Morgunblaðið - 19.03.2022, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 19.03.2022, Qupperneq 51
FRAKKLAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hafnfirðingurinn Darri Aronsson mun söðla um í sumar og ganga til liðs við franska handknattleiks- félagið Ivry sem staðsett er í París. Darri, sem er 22 ára gamall, skrif- aði undir þriggja ára samning við Ivry sem er með 11 stiga forskot á toppi frönsku B-deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðið leiki í efstu deild á næstu leiktíð enda hefur liðið unnið 21 leik og einungis tapað einum. Vinstri skyttan er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði og hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu undanfarin ár en hann lék sína fyrstu A- landsleiki á árinu gegn Krótatíu og Svartfjallalandi í lokakeppni Evr- ópumótsins í janúar sem fram fór í Ungverjalandi og Slóvakíu. „Ég er mjög spenntur fyrir þess- um félagaskiptum til Frakklands og þau leggjast virkilega vel í mig,“ sagði Darri við Morgunblaðið. „Mig hefur dreymt um að gerast atvinnumaður í handbolta síðan ég man eftir mér og nú er sá draumur að rætast. Ég er líka mjög spenntur fyrir því að reyna fyrir mér í Frakk- landi, og vonandi í efstu deild, enda bendir flest til þess að liðið verði í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og það er ákveðinn heiður finnst mér að fá tækifæri til þess að hefja sinn atvinnumannaferil í einni sterkustu deild í Evrópu. Ég heyrði fyrst af áhuga Ivry í byrjun janúar og hlutirnir gerðust ansi hratt eftir það. Það heillaði mig strax hversu mikinn áhuga þeir sýndu mér og hversu mikla trú þeir virtust hafa á mér. Markmiðið var að reyna fyrir sér í atvinnumennsku að þessu tímabili loknu en ég ætlaði mér ekki að stökkva á hvað sem var. Félagið þurfti að henta mér per- sónulega og ég vildi fara á stað þar sem mínir hæfileikar myndu nýtast sem best og ég sá Ivry strax sem mjög góðan kost,“ sagði Darri. Þarf að hafa fyrir hlutunum Ivry hefur átta sinnum orðið franskur meistari, síðast árið 2007. Þá lék Ragnar Óskarsson með lið- inu. Fimm titlanna komu á árunum 1963 til 1971 og þá lék liðið bæði gegn Fram og FH í Evrópukeppni. Frakkarnir slógu Fram út haustið 1970 en töpuðu fyrir FH ári síðar. „Félagið og þjálfarinn sjá mig sem varnar- og sóknarmann og mér er ætlað stórt hlutverk en ég mun þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum og vinna fyrir mínu sæti. Það eru hörkuleikmenn þarna, meðal annars landsliðsmenn í vinstri skyttustöð- unni, og þetta er því ekki félag sem þú gengur inn í og færð strax stórt hlutverk upp í hendurnar. Ég er líka mjög spenntur fyrir því að flytja til Parísar enda er Frakk- land mjög spennandi land. Það kitl- aði mig líka mikið að fá tækifæri til þess að búa í París enda gerast borgirnar ekki mikið stærri. Það er mikil menning og saga í kringum París og þetta er fyrst og fremst frábært tækifæri líka fyrir mig til þess að víkka sjóndeildarhringinn.“ Darri er af miklum handbolta- ættum en faðir hans Aron Krist- jánsson er þjálfari karlaliðs Hauka og margreyndur landsliðsmaður. Þá er móðir Darra Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi atvinnumaður í hand- bolta og margreynd landsliðskona. „Ég er kominn á góðan aldur og tel mig algjörlega tilbúinn til þess að flytja utan og standa á eigin fótum. Foreldrar mínir eru mjög spenntir fyrir mína hönd, þau hvöttu mig vel áfram í öllu þessu ferli og hafa stutt mjög þétt við bakið á mér í gegnum allan minn feril. Það er bara eitt flug á milli okkar sem telst nú ekki mikið og það er því lítið mál fyrir þau að kíkja í heim- sókn hvenær sem er. Þau hafa alla tíð verið mjög meðvituð um það að minn draumur var að gerast at- vinnumaður í handbolta og þau hafa bæði verið mér innan handar í öllu þessu ferli sem á undan er gengið.“ Vill kveðja með bikar Aron og Darri hafa unnið saman hjá Hafnarfjarðarliðinu undanfarin ár. „Pabbi vill Haukunum auðvitað vel en hann vill líka það sem mér er fyrir bestu og á sama tíma hafa Haukarnir líka alltaf staðið mjög þétt við bakið á sínum leikmönnum sem hafa hug á því að reyna fyrir sér í atvinnumennsku. Stjórnin hef- ur líka stutt mjög vel við bakið á mér í þessu ferli og ég er gríðarlega þakklátur þeim fyrir það. Ég er grjótharður Haukamaður og ég mun snúa aftur heim í uppeldisfélagið síðar, það er alveg klárt.