Fréttablaðið - 08.04.2022, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Þegar OsteoStrong var opnað
í Reykjavík var Ísland fimmta land-
ið sem bauð upp á þessa þjónustu.
Þremur árum síðar eru löndin
orðin tíu, alls staðar í Skandinavíu
og stöðvar OsteoStrong á Íslandi
orðnar tvær.
„Við hjónin vorum nýflutt heim
til Íslands frá Spáni þegar við
skelltum okkur á námskeið í Bret-
landi. Námskeiðið snerist aðallega
um það að gefa sér tíma til þess að
skoða hvað mann langaði til að
gera meira af og hvað maður vildi
minna af í lífinu. Við komumst
fljótt að þeirri niðurstöðu að við
vildum allra helst stofna saman
fyrirtæki svo við gætum unnið
saman að sameiginlegu markmiði
en líka svo að við gætum knúsast
í kaffitímanum,“ segir Svana og
brosir.
„Við sáum fyrir okkur að vinna
í því í svona þrjú ár, safna hug-
myndum og peningum og svo
slá til. Fyrir tilviljun kynntumst
við einmitt OsteoStrong í þessari
sömu ferð. Það liðu níu mánuðir
frá því að hugmyndin kom upp og
þar til að við vorum búin að opna
fyrstu stöðina. Okkur fannst biðin
rosalega löng, en eftir á að hyggja
gekk þetta bara mjög hratt.“
Tími fyrir samveru
„Það voru mikil viðbrigði að
f lytjast til Íslands úr spænskri
sveitasælu. Við höfum bæði búið
í nokkrum löndum þannig að
það kom okkur svo sem ekkert á
óvart, en samt. Það er svo rosalega
mikið að gera hjá Íslendingum,
stress í samfélaginu og álag á fólki.
Okkur fannst að ef við gætum
hjálpað fólki að styrkja sig þetta
mikið á svona stuttum tíma þá
gæti fólk kannski tekið sér smá
tíma í að slaka á og horfa út í loftið
eða njóta með sínum nánustu.
Það var í rauninni ekki fyrr en við
vorum búin að opna að ég fattaði
að OsteoStrong gæti líka gert eitt-
hvað fyrir mig,“ segir Svana enn
fremur.
Fall er fararheill
„Fimm mánuðum áður en við
opnuðum OsteoStrong braut ég
mjög illa á mér ökklann. Kald-
hæðnislega gerðist það á ráðstefnu
um sterk bein í Vegas. Beinin voru
skrúfuð saman og ég lá í fimm
daga á spítala eftir aðgerðina. Það
er ekki beint það sem maður er að
leita eftir þegar verið er að undir-
búa að opna heilsufyrirtæki og
langar að líta vel út.
En það er svo skemmtilegt við
þetta líf að allt skilar þetta manni
einhverju. Ferillinn í framhaldi af
þessu broti var fín áminning um
það hvað það er ömurlegt þegar
líkaminn getur ekki haldið í við
mann,“ segir hún.
Slæm eftir barnsburð
„Það var svo sem ekkert nýtt
fyrir mig að líða ekki nógu vel
með skrokkinn á mér. Ég er laus
í liðunum og hafði brotið hinn
ökklann 20 árum áður. Þegar
maður er laus í liðunum og gengur
með barn verður grindin oft allt of
laus og verkir sem fylgja því miklir.
Eftir að ég hafði gengið með þriðja
barnið okkar þá var ég svo slæm í
grindinni að ég átti erfitt með að
lyfta nokkru, þá gat ég stundum
ekki labbað daginn eftir. Ég var
með frábæran sjúkraþjálfara sem
hjálpaði mér með þetta en mikið
var það langt og erfitt ferli, mörg
ár. Hann hélt mér góðri og hnykkti
mig til þegar allt var komið í óefni.
Það var samt ekki fyrr en ég fór
sjálf að stunda OsteoStrong sem
mjaðmirnar urðu til friðs og nú
er ég svo ofboðslega frjáls í eigin
líkama og fæ svona vandræðalega
auka-ánægju af því að lyfta sófum,
þvottavélum, steinum eða bara
hverju sem ég veit að ég hefði ekki
getað valdið áður.
