Fréttablaðið - 08.04.2022, Blaðsíða 11
Guðmundur
Steingrímsson
n Í dag
Sígildir sigurvegarar
Risa Eitt Sett var nýlega valið besti nýliðinn á
Nammitips. Eitt Sett er að sjálfsögðu líka til sem
unaðslegt páskaegg. Annar sigurvegari er okkar
sígilda og ómótstæðilega Nóa Kropp sem var valið
mest ávanabindandi nammið á Nammitips.
Hvort eggið ætlar þú að fá þér?
N Ó I SÍ R Í US
Nú þegar önnur afturrúðan á bíl
okkar hjóna, Renault Mégane
árgerð 2008, er föst niðri og það er
frost í lofti – og því ekki eins gaman
að keyra með rúðu opna eins og ella
gæti verið á góðum sumardegi eða
í hlýrra landi – get ég ekki varist
þeirri hugsun að það sé eitthvað
til í því að bílakostur heimilisins
sé ekki eins og best verður á kosið.
Þessarar hugsunar gætti einnig
í vetur þegar sú hin sama bifreið
tók upp á því að spóla í slabbi upp
Hellisheiðina, rétt eftir Bláfjallaaf-
leggjarann, þar sem ég hefði haldið
að hallinn í landslaginu væri alls
ekki svo mikill að nokkur bifreið
myndi spóla. Þegar það gerðist svo
nokkru síðar að rúðuþurrkurnar
og framljósin biluðu á sama tíma í
hellidembu í myrkri úti á landi, þá
horfðum við hjónin á hvort annað
og hugsuðum hið sama: Við höfðum
náð ótvíræðum lágpunkti í okkar
bílamálum.
Þessar vangaveltur vegna bíla-
vandræða þróuðust smám saman
í vikunni í vissar vangaveltur um
stöðu mína í samfélaginu. Einkum
hef ég velt fyrir mér hvar ég mögu-
lega stend í samanburði við þann
hóp Íslendinga sem boðið var að
kaupa á sérstökum vildarkjörum
hluti í Íslandsbanka á dögunum og
græða á því umsvifalaust nokkurt
fé. Rétt í þann mund er ég reyndi
að toga bílrúðuna árangurslaust
upp með valdi núna einhvern
morguninn, skaust sú hugsun upp
í hugarhvelið, án efa undir áhrifum
frá ferskum fréttaflutningi af
almennri óánægju með áðurnefnda
hlutabréfasölu, að ég væri alveg
örugglega ekki það sem kallað er
fagfjárfestir. Fjárfestingar heim-
ilisins í bílum benda til þess að ég
tilheyri ekki þeim hópi. Ég hlýt að
vera áhugafjárfestir. Kaup mín á
hlutum eru ekki fagleg.
Reyndar var bifreiðin mjög ódýr,
þannig að mér er kannski ekki alls
varnað. Eftir stendur samt hin eðli-
lega vangavelta: Ef maður keyrir um
á spólandi Renault 2008 með bilaða
rúðu, getur maður þá talist fagfjár-
festir? Hvað merkir þetta hugtak?
Hvað þarf maður að gera til þess að
tilheyra þessum hópi?
Ég hef heyrt þetta hugtak í
gegnum tíðina. Aldrei hef ég samt
spáð í það mikið fyrr en nú. Mínar
köldustu grunsemdir eru þær, að
hugtakið sé einfaldlega notað til
þess að gera ráðandi öflum kleift að
aðskilja ákveðinn hóp frá öðrum
þegar kemur að því að sýsla með fé.
Lengi hefur það loðað við svokölluð
kapítalísk markaðssamfélög, að
eigi fólk peninga – eða skuldi mikla
peninga (gildir einu) – sé stefnan sú,
meðvitað eða ómeðvitað, að gera
því fólki mögulegt að eignast sem
mest af meiri peningum. Ríkir verða
ríkari. Hugtakið „fagfjárfestir“ er
upplagt í þessu skyni. Ef manneskja
á mikið fé, eða sýslar auðsýnilega
með mikið fé – hvort sem hún á það
eða ekki – lítur kerfið svo á að þar
fari kunnáttumanneskja með fé.
