Fréttablaðið - 08.04.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.04.2022, Blaðsíða 12
12 Skoðun 8. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Birtingarmynd þess vanda sem blasir við í málum barna með geð-, hegðunar- og þroskaraskanir er margs konar. Í alvarlegustu til- vikunum eru börn sett í handjárn og í lífi sumra þeirra eru afskipti lögreglu regluleg, eins og dvöl á neyðarvist eða í fangaklefa, ferðir á spítala og aðkoma Stuðla, Barnaverndar og BUGL. Börn með alvarlegan geð-, þroska- og hegð- unarvanda eiga ekki að vera lög- reglumál og það er óboðlegt að það sé raunverulega staðan í dag. Oft er um að ræða börn með alvarleg áföll að baki og mikla tengslaröskun. Í öðrum tilvikum eru þau með þroskaskerðingar eða miklar geðraskanir. Birtingarmynd vandans er ýmiss konar og snertir kerfin mismikið. Þau eru í sjálfs- skaða, beita of beldi, setja sjálf sig og umhverfi sitt í hættu eða leita lausna á vanlíðan sinni með neyslu áfengis og fíkniefna. Málið hefur að hluta til og í hálfgerðu tómarúmi verið leyst með aðkomu einkaaðila sem hafa tekið að sér að vista börn í þess- ari stöðu. Þá býr barn í séríbúð með 2–3 starfsmenn með sér allan sólarhringinn til að gæta að öryggi þess og tryggja því umönnun og fullnægjandi aðbúnað. Í sumum tilvikum eru málin unnin í góðri samvinnu við foreldra og barn. Í öðrum tilvikum eru þetta börnin okkar í Barnaverndinni, börn sem eiga engan að nema ráðgjaf- ann sinn og eiga jafnvel að baki nokkrar fósturvistanir sem ekki hafa gengið upp vegna krefjandi umsjár. Í einkaúrræðunum er börn- unum sinnt af virðingu og hlýju og reynt eins og hægt er að veita þeim þá meðferð og það atlæti sem þau þurfa. Það er hins vegar ekki hlut- verk sveitarfélaga og einkaaðila í þeirra umboði að veita börnum með alvarlegan geð-, hegðunar- og þroskavanda langtímameðferð. Ýmsar leiðir eru færar í þessum málum og engin ein lausn til sem leysir allan vanda. Langtíma með- ferðarúrræði, þar sem börn fá öf luga meðferð en búa jafnframt í öruggum aðstæðum til lengri tíma, verður að vera til. Í slíku úrræði þarf jafnframt að vera hægt að sinna skammtímainnlögnum og hvíldardvölum fyrir börn sem eiga fjölskyldur eða eru í fóstri en þurfa reglulega á innlögn að halda. Slíkt meðferðarúrræði þarf að vera starfrækt á forsendum heilbrigðis-, geðheilbrigðis- og félagsmála og fulltrúar allra þessara málaflokka ásamt sveitarfélögunum þurfa að koma að því. Byggja þarf upp öf lugt kerfi fósturforeldra sem geta tekið við börnum í svokallað styrkt fóstur til 18 ára aldurs. Í styrktu fóstri dvelur barn á hefðbundnu heimili en einn til tveir fullorðnir heim- ilismeðlimir koma að umönnun barnsins og sinna því í fullu starfi. Mikið er unnið með að leysa vanda einhverra barna með úrræðum sem þessum, þannig að börn geti dvalið sem mest í eðlilegu fjölskylduum- hverfi en ekki í vaktskiptu stofn- anaúrræði. Mörg þeirra barna sem dvalið geta í styrktu fóstri þurfa þó reglulega á hvíldarinn- lögn að halda í meðferðarúrræði sem getur veitt meiri þjónustu og öflugra utanumhald en hægt er að koma við á heimili. Það er hlutverk Barna- og fjölskyldustofu að útvega barnavernd