Fréttablaðið - 08.04.2022, Blaðsíða 8
89 prósent kvenna sem
vildu enda meðgöngu
verða fyrir áreitni eða
hótunum.
Ársfundur VIrK
Ársfundur VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn þriðjudaginn
26. apríl í salnum Háteigi á Grand Hótel Reykjavík kl. 13.00-16.00.
Dagskrá
Ávarp ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
Starfsemi VIRK
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK
Heilsa, lífskjör og félagslegur jöfnuður
Svandís Nína Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá VIRK
Reynslusaga einstaklings sem lokið hefur starfsendurhæfingu
Reynslusaga stjórnanda úr atvinnulífinu
Hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt skipulagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur VIRK 2021 kynntur og borinn upp til samþykktar
3. Tilkynning um skipan stjórnar
4. Kosning endurskoðenda
5. Önnur mál
Ársfundurinn er öllum opinn en einungis meðlimir fulltrúaráðs VIRK
hafa atkvæðisrétt.
Skrá skal þátttöku á virk.is
birnadrofn@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Nýi miðbærinn á
Selfossi hefur fengið Svansvottun
og er þar með stærsta einstaka
verkefnið sem hlotið hefur slíka
vottun á Íslandi. Vottunin tekur til
þrettán bygginga sem samtals eru
5.500 fermetrar.
Samk væmt tilk y nning u f rá
Umhverf isstofnun hefur mikil
áhersla verið lögð á umhverfismál
við uppbyggingu miðbæjarins.
Samið var við Umhverfisstofnun
2019 um Svansvottun á bygg-
ingum.
Við afhendingu vottunarinnar á
Selfossi í mánudag sagði Elva Rakel
Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri
Svansins, Svansvottun bygginga í
mikilli sókn og eftirspurn og áhugi
á þeim hafi vaxið svo um munar
undanfarin ár.
„Það skiptir virkilega miklu máli
að verkefni af þessari stærðargráðu
sæki um umhverfisvottun en það
sýnir mikla samfélagslega ábyrgð
og eiga aðstandendur verkefnisins
hrós skilið,“ segir Elva.
Í Svansvottun felst að allar bygg-
ingar- og efnavörur sem notaðar
eru við framkvæmdir séu umhverf-
isvottaðar. Vörurnar þurfa að
uppfylla strangar kröfur um inni-
hald skaðlegra efna. Meginmark-
mið vottunarinnar er að draga
úr umhverfisáhrifum bygginga,
sporna við hnattrænni hlýnun og
vernda heilsu þeirra sem koma að
verkinu á framkvæmdatíma. n
Miðbærinn á Selfossi
tryggir sér Svansvottun
Leó Árnason,
stjórnarfor-
maður Sigtúns
Þróunarfélags,
Elva Rakel
Jónsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Svansins
á Íslandi, og
Gylfi Gíslason,
framkvæmda-
stjóri Jáverks.
MYND/AÐSEND
kristinnhaukur@frettabladid.is
FRAKKLAND Emmanuel Macron
Frakklandsforseti hefur leitt allar
kannanir fyrir forsetakosningarnar
í rúman mánuð. Fylgi hans hefur
þó örlítið dalað undanfarna viku.
Fyrri umferð kosninganna fer fram
á sunnudag.
Samkvæmt nýjustu könnuninni
hefur Macron 26,5 prósenta fylgi en
mest hafði hann 33,5 prósent, fyrir
sléttum mánuði. Macron er talinn
öruggur um að komast í næstu
umferð, en í franska kosningakerf-
inu er kosið milli tveggja efstu fram-
bjóðendanna til að hreinn meiri-
hluti fáist á bak við annan hvorn.
Í öðru sæti er hægri popúlistinn
Marine Le Pen með 23 prósenta
fylgi, sem er nokkur aukning en
fyrir mánuði hafði hún gjarnan á
bilinu 16 til 18 prósent. Le Pen hefur
lengi verið vilhöll Vladímír Pútín
Rússlandsforseta en það er ekki að
sjá að þessi tengsl komi niður á fylgi
hennar.
