Morgunblaðið - 19.03.2022, Síða 48

Morgunblaðið - 19.03.2022, Síða 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Láttu ekki aðra hrifsa til sín það sem í raun er þitt. Fjölskyldan er þín stoð og stytta, láttu hana vita hversu mikils þú metur hana. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú ert opin/n fyrir fegurðinni í kring- um þig. Bjartsýni og þakklæti fleyta þér langt. Þú hefur alltaf synt á móti straumn- um, engin ástæða til að hætta því. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Viðgerðir og endurbætur á heim- ilinu, flutningar og gestakomur setja svip sinn á næstu vikurnar hjá þér. Þú ert meira hæfileikabúnt en þú heldur. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þegar í öngstræti er komið er gott að hugsa málin alveg upp á nýtt. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú hefur það réttilega á tilfinningunni að draumar þínir séu að rætast. Vertu viðbúin/n því að eitthvað óvænt komi í ljós þegar þú flettir í gömlum skjölum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú færð fyrirspurn sem vekur spurningar hjá þér. Skakkaðu leikinn áður en hann fer úr böndunum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Hikaðu ekki við að fara fram á það sem þú átt skilið því þú hefur unnið fyrir því. Sumu má sópa undir teppið, öðru ekki. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það er engin ástæða til þess að láta aðra sjá öll spilin sem þú hefur á hendi. Að skiptast á skoðunum og gera málamiðlun er það sem þú stefnir á núna. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú hefur komið þér vel fyrir og mátt þess vegna gefa þér tíma til að njóta ávaxtanna. Bjóddu hinn vangann ef það leysir deilur. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú fyllist skyndilega mikilli ferða- og ævintýraþrá. Til vonar og vara skaltu ekki setja öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að fjárfestingu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þegar kemur að því að láta enda ná saman skiptir máli að hafa þig við stjórnvölinn. Fáðu aðstoð við heimilis- störfin. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur lengi ætlað að koma mál- um þínum á framfæri en ekki haft tækifæri til þess. Fólki líkar við þig og það vill vera nálægt þér. kynntist frábæru fólki og þvældist út um allt bæði hér heima og er- lendis í efnisöflun. Löngun í meiri menntun réð því þó að ég kvaddi þennan vinnustað í bili og hóf nám í Háskólanum í Minnesóta í Þar byrjaði nýr ævintýrakafli en hún segir að starfið þar hafi verið ótrúlega áhugavert, krefjandi en fyrst og fremst gefandi. „Ég fékk mörg tækifæri í dagskrárgerð samhliða fréttamennskunni og S igrún Stefánsdóttir fæddist á Akureyri 19. mars 1947 og er næst- elst í sex systkina hópi. Hún stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri og lauk stúdentsprófi úr máladeild árið 1967. Á þessum árum var hún í alls kyns störfum yfir sumartím- ann, vann í fiski, á saumastofu, í eldhúsi á hóteli, afgreiddi ís út um sjoppulúgu og margt fleira. „Ég lærði ótrúlega mikið í gegnum þessi störf. En það mik- ilvægasta var að læra hvernig ég vildi ekki eyða ævinni en það var að flaka fisk, hreinsa orma og skera blóð úr flökum.“ Það gekk eftir. Sigrún fékk námsstyrk eftir stúdentspróf og notaði sumarhýr- una úr frystihúsinu til þess að kaupa flugmiða til Arkansas í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Þar hóf hún háskólanám í blaða- mennsku á meðan kynþáttaóeirðir í ríkinu náðu inn í fréttatíma Rík- isútvarpsins. Þegar heim var kom- ið fór hún í Íþróttakennaraskólann til þess að láta gamlan draum ræt- ast. Með kennararéttindin upp á vasann bankaði hún upp á hjá Morgunblaðinu og bað um vinnu. Þar með voru örlögin ráðin. Öll störf eftir það hafa á einn eða annan hátt tengst blaðamennsku og gera það enn. „Ég festi ráð mitt og eignaðist eldri son minn á meðan ég vann á Mogganum. En málin þróuðust þannig að litla fjölskyldan fór til Noregs og þar fór ég í Norska blaðamannaskólann og vann sam- hliða á Verdens Gang. Síðan lá leiðin aftur heim til Akureyrar þar sem Björn maðurinn minn var ráðinn sem félagsmálastjóri og ég sem ritstjóri Íslendings, auk þess sem ég gekk með yngri son okkar. Ég var ritstjórinn, eini blaðamað- urinn, ljósmyndarinn og umbrots- maðurinn á blaðinu. Við vorum þrjár konur sem rákum blaðið, ég og fjármálastjóri og dreifingar- stjóri. Þetta kvennaveldi komst í fréttir.