“ Haukar urðu síðast Íslandsmeist- arar árið 2016 en liðið lék til úrslita um titilinn í fyrra og árið 2019 en tímabilinu 2020 var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. „Þegar þú spilar fyrir lið eins og Hauka þá snýst allt um að vinna bik- ara. Við erum í efsta sæti deild- arinnar og í dauðafæri að vinna hana. Það má alveg segja sem svo að vonbrigði síðasta árs sitji enn þá í okkur eftir tapið gegn Val í úr- slitaeinvíginu um Íslandsmeist- aratitilinn og allir leikmenn liðsins eru staðráðnir í að gera betur í vor. Við erum með hörkulið sem við teljum að geti farið alla leið og það er nákvæmlega það sem við ætlum okkur. Draumurinn er að sjálfsögðu að enda tímabilið með stæl, verða Íslandsmeistari með Haukum og geta þannig kvatt félagið á eins góð- an máta og mögulegt er,“ bætti Darri við í samtali við Morgun- blaðið. „Ætlað stórt hlutverk“ - Darri hlakkar til að spila með Parísarliðinu Ivry í efstu deild Frakklands - Gamall draumur um atvinnumennsku rætist eftir þetta tímabil Ljósmynd/Szilvia Micheller Ungverjaland Darri Aronsson kom óvænt inn í íslenska landsliðið eftir að Evrópumótið hófst í Ungverjalandi í janúar og lék sína fyrstu A-landsleiki. hafnaði í 93.-97. sæti af 108 kepp- endum. _ Logi Tómasson úr Víkingi, Adam Ingi Benediktsson markvörður frá Gautaborg og Jóhann Árni Gunn- arsson úr Stjörnunni eru nýliðar í 21- árs landsliðshópnum sem þjálfarinn Davíð Snorri Jónasson tilkynnti í gær fyrir leiki gegn Portúgal og Kýpur í undankeppni Evrópumótsins. Hópinn í heild sinni má sjá á undirvefnum Ís- lenski boltinn á íþróttavef mbl.is. _ Knattspyrnukonan Dóra María Lár- usdóttir hefur lagt skóna á hilluna, 36 ára að aldri, eftir afar farsælan feril. Dóra María staðfesti fregnirnar í sam- tali við Fótbolta.net í gær. Hún lauk ferlinum með því að leiða Val til Íslands- meistaratitils á síðasta tímabili, sínum áttunda á ferl- inum. Þá varð hún bikarmeistari fimm sinnum á ferlinum. Dóra María lék alls 269 leiki í efstu deild hér á landi og skor- aði í þeim 94 mörk. Hún lék með Val allan sinn feril á Íslandi en hélt út í at- vinnumennsku árið 2011 þar sem hún lék með Djurgården í sænsku úrvals- deildinni. Hún fór svo til brasilíska fé- lagsins Vitoría í byrjun árs 2012 en gekk aftur til liðs við Val það sumar. Dóra María lék 114 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 18 mörk. Tók hún þátt í tveimur Evrópumótum, EM 2009 í Finnlandi og EM 2013 í Sví- þjóð. _ Enska knattspyrnufélagið Everton hafði ekki erindi sem erfiði í áfrýjun sinni vegna rauða spjaldsins sem Brasilíumaðurinn Allan fékk í leik liðs- ins gegn Newcastle United í ensku úr- valsdeildinni á fimmtudagskvöld. Everton fór fram á að spjaldið yrði dregið til baka og til vara að þriggja leikja bannið yrði stytt. Enska knatt- spyrnusambandið vísaði báðum beiðnum Everton frá og Allan þarf því að taka út þriggja leikja bann. _ Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, lék sinn fyrsta leik í rúmt ár þegar hún kom inn á sem vara- maður hjá franska stórliðinu Lyon í öruggum 3:0-sigri á Dijon í efstu deild þar í landi í gærkvöldi. Um var að ræða fyrsta leik Söru eftir barnsburð. _ Knattspyrnumaðurinn Sverrir Páll Hjaltested er genginn í raðir Kór- drengja. Sverrir Páll, sem er 21 árs gamall sóknarmaður, kemur á láni frá Val þar sem hann lék 17 leiki og skor- aði eitt mark í efstu deild á síðasta tímabili. Kórdrengir leika í næstefstu deild. ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarúrslitaleikur karla: Smárinn: Stjarnan – Þór Þ ............... L16.45 Bikarúrslitaleikur kvenna: Smárinn: Haukar – Breiðablik ......... L19.45 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Hlíðarendi: Valur – ÍBV......................... L14 Varmá: Afturelding – Stjarnan ............. L16 KA-heimilið: KA/Þór – Haukar ........ S14.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kórinn: HK U – Víkingur....................... S16 Selfoss: Selfoss – Stjarnan U............ S19.30 Hlíðarendi: Valur U – Fram U ......... S19.