Fréttablaðið - 08.04.2022, Blaðsíða 2
Það var ekki ætlun
löggjafans að slaka
neitt á kröfunum
heldur þvert á móti að
auka þær.
Karl Gauti Hjaltason,
fyrrverandi alþingismaður
Hugsað í Hörpu
Þjóðskrá Íslands staðfestir gerð
kjörskrár fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar sem
haldnar verða þann 14.maí 2022.
Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá
með innslætti á kennitölu á vef Þjóðskrár skra.is
og vef landskjörstjórnar kosning.is.
Í uppflettingunni birtast sömu upplýsingar og er
að finna í kjörskrám sem liggja fyrir hjá
sveitarstjórnum.
Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi sem
þeir eiga skráð lögheimili 38 dögum fyrir kjördag
eða þann 6. apríl 2022.
Fundurinn fór
fram í Vatíkan-
inu.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
adalheidur@frettabladid.is
MANNRÉTTINDI Frans Páfi bauð
Róbert Spanó, forseta Mann
réttindadómstóls Evrópu, á sinn
fund í Vatíkaninu í gær til að ræða
almennt um stöðu mannréttinda í
Evrópu. Ræddu þeir um mikilvægi
starfs dómstólsins nú þegar ófriður
ríkir og ógnir steðja að lýðræðinu,
réttarríkinu og vernd grundvallar
réttinda.
Aðspurður kvaðst Róbert hafa á
fundinum lagt áherslu á uppruna
legan tilgang mannréttindasátt
mála Evrópu og Evrópuráðsins, að
gæta friðar í samskiptum aðildar
ríkja og auka á gagnkvæman skiln
ing og umburðarlyndi þvert á landa
mæri. ■
Róbert Spanó þáði heimboð páfans
Karl Gauti Hjaltason, fyrr
verandi alþingismaður, segir
ákvörðun lögreglustjórans á
Vesturlandi um að fella niður
rannsókn á talningu atkvæða
þar ekki standast. Það sé
hlutverk dómstóla að skera úr
um refsinæmi meintra brota í
kosningum.
gar@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL „Umf jöllun um
svona mikilvæg mál eins og þetta
eigi að heyra undir dómstóka,“ segir
Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi
alþingismaður, sem kært hefur
lögreglustjórann á Vesturlandi til
ríkissaksóknara fyrir að fella niður
rannsókn á talningarmálinu frá því
í alþingiskosningunum í október.
Karl Gauti náði ekki kjöri í
kosningum til Alþingis í október
síðastliðnum. Hann var einn þeirra
frambjóðenda sem á kosninganótt
virtust hafa náð þingsæti en misstu
það síðan eftir endurtalningu yfir
kjörstjórnar á Vesturlandi.
Lögregla rannsakaði meint lög
brot við framkvæmd talningarinnar
og lagði sektir á meðlimi yfirkjör
stjórnar sem töldu sig ekkert ólög
mætt hafa gert og neituðu að borga.
Að lokum felldi lögreglustjóri málið
niður með vísan í breytingar á kosn
ingalögum sem Alþingi samþykkti í
millitíðinni.
Karl Gauti segist kæra þá ákvörð
un lögreglustjórans að fella niður
málið á hendur yfirkjörstjórninni.
„Í fyrsta lagi þá rökstyður lög
reglustjórinn sína niðurfellingu
með því að lögin hafi breyst eftir
atvikið. Í raun og veru var engin
meining með því þegar kosninga
lögum var breytt að slaka á kröfum
um öryggi og vönduð vinnubrögð
kjörstjórna, innsiglun kjörgagna og
öllu verklagi við kosningar. Það var
ekki ætlun löggjafans að slaka neitt
á kröfunum heldur þvert á móti að
auka þær,“ segir Karl Gauti.
Að sögn Karls Gauta er mælt fyrir
um það í hegningarlögum að þegar
lagaákvæði breytist en ætlun lög
gjafans sé augljós eigi að notast við
eldri lög. Það eigi einmitt við í þessu
tilviki.
„Það kemur bara skýrt fram í
greinargerðinni með lögunum að
hugmyndin er að auka til dæmis
vægi innsiglunar, auka öryggi við
alla framkvæmd kosninga og taln
ingar,“ bendir þingmaðurinn fyrr
verandi á.
Þá gagnrýnir Karl Gauti að lög
reglustjórinn á Vesturlandi hafi
beint rannsókn sinni eingöngu að
innsiglum kjörgagna. „En í kæru
minni nefni ég fjölmörg önnur
atriði sem ég taldi að lögreglan ætti
að rannsaka en hún virðist ekki
hafa gert. Og ég beini því til ríkis
saksóknara að láta rannsaka alla
þá þætti – eins og til dæmis um
umboðsmenn, fundargerðir og
viðveru innan um kjörgögn,“ segir
hann.
Sem fyrr segir telur Karl Gauti að
talningarmálið í Borgarnesi þurfi að
bera undir dómstóla. „Það er þeirra
að skera úr um refsinæmi brota sem
hugsanlega eru framin í kosningum
– eins og í þessu tilfelli.“ ■
Kærir lögreglustjóra fyrir að
hætta rannsókn á talningu
„Í kæru minni nefni ég fjölmörg önnur atriði sem ég taldi að lögreglan ætti
að rannsaka en hún virðist ekki hafa gert,“ segir Karl Gauti Hjaltason.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Reykjavíkurskákmótið stendur nú yfir í húsakynnum Hörpu og lýkur á sunnudaginn. Mótið var síðast haldið í raunheimi árið 2019. 245 keppendur frá 39
löndum eru mættir til leiks og búast má við æsispennandi keppni á næstu dögum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, opnaði mótið með því að
leika fyrsta leikinn gegn íranska stórmeistaranum Idani Pouya. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
kristinnhaukur@frettabladid.is
TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Ólafur
Arnalds er annar þeirra sem valdir
voru til að endurhljóðblanda nýj
ustu smáskífu þýsku þungarokks
sveitarinnar Rammstein. Lagið
heitir Zeit, eða Tími á íslensku, og
var gefið út í síðasta mánuði. Hinn
er þýski raftónlistarmaðurinn
Robot Koch.
Rammstein hefur haldið þrenna
tónleika á Íslandi, tvenna í Laugar
dalshöll árið 2001 og eina í Kórnum
í Kópavogi árið 2017. Zeit er fyrsta
smáskífan af áttundu plötu sveitar
innar, sem kemur út 29. apríl.
Þetta er ekki fyrsta samstarf
Ólafs í þýsku rokki, en áður hafði
hann unnið með sveitinni Heaven
Shall Burn á plötunni Antigone
árið 2004. ■
Ólafur Arnalds
blandaði
Rammstein-lag
Till Lindemann í Kórnum 2017.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI
2 Fréttir 8. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