styrkt fóstur en mörg dæmi eru um að ekki fáist styrkt fóstur fyrir börn sem þurfa þá að alast upp í vaktskiptu stofnana- úrræði. Eins og staðan er í dag fá börnin ekki þá þjónustu og þá meðferð sem þau eiga rétt á. Vandi þeirra leggst með þunga á öll kerfi en tak- markaðar lausnir eru til. Starfsfólk þeirra kerfa sem koma að málum þeirra reynir hvað það getur til að sinna barninu og fjölskyldu þess en er í gjörsamlega vonlausri stöðu. Við getum fundað endalaust en meðan ekkert langtímameðferð- arúrræði er til staðar mun vandinn halda áfram að stækka og börnin sem mega engan tíma missa bara bíða. Verandi „ný“ í þessu kerfi er ekk- ert sem mér hefur blöskrað jafn mikið og úrræðaleysið í málefnum barna með alvarlegar geð-, hegð- unar- og þroskaraskanir. ■ Eru börn með þroska-, hegðunar- og geðvanda lögreglumál? Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur Nýlega voru kynnt drög að nýju deiliskipulagi Arnarnesvegar, sem liggja á um Vatnsendahvarfið frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Þessi vegarlagning mun þýða að það verður sprengd 60 metra breið geil, 1,5 kílómetrar að lengd, inn í eitt af dýrmætustu útivistar- svæðum höfuðborgarsvæðisins. Umhverfismat fyrir þessa fram- kvæmd er frá 2003, en vegna glufu í lögum um umhverfismat hefur Skipulagsstofnun úrskurðað að það þurfi ekki að gera nýtt mat því byrjað hafi verið á veginum árið 2004 þegar jarðvegsefni var mokað úr sunnanverðu Vatnsendahvarfi, þar sem skólagarðar Kópavogs eru í dag. Þessi glufa í lögunum þýðir að það geta liðið hundrað ár frá því umhverfismat var gert, án þess að gera þurfi nýtt mat, svo lengi sem framkvæmdarleyfishafi hefur tekið hjólböru af jarðvegi af tilætl- Umhverfismat eða bara plat? Helga Kristín Gunnarsdóttir stjórnandi hópsins Vinir Vatnsenda- hvarfs Eins og staðan er í dag fá börnin ekki þá þjónustu og þá með- ferð sem þau eiga rétt á. uðum framkvæmdarstað. Þetta gerir sorglega lítið úr lögum um umhverfismat og skortir almennt siðferði. Það er óskiljanlegt að yfir- völd hafi ekki áhuga á að kanna áhrif á umhverfi af svona stórri framkvæmd, þegar 19 ár eru liðin frá fyrra mati. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið hefur breyst á þessu svæði á síðastliðnum ára- tugum og áherslubreytingum í samgöngu- og umhverfismálum. Umhverfismat er ekki hugsað til að verja framkvæmdina, heldur til að verja umhverfi og íbúa. Miklu meiri áhersla er lögð á umhverfismál nú en í kringum aldamót og græn svæði eru álit- in mun dýrmætari en áður fyrr. Vatnsendahvarfið, sem vegurinn á að liggja yfir, var ekki nærri því eins gróið fyrir tuttugu árum eins og það er í dag. Óáreitt yrði þetta svæði líkara Öskjuhlíðinni á næstu áratugum, en eitt sinn átti líka að leggja veg í gegnum þá fallegu hæð. Ný hverfi hafa verið byggð í kring- um Vatnsendahvarfið, sem ekki var gert ráð fyrir í umhverfismatinu frá 2003, og umferðarspá er sprungin langt umfram spá í umhverfis- matinu. Einnig eru háleit markmið um Vetrargarð sem á að liggja þétt upp við þennan veg, en garðurinn er í raun skipulagður á horni sam- tals 10 akreina stofnbrauta. Þarna gæti því myndast hættulegt ástand