“ Frá Akureyri lá leiðin suður og Sigrún hóf störf hjá Sjónvarpinu. Bandaríkjunum. Ég lauk BA-prófi í fjölmiðlafræði, MA-prófi og dokt- orsprófi frá sama skóla og útskrif- aðist vorið 1987, árið sem ég varð fertug.“ Háskóli Íslands var á sama tíma að undirbúa kennslu í fjölmiðla- fræði og var Sigrún ráðin til þess að koma því af stað. Námsbrautin var nefnd hagnýt fjölmiðlun og var eins árs diplómanám. „Þar uppgötvaði ég að kennsla á mjög vel við mig. Ég er enn að kenna sem stundakennari, núna við Há- skólann á Akureyri og finnst það alltaf jafn gefandi. En ég er líka fædd með ævintýraþrá sem sér til þess að ég morkni ekki á sama blettinum. Þegar ég var búin að kenna í 10 ár í HÍ, seldi ég eigur mínar og lagðist í víking í Dan- mörku. Ég var fyrst í Árósum sem yfirmaður Endurmenntunarstofn- unar norrænna blaðamanna en fór síðan til Kaupmannahafnar og var ráðin yfirmaður kynningarmála norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Á þessum árum kynntist ég Yngvari sem var menntaður í sama fagi og ég, blaðamennskunni. Við höfum hokrað saman nú í rúm tuttugu ár.“ Kaupmannahafnartíminn leið hratt og hugurinn fór að leita heim. Sigrún var ráðin sem dag- skrárstjóri hjá Ríkisútvarpinu og var þar í rúmlega sjö ár. Fjár- málakreppan setti sinn svip á starfið. Niðurskurður og hagræð- ingar voru stóru verkefnin en samt lýsir Sigrún þessum tíma sem mjög gefandi, enda gott starfsfólk og góður starfsandi. „Síðasta alvöruvinnan mín var sem sviðsforseti hug- og fé- lagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri en þar hætti ég þegar ég varð sjötug. Þetta síðasta starfsár notaði ég til þess að ljúka námi í leiðsögumannaskólanum og nýt þess nú að sýna jafnöldrum mín- um frá Bandaríkjunum Ísland og Grænland. Persónulega er ég rík kona. Ég á yndislega syni, barnabörn og barnabarnabarn en þau búa öll á Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur – 75 ára Stórfjölskyldan Á myndina vantar yngri soninn, Héðin. Fædd með ævintýraþrá Í Svarfaðardal Sigrún og Yngvar stödd við Urðakirkju. Fréttakonan Sigrún að klífa Súlnasker til að ná í myndefni. 90 ÁRA Sigurður Björnsson er ní- ræður í dag. Eiginkona hans, Sieg- linde Kahmann, varð 90 ára 28. nóv- ember síðastliðinn. Sigurður fæddist 19. mars 1932 í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk fyrstur söngnema burtfarar- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1956. Hann hóf síð- an nám við Tónlistarskólann í München og var ráðinn óperusöngv- ari við Ríkisóperuna í Stuttgart 1962. Þar kynntist hann Sieglinde sem var óperusöngkona þar. Hún fæddist 28. nóvember 1931 í Dar- desheim í Saxen-Anhalt í Þýska- landi. Eftir seinni heimsstyrjöldina lenti heimabær hennar fyrir austan járntjaldið, í Austur-Þýskalandi, en hún flúði þaðan og hóf söngnám í Stuttgart. Sigurður og Sieglinde störfuðu síðan við óperuhúsið í Kassel, við óperuna Graz í Austurríki og svo við Gärtnerplatz í München. Sigurður og Sieglinde fluttu til Íslands árið 1977 þegar Sigurður tók við stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Hann gegndi þeirri stöðu til 1990. Sieglinde hóf strax kennslu við Söngskólann og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík. Þau tóku þátt í óperusýningum við Þjóðleikhúsið og Íslensku óperuna og komu fram á tónleikum við ýmis tækifæri. Þau fóru til dæmis sem einsöngvarar með Karlakór Reykja- víkur til Kína árið 1979 og voru þá annar vestræni hópurinn sem fékk að koma inn í Kína næst á eftir Fíl- harmóníusveitinni í Berlín. Þau ákváðu bæði að hætta að syngja eft- ir síðustu sýningu á Kátu ekkjunni hér heima árið 1997. Sigurður sat í stjórn Listahátíðar í Reykjavík og var formaður hennar um tíma. Sigurður og Sieglinde eiga tvö börn og þrjú barnabörn. Árnað heilla Hækk aðu í leð innig

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.