Morgunblaðið - 19.03.2022, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 19.03.2022, Qupperneq 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þegar við lögðum af stað í þessa vinnu fyrir ári, þá fórum við að hittast á tveggja vikna fresti og spjalla saman um tilfinningar, sam- félagið og karlmenn almennt. Við settum á okkur kynjagleraugun og fórum í vettvangsferðir. Við stofn- uðum í raun saumaklúbb þar sem við gátum talað um okkur sjálfa og hvað væri að gerast í samfélaginu, en ótrúlega margt hefur einmitt verið að gerast á þessum tíma sem tengist karlmennsku og karl- mönnum, metoo-byltingin á fullu og fleira,“ segja þeir félagarnir fjórir sem skipa sviðslistahópinn Toxic Kings. Þetta eru þeir Ari Ís- feld Óskarsson, Helgi Grímur Her- mannsson, Andrés P. Þorvaldsson og Tómas Helgi Baldursson, en þeir frumsýna í kvöld á tilrauna- verkstæðinu Umbúðalaust í Borg- arleikhúsinu verk sitt How to make love to a man. Þar velta þeir upp ýmsum spurningum um til- finningalíf karla, karlmennsku- hlutverk nútímans og hvernig hægt sé að elska sjálfan sig þrátt fyrir eitrið. „Leikverkið okkar fjallar ekki um kynlíf, ólíkt því sem margir gætu haldið út frá heiti verksins, en nafnið kemur frá samnefndri sjálfshjálparbók frá 1981. Bókin varð einhvers konar stökkpallur fyrir okkur yfir í það að skoða fé- lagsleg samskipti karlmanna í nær- umhverfi okkar, hvernig við karlar tölum hver við annan. Við eigum allir vini sem við ólumst upp með og við eigum líka nýja seinni tíma vini. Vinir okkar koma úr ólíkustu kreðsum, listrænir vinir, körfubolta vinir og úr fleiri hópum, en það er rosa áhugavert að skoða hvernig maður hegðar sér sem karl í þess- um mismunandi aðstæðum. Við skoðum líka samband okkar við feður okkar og veltum fyrir okkur hvaða félagsmótun þeir fengu, og hvaða gjafir við fengum frá þeim. Tveir okkar eru nýbakaðir feður og við það vakna alls konar spurn- ingar um föðurhlutverkið.“ Eru ekki að leita að vorkunn Þeir segja samstarfið hafa verið mjög gjöfult, en þeir hafi þurft að vera vakandi fyrir því að leyfa öll- um að hafa rödd, í ljósi þess að þeir eru fjórir karlmenn. „Það virðist vera innbyggt í okk- ur karlmenn að þurfa að sigra heiminn, að vera hetjan. Fyrir vik- ið er ögrandi verkefni fyrir egó okkar að þurfa að sleppa taki á eigin stjórnunarþörf,“ segja þeir og bæta við að þótt sýningin sé meinfyndin séu þeir ekki að gera grín að eitraðri karlmennsku eða kynbræðrum sínum. „Okkur langaði fyrst að gera kaldhæðna grínsýningu um það hversu glataðir karlmenn eru, af því það er einfaldast, en þegar við fórum að spjalla meira og fundum alla núningsfletina þá komumst við að því hversu margar hliðar eru á karlmennsku og þá skein einlægn- in í gegn. Þetta er vandmeðfarið, en grín er sterkara þegar það kemur frá hjartanu.“ Þegar þeir eru spurðir hvort það sé ekki flókið og erfitt að vera karlmaður í dag segja þeir að með sýningunni séu þeir alls ekki að leita að vorkunn fyrir hönd karl- manna. „Vissulega er sorglegt hversu karlmenn eiga margir erfitt með tjáskipti sín á milli þegar þeir eru orðnir fullorðnir, jafnvel við vini sína. Strákar þurfa alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni til að hittast, þeir hittast ekki bara til að spjalla og fara á trúnó. Tilfinningagáfa er vöðvi sem þarf að æfa, og þeir sem ekki æfa hann þeir þorna upp og enda sem sveskjur, sem er auðvit- að sorglegt. Þegar við byrjuðum þetta ferli, að hittast reglulega til að tala saman, þá lögðum við áherslu á að segja alltaf upphátt ef það væri eitthvað innra með okkur sem þurfti að komast út, því karl- menn eru svo gjarnir á að sleppa því að segja hvernig þeim líður, hvort sem þeir eru stressaðir yfir einhverju eða þegar eitthvað er að. Þeir óttast að sýna veikleika og óttast að vera gagnrýndir.