vegna svifryks á gráum dögum og vegurinn auðveldlega orðið ógn við lýðheilsu íbúa. Mikill ágreiningur hefur verið um útfærslu vegarins bæði innan Skipulagsráðs Kópavogs og Vega- gerðarinnar, þó svo báðir aðilar hafi á endanum samþykkt útfærsl- una með semingi til að f lýta fram- kvæmdinni. Það virðist þó f lestum ljóst að útfærslan sem var kynnt með deiliskipulaginu er ekki að fara að leysa nein vandamál, held- ur einungis að skapa ný. Önnur ljósastýrð gatnamót við Breið- holtsbraut, sem er þegar sprungin umferðaræð, munu stíf la veginn enn frekar og valda frekari töfum á umferð. Það er með ólíkindum að Vegagerðin skuli fara gegn betri vitund og samþykkja útfærsluna í deiliskipulaginu, í stað þess að fara aftur að teikniborðinu og finna betri leið. Yfirvöld í Kópavogi hafa borið því við að aðalástæðan fyrir því að leggja Arnarnesveg frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut sé umferðar- f læðið á Vatnsendavegi, sem er slæmt á háannatíma, og að erfitt sé fyrir neyðarbíla að komast leiðar sinnar. En umferðarf læðið hefði til dæmis getað verið stórbætt fyrir mörgum árum ef hringtorg hefðu verið sett við Breiðholtsbraut og Ögurhvarf. Einnig hefði verið mögulegt að opna einfalda leið fyrir neyðarbíla milli bæjarfélag- anna. En þessar og aðrar lausnir til að leysa þessi vandamál voru ekki skoðaðar af alvöru, því Arnarnes- vegur var á leiðinni og hann átti að leysa allar þessar f lækjur. Sem hann mun ekki gera í núverandi mynd. Það vekur einnig athygli að Kópavogur vill nú leggja Reykja- nesbraut að hluta í stokk, og einn- ig er fyrirhugað að leggja Vor- braut í stokk, til að vernda íbúa og umhverfi. Hvað ætli valdi því að sveitarfélögin og Vegagerðin hafi aldrei tekið til greina að leggja Arnarnesveg, sem yrði hæsti vegur höfuðborgarsvæðisins og liggur í gegnum dýrmæta græna hæð, í stokk eða göng? Getur það verið að aðrir hags- munir bæjarstjórnar Kópavogs, eins og að byggja 4.000 manna byggð á toppi Vatnsendahvarfs, séu í raun að stýra þessum illa ígrund- uðu framkvæmdum? Og koma í veg fyrir betri lausn verði fundin og nýtt umhverfismat gert? Því án Arnarnesvegar væru forsendur fyrir þessari byggð brostnar og það virðist alls ekkert mega tefja þær áætlanir. Þessi byggð er þó frekar vanhugsuð þar sem hæðin er 140 metrum yfir sjávarmáli og mjög vindasamt á þessu svæði. Fyrir nokkrum áratugum féll mastur í stormi á toppi hæðarinnar og manneskju er varla stætt þarna upp frá þegar vindar blása. Íbúum sitt hvorum megin við Vatns- endahvarfið verður líklegast ekki skemmt þegar þakplötum og bygg- ingarefni frá hæðinni byrjar að rigna yfir heimili þeirra og garða, í gulum, appelsínugulum og rauðum viðvörunum næstu áratuga. Núverandi tillaga þjónar hvorki íbúum né umhverfi, því skorum við á sveitarfélögin, Vegagerðina og Skipulagsstofnun að endurskoða þessa vegarlagningu með heildar- myndina, náttúruna og komandi kynslóðir í huga. ■ Það er óskiljanlegt að yfirvöld hafi ekki áhuga á að kanna áhrif á umhverfi af svona stórri framkvæmd, þegar 19 ár eru liðin frá fyrra mati. GEFÐU GJÖF TIL HEILLA HEILLAGJAFIR.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.