Í þriðja sæti er vinstrimaðurinn
Jean-Luc Mélenchon með 16,5
prósenta fylgi samkvæmt nýjustu
könnun. Enginn annar frambjóð-
andi nær 10 prósenta fylgi en alls
eru 12 í framboði. Næst því komast
hægri öfgamaðurinn Éric Zemmour
og Valérie Pécresse, frambjóðandi
Repúblíkana, með 8,5 prósent hvort.
Líklegast er talið að Macron og Le
Pen mætist í annarri umferð, sem
fram fer 24. apríl, líkt og árið 2017.
Þá sigraði Macron með 66 prósent-
um á móti 34 hjá Le Pen. Mjórra er á
mununum milli þeirra tveggja sam-
kvæmt skoðanakönnunum nú, en
Macron hefur 6 prósenta forystu, 53
prósent á móti 47. Fari svo að Mac-
ron mæti Mélenchon, leiðir Macron
með 60 prósentum gegn 40. n
Stefnir í einvígi milli Macron og Le Pen
kristinnhaukur@frettabladid.is
SPÁNN Einstaklingar sem áreita eða
reyna að koma í veg fyrir að þunguð
kona fari í þungunarrof geta átt yfir
höfði sér allt að árs fangelsi, sam-
kvæmt nýjum lögum sem spænska
þingið samþykkti á miðvikudag.
Þetta var eitt af stefnumálum for-
sætisráðherrans Pedro Sanchez og
Sósíalistaflokks hans.
Samkvæmt lögunum á þetta við
um alla sem reyna á einhvern hátt
að hindra konu í að nota rétt sinn,
hvort sem það er með hótunum,
ógnunum eða öðrum hætti. Mót-
mæli fyrir utan þungunarrofs-
stöðvar verða bönnuð og lögin ná
einnig til heilbrigðisstarfsfólks.
Samkvæmt könnun frá árinu 2018
sögðust 89 prósent kvenna sem
vildu enda meðgöngu hafa orðið
fyrir áreitni eða hótunum. n
Ólöglegt að áreita
konur sem fara í
þungunarrof
Emmanuel
Macron og
Marine Le Pen
þykja líkleg til
að komast í
gegnum fyrstu
umferð forseta-
kosninganna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
georg@frettabladid.is
BANDARÍKIN Dýragarðar í Banda-
ríkjunum og Kanada færa nú fugla
sína inn í hús í von um að koma í veg
fyrir að þeir smitist af skæðri fugla-
flensu sem breiðist hratt út á megin-
landinu. AP-fréttaveitan greinir frá
því að yfir 23 milljónir alifugla hafa
verið aflífaðar í Bandaríkjunum til
að koma í veg fyrir dreifingu veir-
unnar meðal fugla í haldi.
Fyrir skömmu kynnti Matvæla-
stofnun reglur og aðgerðir til að
fyrirbyggja smit meðal alifugla
hér á landi. Öruggt þykir að far-
fuglar muni bera veiruna með sér
til landsins í vor. n
Dýragarðar fela fugla vegna faraldurs
Átökin í Úkraínu hafa nú
staðið yfir í meira en fjöru-
tíu daga og enginn endir
á átökunum virðist vera í
kortunum.
georg@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Úkraínumenn búa sig nú
undir að rússneski herinn hefji brátt
sókn sína inn í austurhéruð landsins
af fullum krafti. Rússneska hernum
hefur ekki tekist að ná upphafleg-
um markmiðum sínum í Úkraínu.
Fyrir skömmu viðurkenndi Dmítríj
Peskov, talsmaður rússnesku ríkis-
stjórnarinnar, að rússneski herinn
hefði mátt þola mikið mannfall á
vígvellinum.