“ Niðurlægingaleikur stráka Þeir segjast treysta undir- meðvitund fólks til að nema skila- boðin í sýningunni. „Við teljum sýninguna mjög sterka og hún kemur meðal annars inn á það að á einhverjum tíma- punkti þá virðist vera að samskipti milli karla dvíni, þeir verða einir á báti, klettar sem molna og þeir þora ekki að segja upphátt hvernig þeim líður. Við berskjöldum okkur hver fyrir öðrum í þessari vinnu og þessari sýningu og við treystum því að það muni skila sér til áhorf- enda. Við erum líka að varpa fram spurningunni af hverju karlmenn gera hræðilega hluti. Við erum ekki með svarið, en veltum upp hvernig karlmenn eiga að geta elskað sig ef þeir eru færir um að framkvæma hræðilega hluti. Kannski þarf að vinna í tilfinninga- lífi karla, það er kominn tími á að opna kistuna og athuga hvað er í gangi, að karlmenn læri að tala saman. Að þeir treysti hver öðrum og geti tjáð sig án þess að eiga á hættu að vera niðurlægðir. Strákar eru því miður rosa fljótir að fara í einhvern niðurlægingaleik hver við annan innan vinahópa. Ef einhver er til dæmis lítill í sér þá er aðeins potað í hann, það er rosalega fljótt að gerast og erfitt að stoppa það. Þessu þarf að breyta. Við setjum okkur ekki á háan hest, heldur nálgumst viðfangsefnið auðmjúkir. Fyrir okkur er leikhús samtal.“ Ljósmyndir/Vigdís Perla Maack Vinaspjall Helgi í hlutverki sínu þar sem hann leyfir tveimur vinum sínum (Ara og Andrési) að hvíla í kjöltu sér. Tilfinningagáfu þarf að þjálfa - Karlmenn óttast að sýna veikleika og óttast að vera gagnrýndir - Er hægt að elska sjálfan sig þrátt fyrir eitur, veikleika, bresti og brothætta hegðun? - How to make love to a man frumsýnt Feðgar Andrés og Ari í hlutverkum sínum, þeir bregða sér í ýmis gervi. Ólga er heiti sýningar sem mynd- listarkonan Anní Mara opnar í dag, laugardag, kl. 16 í Gallerí Kverk að Garðastræti 37. Á sýningunni eru tíu naumhyggjulegar ljósmyndir sem, eins og segir í tilkynningu, fjalla um rými „sem maður skynjar og þekkir fullkomlega“. Anní Mara er listamaður sem starfar á Íslandi og í Bretlandi og beitir ljósmyndun og skrifum í sköp- un sinni. Myndir hennar eru sagðar eiga „rætur í sambandi hins persónu- lega og hins félagslega, sterklega innblásnar af hugmyndum um mann- fræði, arfleifð og sálfræði mannsins“. Vegna ástandsins í Úkraínu hefur Anní Mara ákveðið að helmingur ágóða af seldum verkum renni til Menningarstofnunar Úkraínu. Sýningin er sögð innblásin af því mikilvægi sem staðir geta haft fyrir fólk. „Í verkunum verður til samtal milli staðar, rýmis og minninga. Með vinnu sinni rannsakar Anní hug- myndina um það efnislega rými sem einkennir ákveðinn stað en er þó meira en eitthvað áþreifanlegt. Rými er líka hlutgerving drauma manns; drauma sem urðu til áður en komið var á staðinn eða urðu til eftir að hann var yfirgefinn. Eftir því sem tengingin við staðinn verður dýpri því meira fer maður að samsama sig honum,“ segir í tilkynningunni. Og haft er eftir Anní: „Við getum gengið fram hjá húsi árum saman án þess að taka eftir því, það er ekki fyrr en við tengjum það við persónulega reynslu sem það öðlast merkingu. Ljósmyndir „Í verkunum verður til samtal milli staðar, rýmis og minn- inga,“ segir um verk Anníar Mara. Verk um kunnug- legt skynjað rými - Anní Mara sýnir í Gallerí Kverk UMHVERFISVÆNI RUSLAPOKINN Umhverfisvæna ruslapokann má nálgast í öllum helstu verslunum Hugsum áður en við hendum! Umhverfisvæni ruslapokinn er úr maíssterkju sem brotnar niður á nokkrum vikum án þess að valda skaða í náttúrunni. Umhverfisvæni ruslapokinn er með handföngum og passar vel í ruslatunnur á heimilum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.