Fréttablaðið - 22.04.2022, Side 1

Fréttablaðið - 22.04.2022, Side 1
Það þarf að stoppa svona menn. Jóhannes Þór Jóhannesson, ellilífeyrisþegi 7 8 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 2 2 . A P R Í L 2 0 2 2 Fagnar frumrauninni Lagafróða ljóskan á svið Tímamót ➤ 12 Lífið ➤ 20 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is Er bíllinn klár í ferðalagið? Ferðabox, kajakfestingar, hjólafestingar og margt fleira Menabo farangursbox 320 ltr, Mania, svart Verð 44.990 kr. Skíðafesting á topp 4 skíði eða 2 snjóbretti Verð 24.890 kr Þriggja hjóla festing á krók Burðargeta 60 kg, hallanleg Verð 89.900 kr. Reiðhjólafesting á topp Burðargeta 15 kg Verð 18.900 kr. lyaver.is Heimsending um land allt Forkólfar bílasölunnar Bensinlaus.is eru sakaðir um stórfelld svik af fyrrverandi starfsmönnum og ellilífeyris- þegi sem keypti af þeim bíl fyrir þremur mánuðum fær engin svör um hvar hann er. ser@frettabladid.is VIÐSKIPTI Fyrrverandi starfsmenn bílasölunnar Bensinlaus.is saka for- kólfa hennar um stórfelld og alvar- leg svik á hendur viðskiptavinum sem fái ekki í hendur þá rafbíla sem þeir hafi greitt fyrir – og í sumum tilvikum staðgreitt. Þetta þekkir Jóhannes Þór Jóhann- esson, ellilífeyrisþegi sem hefur ekki enn séð nýjan Ford Mustang sem hann keypti af Bensinlaus.is fyrir rúmum þremur mánuðum, þann 11. janúar síðastliðinn. Hann greiddi bílasölunni 1,5 milljónir við undir- skrift samningsins og afganginn, 6,4 milljónir, fjórum dögum seinna. „Bílasalarnir svara ekki í síma og munu núna vera komnir til Mar- bella á Spáni,“ segir Jóhannes Þór sem hefur reynt að rifta sölunni án árangurs. Lögmaður hans vinnur að málinu sem hefur verið tilkynnt til lögreglu og er aðgerða af hennar hálfu að vænta, að sögn Jóhannesar Þórs. Fjórir lykilstarfsmenn bílasöl- unnar gengu nýverið á dyr vegna þessara viðskiptahátta, en þar eru á ferðinni aðstoðarframkvæmda- stjóri, sölustjóri, innkaupastjóri og mannauðsstjóri. „Við vitum að stjórnendur Bens- inlaus.is eru að sýna viðskipta- vinum verksmiðjupantanir á bílum úti á meginlandi Evrópu sem enginn fótur er fyrir, en með eftirgrennslan vegna nokkurra svona tilvika komst ég að því að engin pöntun lá fyrir,“ segir Jóhanna Pálsdóttir, fyrrver- andi innkaupastjóri hjá bílasölunni. Gísli Þór Gíslason, fyrrverandi sölustjóri hjá Bensinlaus.is, stað- festir þessa sögu og segir að hluti svikanna sé að seinka ítrekað afhendingu bílanna hér á landi. „Ég hef staðfestar heimildir fyrir því að bílar eins og Jóhannesar Þórs sem áttu að vera á hafnarkantinum í Bandaríkjunum og biðu lestunar um borð í skip Eimskips, að sögn, voru ekki á staðnum.“ Hann bætir því við að forvígismenn Eimskips hafi sent starfsmann til að athuga hvort hér hafi verið um mistök að ræða, en reyndin hafi verið sú að engir bílar á vegum Bensinlaus.is hafi verið skráðir á hafnarsvæðið. „Það þarf að stoppa svona menn,“ segir Jóhannes Þór sem enn veit ekkert hvort hann fær bíl sinn frá Ameríku eða getur rift kaupunum. „Það á að loka reikningum þeirra.“ Ívar Máni Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Bensinlaus.is, svar- aði ekki símtölum blaðsins fyrir prentun þess í gærkvöld. ■ Saka bílasölu um að selja bíla sem eru ekki til Börnin börðu bumbur á einum af mörgum viðburðum Big Bang hátíðarinnar í Hörpu í gær. Markmið hátíðarinnar, sem komið var á fót árið 2010, er að auka aðgengi barna að tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.