Fréttablaðið - 08.04.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.04.2022, Blaðsíða 20
Við viljum leið- rétta þetta og gefa krökkum tækifæri til að stunda áhugamálið í hóp af jafnöldrum og veita ástríðu þeirra í heil- brigðan farveg. RÍSÍ, eða Rafíþróttasamtök Íslands, voru stofnuð í lok árs 2018 af fimm einstaklingum sem allir höfðu brennandi áhuga á að búa til umhverfi á Íslandi fyrir rafíþróttafólk, en ekki síst byggja upp heilbrigt starf í kringum rafíþróttir fyrir börn og unglinga. jme@frettabladid.is Einstaklingarnir fimm voru þau Ólafur Hrafn Steinarsson, Hafliði Örn Ólafsson, Ólafur Nils Sigurðs- son, Víkingur Fjalar Eiríksson og Melína Kolka Guðmunds- dóttir. „Öll höfum við að ýmsu leyti tekið þátt í þessum heimi í gegnum tíðina. Hafliði og Ólafur Nils skipulögðu rafíþróttamót kringum League of Legends (LoL), Counter Strike og ýmis lön, Melína stofnaði Tölvuleikjasamfélag íslenskra kvenna og hélt viðburði í gegnum Ground Zero og Víkingur hafði mikla reynslu af að keppa í þessum heimi í mörg ár,“ segir Ólafur Hrafn, sem starfar nú sem formaður RÍSÍ. Þroskandi áhugamál „Við vildum taka saman allan þann lærdóm sem við höfum öðlast á eigin ferli sem tölvuleikjaspilarar. Ýmislegt hefði mátt betur fara, eins og að spila of lengi fram eftir, slæm líkamsstaða og fleira, en það var enginn til að kenna okkur. Nú erum við komin á fullorðinsár og höfum lært að til eru betri og skemmtilegri leiðir, sérstaklega til að nálgast keppnishliðina. Upp- haflegt ætlunarverk RÍSÍ var því að fræða almenning um okkar sýn og kynna raf íþróttir sem gilt áhuga- mál sem stuðlaði að jákvæðum ávinningi iðkenda, með heilbrigðri ástundun á réttum forsendum. Ég hef oft sagt að stærstu mistökin hafi verið að setja tölvuna inn í herbergi fyrir 30-40 árum. Lengi hefur ekki verið hægt að stunda tölvuleikjaáhugamálið í raunveru- legum félagsskap í raunheimum. Við viljum leiðrétta þetta og gefa krökkum tækifæri til að stunda áhugamálið í hóp af jafnöldrum og veita ástríðu þeirra í heilbrigðan farveg,“ segir Ólafur Hrafn. „Rafíþróttir eru skilgreindar sem skipulögð keppni í tölvuleikjum í heiminum en við vildum ganga lengra, stilla þeim upp á sérís- lenskan hátt og tengja inn í íþrótta- menninguna. Rafíþróttir geta boðið upp á sömu tækifæri fyrir iðkendur og önnur áhugamál ungs fólks. Þær geta gert krökkum kleift að kynnast jafnöldrum sínum, eignast vini og fara í keppnisferða- lög innanlands eða erlendis. Allt eru þetta þroskandi hlutir sem hingað til hafa ekki verið tengdir þessu tiltekna áhugamáli,“ segir hann. Stefna á topp fimm þjóðir Markmið RÍSÍ eru háleit. „Okkar markmið var að vera á meðal topp fimm rafíþróttaþjóða heimsins fyrir árið 2025. Við skilgreindum fimm grunnstoðir sem þyrfti að uppfylla til þess: 1. Íslenskir spilarar yrðu að hafa aðgang að hágæða keppnis­ umhverfi, sem keppendur og áhorfendur. Framleiðsla á rafíþróttaviðburðum fram að stofnun RÍSÍ hafði helst farið fram hjá áhugamannadeildum. Umhverfið stóð í vegi fyrir því að fólk sem hafði efasemdir eða fordóma um rafíþróttir, gæti skipt um skoðun. Í dag er þetta breytt. Hágæða útsendingar með spilurum í mynd í sjónvarpi auka virði þess að taka þátt í umhverfinu og trúverðugleika þess. 2. Byggja þyrfti upp stöðugt keppnisumhverfi þar sem íslenskir spilarar hefðu ástæðu og hvatningu til þess að æfa allt árið og keppa reglulega. Í dag er keppnisumhverfið á Íslandi orðið ríkt. Við erum með sjö deildir í Counter Strike og átta lið í hverri deild. Deild er haldið úti í Rocketleague í samstarfi við Rocketleague Íslands. Við erum með almenna bikarinn í Overwatch og Valorant, deild og landsliðsverkefni er haldið úti í FIFA, Framhaldsskólaleikana, firmamótið og margt fleira. 