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ísafjörður: Hörður – Kórdrengir .......... S16 Vináttulandsleikur U20 karla: Ásvellir: Ísland – Danmörk ................... L16 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, undanúrslit: Garðabær: Stjarnan – FH ..................... L14 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍBV........ L14 Sauðárkrókur: Tindastóll – Stjarnan ... L14 KR-völlur: KR – Selfoss......................... L14 Boginn: Þór/KA – Fylkir .................. L18.30 UM HELGINA! Olísdeild kvenna Fram – HK............................................ 34:22 Staðan: Fram 16 12 1 3 439:378 25 Valur 16 11 0 5 433:362 22 KA/Þór 15 9 1 5 409:388 19 Haukar 16 8 1 7 440:419 17 ÍBV 13 8 0 5 358:330 16 Stjarnan 15 7 0 8 385:388 14 HK 16 4 1 11 365:422 9 Afturelding 15 0 0 15 337:479 0 Danmörk Herning-Ikast – Skanderborg ........... 36:17 - Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk fyrir Skanderborg. E(;R&:=/D Það virtist fátt geta komið í veg fyrir að ríkjandi Englands- meistarar Manchester City í knattspyrnu myndu verja titilinn fyrir nokkrum vikum. City var með 13 stiga forskot á toppi deildarinnar hinn 15. jan- úar eftir 1:0-sigur gegn Chelsea í toppslag deildarinnar en það var jafnframt tólfti sigurleikur City í röð í deildinni. Síðan þá hefur lið- ið hikstað og gert tvö jafntefli og tapað einum leik í síðustu sjö deildarleikjum sínum. Liverpool hefur heldur bet- ur nýtt sér misjafnt gengi City- manna og er nú einungis stigi á eftir Englandsmeisturunum með 69 stig í öðru sætinu á meðan City er í því efsta með 70 stig. Liverpool hefur verið á miklu skriði í deildinni og síðan liðið gerði 2:2-jafntefli gegn Chelsea á Stamford Bridge 2. janúar hef- ur liðið nú unnið níu deildarleiki í röð. Hvort landsleikjahléið sem gengur í garð eftir helgina komi á góðum tíma fyrir Liver- pool skal látið ósagt en lands- leikjahléin hafa oft valdið stjór- um toppliðanna í deildinni miklum hausverk, sér í lagi þegar lykilmenn hafa komið til baka meiddir. Pep Guardiola, stjóri City, fagnar því eflaust að fá lands- leikjahléið á þessum tíma til þess að stilla saman strengina fyrir lokasprettinn á meðan Jür- gen Klopp, stjóri Liverpool, er ef- laust ekkert allt of sáttur við tímasetninguna enda hans menn á miklu skriði. Það stefnir alla vega í mjög spennandi lokaumferðir í ensku úrvalsdeildinni, nokkuð sem fáir sáu fyrir í janúar, og það er eitt- hvað sem allir knattspyrnu- áhugamenn hljóta að fagna. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Baldvin Þór Magnússon sló í gegn á heimsmeistaramótinu í frjáls- íþróttum innanhúss í Belgrad í gær þegar hann tryggði sér sæti í úr- slitahlaupinu í 3.000 metra hlaupi karla. Baldvin varð sjötti af ellefu kepp- endum í fyrsta riðli af þremur á 7:49,34 mínútum en Íslandsmet hans er 7:47,51 mínútur. Fjórir fyrstu í hverjum riðli fóru áfram ásamt þremur bestu sem ekki náðu því, en þar sem langbestu tímarnir náðust í riðli Baldvins var hann annar af þremur sem bættust við í úr- slitahlaupið. Baldvin átti frábæran endasprett og var innan við sekúndu frá því að ná fjórða sætinu og kom- ast beint áfram úr riðlinum. Baldvin er því á meðal þeirra fimmtán hlaupara sem berjast um heimsmeistaratitilinn á morgun, sunnudag, klukkan 11.10. Þótt hann hafi verið fjórtándi inn í úrslitin náði Baldvin sjötta besta tímanum í heild og Íslandsmetið hefði skilað honum þriðja sæti í undanrásunum. Það er þó aldrei fyllilega marktækt því mis- jafn hraði var á riðlunum og jafnan hlaupið taktískt frekar en að ein- blína á hraða og tíma. Lamecha Girma frá Eþíópíu hljóp á 7:46,21 mínútum og Jacob Krop frá Kenía á 7:46,43 og þeir voru einu keppendurnir sem hlupu á betri tíma en Íslandsmet Baldvins. _ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var 4/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu í 60 metra hlaupi. Hún varð í 42.-43. sæti af 47 keppendum á 7,47 sekúndum. Met hennar er 7,43 sek- úndur en Guðbjörg hefði þurft að hlaupa á 7,30 sekundum til að kom- ast í hóp þeirra 24 sem fóru í undan- úrslitin. Baldvin sjötti í úrslit á HM Ljósmynd/FRÍ Úrslit Baldvin Þór Magnússon ánægður eftir hlaupið í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.