Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 2
Boltinn rúllar af stað
TM-mót Stjörnunnar, fyrsta stórmót sumarsins, hófst í Garðabænum í gær en því líkur á sunnudag. Hér má sjá pilta úr 6. flokki Gróttu og Aftureldingar takast
á en einnig er keppt í kvennaflokki og í 7. og 8. flokkum. Spilaður er fimm manna bolti og hver leikur er klukkutími. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Honum þótti ofboðs-
lega vænt um að koma
til Íslands og fann
ræturnar hér.
KK, tónlistar-
maður
Tónlistarmaðurinn Bill
Bourne er látinn, 68 ára að
aldri. Bill átti íslenskar rætur
og starfaði mikið með KK og
hinni færeysku Eivøru Páls-
dóttur.
kristinnhaukur@frettabladid.is
TÓNLIST Vestur-íslenska söngva-
skáldið Bill Bourne lést á laugardag-
inn eftir erfiða baráttu við krabba-
mein. Hinn kanadíski Bourne, sem
bjó í borginni Edmonton, ræktaði
ræturnar hér á Íslandi og starfaði
meðal annars með KK og Eivøru
Pálsdóttur.
„Tónlist Bills mun koma til með
að lifa áfram,“ segir KK sem lýsir Bill
sem góðum vini sínum. „Hann setti
hjartað í allt sem hann gerði og lifði
fyrir tónlistina.“
Bill, sem hét fullu nafni William
Sigurd Bourne, var 68 ára gamall
þegar hann lést úr krabbameini í
blöðru og nýrum. Hann hafði barist
við sjúkdóminn í tvö ár. Hann var
fæddur í bænum Red Deer í Alberta-
fylki, langafabarn skagfirska skálds-
ins Stephans G. Stephanssonar sem
hélt til Vesturheims árið 1873.
Hann spilaði tónlist í þjóðlaga-
stíl og var undir áhrifum tónlistar-
fólks eins og Bobs Dylan og Joni
Mitchell. En einnig var hann opinn
fyrir öðrum áhrifum, til að mynda
bandarískum blús, spænskum flam-
engo og keltneskri og afríski þjóð-
lagatónlist.
Í Morgunblaðinu 2001 lýsti Bill
Graceland, plötu Pauls Simon, sem
tímamótaverki. Þar hafi mörgum
menningarstraumum verið att
saman og haft mikil áhrif á hann.
Bill gaf út sína fyrstu plötu árið
1981 sem hét einfaldlega Bill Bourne.
Tíu sólóplötur fylgdu í kjölfarið og
annað eins með ýmsum hljómsveit-
um og tónlistarfólki. Ein af þeim var
platan Eivør & Bill, sem hann gerði
með færeysku söngkonunni og kom
út árið 2004. Platan vann til nokk-
urra verðlauna í Danmörku.
KK segir Bill hafa verið einstak-
an gítarleikara og varla hafa lagt
gítarinn frá sér. Fyrir alla tónleika
hafi hann æft sig af kappi og verið „í
mómentinu“. Hann minnist þeirra
tónleika sem þeir komu fram á,
fyrir um tveimur áratugum síðan,
til dæmis á Rosenberg, í Salnum í
Kópavogi og á landsbyggðinni.
„Honum þótti of boðslega vænt
um að koma til Íslands og fann ræt-
urnar hér,“ segir KK. Bill hafi verið
mikill náttúruunnandi og eftir-
minnilegasta stundin þegar þeir
fóru saman „út á æðruleysinu“. Bill
hafi líka verið einstaklega laginn
maður með vélar, bílaáhugamaður
sem ferðaðist um á gömlum kádilj-
ákum og kunni að gera við þá. „Ég
fór með hann út á sjó að veiða. Hann
elskaði það,“ segir KK. n
Hinn vestur-íslenski Bourne
fallinn fyrir krabbameininu
Bill Bourne á tónleikum á leikvangi íshokkíliðsins Edmonton Oilers árið 2014.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Sjálfvirkur
opnunarbúnaður og
snertilausir rofar frá
Þýsk gæðavara.
Snertilausir rofar
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
birnadrofn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Þórólfur Guðna-
son sóttvarnalæknir segir Ísland
komið á góðan stað hvað varðar
Covid-faraldurinn. Fjöldi fólks sé
þó smitaður af inflúensu sem sé sér-
staklega skæð í ár.
Ástæðan sé meðal annars sú að
ekki hafi komið upp inflúensufar-
aldur á síðasta ári vegna þeirra sam-
komutakmarkana og sóttvarnaað-
gerða sem þá voru í gangi. Nú fái
hún að ganga laus.
„Inflúensan er seinna á ferðinni í
ár en vanalega og eins og við bjugg-
umst við er hún skæð,“ segir Þór-
ólfur. „Og eins og við bjuggumst
líka við er mikið af ungu fólki og
börnum að smitast,“ bætir hann við.
Þórólfur segir bólusetningu gegn
inf lúensunni ekki virðast veita
mikla vörn gegn því afbrigði flens-
unnar sem nú sé í gangi, það verði
að koma í ljós hversu vel bólusetn-
ingin verndi gegn öðrum afbrigðum
hennar.
„Þetta er ekki búið, yfirleitt ganga
þrjú afbrigði flensunnar yfir og við
erum enn þá á því fyrsta. Hvort þau
verði f leiri verður að koma í ljós,“
segir Þórólfur.
Spurður að því hvort þeir ein-
staklingar sem smitist nú af inflú-
ensu séu ólíklegri en aðrir til að
smitast af öðru af brigði hennar
segir Þórólfur svo ekki vera. „Maður
getur smitast aftur, smit gegn einu
af brigði verndar ekki gegn öðru,“
segir hann. n
Fyrsta afbrigði inflúensunnar skætt
Þórólfur
Guðnason, sótt-
varnalæknir
benediktboas@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Vegagerðin vinnur nú
að því að gera við holur sem hafa
myndast í bundnu slitlagi á vegum
víða um land. Holur myndast þegar
vatn liggur í vegum. Þegar vatn
frýs eykst rúmmál þess og þegar
það þiðnar aftur er malbikið upp-
spennt. „Ef þungur bíll ekur þar
yfir og brýtur það niður getur hola
myndast mjög hratt,“ segir Birkir
Hrafn Jóakimsson, forstöðumaður
á mannvirkjasviði Vegagerðarinnar.
Hann bendir á að holur séu ekki
séríslenskt fyrirbæri. „Við hér á
Íslandi erum ekki ein um að berjast
við holur þegar vorið kemur með
sínum leysingum. Ég hef fengið
fréttir frá kollegum mínum um
allan heim og þetta er alls staðar.
Hins vegar erum við illa sett núna
eftir mjög þungan vetur,“ segir
hann. Ekki er hægt að koma alveg í
veg fyrir að holur myndist, að sögn
Birkis Hrafns. „En það er hægt að
minnka það,“ segir hann. n
Margar vegaholur
eftir erfiðan vetur
Viðgerðir á holum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
2 Fréttir 22. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