Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Vatnsdropinn er alþjóðlegt sam-
starfsverkefni sem Kópavogsbær
stofnaði til í samstarfi við H.C.
Andersen-safnið í Danmörku,
Múmínsafnið í Finnlandi og
Undraheim Ilon Wikland í Eist-
landi en Ilon Wikland skóp mynd-
heiminn í mörgum af bókum
Astrid Lindgren. Verkefnið er til
þriggja ára og snýst um að valdefla
börn, gera þau að virkum þátttak-
endum í starfi menningarstofnana
sem ungum sýningarstjórum og
vinna að menningarverkefnum
fyrir börn. Vatnsdropinn hverfist
um norrænar barnabókmenntir í
tengslum við Heimsmarkmið Sam-
einuðu þjóðanna og umhverfis-
mál. Listahátíðin á morgun er
afrakstur vinnu ungra sýningar-
stjóra en þar hafa börnin notið
leiðsagnar Jóhönnu Ásgeirsdóttur
listakonu.
Ljóðabók náttúrunnar
Héðinn Halldórsson og Agla Björk
Egilsdóttir settu saman Ljóðabók
náttúrunnar með myndum eftir
Héðin og ljóðum eftir Öglu. Bókina
verður hægt að sjá á Bókasafni
Kópavogs á listahátíðinni. Þau segj-
ast bæði hafa viljað gera verkefni
sem tengdist fuglum og náttúru.
„Héðinn var ákveðinn í að
teikna fugla og ég vildi skrifa um
þá svo við ákváðum að gera ljóða-
bók saman,“ útskýrir Agla. „Við
fórum í göngutúr einn daginn allur
hópurinn og skoðuðum náttúruna
sem sögupersónu, eins og við
værum að uppgötva hana í fyrsta
sinn og það var mjög skemmtilegt.“
Héðinn bætir við að honum
finnist fuglar mjög áhugaverðir.
Þau hafi byrjað á að lesa og kynnast
náttúrunni og fuglategundum á
Íslandi en síðan viljað skapa sitt
eigið verkefni. „Við þurfum að
þekkja náttúruna á Íslandi til að
geta verndað hana og það er til
fleiri en ein leið til þess. Náttúran
er áhugaverð ef þú gefur þér tíma til
að skoða hana.“
Þau hvetja alla krakka til að gefa
náttúrunni gaum og skoða hana
sem sögupersónu, hvað hún hafi að
segja og hvernig henni líði.
„Svo ætla ég að vera með skúlp-
túrvinnusmiðju fyrir alla á morgun
þar sem hægt verður að skapa
skúlptúra úr afgangsefni. Þar ætla
ég að breyta gömlum stól í dýr,“
segir Héðinn.
Óboðinn gestur; ljósmynda
sýning og listræn plokkáskorun
Þær Inga Bríet Valberg og Þóra Sif
Óskarsdóttir sýna ljósmyndir sem
hverfast um ruslið í náttúrunni en
verkin verður hægt að sjá á neðri
hæð Gerðarsafns.
„Sýningin heitir Óboðinn gestur
því að ruslið er ekki velkomið inn
á heimili náttúrunnar,“ segja þær
um ljósmyndir sínar sem þær tóku
af rusli á víðavangi, ímynduðu sér
að þær væru náttúran og að nátt-
úran fengi rödd.
„Við viljum að þú horfir á mynd-
irnar og ímyndir þér sögu ruslsins,“
segir Þóra Sif og Inga Bríet bætir við
að þær vilji líka spyrja spurninga
eins og hvernig og hvenær ruslið
hafi endað þarna, hvernig fólki líði
við að horfa á ljósmyndirnar og
hvort það sjái munstur í ljósmynd-
unum.
Þær segja að allir geti farið út og
tekið myndir af því sem þeir sjá
daglega í hversdeginum og hvetja
alla til að nýta tækifærið nú þegar
plokkdagurinn er fram undan og
taka myndir af óboðnum gestum
í náttúrunni, merkja þær #vatns-
dropinn og búa þannig til listsýn-
ingu á samfélagsmiðlum.
„Markmiðið með sýningunni
okkar er að gera ógeðið fallegt,“
segja þær báðar einum rómi að
lokum.
Matargat
Matargat er niðurstaða skapandi
ferlis sem ungu sýningarstjórarnir
Brynja S. Jóhannsdóttir og Sigurlín
Viðarsdóttir fóru í gegnum með
ýmsum sérfræðingum og lista-
mönnum. Ferlið hófst þegar þær
tengdu sögur H.C. Andersen sem
fjalla um náttúruna sem söguper-
sónur við Heimsmarkmið Samein-
uðu þjóðanna og umhverfismál.
„Við vildum vita meira um
mat, hvaðan hann kemur, hvaða
áhrif matarframleiðsla hefur á
umhverfið og hvernig hægt er að
minnka mengun af völdum matar-
framleiðslu,“ útskýrir Sigurlín.
Á þessari vegferð kynntust þær
lífrænni ræktun. Hvort sem valið er
að kaupa lífrænt eða rækta heima
hjá sér áttuðu þær sig á að þetta er
miklu einfaldara en maður heldur.
Þannig settu þær saman bækling-
inn Matargat til að fleiri gætu lesið
sér til um það sem þær lærðu hjá
sérfræðingunum.