Bílrúður eru þar allar í lagi og ekkert
spólerí á Hellisheiðinni.
Ég gúgglaði. Á heimasíðu eins
fjárfestingarbankans gefur að líta
skilgreiningu á því hvað er að vera
fagfjárfestir. Þar stendur: „Með fag-
fjárfestum er átt við viðskiptamenn
sem búa yfir reynslu, þekkingu og
sérfræðikunnáttu til að taka sjálfir
ákvarðanir um fjárfestingar og
meta áhættuna sem þeim fylgir.“
Nú er það svo, eins og hér hefur
verið ýjað að, að sterkur þráður í
mér er reiðubúinn að taka undir
það, sérstaklega í þessari viku, að
ég sé engan veginn fær um að taka
sjálfur ákvarðanir um fjárfestingar.
Hins vegar verð ég að segja að það er
ákaflega sterkur þráður í mér einnig
sem finnst þetta fagfjárfestatal ótta-
legt bla.
Listi var birtur. Hverjir fengu
að kaupa. Þar eru alls konar nöfn.
Þegar grannt er skoðað sést að
undir alls konar fánum sigla þar
peningamenn jafnvel með allt
niðrum sig út af mútumálum og
öðru, og slóð óráðsíu, sérstaklega
eftir að þeim tókst þó nokkrum í
fagmennsku sinni í samfloti með
öðrum að setja hér heilt fjármála-
kerfi á hliðina fyrir um áratug eða
svo. Málið er það að mér finnst ég
skilja ágætlega hugtökin „lang-
tímafjárfestir“ og meira að segja
„kjölfestufjárfestir“. Þá er leitað að
fjárfestum sem vitað er að muni
hlúa að fjárfestingunni til langs
tíma, og fylgja eigninni í gegnum
súrt og sætt. En „fagfjárfestir“, hins
vegar, sérstaklega eftir að þessi listi
var opinberaður, það er hugtak sem
óneitanlega birtist mér, ekki síst
vegna sögunnar, sem merkingar-
laust orðskrípi.
Hún er hins vegar lúmsk og
sterk þessi tilhneiging kapítalískra
markaðssamfélaga til að vilja, þrátt
fyrir allt tal um jöfnuð, gera hina
ríku ríkari. Það er ætíð stefnan.
Þetta hugsaði ég um leið og
ég fann til límband og klippti til
svartan ruslapoka til að setja í bíl-
gluggann. n
Áhugafjárfestir
Flutningskerfi raforku skiptist í
grófum dráttum í tvennt. Ann-
ars vegar er meginflutningskerfið,
f lutningslínur á 132 kV og 220 kV
spennu sem liggja milli landshluta.
Byggða línuhringurinn (132 kV) telst
til meginflutningskerfisins og einnig
t.d. 220 kV línurnar frá Þjórsársvæð-
inu inn á SV-hornið. Hins vegar eru
svo landshlutakerfin, sem tengjast
meginflutningskerfinu og flytja raf-
orkuna til dreifiveitna innan hvers
landshluta. Dæmi um landshluta-
kerfi er 66 kV kerfið á Suðurlandi.
Í þingsályktun um stefnu stjórn-
valda um lagningu raflína segir að
meginreglan, við lagningu nýrra
flutningslína eða endurnýjun eldri
í landshlutakerfum raforku, skuli
vera að notast við jarðstrengi – að
því gefnu að það sé tæknilega mögu-
legt og kostnaðarhlutfall miðað við
loftlínu sé innan ákveðinna marka.
Í meginflutningskerfinu skuli loft-
lína hins vegar vera meginreglan, en
svo eru talin upp atriði sem réttlæta
það að jarðstrengskostur sé metinn.
Þessi skipting er í öllum aðalatriðum
sambærileg stefnu um lagningu raf-
lína í öðrum löndum. Spennustigið
í landshlutakerfunum er að jafnaði
lægra (66 – 132 kV) en í meginflutn-
ingskerfinu (132 – 220 kV), eins og
kemur fram hér að ofan, og áskoran-
ir, tengdar rekstri jarðstrengslagna,
aukast með hækkandi spennustigi.
