Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 56

Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Við erum að tengja saman arfleifð Norðurlandanna og setjum í nýstár- legan búning sem í raun máir út landamæri,“ segir Kjartan Ólafsson tónskáld um barnaverkið Forspil að framtíð sem þeir Ævar Þór Bene- diktsson standa fyrir. Það verður frumsýnt í Norræna húsinu í dag klukkan 15. Verkið er blanda af sögustund og leiksýningu þar sem fjögur ævintýri af Norðurlöndunum eru sett á svið. Ævintýrin koma frá Íslandi, Dan- mörku, Grænlandi og Noregi, en Ævar hefur þó laumað öllum Norðurlöndunum inn í sýninguna. „Þetta er tenging við arfleifð þessara þjóða og við ákváðum að gera það á mjög súrrealískan hátt. Við treyst- um börnunum algjörlega til þess að meðtaka þetta sem við erum að setja fram. Þau eru algjörlega fordóma- laus og fyrir þeim verður þetta ekk- ert súrrealískt. Þau geta vonandi út- skýrt þetta fyrir foreldrum sínum eftir á. Það er ein saga sem er svolít- ið ógnvekjandi en við treystum því að börnin haldi í hönd foreldra sinna og gæti þess að foreldrarnir verði ekki of skelkaðir.“ Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, hefur mikla reynslu af því að vinna að menningarefni fyrir börn. Bókasería hans, „Þín eigin …“, hefur slegið í gegn, en hann hefur einnig unnið að leikverkum, sjón- varps- og útvarpsþáttum, tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og staðið að lestrarátökum. Ísbirnir og norðurljósin óma Hljóðmyndina hefur Kjartan unn- ið með aðstoð gervigreindarinnar CALMUS sem hann hefur þróað frá árinu 1988. „Við notum þjóðlög frá Norður- löndunum og ég nota gervigreindina í tvennt. Annars vegar set ég brot af þessum þjóðlögum inn í kerfið og það semur tónlist úr þessu, útsetur og býr til ferska útgáfu. Hins vegar er gervigreindin þannig að hún tengir saman ólík hljóð og raðar þessu öllu saman eftir mjög greindarlegri að- ferðafræði. Með þessu getum við bú- ið til nýja og ferska útgáfu af þessu gamla efni, þessum tónlistararfi. Hún tengir þetta allt saman og við getum síðan notað gervigreindina til þess að stýra þessu öllu í rauntíma.“ CALMUS gerir gestum sýning- arinnar kleift að heyra ýmislegt óvenjulegt en hljóðheimurinn er unninn upp úr tónum og umhverfi landanna sem sögurnar koma frá. „Hefurðu til dæmis einhvern tím- ann velt því fyrir þér hvernig ís- bjarnakór myndi hljóma? Hefurðu heyrt norðurljósin óma? Hvernig gengur að spila á finnskt kantele á bólakafi í Lagarfljóti á meðan ormur reynir að éta mann?“ eins og segir í kynningartexta um sýninguna. „Við nýtum þessa tækni á mjög nýstárlegan hátt til þess að tengja saman ólíka þætti og búa til nýja varíanta með þessum þjóðararfi,“ segir Kjartan. „Hér er frábært listafólk sem kemur saman. Þetta er það sem allir eru að tala um, þetta þverfaglega samstarf á sviði lista og birtingar- myndin er einna best eða skýrust þegar listirnar koma saman í svona leikhúsverki.“ Leikkonan Svandís Dóra Ein- arsdóttir sér um að flytja verkið. Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir og Jökull Jónsson hanna leikmynd og búninga verksins og Kjartan Darri Kristjánsson hannar lýsingu. Leikmyndin er sögð mikilvægur þáttur frásagnarinnar en hún um- breytist í sýningunni og þannig birtist meðal annars risastórt tröll, ísbjörn og töfradúkur. Ragnheiður Maísól Sturludóttir og MurMur Productions framleiða verkið og er það unnið í samstarfi við Norræna húsið. Forspil að framtíð er sýning fyrir alla fjölskylduna og þá helst þá sem eru á bilinu 4-8 ára. Sýningin er sem áður segir sýnd í Norræna húsinu og einungis verða tvær sýningar- helgar, 19. & 20. mars og 26. & 27. mars. Arfleifð Norðurlanda í nýstárlegum búningi - Verkið Forspil að framtíð frumsýnt í Norræna húsinu Ljósmynd/Owen Fiene Ísbjörn Svandís Dóra Einarsdóttir flytur barnaverkið Forspil að framtíð sem er í senn sögustund og leikverk. Þar