„Matargat er bæklingur fyrir
krakka til að læra um lífræna
ræktun, fræ og hve langan tíma
það getur tekið að rækta,“ segir
Brynja og bætir við: „Og svo verðum
við með vinnusmiðju þar sem við
gefum fræ og ráð fyrir alla krakka
sem vilja læra um ræktun.“
Matargat er hvatning þeirra
Sigurlínar og Brynju til barna og
fullorðinna um að hugsa betur út í
það hvaðan maturinn okkar kemur
og gera kröfu um að hann mengi
sem minnst.
Hlaðvarpið Dropinn
Þegar ungu sýningarstjórarnir veltu
náttúrunni fyrir sér fóru nokkrir
þeirra að skoða dýravernd og spyrja
spurninga um dýr á Íslandi sem
eru í útrýmingarhættu. Krakkarnir
skoðuðu bækur á Bókasafni Kópa-
vogs, hittu sérfræðinga um mál-
efnið og ræddu uppáhaldsdýrin sín.
Hópurinn stækkaði og að lokum
var ákveðið að vinna að hlaðvarpi
þar sem hægt væri að spyrja sér-
fræðinga og leyfa öðrum að læra
um dýr og vistkerfið í leiðinni.
Það eru þær Ágústa Lillý Valdi-
marsdóttir, Birta Mjöll Birgisdóttir,
Elena Ást Einarsdóttir, Karen Sól
Heiðarsdóttir, Lóa Arias, Matt-
hildur Daníelsdóttir og Sóllilja
Þórðardóttir sem stýra hlaðvarpinu
Dropanum.
„Okkur er annt um dýr og vildum
læra meira um þau,“ segir Sóllilja.
Birta segir að hún hafi alltaf verið
hrifin af dýrum. „Þegar við fórum
að tala um dýr og náttúruna þá
vildi ég vera með í þeim hópi.“
„Við skrifuðum spurningar og
ræddum svo við Jóhannes líffræð-
ing og tókum svo hlaðvarpið upp
sjálfar,“ útskýrir Matthildur.
Þær segjast allar hafa lært mikið
um dýr í útrýmingarhættu á Íslandi
því það sé svo sjaldan talað um þau
– bara þessi í útlöndum.
Upptökur úr hlaðvarpinu verður
hægt að finna víðs vegar um Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs og Bóka-
safn Kópavogs.
Listahátíðin verður opnuð á
morgun, laugardag, klukkan 12 og
stendur til klukkan 15. Sýningar
hinna ungu sýningarstjóra standa
uppi næstu vikuna og hvetjum við
alla til að kíkja við.
Það er svo gaman að segja frá því
að Lína Langsokkur ætlar að koma
klukkan 14 á listahátíðina og vera
með leiðsögn um hátíðarsvæðið,
eins og henni einni er lagið. ■
Frá vinstri: Elena
Ást, Karen Sól,
Ágústa Lillý, Lóa
og Sóllilja bjóða
upp á hlað-
varpið Dropann,
um dýr í útrým-
ingarhættu. Á
myndina vantar
Birtu Mjöll.
Þóra Sif og Inga
Bríet með ljós-
myndirnar sínar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Héðinn og Agla Björk skrifuðu Ljóða-
bók náttúrunnar og myndskreyttu.
Brynja og Sigurlín unnu með lífræna
ræktun og matarsóun.
Gæðum venjulega hluti töfrum og uppgötvum töfrana í umhverfinu
okkar. Á Vatnsdropahátíðinni sést hvernig menning og umhverfismál
tvinnast saman, hvernig ástsæl ævintýri hafa boðskap að bera um
hvernig við eigum að koma fram við hvert annað og náttúruna.
Hvað gerist þegar við hugsum um náttúruna sem sögupersónu,
söguhetju, í staðinn fyrir sögusvið?
Lína Langsokkur
verður með leiðsögn
um hátíðina kl. 14:00
23. a
príl
Kl. 1
2–
15
#
va
tn
sd
ro
p
in
n
SMIÐJUR
SKÚLPTÚRSMIÐJA - ÚTISVÆÐI
Umbreytum ónýtum húsgögnum, afsöguðum
greinum og afgangstimbri í ævintýrapersónur
og furðuskepnur.
MATARGAT - ÚTISVÆÐI
Hvaðan kemur maturinn okkar? Hvað getum
við ræktað heima, í garðinum eða stofuglugganum?
Forvitnileg smiðja um hringrás lífrænnar ræktunar
þar sem við sáum fræjum og smökkum.
FUGLASMIÐJA - BÓKASAFN
Nýtum fundin efni til að föndra fugla og fræðumst
um íslenskt lífríki í leiðinni.
LAUFSKRÚÐ TRJÁNNA - NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Rannsökum blaðför og fræðumst um tré
í skemmtilegri uppgötvunarsmiðju.
FANN ÉG Á FJALLI - NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Skreytum og málum okkar eigin töfrasteina.
HÉR Á ÉG HEIMA - NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Hver býr hvar? Finnum búsvæði dýra og plantna
í íslenskri náttúru.
SÝNINGAR
ÓBOÐINN GESTUR - GERÐARSAFN
Ljósmyndasýning og listræn plokkáskorun.
LJÓÐABÓK NÁTTÚRUNNAR - BÓKASAFN
Lifandi bókverk.
DROPINN - NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Hlaðvarp um lífríki Íslands og dýr í útrýmingarhættu.
MATARGAT - NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Viltu rækta mat heima? Byrjaðu hér!
TÓNLEIKAR
JAZZBADASS - SALURINN KL. 13:00
Jazzsögustund fyrir fjölskyldur, fróðleiksmolar, landa-
fræði og spurningakeppni þar sem sigurvegarinn
er krýndur jazzbadass!
2 kynningarblað A L LT 22. apríl 2022 FÖSTUDAGUR