Fréttablaðið - 08.04.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.04.2022, Blaðsíða 1
6 9 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 8 . A P R Í L 2 0 2 2 Alþjóðadagur Rómafólks Merkilegt einkasafn Tímamót ➤ 28 Menning ➤ 32 Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn Audi e-tron 50 Pro-line Verð frá 9.690.000 kr. Stillanleg loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi og fjarhitun. Búnaður bifreiða til sölu getur verið ólíkur þeirri sem sýnd er á mynd. Laugavegi 172, 105 Rvk. www.hekla.is/audisalur Eigum nokkra lausa til afhendingar strax lyaver.is Heimsending um land allt Peysufatadagurinn var hjá nemendum Kvennaskólans í Reykjavík í gær. Stignir voru gamlir dansar og nemendur klæddu sig í peysuföt. Samkvæmt hefð hafa nemendur á öðru ári klætt sig upp á og tekið þátt í fögnuðinum en vegna Covid-faraldursins eru það nemendur í þriðja bekk sem taka þátt í ár. Þeir misstu af sínum peysufatadegi í samkomutakmörkunum í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK LÖGREGLUMÁL „Það var ekki ætlun löggjafans að slaka neitt á kröfunum heldur þvert á móti að auka þær,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrver- andi alþingismaður. Karl Gauti hefur kært lögreglu- stjórann á Vesturlandi til ríkissak- sóknara fyrir að hætta rannsókn á talningarmálinu frá því í haust. Karl Gauti segir dómstóla að skera úr um refsinæmi meintra brota í kosningum. SJÁ SÍÐU 2 Kærir lögregluna í talningarmálinu Einn fjárfestanna sem keyptu í Íslandsbanka hefur áhyggjur af verðinu sem ríkið fékk fyrir hlutinn. Óþarfi hafi verið að gefa svo mikinn afslátt. Sið- fræðingur segir fjármálaráð- herra ekki getað afsakað sig með því að hafa ekki vitað af kaupum föður síns. VIÐSKIPTI Fjárfestar sem tóku þátt í útboðinu á hlut ríkisins í Íslands- banka eru margir ósáttir við að listi yfir kaupendur hafi verið opinber- aður. Jakob Valgeir Flosason, einn fagfjárfestanna, sem keypti fyrir tæpan milljarð króna segir það skiljanlegt. Hann segist hafa meiri áhyggjur af verðinu sem ríkið fékk fyrir hlutinn. Það hafi verið algjör óþarfi að gefa svona mikinn afslátt. „Að mínu mati hefði ríkið átt að selja til fárra en öf lugra kjöl- festufjárfesta, eins og talað var um í upphafi,“ segir Jakob. „Í staðinn voru það aðallega líf- eyrissjóðirnir sem pressuðu verðið niður í þessar 117 krónur á hlut. Ég veit það fyrir víst að ríkið hefði getað selt á genginu 122 ef þeir hefðu einbeitt sér að þeim sem voru til- búnir til að borga meira.“ Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra hefur legið undir harðri gagnrýni síðan listinn var gerður opinber, en faðir hans Benedikt Sveinsson er einn af kaupendunum. „Það fer ákaflega illa saman þegar um ræðir ráðherrastöðu, fjölskyldu- tengsl og viðskipti, sérstaklega þegar um ræðir sölu ríkiseigna sem sonur kaupanda heldur utan um,“ segir Henry Alexander Henrysson siðfræðingur. Henry segir að Bene- dikt hefði átt að vita að ekki væri við hæfi að kaupa bréfin. Bjarni geti ekki heldur afsakað sig með því að hann hafi ekki vitað af kaupunum. Bjarna hafi borið að ræða við pabba sinn og nánustu fjölskyldu um að láta tækifærið eiga sig, kaupa ekki bréf í bankanum vegna kringum- stæðna. Bjarni beri því vissa ábyrgð. Í þinginu er kallað eftir rannsókn á málinu en þingmaður Sjálfstæðis- flokksins segist ekki hræðast hana. SJÁ SÍÐU 6 Fjárfestarnir ósáttir við nafnbirtingu Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi alþingismaður Ég veit það fyrir víst að ríkið hefði getað selt á genginu 122 ef þeir hefðu einbeitt sér að þeim sem voru tilbúnir til að borga meira. Jakob Valgeir Flosason, fjárfestir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.