blandast saman fjórar þjóðsögur. Hótel Saga: Óstaður í tíma er yfir- skrift sýningar sem Hákon Pálsson opnar í Gallerí Porti, Laugavegi 32, kl. 16 í dag, laugardag. Um er að ræða ljósmyndaverk sem var fang- að á einum degi í júlí 2021 þegar hótelið hafði staðið autt í átta mán- uði. Í verkinu er byggingin skoðuð út frá hugmynd um órætt rými en slíkir staðir eru, eins og segir í til- kynningu, „á mörkunum, staðir sem við ferðumst í gegnum, staðir milli landamæra frá einum tilgangi til annars. Hótel eru óræð rými, staður sem þú ferðast í gegnum á ferðalagi á leiðinni eitthvað annað. Yfirgefin rými eru óræð.“ Hákon Pálsson er kvikmynda- tökumaður, ljósmyndari og ljósa- listamaður. Frá 2010 til 2020 var hann búsettur í Edinborg, París og Brussel þar sem hann lærði við Ed- inburgh College of Art og EICAR. Árið 2012 hlaut hann BAFTA- viðurkenningu fyrir kvikmynda- töku í stuttmynd og síðan hefur hann tekið yfir 100 verkefni í á þriðja tug landa. Saga Hluti eins verkanna á sýningu Hákonar Pálssonar í Gallerí Porti. Sýnir Hótel Sögu sem „óstað í tíma“ Bjargey Ólafsdóttir opnar í dag, laugardag, kl. 16 sýningu í Gallerí Porti, laugavegi 32, sem hún kallar Draugahund. Á sýningunni eru tólf ljósmyndir af samoyed-hundum en í tilkynningu segir að þeir líkist nán- ast draugum en þeir voru upphaf- lega ræktaðir til að veiða, draga sleða, og smala hreindýrum. „Hver er þessi hundur? Hund- urinn í okkur?“ spyr Bjargey. Bjargey lærði ljósmyndun, málaralist og blandaða tækni í MHÍ og Listakademíinu í Helsinki, og handritsgerð og leikstjórn í Binger Filmlab í Amsterdam. Hún vinnur í fjölbreyttum miðlum, og verður, eins og segir í tilkynningunni, út- koman oft í formi íronískra verka, stundum ofbeldisfullra eða óhugnanlegra, og sækir hún inn- blástur í þráhyggjur og fantasíur nútímalífs. Hún hefur gert nokkrar kvikmyndir og hefur sýnt verk sín víða, til dæmis í Listasafni Reykja- víkur og Nýlistasafninu. Bjargey sýnir myndir af draugahundi Draugur? Eitt verka Bjargeyjar Ólafsdóttur á sýningunni sem verður opnuð í dag. Tuttugu árum eftir að borin voru kennsl á höggmynd úr marmara í Bretlandi, og sérfræðingar stað- festu að þar væri komið löngu týnt meistaraverk eftir Canova, þá er verkið á leið á uppboð og getur þar mögulega selst fyrir þúsundfalda upphæðina sem þá var greitt fyrir það. Hjón sem keyptu verkið fyrir um 900 þúsund íslenskra króna, án þess að vitað væri hver höfund- urinn var, geta búist við því að selja það nú fyrir átta milljónir punda, rúmlega 1,1 milljarð króna. Höggmyndin Maddalena Gia- cente var ein sú síðasta sem Ítalinn Antonio Canova, einn dáðasti myndhöggvari sinnar samtíðar, lauk við fyrir andlát sitt fyrir 200 árum en hún sýnir sorgbitna Maríu Magdalenu. Verkið var pantað af Lord Liverpool, þáverandi for- sætisráðherra Breta, sem var mikill listunnandi og stofnaði National Gallery í London. Eftir andlát hans erfðu afkomendur verkið og með tímanum hefur gleymst hver væri höfundur höggmyndarinnar, sem var lengi í garði við ættaróðalið. Verkið gekk nokrum sinnum kaup- um og sölum en það var fyrir um tveimur áratugum sem núverandi eigendur tók að gruna að það væri löngu týnt meistaraverk Canova og fengu það staðfest frá sérfræð- ingum. Listfræðingar hafa leitað þess áratugum saman en eftirmynd úr gifsi er til á Ítalíu. Löngu týnt meistaraverk eftir Canova komið í leitirnar og verður boðið upp Happafundur Starfsmenn Christie’s undirbúa hið nýfundna meistaraverk Canona fyrir sýningu í uppboðshúsinu. Talið er að allt að milljarður króna muni fást fyrir höggmyndina. SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 4. apríl Páskablað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 8. apríl Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrum gómsætumréttumásamtpáskaskreytingum, páskaeggjum, ferðalögumogfleira.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.