að finna okk- ur. Það tók oftast mjög skamman tíma enda þeir báðir með fram- úrskarandi þefskyn. Afi hneykslaðist oft á því að börn og unglingar í dag mættu ekki hafa vasahníf meðferðis í daglegum önnum lífsins. Þá minntist hann gömlu tímanna þegar hann var peyi í eyjum, þar sem hann komst ekki í gegnum daginn án þess að þurfa að nota hnífinn til að skera á net, hnúta eða annað tilfallandi. Afi vildi okkur allt hið besta og gaf okkur góð ráð í formi góðrar sögu eða með vísum eins og þess- ari: Ég vonir mínar við þig bind, vertu öðrum fyrirmynd. Drottinn sér úr hæðum hátt, hvert þitt verkið stórt og smátt. (Guðjón Weihe) Við kveðjum afa okkar með söknuði og munum við aldrei gleyma gæsku hans og virðingu fyrir öllum lífverum. Takk fyrir allt. Þín barnabörn, Birkir, Sindri og Elísa Björnsbörn. Kæri vinur. Nú ert þú búinn að kveðja þetta jarðlíf og þín verður sárt saknað, en minningin um allar góðu stundirnar sem við áttum saman með ykkur Erlu þinni munu lifa áfram. Þú varst einstaklega vönduð persóna, ró- legur að eðlisfari, þægilegur í umgengni, kærleiksríkur maður. Ég minnist þess þegar ég bjó á fastalandinu um tíma og þið einn- ig og störfuðuð í Efstaleitinu hvað þið reyndust mér vel. Að koma til ykkar í heimsókn eða til að fara á æfingar með kórnum okkar, ÁTVR, til að syngja Eyja- lögin, þá var mér iðulega boðið í mat. Einu sinni sagði Gaui við mig að það væri kært að fá mig í mat því þá vandaði Erla sig sér- staklega, en Erla er meistara- kokkur og fór létt með að elda fyrir heilu veislurnar ef svo bar við. Hjá Gauja var alltaf stutt í brosið og hvað við gátum hlegið saman, við þrjú, að alls konar vit- leysu. En hann gat stundum ver- ið þver og þá hlakkaði í okkur Erlu. Gaui var mjög hagmæltur og eftir hann liggur mikið safn af ljóðum og einnig texta við Þjóðhátíðarlög átti hann. Er pabbi minn dó þá færði hann mér undurfögur ljóð sem ég setti i ramma ásamt mynd af pabba, þetta færði mér mikinn fögnuð. Gaui var mikið náttúrubarn og naut þess að ganga um eyjuna eldsnemma að morgni, kíkja eftir fuglum sem hann hafði mikla þekkingu á og svo voru það hreiðrin á vorin, það þurfti að líta eftir þeim. Við Jónas minn, þú og Erla höfum þekkst stóran hluta af æv- inni. Eftir gos voru heimili okkar hlið við hlið, þið í Framnesi og við á Múla, og börnin okkar léku sér saman og við pössuðum hvert fyrir annað þegar á þurfti að halda. Svo kom að því að eignast heimili eftir gosið. Þá byggðum við eins einbýlishús í Dvergham- arshverfinu og héldum vinskap- inn. Við fórum saman á Norð- lendingaþorrablót, elduðum saman í trogin og skemmtum okkur vel. Erla, ástin þín sem þú kynntist þegar hún kom á vertíð i Eyjum sem unglingur, varð kon- an þín og varð það þín gæfa í líf- inu. Þið voruð alla tíð svo sam- rýnd hjón og áttuð saman þrjú fyrirmyndarbörn. Elsku vinkona mín sem mér þykir svo vænt um þarf nú að kveðja elskuna sína, hann Gauja sinn. En þannig er lífið, það gefur og tekur og við, mannfólkið, upp- lifum það öll að kljást við gleði og sorgir. Jesús Kristur og það sem hann stóð fyrir er sannleikur lífs- ins. Held að Gaui vinur minn hafi haft hann að leiðtoga lífsins. Vertu sæll kæri vinur og hafðu þökk fyrir allt. Elsku Erla mín, söknuður þinn er mikill og sár. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Jónas til þín, barnanna ykkar tengdabarna og fjöl- skyldna þeirra. Þórhildur Óskarsdottir og Jónas Bergsteinsson. Hér kveð ég hana fóstru mína hana Nönnu, þá konu sem mest áhrif hafði á mig og mitt líf. Nanna frænka eða hún fóstra mín, því það var hún sannarlega, var alltaf til staðar, það var eiginlega svolít- ið þannig. Foreldrar mínir fóru oft til Siglufjarðar með okkur systkinin og þá voru þær heim- sóttar systurnar Nanna, Borga og Magga, síðan kom Nanna oft til foreldra minna og þá oft með Heiðu ömmu, systur sinni. Á ellefta ári flutti ég til Nönnu og var í skóla á Siglu- firði, ég get nú ímyndað mér að það hafi ekki verið auðvelt fyrir hana að taka barn inn á heim- ilið þar sem hún hafði aldrei sjálf eignast börn en aldrei varð ég vör við það af hennar hálfu að ég væri henni til vand- ræða, heldur hið gagnstæða, hún var alltaf hreinskilin við mig ef henni fannst eitthvað að, eins hældi hún mér ef vel var gert. Nanna Franklínsdóttir ✝ Hallfríður Nanna Frank- línsdóttir fæddist 12. maí 1916. Hún lést 11. febrúar 2022. Útför Nönnu var gerð 26. febrúar 2022. Hún kenndi mér að dæma ekki inni- hald eftir kápunni eins og hún orðaði það af sínu æðru- leysi og vera sátt við það sem maður hefur en ekki spá í það sem aðrir hefðu, það væri hvort eð er ekki okkar. Þetta reyndist mér gott veganesti út í lífið. Ef eitthvað bjátaði á hjá mér þá stóðu hennar dyr mér ávallt opnar, enginn dómur, bara endalaus trú á því að ég gæti allt það sem ég vildi. Þetta var Nanna frænka fyrir mér, kletturinn minn. Það eru ekki allir eins heppnir að fá að njóta samvista við sína nánustu eins lengi og ég fékk að njóta samvista við Nönnu og fyrir það er ég al- mættinu þakklát en sama er hvort tíminn er langur eða stuttur sem við fáum með okk- ar nánustu þá er söknuðurinn alltaf jafn sár, kveðjustundin jafn erfið. Með söknuði kveð ég þig því í hinsta sinn en með þakklæti í hjarta yfir því að hafa fengið að kynnast þér og njóta visku þinnar og gæða. Þín Bugga litla, Guðbjörg Jónsdóttir. ✝ Marey Stef- anía Björg- vinsdóttir fæddist á Skriðu í Breið- dal 19. júní 1939. Hún lést á Landa- koti eftir stutt veikindi 8. febrúar 2022. Marey var dótt- ir Björgvins Magnússonar bónda á Skriðu og síðar Höskuldsstaðaseli, f. 18. apríl 1903, d. 31. desember 1984, og Mareyjar Bjargar Guðlaugar Jónsdóttur, f. 23. mars 1906, d. 6. febrúar 1940. Fyrir áttu þau soninn Braga, ember 1925, d. 5. nóvember 2005, og Aðalbjörgu Sigrúnu (Lillu), f. 13. júní 1927, d. 17. janúar 2013. Þriðja kona Björgvins hét Ragnheiður Hóseasdóttir, f. 3. júní 1921, d. 25. desember 2016. Börn þeirra eru Ingi- björg, f. 28. febrúar 1949, Björn, f. 24. september 1950, Baldur, f. 29. desember 1951, og Unnur, f. 17. júlí 1956. Marey giftist Þórði Þor- grímssyni, f. 16. mars 1930, á sjómannadaginn 12. júní 1960. Börn þeirra eru: 1) Björgvin Heiðar, f. 25. nóvember 1966. Börn hans eru Marey Sif, f. 1995, og Sigþór Reynir, f. 1998. 