Það er samt ekki það eina. Ég
finn bara svo vel hvað ég er tilbúin
í alls konar, ekkert hrædd við að
þreytast og tilbúnari til þess að
færast mikið í fang. Ég finn að
grunnurinn er svo miklu betri
og nú er ég búin að finna aðra
hreyfingu sem ég geri daglega
ásamt ástundun á OsteoStrong.“
Beinþynning er ættgeng
„Það var svo ekki fyrr en við
vorum búin að vera í rekstri í
nokkurn tíma sem að ég áttaði
mig á að beinþynning er mjög
algeng í minni fjölskyldu. Í allri
þessari umræðu og pælingum um
beinþéttni var ég bara að hugsa
um hvernig við gætum hjálpað
öðru fólki að bæta sín lífsgæði. Ég
áttaði mig ekki á að þarna var ég
algerlega að bjarga sjálfri mér um
leið. Ég á enn nokkur ár í að ganga
í gegnum tíðahvörf en sagt er að
beinþéttni kvenna geti minnkað
um allt að 20% á árunum eftir tíða-
hvörf. Það er talið eðlilegt að eftir
þrítugt fari bein að rýrna um að
meðaltali 2% á hverju ári. Ég stefni
á vera komin með það fáránlega
sterk bein að það muni ekkert á
mig fá,“ segir Svana og getur ekki
annað en brosað.
Sterkari óháð aðstæðum
„Við fáum alls ekki úthlutað jafn
góðum eintökum af líkama þegar
að við komum í lífið. Ég er greind
með fjölblöðrueggjastokkaheil-
kenni og endómetríósu, ein-
kennin sem fylgja því eru einu
orði sagt ömurleg og lausnirnar
fáar. Þegar verst lætur eru þetta
2-4 dagar í mánuði þar sem ég er
frá af verkjum. Ég er líka með alls
kyns fæðuóþol sem ég hef fundið
að ýkjast í framhaldi af áföllum
lífsins. Mér þykir svo vænt um að
í OsteoStrong ættu langflestir að
geta sótt þjónustu og styrk óháð
því hvað á dynur þar fyrir utan
og út af því að þetta tekur bara 20
mínútur einu sinni í viku þá ættu
flestir að hafa tíma til þess líka,“
upplýstir hún.
Að vaxa í verkefnunum sínum
„Þegar við stofnuðum Osteo-
Strong þá ætlaði ég að takast á við
nýtt, máta mig í ný hlutverk og
leyfa verkunum að tala. Það hefur
heldur betur tekist og okkur hefur
einnig tekist að skapa yndislegt
andrúmsloft á stöðvunum í Hátúni
og Ögurhvarfi. Ég hef fengið að
vaxa svo mikið í þeim verkefnum
sem við höfum ráðist í og ég er
þakklát fyrir allt sem ég hef lært.
Mér datt ekki í hug að ég fengi í
leiðinni stórbætta líðan, aukinn
styrk og áræði. Það er sönn og ein-
staklega ánægjuleg bylting í mínu
lífi.“
Meðlimir geta átt von á að:
■ Auka styrk
■ Minnka verki í baki og liða-
mótum
■ Lækka langtíma blóðsykur
■ Auka beinþéttni
■ Bæta líkamsstöðu
■ Auka jafnvægi
■ Minnka líkur á álagsmeiðslum
Frír prufutími
„Við bjóðum upp á fría prufutíma á
miðvikudögum í Ögurhvarfi 2 og á
fimmtudögum í Hátúni 12. Ég hvet
alla til að bóka sig á osteostrong.is
eða í síma 419 9200.“ ■
Nýlega var opnuð ný OstoeStrong-stöð í Ögurhvarfi í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Svana segir að þeir sem vilja prófa OsteoStrong geti fengið frían prufutíma á
miðvikudögum í Ögurhvarfi 2 og á fimmtudögum í Hátúni 12.
Æfingarnar
henta öllum,
jafnt öflugum
íþróttamönnum
sem fólki sem
hefur ekkert
hreyft sig.
Styrktaræfing-
arnar eru ein-
staklega góðar
til að bæta
jafnvægið.
Það var í rauninni
ekki fyrr en við
vorum búin að opna að
ég fattaði að OsteoStrong
gæti líka gert eitthvað
fyrir mig.
2 kynningarblað A L LT 8. apríl 2022 FÖSTUDAGUR