3. Til þess að verða best í heimi yrðu íslenskir spilarar að æfa rafíþróttir á heilbrigðan og skipulagðan hátt. Það stefna ekki allir spilarar á atvinnu­ mennsku eða keppni á hæsta stigi. Við viljum byggja umgjörð í kringum vegferð í áttina að keppni, þannig að upplifun allra verði sem jákvæðust. Í dag æfa 1.500­1.700 krakkar rafíþróttir reglulega hjá yfir sextán íþrótta­ félögum um land allt. Um 3% krakka á aldrinum 6­16 ára á Íslandi æfa rafíþróttir sem er hærra hlutfall en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Við getum því með góðri samvisku sagt að við höfum náð einu af markmiðunum okkar. 4. Við vildum útrýma fordómum gagnvart tölvuleikjum og opna á umræðuna. Við finnum fyrir merkilega miklum mun á almennu viðhorfi fólks gagnvart tölvuleikjum eftir vegferðina. Við eigum góða og reynslumikla þjálfara á Íslandi í íþróttafélög­ unum og þeirra starf heldur krökkunum lengur inni í raf­ íþróttastarfinu en annars staðar í heiminum. 5. Rafíþróttir geta nýst til kennslu á hagnýtri þekkingu. Þetta er glænýr iðnaður sem er byggður á internetinu. Bransinn krefst notkunar samfélagsmiðla og þá þarf að kunna að búa til efni til að eiga samskipti við aðdáend­ ur. Í skólunum eru rafíþrótta­ deildir og áfangar sem snúast um að kenna krökkum að búa til rafíþróttalið, vörumerki, leiðir til að koma því á framfæri, stofna rásir, framleiða efni fyrir YouTube og stuðla að vexti á vörumerkinu.“ Sérhannað keppnisumhverfi Í eðli sínu eru rafíþróttir vissu- lega þannig gerðar að þær eru á færi allra, óháð aldri, kyni eða líkamlegri getu. En það þýðir ekki að það sé besti grundvöllurinn fyrir æfingar og keppnir í raf- íþróttum. „Stefnan í dag er sett á að keyra af stað yngriflokkamót í raf íþróttum sem er einstakt verkefni á heimsvísu. Mótin verða hönnuð frá grunni með aldur þátttakenda í huga. Hingað til hefur verið auðveldast að halda risastórt mót sem allir taka þátt í. En það er lítil hvatning í því fyrir 14 ára byrjanda að detta úr leik á fyrstu mínútu því hann er að spila á sama velli og atvinnumenn í rafí- þróttum. Mér eru líka ofarlega í huga einar fyrstu samræður mínar við Melínu um konur og rafíþróttir. Ég var mjög spenntur yfir að loks væri grundvöllur fyrir æfingum og keppni þar sem kynjaskipting væri óþörf. Hún var f ljót að kippa mér niður á jörðina. Því hvernig væri það fyrir stelpu að byrja í raf- íþróttum þar sem fyrir væru átján strákar og engar stelpur? Mörgum liði ekki vel að ganga inn í þannig umhverfi. Því þyrfti að vera til sér umhverfi fyrir stelpur þar sem þeim liði vel og hefðu rými til að fóta sig, sérstaklega á meðan enn eru fordómar gegn því að stelpur spili tölvuleiki. Þá fattaði ég að þó að við getum gert eitthvað, þá er það ekki alltaf besta lausnin.“ Rafíþróttir veita tækifæri „Við höfum heyrt hugljúfar sögur af stelpum og strákum sem hafa fundið sig í rafíþróttum og blómstrað eftir að fá viðurkenn- ingu og samþykki. Þau voru allt í einu tilbúin til að taka þátt í alls konar starfi og verkefnum sem þau vildu ekki áður. Þau voru virkari í tímum í skólanum, eignuðust f leiri vini, fengu betri einkunnir og f leira. Tölvuleikjaáhugamálið hætti að snúast bara um spilun og náði líka yfir hópavinnu, æfingar og umræður um strategíur og f leira. Þetta gerir rosalega mikið fyrir tölvuleikjaáhugamálið. Í stað þess að loka möguleikum fyrir tölvuleikjaspilara þá opnar starfið fyrir þeim heim sem var ekki til áður.“ ■ Séríslensk leið í rafíþróttum Ólafur segir að markmiðin sem RÍSÍ setti sér séu vel á veg komin og Ísland geti vel orðið ein af fimm efstu þjóðunum í raf­ íþróttum. MYND/AÐSEND 4 kynningarblað 8. apríl 2022 FÖSTUDAGURR AFÍÞRÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.