Þingsályktunin tekur sérstaklega
fram að skoða þurfi hvort það sé
tæknilega raunhæft að leggja jarð-
streng frekar en loftlínu, enda er það
grundvallarforsenda. Jarðstrengur
er þannig uppbyggður að þegar sett
er á hann spenna getur hann haft
óæskileg áhrif á rekstur kerfisins,
til að mynda á spennugæði, vegna
svokallaðs launafls sem myndast
í strengnum vegna uppbyggingar
hans. Það eru ýmsir þættir sem
spila þarna inn í, svo sem rekstrar-
spenna kerfisins, lengd jarðstrengs
og styrkur kerfisins á viðkomandi
svæði. Kerfisstyrkurinn er mjög mis-
jafn milli landshluta og helstu þættir
sem hafa áhrif á hann eru nálægð
við virkjanir (og stærð þeirra) og
möskvun kerfisins. Af þeim sökum
er svigrúm til jarðstrengslagna afar
misjafnt milli landsvæða og nauð-
synlegt að skoða og meta hvert tilvik
fyrir sig.
Innbyrðis áhrif
Jarðstrengslögn í einni línu getur
haft áhrif á möguleika til jarð-
strengslagna í annarri línu á sama
svæði. Því er nauðsynlegt að vinna
ítarlega kerfisgreiningu í hverju
tilfelli, eins og áður segir. Þessi inn-
byrðis áhrif eiga einnig við á milli
spennustiga, til dæmis milli megin-
flutningskerfis (220 kV) og undir-
liggjandi landshlutakerfis (66 kV).
Þannig getur jarðstrengslögn í 220
kV línu í meginflutningskerfinu, þó
hún sé ekki nema örfáir kílómetrar,
haft þau áhrif á undirliggjandi lands-
hlutakerfi (66 kV) að útilokað sé að
leggja þar margfalt lengri jarðstreng.
Þá er augljóst að verið er að fórna
meiri hagsmunum fyrir minni, auk
þess sem beinlínis er gengið gegn
stefnu stjórnvalda, þ.e. landshluta-
kerfin eiga að njóta forgangs þegar
kemur að úthlutun þeirra takmörk-
uðu gæða sem jarðstrengir í f lutn-
ingskerfinu eru. Sem dæmi um þessi
innbyrðis áhrif má taka greiningu
sem Landsnet hefur unnið, þar sem
samspilið milli áhrifaþáttanna er
þannig að 3 km langur jarðstrengs-
kafli í 220 kV línu í meginflutnings-
kerfinu kemur í veg fyrir lagningu
um 40 km langs 66 kV jarðstrengs í
undirliggjandi landshlutakerfi.
Umhverfislegur ávinningur þess
að leggja 40 km jarðstreng í 66 kV
línu í landshlutakerfi frekar en 3
km jarðstreng í 220 kV línu í megin-
flutningskerfinu á sama svæði, er
óumdeildur. Sýnileiki 40 km af 66
kV loftlínu er mun meiri en sýni-
leiki 3 km af 220 kV loftlínu, auk
þess sem 66 kV línan hefur áhrif á
mun stærra landsvæði og fleiri land-
eigendur. Þar kemur einnig að þætti
sveitarfélaganna og samfélagslegri
ábyrgð þeirra. Það er afar mikilvægt
að sveitarfélagið horfi á hagsmuni
heildarinnar. Það eru eðlisfræði-
lögmál sem ráða því hversu mikið
er hægt að leggja af jarðstrengjum á
hverju svæði fyrir sig. Það er þáttur
sem verður að taka með í reikning-
inn, til dæmis í skipulagsvinnu.
Lagning jarðstrengja í f lutn-
ingskerfum og rekstur þeirra er
áskorun sem öll raforkuflutnings-
fyrirtæki standa frammi fyrir. Við
hjá Landsneti hvetjum almenning
til að láta sig þessi mál varða. Það er
afar mikilvægt að umræðan sé upp-
lýst og byggð á rökum. Við fögnum
því að fá tækifæri til þess að skýra
út hluti og ræða saman á málefna-
legum grunni. n
Jarðstrengir í flutningskerfinu –
sýnd veiði en ekki gefin?
Magni Þór
Pálsson
verkefnastjóri
rannsókna hjá
Landsneti
FÖSTUDAGUR 8. apríl 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