Í lok mars kynnti Vladímír Pútín
Rússlandsforseti uppfærða hernað-
aráætlun innrásarliðs síns þar sem
horfið er frá upphaflegum áform-
um um að hernema höfuðborgina
Kænugarð og ná stjórn yfir landinu
öllu. Í staðinn verði aukin áhersla
lögð á að herja á borgir og bæi í Don-
bass-héraði og Lúhansk.
Þrátt fyrir breytt áform telja ýmsir
sérfræðingar að nýja stefnan muni
einkennast af meiri grimmd og
auknum árásum á óbreytta borgara.
Fréttamiðillinn CNN hefur eftir
háttsettum herforingja í úkraínska
hernum að hann telji rússneska her-
inn stefna að því að gjöreyða hafnar-
borginni Maríupol sem stendur við
Asovshaf. Rússneski herinn hefur
nú setið um borgina í fjörutíu daga
og sprengjuárásir aukist dag frá degi.
Bæjarstjóri Maríupol hefur sagt
að um hundrað þúsund óbreyttir
borgarar séu enn fastir í borginni.
Ljóst er að ef ekkert er að gert stefnir
í miklar hamfarir. Þá kallaði forseti
Úkraínu, Volodímír Selenskíj, eftir
því að grísk stjórnvöld aðstoði við
að ferja borgarbúa Maríupol í skjól
frá átökunum.
Á sama tíma eru stjórnvöld í
ríkjum Evrópu og Norður-Ameríku
í óðaönn að kynna nýjar og hertar
refsiaðgerðir á hendur rússneskum
fyrirtækjum og valdaelítu. Enn eru
kaup Evrópuþjóða á kolum og gasi
frá Rússlandi undanskilin þessum
refsiaðgerðum. Talið er að Evrópu-
lönd muni hætta að kaupa kol af
Rússum í ágúst næstkomandi. Þá
hafa fyrirtæki í Kína nýverið dregið
úr viðskiptum sínum við Rússland,
en stjórnvöld í Kína hafa hvorki for-
dæmt innrás Pútíns né lýst yfir ein-
dregnum stuðningi við hana.
Þvinganirnar koma í kjölfar vís-
bendinga, sem fundist hafa á svæð-
unum sem Rússar hafa nýlega yfir-
gefið, um að rússneski herinn hafi
framið stríðsglæpi gegn óbreyttum
úkraínskum borgurum. Myndir af
fórnarlömbunum frá bænum Bútsja
hafa vakið mikla athygli og eru tald-
ar bera vitni um voðaverk innrásar-
liðsins. Yfirvöld í Rússlandi hafa þó
hafnað þessum sönnunargögnum
og sagt myndefnið frá Bútsja vera
falsað og hafa sakað Úkraínumenn
um rógburð.
Fyrir skömmu birti þýska leyni-
þjónustan BND hljóðupptökur þar
sem heyra má rússneska hermenn
ræða sín á milli um dráp á óbreytt-
um borgurum á svæðum í grennd
við Bútsja. Þá telja blaðamenn hjá
þýska blaðinu Der Spiegel að upp-
tökurnar sanni að hin alræmda
Wagner-sveit hafi átt þátt í voða-
verkunum. Sveitin, sem skipuð er
málaliðum, hefur verið bendluð við
stríðsglæpi. n
Pútín beinir spjótum sínum
að austurhéruðum Úkraínu
Hart var barist við bæinn Bútsja. Eftir að Rússar hörfuðu frá norðurhluta landsins voru teknar myndir af óhugnanlegri
aðkomu sem þykir sanna að Rússar hafi framið stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum. FRÉTTBLAÐIÐ/EPA
Yfir hundrað þúsund
óbreyttir borgarar eru
enn fastir í Maríupol.
Macron hefur 26,5
prósenta fylgi en Le
Pen 23.
8 Fréttir 8. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