2) Þórný, f. 10. febrúar 1973, gift Brynjari Ólafssyni, f. 1974, og börn þeirra eru Valdís, f. 2004, og Agnes, f. 2006. Útför Mareyjar fór fram í Bústaðakirkju, í kyrrþey. f. 17. júní 1934, d. 1. apríl 2015. Mar- ey var skírð við kistu móður sinn- ar. Hún upp á Skriðu og Hösk- uldsstaðaseli og bjó síðar og vann ýmis störf á Breið- dalsvík. Hún flutti til Reykjavíkur 2004. Fyrri kona Björgvins hét Stefanía Sig- urborg Hannesdóttir, f. 26. september 1901, d. 5. desem- ber 1929, sem lést ung frá manni og börnum. Áttu þau tvö börn; Hannes, f. 12. nóv- Marey, hinsta kveðja, svo end- anleg og ennþá óraunveruleg. Minningarnar þyrlast að. Það er óhætt að segja að heilladísirnar hafi ekki alltaf ver- ið með Mareyju í liði. Henni var gefið nafn við kistulagningu móð- ur sinnar, í Breiðdalnum, þar sem hún fæddist og ólst upp. Þarna hafði pabbi hennar þeg- ar misst fyrstu konu sína og Mar- ey átti tvö stálpuð hálfsystkin og einn eldri bróður. Hún elst síðan upp á heimili pabba síns og Ragn- heiðar konu hans, þar sem einnig voru eldri fjölskyldumeðlimir og eignast fjögur hálfsystkini í við- bót. Það að missa mömmu sína strax í upphafi lífsins hlýtur að hafa áhrif á flest börn og sumum fannst Marey stundum hörð í lund, sem var þó ekki raunin, en sennilega hefur henni lærst að ekki þýddi að bera tilfinningar sínar á torg. Marey lærði heimilisstörf í uppeldinu enda Höskuldsstaða- sel talið mikið myndarheimili og síðar fór hún á Hússtjórnarskól- ann á Hallormsstað og bjó svo sannarlega að því. Um tvítugt giftist hún móður- bróður mínum, honum Dodda, Þórði Þorgrímssyni, en afi hans og amma og fleira skyldfólk reisti tvíbýlishús á Breiðdalsvík sem varð fyrsta íbúðarhúsið þar. Þegar þau Doddi giftu sig var þetta fjölskylduhús búið með sína lífdaga og Doddi byggði nýtt með Garðari bróður sínum. Þangað fluttu ungu hjónin, en einnig þeir sem eftir voru í gamla húsinu. Það voru Oddný tengdamamma Mareyjar, Þröstur yngsti bróðir Dodda, Geirlaug systir hans og fljótlega bættumst við Helena systir við, dætur Geirlaugar. Þetta var því sjö manna heimili og kom það mestmegnis í hlut Mareyjar að sjá um okkur systur þegar mamma var í burtu í vinnu, oft um langan tíma í senn. Þetta hefur kannski ekki verið með öllu auðvelt, hvorki fyrir hana né okkur systur, því þarna átti hún engin eigin börn og því þó nokkurt verkefni að fá tvö ung börn í hendurnar. Þau Doddi voru mjög samstiga í að reka myndarlegt heimili og mér fannst Marey kunna allt og gera allt vel. Það var alltaf vel hugsað um allt á heimilinu, hún gat saumað og maturinn og kök- urnar smökkuðust alltaf dásam- lega og ekki þurfti neitt lítið til á mannmörgu heimili auk þess sem gestir voru ávallt velkomnir. Þau eignuðust tvö börn, Björg- vin og Þórnýju, þegar hún er um tveggja ára erum við mæðgur fluttar af heimilinu. Marey var að verðleikum stolt af krökkunum sínum enda hafa þau erft myndarskap foreldranna og síðar komu ömmubörnin og gáfu lífinu lit. Hún var fyrst og fremst fjölskyldumanneskja og lét sig varða okkar hag og fylgd- ist vel með sínu fólki. Þegar þau fluttu til borgarinn- ar átti ekki við þau að sitja iðju- laus, þvílíkt af handverki sem þau gerðu og í því voru þau samstiga og bæði fjölskylda og aðrir fengu að njóta. Þetta er því markverð- ara sem Marey þjáðist af liðagigt. Þrátt fyrir slæma heilsu henn- ar vorum við fjölskyldan ekki viðbúin, eftir örstutt veikindi var hún farin. Marey var máttarstólpi í fjöl- skyldunni og skilur eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Við mæðgur og okkar fólk þökkum henni af alhug samfylgdina og óskum henni góðrar ferðar í sum- arlandið. Minningin lifir áfram í hjört- um okkar. Vilborg Ámundadóttir. Marey Stefanía Björgvinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.